Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 Nýtt ríki á Arabíuskaga: Jemen-ríkin tvö verða eitt lýðveldi Fyrsti forseti ríkisins nýja kjörinn af þingum norður- og suðurhlutans Sanaa, Adcn. Reuter. ÞING arabaríkjanna Norður-Jemens og Suður-Jemens á suð-vest- urhorni Arabíuskagans kusu í gær Ali Abdallah Saleh fyrsta for- seta nýs, sameinaðs lýðveldis er heita mun lýðveldið Jemen. Saleh var áður forseti norðurhlutans, sem hefur verið hlynntur vestræn- um löndum en ráðamenn suðurhlutans hafa hins vegar stuðst við Sovétmenn. Forseti Suður-Jemens verður varaforseti nýja ríkisins er heftir um 13 milljónir íbúa og er um fímm sinnum stærra en ísland. Saleh forseti dró að hún fána landsins — rauðan, hvítan og svartan — við hátíðlega athöfn í borginni Aden á suðurströndinni sem verður fjármálahöfuðborg en Sanaa í norðurhlutanum verður pólitískur höfuðstaður. íbúar norð- urhlutans eru margfalt fleiri en sunnanmenn. Þjóðin hefur verið skipt í 300 ár og réðu Tyrkir yfír Norður-Jemen til 1918 en Bretar yfir Aden, sem var ein af þekkt- ustu • flotahöfnum breska heims- veldisins, til 1967 er Suður-Jemen varð sjálfstætt. Grunnt hefur verið á hinu góða milli ríkjanna tveggja að jafnaði og kom til stuttrar styij- aldar árið 1972. Síðustu árin hefur orðið gjörbreyting á samskiptun- um og sameiningin var ákveðin í nóvember sl. Hún kom til fram- kvæmda sex mánuðum á undan áætlun. Bókstafstrúarmenn í norðurhlutanum mótmæltu sam- einingunni en marxistastjómin í suðri beitti sér gegn trúarofstæki. Jemenar eru í hópi fátækustu arabaþjóða en olíulindir eru nokkr- ar, aðallega í norðurhluta lands- ins. Stjórnvöld vonast til þess að vestræn fyrirtæki muni finna mikl- ar olíulindir í suðurhlutanum sem lítt hefur verið kannaður í þessu skyni. Reuter Blökkustúlka geiflar sig í mótmælagöngu blökkumanna í Bensonhurst-hverfinu í Brooklyn. Lögreglu- menn hafa slegið skjaldborg um göngumenn til þess að vernda þá fyrir hvítum íbúum hverfísins. Bandaríkin: Kynþáttaglæpum fer flölgandi RICHARD Thornburgh, dóms- kynþáttaglæpir, þar sem menn af andi og sagði hann helstu orsökina málaráðherra Bandaríkjanna, einum litarhætti fremja glæpi á vera fátækt. sagði á sunnudag að svonefhdir kostnað fólks af öðrum, færu vax- Samþykkt ráðgjafanefindar Gorbatsjovs Sovétleiðtoga: Markaðskerfi innleitt í áföngum Moskvu. Reuter. FORSETARÁÐIÐ, ráðgjafanefhd Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sov- éska kommúnistaflokksins, lagði í gær blessun sína yfír áætlun sem miðar að því að innleiða markaðskerfi í Sovétríkjunum. í samþykkt- inni er þó kveðið á um ákveðin afskipti ríkisvaldsins á vettvangi efha- hagsmála. Þing Sovétríkjanna mun taka áætlunina til umræðu á morg- un, fimmtudag, en ekki liggur fyrir hvenær hún kemst í framkvæmd samþykki þingheimur hana. í fréttum Moskvu-útvarpsins í gær sagði að gert væri ráð fyrir því að markaðskerfí yrði komið á í áföngum í Sovétríkjunum. Þess yrði freistað í hvívetna að milda áhrif þessara um- skipta þannig að þjóðinni yrði ekki gert að færa óhóflegar fómir. Þann- ig væri gert ráð fyrir markvissum aðgerðum til að tryggja félagslega þjónustu auk þess sem launauppbæt- ur yrðu greiddar til að halda uppi lífskjörum í landinu. