Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Frá Stykkishólmshöfii.
Nú förum við að
njóta arðsins af
fj árfestingnnum
-segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri
í Stykkishólmi, efsti maður á D-lista
ÞEGAR ekið er um Stykkishólm blasa við margar nýjar bygging-
ar svo sem skólahús, íþróttahús, viðbygging við sjúkrahúsið þar
sem heilsugæslustöðin er til húsa og ný ferjuhöfn. Það er greini-
legt að þar hefúr mikið verið framkvæmt á liðnum árum. Sturla
Böðvarsson bæjarstjóri segir að vegna þess séu engar brýnar stór-
framkvæmdir á döfínni og bæjarbúar geti nú farið að njóta arðs-
ins af þessum Qárfestingum. „Við erum á uppleið, það er enginn
vafi,“ sagði liann.
Morgunblaðið/ÁH.
Sturla Þórðarson bæjarsljóri í
Stykkishólmi.
Stykkishólmur stendur á göml-
um merg enda á hann fjögurra
alda langa sögu sem verslunarstað-
ur. Við höfnina standa mörg gömul
hús og hefur verið unnið að því á
undanfömum árum að gera þau
upp. Nú hefur Stykkishólmsbær
keypt eignarlóð og hús Kaupfélags
Stykkishólms af Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og er
fyrirhugað að gamla kaupfélagshú-
sið verði ráðhús bæjarins í framt-
íðnni.
Blaðamaður fór með bæjarstjór-
anum í ökuferð um bæinn og eitt
af því fyrsta sem Sturla vildi skoða
var nýja feijuhöfnin í Súgandisey
með tilheyrandi mannvirkjum.
„Þetta mannvirki hefur valdið
okkur miklum höfuðverk. Það kost-
aði mikið og bærinn hefur orðið
að leggja út fyrir því. Það var gert
ráð fyrir að ríkið greiddi 75% kostn-
aðarins beint og bærinn fengi síðan
15% úr hafnabótasjóði og afgang-
inn úr byggðarsjóðir eins og gert
var á Btjánslæk. Okkur fínnst
óeðlilegt að ekki sé hafður sami
háttur á hér.
Framkvæmdin var umdeild og
erfíð en nú heyrast engar óánægju-
raddir. Þetta var eitt stærsta verk-
efni bæjarins á síðasta kjörtímabili
ásamt aðstöðu fyrir farþegabáta
Eyjaferða sem sigla út í Breiða-
fjarðareyjar. Ég býst við að 15 -
20.000 farþegar fari með þessum
bátum út í eyjar í sumar,“ sagði
Sturla.
D-listinn hefur verið í meirihiuta
í bæjarstjórn frá 1974. Listann
skipa sjálfstæðismenn og óháðir
borgarar, þ.e. fólk sem ekki er í
neinu stjórmpálafélagi. „Okkur
fínnst þetta gefast sérstaklega vel.
Við fáum þarna fjöldann til að
starfa með okkur og þetta styrki
sjálfstæðismenn mikið.“ Hið
nýja íþróttahús í Stykkishólmi
barst í tal. Sturla sagði að þegar
nýja skólahúsið var byggt hafi
bærinn haft dapra reynslu af sam-
skiptum við ríkisvaldið. Hann sagði
að bærinn ætti enn inni tæpar 10
milljónir króna hjá ríkinu vegna
byggingarinnar. Því var brugðið á
það ráð víð undirbúning á byggingu
íþróttahússins að gera samning við
menntamála- og fjármálaráðherra
um framkvæmdir og að ríkið
greiddi 30% byggingarkostnaðar
með föstum árlegum greiðslum. Á
grundvelli hans var gerður lána-
samningur við Búnaðarbankann og
lánaði hann til framkvæmdarinnar
á móti framlagi ríkisins. En við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1990
kom í ljós að ríkissjóður stæði ekki
við skuldbindingarnar og hefur því
samningnum verið rift óformlega.
Vísað var á jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga sem hafnar því að greiða hluta
ríkisins.
„Við vonumst enn til að hægt
verði að taka húsið í notkun í
haust, m.a. vegna þéss að Körfu-
knattleiksdeild Snæfells er komin
í úrvalsdeild og þarf að geta keppt
á heimavelli. En þetta samningsrof
setur okkur í töluverðan vanda því
við vorum samningsbundin við
verktakana. Þess má geta að í
samningnum var ákvæði um að
hann ætti að endurskoða ef að-
stæður breyttust. Því hefur hins
vegar verið hafnað."
