Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
Til variiar Ólafi
Ragnari Grímssyni
eftirHauk
Helgason
Það virðist vera orðin tíska í
þessu landi að segja að núverandi
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar sé sú óvinsælasta sem við
völd hefur verið hérlendis.
I lýðræðisríki eins og íslandi er
ekki nema eðlilegt að ráðherrar séu
gagnrýndir, ýmist fyrir það sem
þeir gera eða gera ekki.
Einn er sá ráðherrann sem hefur
orðið fyrir mestu aðkasti, það er
núverandi fjármálaráðherra.
Ádeilumar á hann eru af ýmsum
toga, en það óvenjulega er að þær
koma ekki eingöngu frá pólitískum
andstæðingum heldur koma þær
sumpart frá samheijum hans í AI-
þýðubandalaginu.
Eg var einn þeirra sem barðist
hart fýrir því að Ólafur Ragnar
yrði kjörinn formaður bandalagsins
á landsfundi þess haustið 1987.
Það er því ekki að ófyrirsynju að
ég reyni að bera blak af honum.
Augijóst er að þegar ég held
uppi vöm fyrir Óiaf Ragnar þá er
ég um leið að verja ríkisstjórnina
í sambandi við gerðir hennar í
ýmsum veigamiklum efnahagsmál-
um.
Hitt er svo líka ljóst að ég geri
mér grein fyrir því að ríkisstjómin
á margt eftir ógert, bæði á sviði
efnahagsmála og í öðrum mála-
flokkum. En hafa verður í huga
að hún hefur setið að völdum í
skamman tíma og ennfremur að
verkefnin voru æðimikil þegar hún
tók við í september 1988, taka
þurfti til hendinni á mörgum svið-
um.
Ástandið í atvinnu- og efnahags-
málum þjóðarinnar var svo hrika-
legt þegar ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar lét af völdum.
Maður gæti haldið að ekki þyrfti
að lýsa ástandinu, svo mjög ætti
það að vera þjóðinni í fersku minni.
En margur maðurinn virðist vera
gleyminn og því er rétt að riija upp
örfáar en þýðingarmiklar stað-
reyndir, einkum fyrir þá sem í
sífellu tönnlast á slagorðunum:
„Óvinsælasta ríkisstjómin".
Tökum fyrst verðbólguna.
Á árinu 1988 hækkaði vísitala
framfærslukostnaðar um 18,2% og
er þá miðað við ársgrundvöll.
Hækkun vísitölunnar í ár er
áætluð 8,5% — og allt bendir til
þess að áætlunin standist.
Á undanfömum áratugum hefur
það verið keppikefli allra ríkis-
stjórna að koma vísitölunni niður í
eins-stafs tölu eða í svipað horf og
hún er í þeim löndum sem við höf-
um mest skipti við.
Er það vegna þess að verðbólgan
er nú miklum mun minni en áður
að ríkisstjórnin er talin vera hin
óvinsælasta?
Tökum því næst fjármagns-
kostnaðinn, vextina sem hinn
venjulegi maður hefur þurft að
greiða af lánum sem hann hefur
fengið.
Eg hef hér fyrir framan mig tvo
greiðsluseðla frá sama banka,
kvittanir fyrir greiðslu afborgana
og vaxta af sama láninu. Annar
seðillinn er dagsettur 3. september
1988, hinn er frá 3. maí í ár.
Á fyrri seðlinum eru vextir
37,481% en á hinum síðari
13,608%. Á umræddu tímabili hafa
vextirnir iækkað um tæp 24%.
Ríkisstjómin átti sinn mikla þátt
í þessari vaxtalækkun. Er það þess-
vegna að hún er talin vera sú óvin-
sælasta?
Með sanni má segja að í septem-
ber 1988 hafi því nær allur atvinnu-
rekstur landsmanna verið í rúst.
í nokkrum byggðarlögum var
ástandið svo alvarlegt að við lá að
bókstaflega allt atvinnulíf stöðvað-
ist. Ef ekki yrði gripið í taumana
af hálfu stjórnvalda var ekki annað
fyrirsjáanlegt en að allir íbúar í
þessum byggðarlögum þyrftu að
flytja brott úr sinni heimabyggð.
