Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Við sjáum fyrir okkur sameiginleg-
an vinnumarkað á Utflarðarsvæðinu
- segir Oskar Sigurbjörnsson forseti bæjarsljórnar ÓlafsQarðar
Göngin gegnum Múlann eru
stærsti sigurinn, sem vannst á
kjörtímabilinu. Það var harðsótt
mál og að því vegið úr ýmsum
áttum fram til síðustu stundar,
þangað til Matthías Á. Mathiesen
heimilaði útboð á vordögum 1988,
en eftir það varð ekki aftur snúið.
Við sjáum nú fram á, að göngin
verði tekin í notkun í haust og
að þessi harði vetur verði hinn
síðasti af því tagi. Héðan í frá
hugsa menn öðru vísi til búsetu
hér í Ólafsfirði. Menn þurfa ekki
lengur að stofna lífi og limum í
hættu í daglegum ferðum frá
staðnum og geta sett sér fastar
áætlanir. Við sjáum fram á stór-
an, sameiginlegan vinnumarkað á
Útfjarðarsvæðinu, þar sem menn
geta sótt vinnu á báða bóga.
Aukin menningarsamskipti og
hvers konar samvinna og samnýt-
ing á báða bóga hlýtur að koma
til greina t.d. varðandi íþróttaað-
stöðu, skólahald og þjónustu svo
að nokkuð sé nefnt. Forsendan
er, að það verði jafnræði milli
þessara byggðarlaga. Við munum
ekki sætta okkur við, að sú þjón-
usta, sem við höfum, hverfi inn-
fyrir. Þess vegna munum við fara
okkur hægt til að byija með,
meðan við erum að átta okkur á,
hvemig við getum best nýtt okkur
breyttar aðstæður, sagði Óskar
Sigubjömsson forseti bæjar-
stjómar Ólafsfjarðar í viðtali við
Morgunblaðið, en hann skipar
efsta sætið á lista Sjálfstæðis-
flokksins. Þar em einungis tveir
listar í boði, listi Sjálfstæðis-
flokksins og sameiginlegur listi
vinstri flokkanna.
Bjartsýni í stað svartsýni
Er Óskar var spurður, hver
staðan væri í lok kjörtímabilsins,
sagði hann, að í stórum dráttum
hefðu þau mál náðst fram, sem
meirihlutinn hefði einsett sér að
ná fram. Þegar við tókum við,
sagði hann, var svartsýni ríkjandi
og íbúum hafði fækkað úr rúm-
lega 1.200 í 1.140. Það endur-
speglaði ástandið, sem þá var.
En nú hefur orðið uppsveifla, sem
um munar. 1987 fjölgaði um
2,17%, íbúafjöldi stóð í stað á
árinu 1988 vegna erfiðleika í at-
vinnumálum, en á sl. ári fjölgaði
um 1%, sem er næstmest á Norð-
urlandi, svo að við erum nú að
ná sömu íbúatölu og mest var og
bjartsýni hefur aukist.
Við höfum lengi búið við árs-
tíðabundið atvinnuleysi og það fór
versnandi með minnkandi kvóta,
hélt Óskar áfram. Við höfðum
flestum byggðarlögum fremur
treyst á bolfisk. Þess vegna fórum
við út í vinnslu á loðnu og rækju
til þess að fylla upp í skörðin og
það hefur tekist. Það var augljóst
að með minnkandi kvóta var
óraunhæft að hér störfuðu tvö
frystihús á hálfum afköstum.
Heimamenn áttu frumkvæði að
því, að hér var gripið til róttækra
ráðstafana, sem kostaði mikla
undirbúningsvinnu og eflaust
fómir hjá ýmsum. Við gátum lagt
fram raunhæft rekstrardæmi,
sem búið var að vinna eftir í þrjá
mánuði, þegar samningar tókust
við sjóðina. Fyrir frumkvæði
heimamanna voru frystihúsin
sameinuð og aukið eigið fé lagt
fram. Hlutur bæjarsjóðs var 21
millj. kr. og 10 millj. kr. voru lagð-
ar fram af einstaklingum og fyrir-
tækjum í bænum. Hér er gjör-
breytt atvinnuástand, þótt enn séu
óleyst atriði varðandi Útgerðarfé-
lag Ólafsfjarðar. En við erum að
vinna að lausn þeirra mála, eftir
að rekstur frystihússins er kominn
á skrið.