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, skýrði blaðamönnum í Moskvu frá samþykkt forsetaráðsins en vildi á hinn bóginn ekki fjalla um einstaka þætt áætlunarinnar. Sagði hann að gerð yrði nánari grein fyrir henni á blaðamannafundi í dag, miðvikudag. Dagblaðið Ízvestía, málgagn Sovét- stjórnarinnar, skýrði hins vegar frá því í gær að áætlunin kvæði á um að ríkisfyrirtækjum yrði fækkað á næstu 10 til 15 árum og yrði þeim ýmist breytt í einkafyrirtæki eða hlutafélög auk þess sem gert væri ráð fyrir því að starfsmenn gætu eignast þau að fullu. Fyrsta verkefn- ið yrði á hinn bóginn það að færa verðlag allt nær framleiðslukostnaði, sem óhjákvæmilega myndi leiða til hækkana. I frétt Moskvu-útvarpsins sagði að uppi væru áform um að tvöfalda verð á matvælum. í upphafí var gert ráð fyrir því að áætlun þessi yrði kynnt í mars- mánuði og að hún tæki gildi í júlí en ráðgjafar Gorbatsjovs munu hafa talið nauðsynlegt að slá þessu á frest til að unnt reyndist að meta hver yrðu áhrif svo róttækra umskipta í sovésku þjóðlífi. Nokkrir stjórnmála- menn hafa lýst yfír áhyggjum sínum vegna breytinga þessara og hafa þeir einkum nefnt að þær muni óhjá- kvæmilega skerða lífskjör alþýðu manna. Hermt er að óánægja sé nokkuð almenn í röðum verkamanna og almenningur er sagður uggandi um sinn hag. Thornburgh sagði að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði nú til rannsóknar tvöfalt fleiri glæpi af þessu tagi og fjöldi þeirra sem dreg- inn væri fyrir dóm hefði aldrei verið meiri. Benjamin Hooks, formaður sam- staka sem beijast fyrir auknum rétt- indum blökkumanna, sagðist á mánudag telja að kynþáttahatur færi vaxandi í Bandaríkjunum. Talsvert hefur verið um mótmæli og róstur í New York undanfarna daga. Ástæðan er dómur í morðmáli þar í þorg í síðustu viku. Var hvítur unglingur sýknaður af morði á blökkumanni sem farið hafði inn í Bensonhurst-hverfið í Brooklyn, þar sem hörundshvítt lágstéttarfólk býr, til þess að aðstoða félaga sinn við bílakaup. Réðst hópur unglinga að þeim og veitti þeim áverka sem drógu annan til bana. Sá sem var sýknaður var annar foringi hópsins. Ekki þótti sannað að hann hefði verið valdur að dauða blökkumannsins. I Byggja Þjóðverjar yfir sovésku hermennina? ÞAÐ kynni að fara svo að Þjóðverjar gripu til þess ráðs að bjóðast til að reisa íbúðarhús í Sovétríkjunum til þess að þarlend stjórn- völd sæju sér fært að kalla heim þá tæplega 400.000 hermenn sem eru í Austur-Þýskalandi. Kom þetta fram í máli Reinhards Schorle- mers og Dr. Otto Wulffs, tveggja vestur-þýskra þingmanna sem hingað eru komnir til að kynna sameiningarmál Þýskalands. Schorlemer og Wulff eru báðir þingmenn kristilegra demókrata og eiga jafnframt sæti í utanríkis- málanefnd vestur-þýska þingsins. Stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi hafa ákveðið að standa fyrir víðtækri kynningu á fyrirhugaðri sameiningu Þýskalands. Schorle- mer og Wulff tóku að sér að ferð- ast um Norðurlönd í þessu skyni og hingað komu þeir frá Kaup- mannahöfn. Þeir eru miklir Is- landsvinir og hafa oft komið til landsins. Kom fram á fréttamanna- fundi með þingmönnunum á mánu- dag að fyrir skömmu hefði Schorle- mer fengið ávítur frá sendiherra Spánar í Vestur-Þýskalandi vegna stuðnings síns við málstað íslands í þingumræðum um sjávarútvegs- stefnu Evrópubandalagsins. Schorlemer og Wulff hafa und- anfarna daga rætt við íslenska ráðamenn og í gær hittu þeir m.a. