Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 13 Landsþing' landssam- taka ITC á íslandi eftirLísbet Bergsveinsdóttur Helgina 8.-10. júní nk. verður_5. landsþing Landssamtaka ITC á ís- landi haldið á Hótel Örk, Hvera- gerði. Umsjón þingsins er í höndum Kristjönu Millu Thorsteinsson. Kjör- orð þingsins er: Vex vitund - vex þor. Skammstöfunin ITC stendur fyrir „International Training In Comm- unication", er útleggst í íslenskri þýðingu þjálfun í samskiptum. ITC er alþjóðlegur félagsskapur er starfar í 22 þjóðlöndum víða um heim og eru 19 þúsund einstaklingar að þjálfa sig í þessum samtökum, mest eru það konur en um 1.000 karlmenn munu vera starfandi. Hér á landi eru félagamir um 400 þar af eru tveir karlmenn. ITC-samtökin starfa á fræðilegum grundvelli og stefna samtakanna er að þroska ftjálsar og opinskáar um- ræður án fordóma um nokkurt mál- efni hvort sem þau em stjórnmála- legs, félagslegs, kynþáttalegs eða trúarlegs eðlis. ITC eru þjálfunar- samtök og starfsþjálfun ITC leggur áherslu á forystu og tjáskiptahæfi- leika sem eru til þess ætlaðir að ná fram andlegu jafnvægi og sjálf- strausti hjá einstaklingum. ITC kennir félögum sínum örugga framkomu og gefur þeim tækifæri til þess að æfa sig og læra í vinsam- Helgi Hálfdanarson: Hneyksli Varla hafa margar málvillur oftar verið leiðréttar á ýmsum vettvangi en röng meðferð for- nafna, þar sem oftast er um er- lend áhrif að ræða. Ekki er þó mikið lát á ambögum af því tagi í fjölmiðlum. Og ef til vill er þess naumast að vænta þegar sífellt er haldið uppi áróðri gegn mál- vörnum, jafnvel þaðan sem sízt skyldi. Fyrir skemmstu var frá því skýrt í sjálfu ríkissjónvarpinu, að tvær íþróttakonur hefðu „keppt gegn hvorrí annarrí‘. Hver skyldi hún vera þessi hvor önnur, sem þær báðar kepptu gegn? Þarna var vísast átt við það, að stúlkurnar kepptu hvor gegn annarri (eða hvor við aðrá), þó að því væri líkast, að útlend- ingur væri að reyna fyrir sér á íslenzku. En ekki er ein báran stök. Daginn eftir sagði eitt blaðanna frá mönnum, sem höfðu tiltekin afskipti „af högum hvers ann- ars“. Þar var einhver dularfullur hver annar kominn á kreik. Væntanlega hefði þó sá sem svo komst að orði fremur sagt, að menn þessir hefðu afskipti hver af annars högum, ef málkennd hans væri ekki gegndrepa af ensku. Orðbragð af þessu tagi er vita- skuld óveijandi, hvar sem það heyrist eða sést í fjölmiðlum, og í Ríkisútvarpinu er það hneyksli. Hvernig stendur á því að fjöl- miðlafólk, sem ræður ekki við algengustu orð málsins, er ekki sett á námskeið í frumatriðum þjóðtungunnar? Það ætti að þykja sjálfsagt að ganga úr skugga um málhæfni þeirra sem eiga að ráða tungutaki í fjölmiðl- um, rétt eins og það er lögboðið að tryggja kunnáttu ökumanna í umferðarreglum áður en þeim er. hleypt undir stýri á almanna- færi. Ekki veit ég hve oft hefur verið á það bent opinberlega, að íslenzku fornöfnin hvor (hver) og annar geta ekki tekið mið af ensku orðunum each other eða danska orðinu