Ibúar í Stykkishólmi eru um
1280. Þeim fækkaði nokkuð á
síðasta ári en íbúafjöldi hafði þá
staðið í stað í þijú ár. Sturla segist
sjá batamerki nú og fólki hefur
Qölgað aftur frá síðustu áramótum.
Hann sagði að skelfískvinnslan
hefði gengið betur nú og það skipti
miklu máli. Atvinna hefur verið
sæmileg í Stykkishólmi en tekjurn-
ar of lágar.
Nú leggur D-listinn mikla
áherslu á að efla atvinnulífið í
bænum og styrkja sjávarútveginn.
Bæjarstjómin og atvinnumála-
nefnd hafa unnið að undirbúningi
að stofnun hlutafélags um rekstur
togara, þótt ekki sé ætlunin að
bærinn eigi hlut í honum.
Sturla sagði að ef þetta tækist
gerbreytti það atvinnulífinu á
staðnum. En þótt sjávarútvegurinn
væri undirstaða undir afkomu bæj-
arbúa væru iðnaður og þjónusta
stór hluti af atvinnulífinu. Margir
vinna til dæmis við ferðamanna-
þjónustu og er lögð síaukin áhersla
á hana.
Á þessu kjörtímabili voru tekin
í notkun endurhæfingadeild; legu-
deild og heilsugæslustöð og leggja
sjálfstæðismenn og óðháðir áherslu
á að nýta þessar nýbyggingar sem
best. I Stykkishólmi er dvalarheim-
ili aldraðra, en auk þess er boðið
upp á heimaþjónustu og heima-
hjúkrun. Engir biðlistar eru eftir
þessari þjónustu.
Auk grunnskólans er rekin fram-
haldsdeild í tengslum við Fjölbraut-
arskóla Vesturlands. Yfir 50 nem-
endur bætast því í hóp bæjarbúa á
veturna og er það lyftistöng fyrir
staðinn að sögn Sturlu. Líkur eru
á að nemendur úr nágrannabyggð-
um sæki framhaldsdeildina. Stefnt
er að því að hægt verði að ljúka
stúdentsprófí á einhveijum braut-
um.
Sturla sagði að vel hefði gengið
að fá menntað fólk til starfa, bæði
við sjúkrahúsið og skóla. Þó nokk-
ur ásókn væri í kennarastörf.
„Það hefur verið lítil andstaða
við okkar tillögum í bæjarstjórn-
inni. Við höfum reynt að setja
málin þannig fram að um þau ná-
ist breið samstaða. En frambjóð-
endur H-listans, sem nú býður fram
á móti D-listanum, hafa gagnrýnt
þetta og svo virðist sem þessi sam-
einaði hópur sé á móti þeirri sam-
stöðu sem hefur ríkt.
Við erum á uppleið, það er eng-
irm vafí. Og við erum mun bjart-
sýnni en áður þrátt fyrir þá erfið-
leika sem við höfum átt við að etja.
Þátttaka bæjarbúa í félagsstarfi
er ótrúlega mikil og góður andi
ríkir hér í Hólminum. Hér er gott
mannlíf og mikil náttúrufegurð.
Hér er enginn spenna og ró og
kyrrð í kringum eyjarnar."
Sturla sagði að eignastaða
Stykkishólmsbæjar væri góð. Mikið
hefur verið byggt og framkvæmt
á undanförnum árum og því eru
engar brýnar stórframkvæmdir á
næstunni nema að ljúka íbúðum
aldraðra. „Nú fer fjárfestingin að
skila sér og við förum að njóta
arðsins," sagði hann. „Afborgunar-
þunginn er töluverður á þessu ári
og róðurinn því þungur. En síðan
minnka greiðslubyrðin ár frá ári
og að liðnum tveimur árum verður
mjög auðvelt að reka þetta sveitar-
félag. En þrátt fyrir að róðurinn
sé þungur í bili leggur forysta D-
listans í bæjarstjórn áherslu á að
halda þeim sterka meirihluta sem
verið hefur. Við lítum svo á að
framhaldið byggist á góðu sam-
starfi. Glundroði og ósamlyndi
gæti stefnt í voða þeim góða ár-
angri sem við höfum náð,“ sagði
hann.
