Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
35
Samruni Evrópu
kann að efla menn-
ingu smáþjóðanna
- segir Allan Karker, lektor í Árósum
„SAMEININGARÞRÓUNIN í Evrópu mun ekki hafa í för með sér
sigur einnar þjóðtungu; það er eins líklegt að smáþjóðir og þjóða-
brot færist fremur í aukana við að verja menningarlegt sjálfstæði
sitt um leið og því er að hluta fórnað á öðrum sviðum til að tryggja
friðinn," segir Daninn Allan Karker, stjórnarformaður Norrænnar
málstöðvar og lektor við Árósaháskóla. Hann tekur þátt í fimm
daga íslenskunámskeiði sem íslensk málncfnd heldur fyrir málrækt-
arfólk frá hinum norrænu löndunum en það hófst í Reykjavík á
mánudag. Er Morgunblaðið ræddi við Karker og Norðmanninn Stále
Loland, forstöðumann Norrænnar málstöðvar í Ósló, kom fram að
afstaða til erlendra máláhrifa væri með ýmsum hætti á Norðurlönd-
unum.
„Ég held ég geti fullyrt að flest-
ir Norðmenn vilji ávallt nota inn-
lend orð þar sem mögulegt er að
koma því við, vilji takmarka fjölda
erlendra tökuorða eftir föngum,“
segir Loland. „Við erum líkir ykkur
að þessu leyti en þar skiptir að
sjálfsögðu máli hvernig hægt er
að aðlaga orðin norsku." Karker
sagði Dani yfirleitt fúsir til að
sætta sig við erlend áhrif og mál-
þróun en benti á að málkerfi íslens-
kunnar, málfræði og setningaskip-
an, væru mjög ólík dönskunni.
Beygingakerfið gerði að verkum
að erlend orð ættu mun erfiðara
með að samlagast íslensku.
Þeir félagar voru spurðir hvort
Morgunblaðið/KGA
Allan Karker (t.v.), lektor við Árósaháskóla, og Stále Loland,
framkvæmdastjóri Norrænu málneftidarinnar í Osló.
fímm daga íslenskunám væri ár-
angursríkt. Þeir sögðu flesta þátt-
takendur hafa þokkalegan grunn
til að byggja á; hann hefðu þeir
fengið er þeir stunduðu háskóla-
nám í norrænum fræðum. „En
auðvitað skortir okkur þjálfun í
nútímaíslensku. Við náum ekki tök-
um á talmálinu á fimm dögum en
á hinn bóginn eykst okkur skilning-
ur á ýmsum atriðum sem greina
að fornt mál og nútímamál. Við
fáum fundargerðir íslensku mál-
stöðvarinnar á frummálinu og auð-
vitað viljum við helst geta skilið
þær jafn vel og fundargerðir á hin-
um málunum," segir Karker. Þeir
töldu ljóst að almenningur í Skand-
inavíu teldi oft að íslendingar væru
að tala sitt eigið mál er þeir tjáðu
sig á dönsku með sínu lagi, þetta
væri útbreiddur misskilningur.
Samruni Evrópu
Er spurt var hvort samruni Evr-
ópu og tækniþróun í fjölmiðlun
myndu ógna þjóðtungum smá-
þjóða, hvort stórþjóðirnar myndu
kaffæra menningu þeirra, sagðist
Loland ekki vera trúaður á það.
„Þetta verður ekki eins og í Banda-
ríkjunum, engin ein tunga mun ná
yfírhöndinni. Reynum að ímynda
okkur hvort t.d. Frakkar myndu
nokkurn tíma sætta sig við að
enska eða þýska yrðu „Evrópumál-
ið.“ Hann benti á að Norðurlanda-
ráð reyndi stöðugt að bæta hlut
Sama, Grænlendinga og annarra
þjóðabrota í samstarfinu. Þetta
væri dæmigerð þróun í alþjóðasam-
skiptum og sama yrði uppi á ten-
ingnum í Evrópubandalaginu.
Karker benti á að tungur þjóð-
anna 12 í Evrópubandalaginu nytu
nær jafnræðis í starfi þess þótt
enska og franska væru mest notað-
ar. Hann taldi að smáþjóðir og
þjóðabrot eins og Bretónar í Frakk-
landi, Katalóníumenn á Spáni,
myndu eiga auðveldara en hingað
til með að tryggja rétt sinn þegar
landamærin heyrðu sögunni til.
Hugmyndin að baki bandalaginu
gerði beinlínis ráð fyrir menningar-
legu sjálfstæði þótt efnahagslegur
samruni væri óhjákvæmilegur,
tungVr smáþjóða ættu því að verða
traustari í sessi.
Kvikmyndahátíðin í Cannes:
Mynd Lynch fær misjafha dóma
Rúmenía:
Ótvíræður
sigur Hiesc-
us forseta
Búkarest. Reuter.
STAÐFEST var í gær að Ion
Iliescu, leiðtogi Endurreisnar-
ráðsins, hefði tryggt sér sigur
í forsetakosningunum í Rúm-
eníu, þegar birtar voru niður-
stöður úr talningu 12,6 milljóna
atkvæða af um 15 milljónum
sem greidd voru.
Iliescu, sem
varð forseti Rúm-
eníu eftir að her
landsins hafði
steypt einræðis-
herranum ill-
ræmda Nicolae
Ceausescu af stóli
í desember, hafði
hlotið 86,03% at-
kvæða en Radu
Campeanu fram-
bjóðandi Fijáls-
lyndaflokksins
10,21% og Ion
Ratiu frambjóð-
andi Bændaflokksins 3,76%.