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra. Það eru mörg snúin vandamál samfara sameiningu þýsku ríkjanna. Eitt þeirra er aðild ríkis- ins að hernaðarbandalögum. Ríkis- stjórnir beggja þýsku ríkjanna eru því fylgjandi að sameinað Þýska- land verði í Atlantshafsbandalag- inu. Sovétmenn hafa hins vegar lagst gegn þessari hugmynd og vilja að landið verði hlutlaust. Þeg- ar Morgunblaðið ræddi þetta efni við þingmennina í gær fullyrti Schorl emer að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefði fyrir sitt leyti fallist á að sameinað Þýskaland væri í Atlantshafs- bandalaginu. Hins vegar ætti for- setinn í erfíðleikum með að fá yfir- menn sovéska hersins á þá skoðun. Nærvera tæplega 400.000 sov- éskra hermanna í Austur-Þýska- landi væri mikið vandamál sem ekki væri búið að finna viðhlítandi Iausn á. „Það verður náttúrlega að útvega þessu fólki húsnæði í Sov- étríkjunum," sagði Schorlemer. Hann bætti því við að Þjóðverjar væru reiðubúnir til að aðstoða Sov- étmenn við að reisa íbúðarhús fyr- ir hermennina til þess að þeir gætu snúið heim. í máli þingmannanna kom fram að Vestur-Þjóðveijum væri mjög umhugað um að stuðla ekki að upplausn Sovétríkjanna. Þeir voru spurðir hvort þessi afstaða hefði áhrif á stuðning Vestur-Þjóðveija við sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- ríkjanna. „Menn verða að gera greinarmun á háværum yfirlýsing- um og raunverulegri aðstoð,“ sagði Otto Wulff. „Evrópuráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu um þetta efni og hún hefur Iíka sitt gildi. En við Þjóðveijar höfum lært það af reynslunni að vera ekki of hávaðasamir í viðkvænium mál- um.“ Það kom fram i máli beggja að þeir teldu Helrnut Kohl kanslara hafa lagt nokkuð af mörkum ásamt Frakklandsforseta með málamiðl- unartillögu sem Æðsta ráð Lithá- ens hefur nú til umfjöllunar. Einn- ig gátu þeir þess að „sem betur Morgunblaðið/Bjarni Vestur-þýsku þingmennirnir, Reinhard Schorlemer (t.v.) og Dr. Otto Wuiff, ræða við blaöamenn í Alþingishúsinu. fer“ reyndi Evrópubandalagið að móta sameiginlega stefnu í deilu- málum sem þessum og það væri í verkahring íra núna sem eru í for- sæti bandalagsins. „En ég er þeirr- ar skoðunar að Eystrasaltsríkjun- um sé enginn akkur í því að stuðl- að sé að óstöðugleika í innanríkis- málum Sovétríkjanna," sagði Wulff. Schorlemer sagðist telja að eina leiðin fyrir Eystrasaltsríkin til að komast nokkuð áleiðis væri auk- inn stöðugleiki í Sovétríkjunum sem leiddi til dæmis af sér aukið vöruframboð. „Það verður að gefa Sovétstjórninni svigrúm til að halda áfram með breytingarnar í lýð- ræðisátt. Næstu skref eru að Sov- étstjómin breyti landinu í sam- bandsríki þar sem einungis utanrík- isstefna og varnarmál eru sameig- inleg aðildarríkjunum." Wulff lét þess einnig getið að honum fyndist ranglátt að saka Þjóðveija um að fara of geyst í sameiningarmálinu en halda því fram að hlutirnir gengju of hægt fyrir sig við Eystra- salt. „Flest Evrópuríki, og þar á meðal ísland, skrifuðu undir Hels- inki-sáttmálann þar sem sagði að ekki skyldi breyta landamærum í Evrópu nema hlutaðeigandi aðilar væru því sammála. Þá var ekki hafður fyrirvari um Eystrasalts- löndin," sagði Schorlemer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.