Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
Aðalfiindur Sambandsins:
Skipulagsbreyt-
ingarnar líklega
samþykktar í dag
ALLT benti til þess á 88. aðalfiindi Sambandsins sem hófst í húsakynn-
um þess við Kirkjusand kl. 9 í gærmorgun að Sigurður Markússon
framkvæmdastjóri Sjávarafúrðadeildar Sambandsins yrði kjörinn
stjórnarformaður þess við formannskjör síðdegis í dag. Búist var við,
að aðalfúndurinn samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta tillögur
stjórnar um að Sambandinu verði breytt í sex sjálfstæð hiutafélög.
Afgreiðslu á tillögu stjórnarinnar var frestað undir kvöld í gær þar til
í dag þar sem hörð gagnrýni kom fram á orðalag og var ákveðið að
vinna að breytingum á ályktuninni þar til fúndur hæfist á nýjan leik
i dag.
Sambandið tapaði 751 milljón í
rekstri á sl. ári, eigið fé þess lækk-
aði um 28% og var 1169 milljónir
króna um sl. áramót en sjóðir og
eigið fé samtals 1706 milljónir króna.
Skuldir Sambandsins nema nú tæp-
lega 10,8 milljörðum króna. Veltufj-
árhlutfall ársins 1989 var 0,73 á
móti 0,83 árið 1988.
Þótt skipulagsbreytingar hafi sætt
mikilli gagnrýni á fundinum kom
fram að flestir töldu þær einu færu
leiðina úr því sem komið væri. Búist
hafði vérið við hörðum átökum um
stjómarformennskuna á milli stuðn-
ingsmanna Sigurðar og Geirs Magn-
ússonar, bankastjóra Samvinnu-
bankans, og var mikið um fundahöld
stuðningsmannanna í gær. En með
kvöldinu virtist sem samstaða væri
að takast um kjör Sigurðar. Reiknað
er með því að stjórnarformaður, sá
sem kjörinn verður í dag, verði fyrstu
misserin í fullu starfi við að hrinda
skipulagsbreytingunum í fram-
kvæmd.
Sjá fréttir af aðalfúndi Sam-
bandsins bls. 18.
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Helgi ogSan Fransisco-ballettinn til landsins
Helgi Tómasson listdansstjóri kom til landsins í gær-
morgun ásamt hópi dansara frá San Fransisco-ballett-
inum, sem setja munu upp sex sýningar í Borgarleik-
húsinu, þá fyrstu á morgun. Helgi lét svo um mælt
við komuna að honum og dönsurunum þætti ákaflega
ánægjulegt að vera komin til íslands. Helgi sést hér
við komuna til Keflavíkurflugvallar ásamt konu sinni
Marlene (til hægri) og tveimur dansmeyjum.
Sjá dagskrá Listahátiðar í miðopnu.
Alþjóðastofnun um umhverfísmál og öryggi matvælaframleiðslu:
Stefiit að undirbútiings-
ráðstefitu hér á landi
Á ÞINGI Alþjóðasambands búvöruframleiðenda, sem nú stendur yfir í
Þrándheimi í Noregi, hefúr verið samþykkt tillaga norrænna bænda-
samtaka um að að haldin verði ráðstefúa og síðan mynduð sérstök
alþjóðastofnun til að fylgjast með umhverfismálum og öryggi matvæla-
frainleiðslu í heiminum. Að sögn Jónasar Jónssonar, búnaðarmála-
stjóra, hefiir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, lýst áhuga
á að ráðstefúan verði haldin hér á landi, og hefúr nýkjörinn formaður
Alþjóðasambands búvöruframleiðenda óskað eftir að af því geti orðið
næsta haust, en ætlunin er að bændasamtök og ríkisstjórnir standi að
henni.
Magnús L. Sveinsson, forseti borgarsfjórnar, færði borgarfúlltrúum
þakkir fyrir samstarfið á kjörtímabilinu á borgarsljórnarfúndi í gær.
Síðasti fundur ft’áfar-
andi borgarstjómar
SÍÐASTI fúndur þeirrar borgarstjórnar, sem kjörin var 1986, var í
gær. Fyrsti fúndur nýkjörinnar borgarsfjórnar verður haldinn fimmtu-
daginn 21. júní. Umboð fráfarandi borgarstjórnar og nefnda hennar
rennur lögum samkvæmt út þann 10. júní næstkomandi en nýjar nefnd-
ir verða ekki kjörnar fyrr en 21. júní.
Fundur borgarstjórnar í gær var á kjörtímabilinu og Siguijón Péturs-
stuttur. í lok hans þakkaði Magnús son, Alþýðubandalagi, færði forseta
L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, þakkir borgarfulltrúa fyrir réttláta
borgarfulltrúum fyrir gott samstarf og röggsama fundarstjóm.
Að sögn Jónasar, sem situr þing
Alþjóðasambands búvömframleið-
enda, hafa GATT-viðræðurnar og
hugmyndir Bandaríkjamanna um að
gefa alla verslun með landbúnaðar-
vörur frjálsa og afnema allar niður-
greiðslur gengið eins og rauður þráð-
ur í gegnum allar umræður á þinginu
í Þrándheimi.