Meginástæðan fyrir þessu
ástandi var hinn gífurlegi fjár-
magnskostnaður. í mjög mörgum
fyrirtækjum í landinu, stórum og
smáum, nam fjármagnskostnaður-
inn hærri fjárhæðum en launa-
kostnaður þeirra var.
Ríkisstjómin greip til björgunar-
aðgerða og veitti margvíslega að-
stoð. Með þeim árangri að byggðar-'
lög lögðust ekki af. Auðvitað eru
margir erfíðleikar óleystir víðsveg-
ar um allt landið en aðalatriðið er
að atvinnulífíð komst aftur í gang
og nú horfir betur í atvinnu- og
efnahagsmálum en verið hefur um
langt skeið.
Er það vegna þessa að ríkis-
stjórnin er talin vera hin óvinsæl-
asta?
Til staðfestingar á því sem nú
hefur verið sagt um ástandið í sept-
ember 1988 — þegar ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar fór frá völdum
— tilgreini ég hér nokkur ummæli
OECD, Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar í París, um íslensk
efnahagsmál. í nýlegri'-skýrslu
hennar segir orðrétt:
„Á því leikur enginn vafí að ekki
var rétt staðið að hagstjórn á upp-
gangstímabilinu 1985-87. Sérstak-
lega má benda á að þjóðhagslegur
sparnaður dróst saman og erlendar
skuldir fóm vaxandi við mjög hag-
stæðar ytri aðstæður."
Þungur dómur en réttlátur
Ég tel að átökin innan Alþýðu-
bandalagsins stafi aðallega af
tvennu.
í fyrsta Iagi að ýmsir þeir sem
urðu undir á landsfundinum 1987
hafi aldrei sætt sig við úrslitin. Hér
á ég við nokkra einstaklinga í for-
ystusveit bandalagsins, svokallaða
flokkseigendur. Á beinan eða
óbeinan hátt hafa þeir í ýmsum
tilvikum unnið gegn formanninum.
„Þeir innan bandalags-
ins sem eru á öndverð-
um meiði vilja ekki taka
tillit til hinna breyttu
viðhorfa. Að ýmsu leyti
er eins og þeir séu
steinrunnir í hugsun
sinni.“
Svo var t.d. þegar varaformaður
flokksins var kjörinn á síðasta
landsfundi 1989, þegar Steingrím-
ur J. Sigfússon tók sæti Svanfríðar
Jónasdóttur. Enn betur kom þetta
í ljós þegar fundur í ABR ekki alls
fyrir löngu felldi tillögu frá nokkr-
um félögum í Birtingu um að gerð
yrði tilraun til að sameina félags-
hyggjufólk til baráttu gegn lista
Sjálfstæðisflokksins hér í
Reykjavík, en sú tillaga var mjög
í samræmi við það sem Ólafur
Ragnar taldi að væri hin mesta
nauðsyn.
í annan stað — og það er miklu
alvarlegra — er mikill skoðanamun-
ur hjá þeim sem eigast við í Alþýðu-
bandalaginu.
Það er alveg ljóst hvað vakir
fyrir Ólafi Ragnari með starfí sínu
í bandalaginu.
Hann er talsmaður þess að
bandalagið taki ýmsa málefnaþætti
þess til endurskoðunar með tilliti
til þeirra breytinga sem orðið hafa
í hinum ýmsu þjóðlöndum. M.a. hér
á Islandi.
Enn um Mondial-armbandið!
eftir Guðrúnu G.
Bergmann
Þessari grein er ætlað að leið-
rétta þann misskilning sem Örnólf-
ur Ámason .virðist haldinn vegna
Mondial-armbandsins, sem selt er
í versluninni „Betra Iíf“.
Heil þjóð svindlarar?
Mér fínnst gróft til orða tekið
hjá Örnólfi í grein hans í Morgun-
blaðinu laugardaginn 12. maí, þeg-
ar hann segir að þeir sem búa á
’Taiwan séu „illræmdastir fyrir að
þverbijóta einkaleyfisrétt og þar
sé bækistöð margra verstu svindl-
ara alþjóðlegra viðskipta" og
stimplar þannig heila þjóð sem
svindlara og virðist álíta að ekkert
gott og upprunalegt geti komið
þaðan.