hinanden; þau geta ekki alltaf staðið saman og verða sjaldnast í sama falli. Það er ekki íslenzka að segja: Þeir litu á hvorn annan, ekki heldur: Þeir litu á hvor annan. Á íslenzku er sagt: Þeir litu hvor á annan, þar sem hvor er nefnifall en ann- an þolfall (hvor leit á annarí). Og það á ekki úr að aka fyrir veslings fornöfnunum okkar. í næsta blaði var getið tveggja manna og sagt, að „hvor sakaði hinrí' um tiltekinn verknað. Til skamms tíma hefðu flestir Is- Iendingar sagt, að hvor sakaði annan um verkið. Einnig var greint frá afstöðu tveggja manna „verandi í sitt hvorum flokkn- um“. Hvers konar fyrirbæri er þessi sitt hvor flokkur, sem mennirnir eru báðir í? Eða var ætlunin að segja að þeir væru í sínum flokknum hvorl Hvers vegna var það þá ekki sagt? Að öðru leyti er setningin hugsuð á ensku. Ég minnist þess að hafa hvað eftir annað heyrt sams kon- ar orðalag og þetta „verandi" leiðrétt í útvarpsþáttum um dag- legt mál. En einhveijir fjölmiðla- menn virðast gefa þeim þáttum lítinn gaum. Hvernig stendur á því? Þar ættu þeir flestum frem- ur að leggja við eyrun. Nenna þeir ekki að hlusta í fimm mínút- ur þrisvar í viku? Eða eru þeir yfir- það hafnir? Það er furðu- legt, að fáeinum hirðulausum mönnum, sennilega örfáum, skuli haldast uppi að varpa Ijótum skugga á vandvirka samstarfs- menn sína án þess að yfirboðarar þeirra skipi þeim að bæta ráð sitt. Ofan á öll þessi ótíðindi kom svo sú frétt í Ríkisútvarpinu, að tveir menn hefðu verið skotnir „í sitt hvorri árásinninei, ekki í sinni árásinni hvor, heldur í sitt hvorri árásinni, og var sú frétt útvarpinu til skammar. Loks bætti sjónvarpið gráu ofan á svart með vangaveltum um það, hvort forsetum risaveld- anna hafí „líkað við hvorn ann- arí', ekki hvorum við annan, heldur við hvorn annan! Hér var einungis minnzt á örfá málfarsatriði sem farið hafa úr lagi í útvarpi og blöðum. Þar er því miður af of miklu að taka. En flest er samt af því tagi að mjög auðvelt væri að kippa í lið- inn, ef vilji væri til. legu og skilningsríku umhverfí að komast yfir þá hræðslu sem allflest- ir hafa við að tala fyrir framan hóp. Þjálfunin er deildarskipt og þar fá einstaklingamir sína fyrstu þjálf- un, en 22 deildir eru starfandi víða um land. Á öðm stigi fá félagamir tækifæri á þjálfun á ráðssviði, en deildimar mynda ráð, 7-8 deildir era í hveiju ráði og era 3 ráð á íslandi. Efsta stigið er fólgið í því að þjálfa félagana í stjórnun á vegum lands- samtakanna, en landssamtökin fara með yfiramsjón með þjálfuninni hér á landi. Heiðursgestir við þingsetninguna á landsþinginu verða þau Toni Hanrahan, varaforseti V. svæðis og Magnús Magnússon, grannskóla- kennari í Hveragerði. Einn þáttur þjálfunarinnar er fólg- inn í því að þjálfa sig í ræðumennsku og mun á landsþinginu fara fram ræðukeppni milli ráðanna. Keppend- ur era þær Inger Steinsson, ITC Björkinni, Brjmja Baldursdóttir, ITC Gerði, og Drífa Hjartardóttir, ITC Stjömu. Laugardaginn 9. júní hefst félags- málahluti þingsins kl. 