Annar rekstur hér er og hefur
verið mjög blómlegur, atvinna er
mjög mikil og staðurinn í upp-
gangi. Héðan eru gerðir út tveir
frystitogarar, sem eru mjög mikil-
vægir fyrir staðinn og eiga ríkan
þátt í þeirri tekjuaukningu, sem
orðið hefur hjá bæjarfélaginu. Nú
á þessu augnabliki er rífandi at-
vinna og mér sýnist að það verði
gott um vinnu fyrir unglinga og
skólafólk í sumar.
Miklar hafnarframkvæmdir
Höfnin er lífæð Ólafsfjarðar.
Óskar sagði, að hún hefði verið í
niðurníðslu, — en við höfum verið
að byggja hana upp, sagði hann.
Framkvæmdir hafa verið miklar
öll árin. Smábátahöfn hefur verið
byggð, yfir 40 þús. rúmmetra
dýpkunarframkvæmdir og gagn-
ger endumýjun orðið á tréköntum
innan hafnarinnar, sem voru
meira og minna ónýtir. Ný grjót-
náma með efni sem dugar hefur
verið opnuð og gijótgarður við
Vesturgarð endurbýggður og
starfsmannamál endurskoðuð. I
fyrra var gerð líkanprófun í Hafn-
armálastofnun og í samræmi við
niðurstöður hennar hefur verið
unnið upp framtíðarskipulag fyrir
nútíma fiski- og vöruhöfn, sem
ráðgert er að kosti 200-300 millj.
kr., en þa er höfnin líka orðin
góð. 1. áfangi verður unninn í
sumar fyrir 30-35 millj. kr.
Umhverfis- og menningarmál
Við höfum fyllilega staðist
áætlanir í æskulýðs- og íþrótta-
málum, sagði Óskar ennfremur.
Við höfum haldið áfram uppbygg-
ingu skólahúsnæðis og haldið
lengra inn í menningarmálin, þótt
Óskar Sigurbjörnsson skipar
efsta sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins.
þar sé margt óunnið. Við nálg-
umst það mjög að koma safna-
og bókasafnsmálum í gott horf.
Við höfum líkast til fengið hús-
næði í Sparisjóðnum fyrir byggða-
og náttúrugripasafn og er vinna
við innréttingar hafin. Við settum
fram djarfa framkvæmdaáætlun
fyrir sl. sumar og átti hún þátt í
að vinna bug á atvinnuleysinu,
byggður var upphitaður grasvöll-
ur og hafín bygging íþróttahúss,
svo að verktakar og iðnaðarmenn
hafa haft næg verkefni. Við höfð-
um hrundið í framkvæmd svoköll-
uðu fegrunarátaki, þar sem unnið
verður út frá miðbænum og mun
það ná til gróðurbletta og grænna
svæða staðarins á næstu árum
J
eftir því sem bolmagn leyfir. Eftir
að aurskriðurnar féllu, opnuðust
augu okkar fyrir því, að við yrðum
að vinna enn betur að umhverfis-
málum. Hafin var uppgræðsla og
ræktun fjallshlíðarinnar og enn
stærra átak verður gert í vor.
Svæðið verður tryggilegar girt en
áður og 20 til 30 þús. tijáplöntur
gróðursettar í firðinum.
Mál, sem hefur blundað hér
lengi kom upp á yfirborðið í flóð-
unum. Bærinn liggur lágt og þess
vegna er það gamalt vandamál,
hvernig við getum losnað við frá-
rennslið. Nu hyggjumst við bæta
úr því með því að veita fé til undir-
búnings og hönnunar. Það verður
byggð dælustöð til að dæla frá-
rennslinu til hafs og leysa þannig
á sama tíma ýmis mengunarmál
á hafnarsvæðinu. Hugmyndin er
sú, að sandvarnargarður við Vest-
urhöfn muni bera aðalskolpleiðslu
bæjarins til hafs, þannig að full-
nægt verði ákvæðum reglugerðar
um mengunarvamir.