Sömuleiðis hafði Endurreisnar-
ráðið tryggt sér hreinan meirihluta
í báðum deildum rúmenska þings-
ins. Hafði það hlotið 67,52% at-
kvæða og stefndi því í að flokkur-
inn fengi 261 sæti af 387 í full-
trúadeildinni. Ráðið hafði hlotið
68,43% atkvæða í kosningum til
öldungadeildarinnar og miðað við
óbreytt úrslit hlyti það 81 sæti af
119 þar.
Ion Iliescu, forscti
Rúmeníu.
Cannes. Reuter.
ÁHORFENDUR létu ýmist í ljós
vanþókuun eða fógnuð þegar til-
kynnt var í fyrradag að mynd leik-
stjórans Davids Lynch, „Wild at
Heart“, hefði verið valin besta
myndin á 43. kvikmyndahátíðinni
í Cannes. Dómnefnd hátíðarinnar
brá ekki út af venjunni og valdi
umdeilda mynd, sem verður að
öllum líkindum bönnuð börnum í
heimalandi leikstjórans, Banda-
ríkjunum.
Myndin fjallar um ábyrgðarlaus
ung hjón á flótta undan lögreglu og
leigumorðingjum, sem móðir ungu
konunnar hefur ráðið til að myrða
þau. Kynlíf og ofbeldi setja mark
sitt á myndina og segist leikstjórinn
búast við að erfitt verði að fá banda-
ríska kvikmyndaeftirlitið til að leggja
blessun sína yfir hana. Aðalleikar-
arnir eru Nic-
holas Cage,
mæðgurnar
Diane Ladd og
Laura Dem,
auk þess sem
unnusta og
barnsmóðir
leikstjórans,
Isabella Rosell-
ini, leikur leigu-
morðingja.
Franski leik-
arinn Gerard
Depardieu
hlaut verðlaun
fyrir leik sinn í
myndinni „Cyr-
ano de Ber-
gerac“ eftir
Jean-Paul Rap-
peneau. Myndir
frá Austur-Evr-
ópu o g Sov-
étríkjunum
voru nokkuð
áberandi á há-
tíðinni. Pólska
leikkonan
Krystyna Janda
varð fyrir val-
inu sem besta
leikkonan fyrir
leik í myndinni
„Przesluc-
hanie“ (Rann-
sóknin) eftir
pólska leik-
stjórann Rys-
zard Bugajski.
Myndin var
gerð árið 1982 en bannað var að
sýna hana í Póllandi þar til nýlega
þar sem hún þótti andkommúnísk.
„Verðlaunin koma átta árum of
seint,“ sagði Janda eftir verðlaunaaf-
hendinguna.
Sovétmaðurinn Pavel Loúngúíne
var valinn besti leikstjórinn fyrir
fyrstu mynd sína „Taxi Blues“. Hún
ijallar um vináttu leigubílstjóra og
saxófónleikara á tímum perestrojku.
„Ég lít svo á að dómnefndin sé ekki
aðeins að heiðra mig, heldur alla
hina nýju og algjörlega misskildu
kvikmyndagerðarmenn, sem sýna nú
myndir sínar í Moskvu og _víða í
Austur-Evrópu," sagði sovéski leik-
stjórinn.
Breski leikstjórinn Ken Loach
hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir
„Hidden Agenda", umdeilda mynd
Reuter
Bandaríski leikstjórinn David Lynch heldur hér á
Gullna pálmanum, sem hann fékk fyrir mynd sína
„Wild at Heart“. Með honum er Isabella Rossellini,
einn af leikendum myndarinnar og unnusta leik-
stjórans.
um ástandið í Norður-írlandi. Sov-
éski leikstjórinn Gleb Panfílov hlaut
einnig heiðursverðlaun fyrir mynd
sem byggð er á „Móðurinni", sögu
sovéska rithöfundarins Maxíms
Gorkíjs.
Myndirnar „Tilai“ eftir Idrissa
Ouedraogo, leikstjóra frá Afríku-
ríkinu Burkina Faso, og „Shi No
Toge“ (Banastungan) eftir japanska
leikstjórann Kohei Oguri voru valdar
frumlegustu myndirnar. Japanska
myndin fjallar um aðdraganda hjóna-
skilnaðar og valdi dómnefnd skipuð
30 blaðamönnum hana sem „mest
svæfandi myndina".
Lýðræðisbandalag Ungveija í
Rúmeníu, sem er flokkur ung-
verska minnihlutans í landinu, var
óvænt orðinn næst stærsti flokkur
landsins i gær. Miðað við atkvæða-
hlutfall hans (7,38%) fengi flokk-
urinn 29 þingmenn í fulltrúadeild-
inni og 9 í öldungadeildinni.
Kjörstaöír
við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
þann 26. maí 1990 verða þessir:
r-
Alftamýrarskóli
Arbæjarskóli
Austurbæjarskóli
Breiðagerðisskóli
Breiðholtsskóli
Fellaskóli
Foldaskóli
Langholtsskóli
Laugarnesskóli
Melaskóli
Miðbæjarskóli
Sjómannaskóli
Olduselsskóli
Aukþess veröa kjördeildir íElliheimilinu Grund, Hrafn-
istu og í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Kjörfundur hefst laugardaginn 26. mai, kl. 9.00árdegis,
og lýkur kl. 23.00.
Athygli er vakin á því, að efkjörstjórn óskar, skal kjósandi
sanna hver hann er með því að framvísa persónuskilríkjum
eða á annan fullnœgjandi hátt.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur íAusturbœjar-
skólanum ogþar hefst talning atkvœða þegar að loknum
kjörfundi.
Yfirkjörstjórnin íReykjavík.
í V.
Guúríúur Þorsteinsúóttir