íbúar Taiwan eru Kínverjar,
kómnir af einni elstu menningar-
þjóð heims þar sem nálastunguað-
ferðin er upprunnin, en hún er ein-
mitt undirstaða þeirrar tækni sem
beitt er við framleiðslu Mondial-
armbandsins. Með framleiðslunni
er lögð höfuðáhersla á að jafna
plús- og mínusorku (yin og yang)
líkamans í gegnum orkubrautir
hans. Framleiðsla armbandsins
hófst í Taiwan árið 1965, og getur
því á engan hátt verið eftirlíking
þess armbands sem selt er í Heilsu-
húsinu, en samkvæmt upplýsingum
Ömólfs hófst framleiðsla þess árið
1973 og ef það hefur líka virkni
og Mondial, hlýtur það að vera
byggt upp á þessum austurlensku
fræðum.
Þegar hollenski framleiðandi
Mondial-armbandsins var á ferða-
lagi í Taiwan fyrir nokkrum árum
varð hann var við, að jafnt karlar
sem konur meðal innfæddra gengu
með þetta armband. Hann keypti
sér eitt sjálfur og var svo ánægður
með áhrif þess að hann leitaði eft-
ir framleiðsluleyfí í Hollandi. Síðan
þá hefur hann selt yfir tvær milljón-
ir armbanda í Hollandi, Þýska-
landi, Noregi og auðvitað einnig á
Islandi.
Frá framleiðandanum í
Hollandi
Ég hafði samband við framleið-
andann vegna greinar Örnólfs og
hann hafði eftirfarandi um málið
að segja:
„Eins og ég hef þegar sagt hafa
fundist minjar um það að 5000 f.
Kr. hafi ýmsar þjóðir eins og
Egyptar, Etrúar, Grikkir, Kínveijar
og Japanir þegar gengið með arm-
bönd nánast alveg eins í hönnun
og Mondial er í dag. í raun er því
ekkert nýtt undir sólinni og því
skil ég ekki hvaða vandamál hinn
innflutningsaðailinn hefur, því við
höldum því ekki fram að við höfum
fundið upp frumgerð armbandsins,
heldur aðeins að við seljum hið
upprunalega Mondial-orkujöfnun-
ararmband (Bioregulator á ensku),
sem er skrásett vörumerki. Ég
reikna með að hann telji sig vera
með hið upprunalega Bio-Ray-arm-
band, á sama hátt og Hamfo og
Guðrún G. Bergmann
„Okkur gekk gott eitt
til með innflutningi á
Mondial-armbandinu
og við vinnum áfram í
þeim anda, því við telj-
um að notkun slíks arm
bands sé jákvæð aðferð
til að hjálpa fólki sem
leitar eftir betri líðan.“
Tonma á Spáni telja sig vera með
upprunalegt armband undir þeim
vörumerkjum, ásamt Tucson frá
Portúgal. Ég veit jafnframt að
Bio-Ray-armbandið var kallað Ra-
yma til skamms tíma, er nafninu
var breytt.
Mondial-armbandið hefur verið
framleitt í Hollandi undir því nafni
frá 1986, en á Taiwan frá 1965.“
Hér lýkur tilvitnun í svar Roberts
S. van Bommels framleiðanda
Mondial í Hollandi.
Kynnti sig sem umboðsmann
Ástæðan fyrir því að ég kalla
Örnólf Árnason umboðsmann Bio-
Ray er einfaldlega sú, að þegar
hann kom í verslunina Betra líf í
desember sl. kynnti hann sig sem
slíkan.
Rangar fúllyrðingar
Örnólfur heldur því fram að við
sem störfum í „Betra Líf“ svörum
símafyrirspurnum fólks á þann veg,
að vara við spænsku armböndun-
um. Hið rétta er að við höfum svar-
að fyrirspurnum fólks á þann veg
„að við þekkjum ekki til áhrifa
þess spænska, en vitum að Mon-
dial-armbandið reynist ákaflega
vel“.
Seljum hið eina rétta Mondial
Verslunin „Betra Líf“ hóf starf-
semi sína 2. nóvember sl. og þá
hófum við sölu á Mondial-armband-
inu, en armband Örnólfs kom fyrst
á markaðinn hérlendis í febrúar á
þessu ári. Til vitnis um góða virkni
Mondial eru það ekki eingöngu við,
sem störfum hjá „Betra líf“, heldur
Það er nú að verða deginum ljós-
ara að fjármagnseigendur hér á
landi eru stöðugt að auka hlut sinn.
