Morgunblaðið - 08.06.1990, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
Siglufjörður
Ólafsf jörður
A: Alþýðuflokkur
Bolungarvík
B: Framsóknarflokkur
Blönduós'
0: Sjálfstæðisflokkur
isaf jörður
G: Alþýðubandalag
Egilsstaðir
Seyðisfjörður’
Sérlistar
Ólafsvík'
Neskaupsfaður
Seltjarnarnes
Akranes'
REYKJAVÍK
Eskifjörður
Meirihluti fyrir
kosningar í maí 1990
Myndun meirihluta
eftir kosningar
Garðabær
Kópavogur
Vestmannaeyjar
Myndun meirihluta í 30 bæjum
Keflavík
Njarðvík Grindavik
Hafnarfjörður
j Húsavíi
ilvík T t [ TvM
Eítirleikur sveitar-
stj órnakosninga;
Meirihlutar
í kaupstöðum
MYNDAÐIR hafa verið meirihlut-
ar í bæjarstjórnum flestra kaup-
staða á landinu. Á nokkrum stöð-
um er enn ekki búið að ganga
endanlega frá samkomulagi flokk-
anna, en ekki er búist við að slitni
upp úr viðræðum. Á Akranesi
halda enn áfram viðræður A- og
B-lista og eru þær langt komnar.
í Borgarnesi eru langt komnar
viðræður A- og D-lista.
Á Egilsstöðum er enn óvissa
um niðurstöðu. Þar eru viðræður
D-, G- og H-lista í biðstöðu að ósk
H-listans, á meðan óháðir af H-
lista kanna möguleika á meirihluta
með framsóknarmönnum.Á þessu
korti sjást hvaða flokkar mynduðu
meirihluta á hveijum stað á
síðasta kjörtímabili og hveijir
mynda þá nú.
VEÐUR
/ DAG kl.
(Byggt ó voóutspá kl. 16.151 ga>r)
VEÐURHORFUR í DAG, 8. JÚNÍ
YFIRLIT I GÆR: Yfir vestanverðu landinu er minnkandi lægðar-
drag, sem hreyfíst lítið. Víð Norður-Skotland er 988 mb lægð, sem
þokast norður. Hití breytist lítið.
SPÁ: Breytileg átt á landinu, víðast gola eða hægvíðri. Líklega
verður skýjað um mestan hluta landsíns og má víða buast við skúr-
um, einkum í innsveitum síðdegis. Þokuloft verður við norður- og
austurströndina. Hiti verður víða 9-15 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Breytileg átt, yfirleitt
fremur hæg. Skúrir víða um land og líklega þokuloft við norður-
og austurströndina. Híti 8-15 stig að deginum.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
■JO' Hrtastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V
Él
r r r
r r / / Rigning
r r r
— Þoka
= Þokumóða
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
'g m
> 1
VEÐUR Vi Í0A UM HEIM
ki. 12:00 f gær hltl að ísl. tíma vedur
Akureyri 13 skýjaö
Reykjavik 8 suld
Bergen llii rigning
Kaupmannallöfrt 1111 léttskýjað
Nuuk llll téttskýjað
Osló 14 rigníng
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Þórshöfn 9 rlgning
Algarve aa heíðskirt
Amsterdam 15 alskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Berlfn 20 skýjað
Chicago 16 skýjað
Feneyjar 22 þokumóða
Qlasgow II® skúr
Hamborg 15 rigning
Las Palmas 23 skýjað
London mm skýjað
LosAngeles 17 heiðsk/rt
Lúxemborg 14 súld
Madrid 29 léttskýjað
Malaga 23 mistur
Mallorca 24 léttskýjað
Montreal 14 alskýjað
NewYork 19 skúr
Orlando 24 léttskýjað
París vantar
Róm 23 hálfskýjað
Vin 20 léttskýjað
Washington 26 mistur
Winnipeg 13 skýjað
Meirihluti D- og*
N-lista í Njarðvík
MYNDAÐUR hefur verið meirihluti D-lista sjálfstæðismanna og N-lista
Samtaka félagshyggjufólks í Njarðvík. Málefiiasamningur hefur verið
samþykktur afN-listanum, en sjálfstæðismenn hafa ekki fjallað um hann.
I Njarðvík er samkomulag um að
auglýsa stöðu bæjarstjóra. Ingólfur
Bárðarson, D-lista, verður forseti
bæjarstjórnar 1., 2. og 4. ár kjörtíma-
bilsins, Sólveig Þórðardóttir, N-lista,
3. árið. Flokkarnir skipta með sér
formennsku í bæjarráði. 1. og 3.