Okkur hefur miðað bærilega
Við þeirri' spurningu, hvernig
kosningarnar legðust í hann,
sagðist Óskar vona, að þær færu
vel fyrir meirihlutann. Eg tel, að
málefnastaðan sé góð, sagði hann.
En þrátt fyrir það erum við í
þeirri stöðu að vera einir á móti
hinum flokkunum öllum og eigum
strangt til tekið við ofurefli að
etja. Sú pínlega staða gæti komið
upp, að við yrðum að lúta í lægra
haldi þrátt fyrir bærilega stöðu
mála. Þar sem hér eru aðeins tvær
fylkingar í boði, rýfur stuðningur-
inn við þær öll flokkspólitísk mörk
og við verðum að treysta á stuðn-
ing fólks, sem er ekki sjálfstæðis-
fólk, — listi okkar er ekki aðeins
fyrir flokksbundna sjálfstæðis-
menn. Fólk verður að gera það
upp við sig, hvort það vill áfram-
haldandi uppbyggingu, sem hver
og einn, sem vill sjá, getur séð
að hefur átt sér stað. Eftir aðeins
fjögur ár hefur ekki gefist tími
til að ljúka öllum verkum, sem
við vildum ljúka, — það er langt
í frá. En okkur hefur miðað bæri-
lega.
Ég hef trú á því að við endur-
heimtum okkar fyrri styrk
segir Þorvaldur Vestmann Magnússon efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Húsavík
Kosningamar snúast fyrst og
fremst um það hvaða leiðir eigi
að fara til að auka fjölbreytni í
atvinnuháttum, þannig að fólki
gefist fleiri tækifæri til starfsvals.
Með því móti getum við dregið
úr þeim niðursveiflum, sem verða,
þegar illa árar í undirstöðugrein-
um okkar. Við viljum marka at-
vinnumálastefnu til langs tíma,
sem hefur þessi meginmarkmið,
sagði Þorvaldur Vestmann Magn-
ússon, forseti bæjarstjómar
Húsavíkur, í viðtali við Morgun-
blaðið, en hann skipar efsta sæti
á lista Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirtæki í eigu einstaklinga
Vandamál dagsins í dag eru
fyrst og fremst þau, að hér hefur
orðið verulegur samdráttur í afla,
sem við verðum að endurheimta.
Þess vegna var ákveðið á íjöl-
mennum fundi um næstsíðustu
helgi að skipa undirbúningsnefnd
til að vinna að stofnun almenn-
ingshlutafélags, sem hefði það
verkefni að festa kaup á skipi eða
gera aðrar ráðstafanir til að
tryggja okkur aukið hráefni og
vaxandi umsvif og veltu í bæjarfé-
laginu. Bátaflotinn hefur verið
rekinn með verulegum halla, sem
er mikið áhyggjuefni. Þess vegna
hefur bæjarstjóm Húsavíkur sam-
þykkt ályktun til stjómvalda, þar
sem áréttuð er nauðsyn þess, að
ráðstafanir verði gerðar til þess
að bæta rekstrarstöðu bátaút-
gerðarinnar með samsvarandi
hætti og gert hefur verið fyrir
aðrar greinar sjávarútvegsins.
Það er athyglisvert, að hér á
Húsavík hafa upp á síðkastið
sprottið upp fyrirtæki í eigu ein-
staklinga, sem rekin eru með
miklum dugnaði og virðast eiga
góða vaxtarmöguleika. Það sýnir
að tal svokallaðra félagshyggju-
flokka um að hér þrífist enginn
rekstur nema hann sé í „félags-
legu formi“ á ekki við nokkur rök
að styðjast. Það er hægt að reka
iðnfyrirtæki með góðum árangri,
þótt þau séu ekki staðsett í mesta
þéttbýli, ef þau eru í góðum
tengslum við markaðinn. Flutn-
ingskostnaður á fjölmörgúm vöru-
tegundum skiptir í raun engu
máli, en á hinn bóginn er mikið
hagræði að ömggu vinnuafli. Þær
athuganir, sem gerðar hafa verið,
benda til þess, að við getum verið
samkeppnisfær í framleiðslunni,
en skortir þekkingu og samband
við markaðinn.
