Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 63

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 63 Dagur aldraðra ARBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Jónas Þórir Þórisson og Jónas Þórir Dagbjartsson flytja tónlist í messunni. Öllu eldra fólki safnaðarins sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar og samveru eftir messu. Dagskrá og kaffiveit- ingar og sýning muna eldra fólks frá vetrarstarfinu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 14. Dagur aldraðra. Guðrún Tómasdóttir söngkona syngur einsöng. Kaffi í safnaðarheimili Áskirkju eftir messu. Munið kirkju- bílinn. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Dagur aldraðra. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sýning á munum og starfi aldraðra í safn- aðarheimili eftir messu. Kaffiveit- ingar. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Sam- eiginleg guðsþjónusta safnað- anna í Kópavogi í Kópavogskirkju kl. 14. Dagur aldraðra. Messu- kaffi að lokinni guðsþjónustu í félagsheimili Kópavogs. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJA: Messa kl. 14. Dag- ur aldraðra. Sr. Lárus-Halldórsson prédikar. Dómkórinn syngur. Org- anleikari Marteinn Hunger Frið- riksson. Kirkjukaffi aldraðra á Hótel Borg eftir messu. Signý Sæmundsdóttir syngur fyrir kaffi- gesti. Sr. Jakob Agúst Hjálmars- son. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Guðmundur Óskar Ólason. FELLA- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson prédikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Kór aldraðra í Gerðubergi syngur und- ir stjórn Sigurbjargar Hólmgríms- dóttur. Organisti Guðný M. Magn- úsdóttir. Sóknarprestar. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Miriam Óskarsdóttir kristniboði talar. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Dagur aldraðra. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. HJALLAPRESTAKALL: Sameig- inleg guðsþjónusta safnaðanna í Kópavogi í Kópavogskirkju kl. 14. Sóknarnefndin. KÁRSNESPRESTAKALL: Sam- eiginlega guðsþjónusta safnað- anna í Kópavogi í Kópavogskirkju kl. 14^ Dagur aldraðra. Messu- kaffi að lokinni guðsþjónustu í félagsheimili Kópavogs. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Dagur aldraðra. Þorkell Þor- kelsson forstjóri Bæjarleiða préd- ikar. Starfsmenn Bæjarleiða ann- ast ritningarlestur. Að messu lok- inni er öldruðum úr sókninni og bílstjórum Bæjarleiða ásamt fjöl- skyldum þeirra boðið í veislukaffi. Um leið stendur yfir sýning á munum sem aldraðir hafa unnið í vetur. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Dagur aldraðra. Barnakór frá Noregi syngur. Kaffi í boði sóknarnefndar eftir guðs- þjónustuna. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Kór aldraðra syngur ásamt kirkju- kórnum. Söfnun á vegum líknar- sjóðs Neskirkju. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffiveitingar kvenfélagsins fyrir eldri borgara að lokinni guðs- þjónustu,. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Jóhann Guð- mundsson prédikar. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur stólvers. Veislukaffi fyrir eldri bæjarbúa eftir guðsþjónustuna þar sem Anna Júlíana Sveinsdótt- ir syngur nokkur sumarlög. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Dagur aldraðra í söfnuðinum. Veitingar og söngur að guðsþjónustu lokinni. Orgel- leikari Pavel Smid. Cecil Haralds- son. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sóknarprestur. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Öldruðum sérstaklega boðið. Guðný Árna- dóttir messósópran syngur. Kaff- isamsæti í Álfafelli eftir messu. Þar les Hanna Eiríksdóttir Ijóð. Sr. Þórhildur Ólafs. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Árlegur kirkjudag- ur Kálfatjarnarkirkju. Sigríður Hall- dórsdóttir lektor prédikar. Organ- isti Frank Herlufsen. Að messu lokinni verður kaffisala á vegum kvenfélagsins Fjólu i Glaðheim- um. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 13.30. Sóknarprestur. HVALNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Eldri borgarar úr Garðabæ ásamt sóknarpresti koma í heimsókn. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu Vinaminni eftir messu. Organisti Einar Örn Einarsson. Sr. Björn Jónsson. Muiiiing: * Hans Olafsson Fæddur 4. október 1933 Dáinn 13. maí 1990 Okkur langar til að minnast hans Hadda vinar okkar með nokkrum orðum. Hann fæddist í Reykjavík en flutti tveggja ára með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og ólst þar upp og átti þar heima til ársins 1973. Eftir það bjó hann með fjöl- skyldu sinni í Hafnarfirði. Við kynntumst Hadda í leik og starfi en efst er okkur í huga hinar fjölmörgu ánægjustundir sem við áttum saman ásamt Rögnu konu hans. Það var alveg sama hvar maður hitti hann, alltaf fékk maður geisl- andi bros og hlýju frá þessum lífsglaða manni, sem við söknum sárt. Þær eru ógleymanlegar góðu stundirnar, þegar hópurinn kom saman og vinurinn tók upp gítar- inn, svo var sungið fram undir morgun. Haddi var. alltaf mikill Vest- manneyingur og stóð hugur hans alla tíð heim til Eyja. Skemmst er að minnast þess síðastliðið haust er þau hjónin komu á Lundaballið, þá hittumst við, gömlu vinirnir, og eins og áður var Haddi glaðastur allra. Ekki grunaði okkur þá að þetta væru síðustu gleðistundirnar sem við ættum með honum. Hann lést eftir þunga en tiltölulega stutta legu í Landskotsspítala að morgni 13. maí sl. Við sendum eiginkonu hans, Rögnu, og bömum þeirra, Helgu Rósu og Einari Vigni, svo og systk- inum hans og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kveðjum kæran vin okkar. Stína Bald, Hörður, Ollý og Sveinn. Ófeigur Sigurðs- son - Minning Fæddur 6. september 1915 Dáinn 10. apríl 1990 Góðs vinar og drengskapar- manns skal minnst. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en fyrir um 11 til 12 ámm. Það má með sanni segja að upp frá því ríkti með okk- ur traustur vinskapur og gagn- kvæmur skilningur. Hið ljúfa bros hans og mild viðkynni voru ein- kenni í fari hans enda er eigi ofsög- um sagt að Ófeigur átti sér engan óvildarmann. Ófeigur Sigurðsson var fæddur á Eskifirði 6. september árið 1915. Foreldrar hans vom þau Marin Ingi- björg Guðmundsdóttir frá Hvammshlíð í Austur-Húnavatns- sýslu og Sigurður Ólafsson frá Hafurbjarnastöðum, Miðneshreppi f Útskálasókn. Börn þeirra urðu alls 7: Jóhanna, f. 1904, Ingibjörg, f. 1910, Ingimar, f. 1911, Sigurlaug f. 1913, María og Ófeigur er voru, tvíburar, f., 1915 og Kristín, f. 1916. Er Ófeigur var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Keflavíkur, þar fór hann í fóstur til Önnu Há- konardóttur og Einars Jónssonar cr reyndust honum bestu foreldrar. Upp úr fermingu bytjaði sjó- mennskuferill Ófeigs með Þórhalli, syni Einars, er varð hans megin lífsstarf. 31. maí 1968 giftist Ófeigur Steinunni Kristmundsdóttir, systur skáldsins Steins Steinars. Hjóna- band þeirra varð stutt, Steinunn lést í nóvember 1975. Þeim varð eigi barna auðið. Ófeigur tók ill- vægan sjúkdóm fyrir um 2 árum sem hann bar með æðruleysi og sínu Ijúfa brosi til dauðadags. Hann andaðist í Vífilsstaðaspítala þann 10. apríl. Blessuð sé minning hans. Útförin fór fram í kyrrþey. Guðmundur Samúelsson t Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför LAUFEYJAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Sæbergi. Guð blessi ykkur öll. Björn Gunnarsson Sigurður Björnsson, Linda Eyþórsdóttir, Hjálmar Björnsson, Pálína Jónsdóttir, ÚÍfar Björnsson, Magna Guðmundsdóttir, Anna Björnsdóttir, Tor Arvid Skofteiand, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ANGANTÝSSON frá Brautarholti, Skarðshlið 18G, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 25. maí kl. 14.30. Gunnar Jóhannsson, Benný Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Númi Jóhannsson, Páll Jóhannsson, Hilmar Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Helga Alice Jóhanns, Edle Jóhannsson, Haraldur Hannesson, Gary Salow, Ásgerður Gústafsdóttir, Svanhildur Árnadóttir, Árni Sigurðsson, Bergrós Ananfasdóttir, Haraldur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu og veittu okkur hjálp við skyndilegt fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS HARÐAR PÁLSSONAR, Snæfelli, Stokkseyri. Margrét Sturlaugsdóttir, Sturla Geir Pálsson, Vigdís Unnur Pálsdóttir, Páll S. Pálsson, Suncana Slamnig, Aðalheiður G. Pálsdóttir, Olav Hilde, Guðbjörg B. Pálsdóttir, Guðmundur R. Magnússon og barnabörn. Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur hluttekningu sína og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR, símamanns. Inger Ester Nikulásdóttir, Björn Hólm Magnússon, Anna Fía Emilsdóttir, Valdís Magnúsdóttir, Kjartan Jónsson, Oddur Örvar Magnússon, Hulda Sigríður Skúladóttir, Hafrún Magnúsdóttir, Karl Hallur Sveinsson, Elínborg Magnúsdóttir, Gunnar Þór Guðjónsson, Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Hlíðargötu 34, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Nönnu fyrir veitta aðstoð. Guð blessi ykkur. Alfreð Árnason, börn og tengdadóttir, Svanhvít Sigurðardóttir, Bjarni Halldór Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.