árið verður Kristbjörn Albertsson,
D-Iista, formaður og Sólveig Þórðar-
dóttir 2. og 4. árið.
í Grindavík verður áfram samstarf
B- og D-lista. Flokkarnir hafa til
skiptis forseta bæjarstjórnar, fyrsta
árið verður hann frá Framsóknar-
flokki. Jón Gunnar Stefánsson verður
áfram bæjarstjóri.
I Olafsvík átti í gærkvöldi að bera
málefnasamning B-, D- og G-lista
undir atkvæði í félögunum. Þar verð-
ur auglýst eftir nýjum bæjarstjóra.
Á Blönduósi hefur tekist samstarf
D- og H-lista. Þar slitnaði upp úr
samstarfi H- og K-listans vegna
ágreinings um hafnarframkvæmdir,
en nýi meirihlutinn hyggst leggja
áherslu á hafnarbætur.
Á Eskifirði hefur tekist samstarf
A-, B- og G-lista. Flokkarnir skipta
með sér að gegna formennsku í
bæjarstjórn og bæjarráði, A- og G-
listi eitt ár hvor og B-listi tvö ár.
Bjarni Stefánsson bæjarstjóri er á
förum frá Eskifirði og hefur verið
auglýst eftir nýjum bæjarstjóra.
I Höi'n í Hornafirði verður áfram
meirihlutasamstarf D- og H-lista.
Forseti bæjarstjórnar verður Albert
Eymundsson, D-lista, og formaður
bæjarráðs Gísli Sverrir Árnason,
H-lista. Staða bæjarstjóra verður
auglýst.
Framleiðsla vetnis á íslandi:
Tökum upp samband við
málsaðila á næstu vikum
-segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
„EG hef mikinn áhuga á því að íslendingar geti tekið þátt í fram-
Ieiðslu vetnis til orkunotkunar,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, um hugmyndir um byggingu 100 MW tilraunaverksmiðju á ís-
landi til framleiðslu á vetni, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær.
„Hér er um athyglisverða tilraun
að ræða til að breyta staðbundinni
orku í hreyfiorku en einmitt með því
er unnt að draga úr koltvísýrings-
mengun og öðrum skaðlegum meng-
unarþáttum," sagði Jón. Hann
kvaðst myndu beita sér fyrir því að
málið yrði rekið eins vel og hægt
væri. „Sérstaklega er það ætlunin
að kynna aðiium frá Þýskalandi og
Evrópubandalaginu þá möguleika
sem við getum boðið upp á. Ég tel
að við eigum að geta keppt við
Kanada um staðsetningu á svona til-
raunaverksmiðju ef ábyrgð fæst frá
þessum aðilum um fjárhagslega und-
irstöðu málsins," sagði Jón Sigurðs-
son.
Hann sagði að unnið yrði að mál-
inu í samvinnu við Braga Árnason
og Þorstein Sigfússon, prófessora í
eðlis- og efnafræði við Háskóla ís-
lands, og markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytis og Landvirkjunar. „Ég
mun í samvinnu við þessa aðila skil-
greina málið betur og taka upp sam-
band við þýsku aðilana og Evrópu-
bandalagið á næstu vikum og mán-
uðum.“
Jón sagði að von væri á iðnaðar-
ráðherra Evrópubandalagsins, Mart-
in Bangemann, í ágúst næstkomandi
og kvaðst hann vonast til að þá
væru komnar skýrari línur í málið.
„Eins og Þjóðveijarnir hafa kynnt
málið þá er gert ráð fyrir að þetta
verkefni verði mikið styrkt, bæði af
þýskum stjórnvöldum og Evrópu-
bandalaginu, en þessir aðilar áskilja
sér mótfrámlag frá þýskum iðnfyrir-
tækjum sem ekki hefur tekist að
afla enn. Við getum auðvitað ekki
tekið efnahagslega áhættu í málinu
en við eigum að geta verið sam-
keppnisfærir hvað varðar 100 MW
orkuskammt á næstu árum og ára-
tug,“ sagði Jón.
Jón sagði að það réðist af fram-
vindu samninga um byggingu nýs
álvers hvort til þyrfti að koma nýjar
virkjunarframkvæmdir vegna vetnis-
framleiðslu hér á landi. „Álverið þarf
450-500 MW þannig að hér er um
verulega viðbót við það að ræða ef
af þessu verður. Þetta er mál sem
nauðsynlegt er að fylgjast með af
athygli og kynna þá möguleika sem
íslendingar geta haft og geta boðið,“
sagði Jón.