Framhaldsskólinn
Fyrir atbeina Sverris Her-
mannssonar náðist það fram árið
1987, að framhaldsskóli var stofn-
aður hér á Húsavík. Fyrir síðustu
bæjarstjórnarkosningar vorum við
Sjálfstæðismenn einir flokka með
tillögxir um, að þetta skref yrði
stigið. Umræðan hafði fyrst og
fremst beinst að einhvers konar
samstarfi og samvinnu við Akur-
eyri og í rauninni virtust menn
ekki þora að segja það hreint út,
að hér ætti að byggja upp fram-
haldsskóla með stúdentspróf að
lokamarki. Ég held að það sé
enginn vafi á því, að skoðanir
okkar sjálfstæðismanna hafa
reynst réttar. Skólinn hefur þró-
ast í mjög jákvæða átt og aðsókn
verið meiri en við þorðum að vona.
í dag er ekki ágreiningur um
mikilvægi framhaldsskólans á
Húsavík.
Nú í vor hefjast framkvæmdir
við 1. áfanga viðbyggingar við
grunnskólann, sem að er stefnt
að verði undir einu þaki, en fram-
haldsskólinn fái gagnfræðaskóla-
húsið til afnota. Við höfum að
vísu lent í erfiðleikum við að
ganga frá þeim samningum, sem
þegar var búið að gera um málið
við fjármála- og menntamálaráðu-
neyti. Vonandi næst niðurstaða á
næstu dögum, þrátt fyrir þá
tregðu sem virðist vera í málinu
í þessum tveim ráðuneytum.
Þorvaldur Vestmann Magnús-
son er forseti bæjarstjórnar
Húsavíkur.
Haftiar framkvæmdir og
umhverfismál
Fjárhagsstaða bæjarins stend-
ur nokkuð traustum fótum. Við
höfum beitt aðhaldi á kjörtímabil-
inu og það er farið að skila góðum
árangri. Við viljum setja okkur
það mark, að í lok næsta kjörtíma-
bils verði greiðslubyrði bæjarsjóðs
a.m.k. þriðjungi minni en hún er
í dag. Það er fijótvirkasta leiðin
til þess að auka ráðstöfunarfé
okkar og mun skila sér í meiri
framkvæmðum og umsvifum bæj-
arins.
Við leggjum áherslu á að ljúka
við þann áfanga, sem nú er verið
að vinna að við hafnargarðinn. Á
hinn bóginn teljum við nauðsyn-
legt að endurskoða þá fram-
kvæmdaröð, sem nú liggur fyrir.
Það er orðið mjög brýnt að dýpka
höfnina og draga úr óróa og öldu-
gangi innan hafnarinnar. Loks
verður að fara í aðgerðir til að
draga úr mengun í höfninni með
því að koma öllu frárennsli út
fyrir hafnarsvæðið og á því verki
að geta lokið á næsta ári. Á hafn-
arsvæðinu fer fram meðhöndlun
matvæla í stórum stíl og við get-
um ekki tekið þá áhættu að lenda
í erfiðleikum með útflutningsvör-
ur okkar vegna ófullnægjandi frá-
gangs holræsakerfisins. Jafn-
framt verður að sjálfsögðu að
gera þær kröfur til allra á hafnar-
svæðinu, að umhverfi allt verði
fært í viðunandi horf.
Umhverfismálin hafa verið í
brennidepli hér á Húsavík undan-
farin misseri — það hefur verið
ákveðin vakning í þeim efnum
meðal almennings í bænum. Hér
hafa verið stofnuð samtök, sem
kalla sig Húsgull. Þau hafa unnið
mjög gott og þarft starf. Ákvörð-
un hefur verið tekin um að gera
átak til friðunar og uppgræðslu
alls bæjarlandsins og voru fyrstu
skrefin í þá átt stigin í fyrra, þeg-
ar byijað var að girða' bæjar-
landið. Þessu verki verðum við
að halda áfram.
Þegar Þorvaldur var spurður
að lokum, hvernig kosningarnar
legðust í hann, sagði hann, að þær
legðust vel í sig. — Öll vinna og
undirbúningur hefur verið miklu
léttari en fyrir síðustu kosningar.
Ég hef trú á því, að við endur-
heimtum okkar fyrri styrk og
fáum tvo menn í bæjarstjórn
Húsavíkur, sagði Þorvaldur að
lokum.