Árangiirinn
er einfaldlega
glæsilegnr
-segja fiilltrúar meirihluta sjálfstæðis-
manna í Grundarfirði
GRUNDARFJÖRÐUR skai-taði sínu fegursta þennan maídag sem
blaðamaður Morgunblaðsins hafði mælt sér mót við fulltrúa meiri-
hluta sjálfstæðismanna í hreppsnefiid Eyrarsveitar. Þrátt fyrir að
snjórinn næði enn langt niður í hlíðar fjallanna var vorlegt um að
litast. Það var létt yfir þeim hreppsnefndarfulltrúum og svéitarstjór-
anum, enda ánægð með árangur síðustu Qögurra ára. Fjárhagur
Eyrarveitar var mjög bágur í upphafí kjörtímabilsins, en nú hefúr
tekist að snúa því dæmi við.
„Það sem hefur einkennt þetta
kjörtímabil er ákaflega góð sam-
staða meirihluta hreppsnefndarinn-
ar,“ sagði Sigríður Þórðardóttir sem
skipaði efsta sæti D-listans í Grund-
arfírði í síðustu kosningum. Hún
var oddviti hálft kjörtímabilið en
þá tók Kristján Guðmundsson við.
Hann skipar nú efsta sæti fram-
boðslistans.
Sigríður sagði að íjárhagsstaða
sveitarfélagsins hafi verið mjög
slæm þegar þessi meirihluti tók við
af Alþýðubandalagi og Framsókn
fyrir fjórum árum og var ástandið
þannig að reksturinn skilaði engum
hagnaði. Umfang hans hafði aukist
mikið og ekki gætt aðhalds og því
fór allur skattpeningurinn í rekstur-
inn.
„Eitt aðalmarkmið okkar fyrir
síðustu kosningar var því að koma
fjárhagnum á réttan kjöl. Með því
að beita aðhaldi og spamaði og
brejda rekstrinum á ýmsan hátt
hefur það tekist,“ sagði hún.
Þau Sigríður, Kristján, Sigríður
Gísladóttir og Ólafur H. Sverrisson
sveitarstjóri sögðust vera ánægð
með árangurinn og telja hann ein-
faldlega glæsilegan. I Eyrarsveit
búa 820 manns og hefur íbúum
Grundarfjarðar farið íjölgandi und-
anfarin ár.
Þau segjast hafa byijað á því að
gera tillögur um bættan rekstur og
efnahag hreppsins. Þar var tekið á
öllum hugsanlegum þáttum sem
vörðuðu reksturinn. Markmiðið var
að hann skilaði að minnsta kosti
20% hagnaði. Árangurinn lét ekki
á sér standa því strax árið 1987
skilaði reksturinn yfír 30% hagnaði
og hefur gert æ síðan.
Ólafur sveitarstjóri sagði að á
grundvelli tiilagnanna sem sam-
þykktar voru í upphafí kjörtímabils-
ins hafi verið gerðar nákvæmar
fjárhagsáætlanir fyrir hvert ár. Eft-
ir þessum áætlunum hefur svo ver-
ið farið í einu og öllu.
Hreppurinn fékk hagstæð lán í
upphafí kjörtímabilsins. Einnig var
sótt um sérstakt framlag úr jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga haustið 1986.
Því var hafnað á þeirri forsendu
að það ætti að takast að koma fjár-
málum hreppsins á réttan kjöl á
fimm til sex árum. „í raun tókst
okkur þetta á tveimur árum,“ sagði
hann. Hann tók sem dæmi að skuld-
ir í hlutfalli af sameiginlegum tekj-
um voru 191% árið 1986, 133%
1987, 87% 1988 og 71% 1989.
„Ég held að það hafi skipt sköp-
um að við réðumst strax gegn vand-
anum,“ sagði Sigríður Þórðardóttir.
„Fólk þurfti sinn .tíma að venjast
þessu mikla aðhaldi í fjármálum,
en nú gengur það að því vísu að
ekki er hægt að fá peninga frá
hreppnum nema verkefnið sé á fjár-
hagsáætlun.“
Lögð var áhersla á að ljúka við
Ásgeir Valdimarsson og Árni Halldórsson skipa 2. og 3. sæti á lista
sjálfstæðismanna í Grundarfirði. ,
t