„Meirihluti landanna hér hefur
lýst áhyggjum sínum yfir því ef
GATT-viðræðurnar leiða til algjörs
verslunarfrelsis með landbúnaðar-
vömr og afnáms alls stuðnings við
landbúnað og allrar framleiðslu-
stjómunar. Menn em hræddir um
að matvælaöryggi í heiminum versni,
verð á landbúnaðarvörum muni stór-
hækka, erfiðara verði að stjóma
umhverfismálum og landbúnaði, og
einnig verði erfitt að sinna byggða-
og landbúnaðarmálum, og þar með
félagslegu öryggi. Varafram-
kvæmdastjóri GATT lýsti því yfír hér
á þinginu að ekki hefði verið tekið
tillit til umhverfismála í GATT-við-
ræðunum, og því em menn hræddir
um að þau mál verði úti í umræðun-
um. Ástæðan fyrir því að Norður-
löndin flytja tillöguna um alþjóðaráð-
stefnu um matvælaöryggi og um-
hverfismál er því að þau vantreysta
GATT um að þar verði tekið tillit til
umhverfísmála og matvælaöryggis-
mála, og jafnframt vantreysta þau
OECD, sem byggir á hugmyndum
um að afnema alla tolla og verslunar-
hindranir, og að þetta muni leiða til
lægra verðlags," sagði Jónas.
Áreksturinn á Patreksflóa:
Flak trillunnar myndað
RANNSÓKN á árekstri Eleseus-
ar frá Tálknafirði og trillunnar
Sæfúgls frá Patreksfirði er ólok-
ið. Sjópróf fóru fram í fyrrakvöld
og kom þar fram að stefni Eles-
eusar kom á hlið trillunnar, sem
brotnaði og sökk fljótlega. Flakið
liggur á 30 metra dýpi og stend-
Fyrrum iðnaðarráðherra Dana:
Efasemdir í Brussel um
gildi viðræðna við EFTA
ur til að mynda það til að fá sam-
anburð við framburð áhafnar
Eleseusar í sjóprófúnum.
Flak Sæfugls liggur á hafsbotni
á stað 65°40’60” n.br. og
24ol7’86” v.l. Yfirvöld biðja sæfar-
endur um að halda sig í 500 metra
fjarlægð frá staðnum.
Að sögn Guðmundar Björnsson-
ar, sýslufulltrúa á Patreksfirði, er
vonast til að með myndatöku megi
fá samanburð við frásögn manna á
Eleseusi. Ef mikið misræmi sé á
milli frásagnarinnar og ummerkja
á trillunni, þurfí væntanlega að
rannsaka málið nánar.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins (EB) og aðildarríki
bandalagsins vona, að aðildarlönd Fríverslunarbandalags Evrópu
(EFTA) komist að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegast sé fyrir þau
að sækja um aðild að EB. Þetta sagði Nils Wilhjelm, fyrrum iðnaðar-
ráðherra Dana, á ársfúndi Iðnlánasjóðs í gær. Hann taldi EB-ríkin
óttast að viðræðurnar við EFTA um evrópskt efnahagssvæði kynnu
að teQa fyrir framkvæmd stefnunnar um einn evrópskan heimamark-
að innan EB eftir 1992.
Nils Wilhjelm, sem nú er for-
stjóri Industriens Realkreditfond í
Danmörku, ræddi á ársfundinum
um þróunina innan Evrópubanda-
lagsins og samskiptin við EFTA-
ríkin. Hann sagði erfitt að átta sig
í raun á stefnu EFTA-ríkjanna.
Austurríkismenn hefðu hlaupist
undan merkjum með því að sækja
um aðild að EB og Svisslendingar
myndu aldrei fallast á þá skerðingu
á fullveldi sínu sem fælist f því að
framselja vald til sameiginlegra
stofnana og dómstóls eins og væri
óhjákvæmilegt, ef samningar ættu
að takast um evrópska efnahags-
svæðið. Hann spurði: Hvers vegna
skyldu EFTA-ríkin vera að axla
sömu kvaðir og þau telja fylgja
aðild að EB án þess að njóta allra
réttinda sem aðildinni fylgja?
Wilhjelm minnti á, að Jacques
Delors, forseti framkvæmdastjórn-
ar EB, hefði komið EFTA-ríkjunum
inn á þá braut sem þau fetuðu nú
með ræðu sinni í janúar 1989. Litl-
ar líkur væru á því að fínna mætti
lausn, þar sem unnt væri að sætta
sjónarmið EFTA og EB um sameig-
inlegt efnahagssvæði. Hugmyndir
Delors yrðu til þess að EFTA-ríkin
áttuðu sig á erfiðleikunum við þetta.
Mætti líkja þróuninni við það þegar
rætt var um að stofna til norræns
efnahagssamstarfs, NORDEK, í
upphafí áttunda áratugarins. Það
hefði aldrei verið framkvæmanlegt
og þegar Danir áttuðu sig á því
hefðu þeir verið fljótir að sækja um
aðild að EB.
í máli Wilhjelms kom fram, að
ýmis ljón væru á veginum fyrir því
að Austurríkismenn gætu gerst
aðilar að EB. Taldi hann, að allt
öðru máli gegndi um Norðmenn;
hefðu þeir áhuga á aðild gætu þeir
verið komnir inn í bandalagið fyrir
árslok 1993. Um ísland sagði hann,
að innan bandalagsins áttuðu menn
sig vel á sérstöðunni vegna fískveið-
anna og um þær yrði að semja sér-
staklega. Hann sagði að Danir teldu
að fiskveiðistefna EB væri úr sér
gengin og vildu að henni yrði breytt
og væri unnið að því á pólitískum
vettvangi.
Lánasýsla ríkisins:
Signrgeir
Jónsson
forstjóri
SIGURGEIR Jónsson hefur
verið skipaður forstjóri Lána-
sýslu ríkisins, sem sett var á
stofti með lögum frá Alþingi í
vor.
Staðan var auglýst laus til
umsóknar í maí og sótti Sigurður
Gústafsson, hagfræðingur, um
stöðuna auk Sigurgeirs. Lætur
Sigurgeir jafnframt af störfum
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu-
neytinu.