9.30. Ný lands- stjóm verður kosin á þessu lands- þingi fyrir starfsárið 1990/1991, en landsforseti nú er Halla Gísladóttir. Á þinginu verður boðið upp á margskonar námskeið er hefjast kl. 13.45 á laugardag. Má meðal annars nefna námskeið í fundarsköpum, uppsetningu á bréfum og notkun nýsigagna. Námskeið verður í dag- skrárgerð og frætt verður um upp- bygginguna á samtökunum ásamt fræðslu í stjórnun og nefndarstörf- um. Félögum ITC-samtakanna verð- ur jafnframt boðið upp á skrifleg próf í fundarsköpum. Sunnudaginn 10. júní kl. 11.00 situr fyrir svöram Toni Hannrahan, varaforseti Y. svæðis, og klukkan 14.00 flytur Indriði G. Þorsteinsson, erindi. Á hvetju sumri er haldið ársþing ITC og verður það haldið nú í ár á Nýja Sjálandi. Þar fer fram m.a. stjórnarkjör til alþjóðastjórnarinnar. ísland á þar frambjóðanda þar sem Kristjana Milla Thorsteinsson er í kjöri til varaforseta V. svæðis næsta kjörtímabil. í ITC læra félagarnir að stjóma umræðum, — að sannfæra og hafa áhrif á aðra. Félagamir í ITC læra að tjá sig af öryggi og þeir læra að skipuleggja fundi. Þeir læra fundar- sköp og þeir læra að skipuleggja dagskrár, og síðast en ekki síst þróa þeir sterkan persónulegan stíl. Lísbet Bergsveinsdóttir „Fjöldi fólks hefur hug á að þroska sjálft sig í samskiptum við annað fólk.“ Lesandi góður, er ekki ITC fyrir þig? Samtökin hjálpa þér að full- nægja þörf þinni til að auka dagleg afköst þín og þú munt njóta meiri tjáningarfrelsis. Þú munt vera sátt- ari við sjálfan þig þegar þú veist hvað gera skal og hvemig á að gera hlutina á þægilegan hátt. Já ITC er fyrir þig. Fjöldi fólks hefur hug á að þroska sjálft sig í samskiptum við annað fólk, en veit ekki hvernig slíkt er mögulegt, en ITC-samtökin era vett- vangur þeirra er leita eftir slíkum þroska. Höfiindur er blaðafulltrúi ITC-samtakanna. X-Iöfóar til ±1 fólks í öllum starfsgreinum! SIEMENS HM '90: Undirbúðu þig vel og tryggðu þér Siemens siónvaros- og mvndbands- tœki. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Nissan Pulsar SLX ’89. Dökk- grár, 5 gíra, útv/segulb., vökvastýri. Ek. 22.000 km. Varð 800.000. Volvo 745 QL ’88. Sllfurgrár, sjálfsk., vökvast., útv/seg- ulb., I»st drlf. Ek. 41.000 km. Verð 1.420.000. Volvo 740 QL '86. Blágrænn, 5 gfra, vökvast., útv/segulb. Ek. 54.000 km. Verð 1.020.000. Volvo 240 QL '87. Rauður, 6 gfra, vökvast., útv/segulb., vetrar/sumard. Ek. 37.000 km. Verð 940.000. Volvo 745 turbo '89. Blár, sjálfsk., vökvast., sóllúga, álfelgur, útv/segulb. Ek. 49.000 km. Verð 2.400.000. Sklptl. Flat Uno 55-S '85. Ljósblár, 5 gfra, útv/segulb., vetr- ar/sumard. '91 skoðun. Ek. 79.000 km. Verð 230.000. Ford Sierra GL '87. Beige met., 4 gira, útv., sumar/vetr- ard. Ek. 28.000 km. Verð 690.000. Volvo 245 GL '87. Belge met., 5 gfra, vökvast., útv/segulb. Ek. 45.000 km. Verð 1.040.000. Lada Lux 1500 '88. Drapplit- uð, 4 glra, útv/segulb., sum- ard/vetrard. Ek. 18,000 km. Verð 360.00. Fjöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.