Á undanförnum mánuðum hefur
hið ágæta fylgiblað Morgunblaðs-
ins, sem fjallar um viðskipti og
atvinnulíf, birt upplýsingar um
hveijir í raun eiga Éimskip, Flug-
leiðir, Sjóvá og ýmis önnur voldug
hlutafélög.
Þetta er fróðleg lesning því í ljós
kemur að það eru því nær alltaf
sömu einstaklingarnir sem koma
við sögu.
Gegn þessum vaxandi umsvifum
fjármagnsins er aðeins til eitt svar
og það er að sameina allt félags-
hyggjufólk. Og það er einmitt það
sem núverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins vill gera.
Þeir innan bandalagsins sem eru
á öndverðum meiði vilja ekki taka
tillit til hinna breyttu viðhorfa. Að
ýmsu leyti er eins og þeir séu stein-
runnir í hugsun sinni.
Mættu þeir þó gjama hugsa til
okkar gömlu og djörfu forystu-
manna sem skynjuðu rás tímans.
Sú var tíð að Éinar Olgeirsson og
Brynjólfur Bjamason tóku höndum
saman við Sigfús A. Sigurhjartar-
son og Héðin Valdimarsson.
Kosningamar hér í Reykjavík
hinn 26. þ.m. eru í raun átök á
milli fijálshyggjufólks annarsvegar
og félagshyggjufólks hinsvegar.
Fijálshyggjufólkið vill óheft
markaðsfrelsi. Þá er t.d. hægt að
kaupa hlutabréf fyrir 100 milljónir
kr. í dag og selja þau aftur á morg-
un fyrir 110 milljónir kr. Þetta
tíðkast nú til dags. Fijálshyggju-
fólkið kýs lista Sjálfstæðisflokks-
ins.
Félagshyggjufólkið vill hinsveg-
ar jafna hlut fólksins í landinu og
stórbæta kjör þess. í væntanlegum
kosningum gengur þetta fólk
sundrað til leiks.
Nýr vettvangur er kominn til
sögunnar til að gefa kjósendum
kost á að segja hug sinn um hvort
þeir vilji að félagshyggjufólk vinni
saman.
Hvert eitt einasta atkvæði sem
Nýr vettvangur fær er krafa um
slíka samfylkingu.
Höfundur er hagfræðingur og var
aðstoðarmaður Lúðvíks
Jósepssonar, ráðherra, 1971-74.
og varamaður í bankaráði
Seðlabankans 1972-80,
állur sá fjöldi ánægðra viðskipta-
vina, sem daglega lætur frá sér
heyra vegna þeirra breytinga sem
þeir fínna fyrir eftir að hafa geng-
ið með Mondial-armbandið.
Vonandi seljá bæði fyrirtækin
armbönd, sem geta haft góð áhrif
á heilsu fólks, þó þau komi ekki
frá sama aðila eða landi. Við í
„Betra líf“ seljum alla vega þannig
armband og eigum því erfitt mað
að skilja þessi gífuryrði sem Örnólf-
ur notar sínu armbandi til fram-
dráttar. Við viljum að lokum taka
það fram að við seljum hið eina
sanna Mondial-orkujöfnunararm-
band, sem er örugglega ekki eft-
irlíking af armbandi Örnólfs.
Okkur gekk gott eitt til með inn-
flutningi á Mondial-armbandinu og
við vinnum áfram í þeim anda, því
við teljum að notkun slíks arm-
bands sé jákvæð aðferð til að hjálpa
fólki sem leitar eftir betri Iíðan.
Höfundur rekur verslunina Betra
lífí Reykja vík.
Ferming
Fermingarbörn í Kotstrandar-
kirkju 24. maí kl. 13.30, uppstign-
ingardag. Fermd verða:
Daði Rafnsson,
Bræðrabóli, Ölfusi.
Erlendur Eyvindsson,
Hátúni, Ölfusi.
Hlynur Geir Iljartarson,
Akurgerði, Ölfusi.
Óli Bjarkar Magnússon,
Heiðarbrún 65, Hveragerði.
Sæunn Hrund Björnsdóttir,
Árbæ, Ölfusi.