Morgunblaðið - 08.06.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
17
Lúðrasveit Haftiarflarðar 40 ára “
Tnlene
eftir Reyni Guðnason
Á þessu ári eru 100 ár liðin frá
því að fyrst var stofnuð lúðrasveit
í Hafnarfirði en hún starfaði að-
eins í nokkur ár. Þann 31. janúar
1950 var gerð fjórða tilraunin til
að halda uppi lúðrasveit í bænum
og hefur hún starfað óslitið síðan.
Fyrsti formaður var Friðþjófur
Sigurðsson sem enn er starfandi
í sveitinni og fyrsti stjórnandi var
Albert Klahn.
Á þessum tíma hefur sveitin átt
sín góðu ár þegar 40-50 hljóðfæra-
leikarar hafa tekið þátt í starfinu
og einnig hafá verið nokkur árin
sem líf hennar hefur hangið á blá-
þræði en með þrautseigju félag-
anna og góðum stuðningi bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar á hveijum
tíma hefur tekist að halda starfinu
áfram. Afmælisárið er eitt af erf-
iðu árunum en menn horfa með
bjartsýni til framtíðarinnar eftir
að bæjarstjórnin leysti húsnæðis-
vanda sveitarinnar á síðasta ári
og allar líkur benda til að innan
fárra ára bætist henni liðsstyrkur
úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar.
Nokkrir stjórnendur hafa leitt
lúðrasveitina yfír þetta tímabil en
lengst var Hans Ploder stjórnandi
eða 25 ár samfellt. Hann lét af
því starfi í fyrra og við tók Stefán
Ómar Jakobsson tónlistarkennari
sem einnig er formaður sveitarinn-
ar nú.
Af einhveijum ástæðum hafa
fjölmiðlar og almenningur ekki
sýnt lúðrasveitatónlist mikinn
áhuga þrátt fyrir að mikill íjöldi
barna, unglinga og fullorðinna,
líklega hátt á annað þúsund
manns, iðki þessa tónlist í skóla-
hljómsveitum og lúðrasveitum um
allt land. Þegar íslenskar lúðra-
sveitir hafa ferðast til útlanda
finna menn glöggt þann mismun
á viðhorfi og undirtektum sem þær
mæta þar og þeir fá að heyra að
íslensk lúðrasveitatónlist er fylli-
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Fœst f nœstu sportvöruverslun.
Lúðrasveit HafnarQarðar árið 1957.
lega samanburðarhæf við það sem síðdegistónleika í Hafnarborg kl.
gert er erlendis. 15 og mun Hans Ploder stjórna
Laugardaginn 9. júní nk. heldur tveimur verkum á tónleikunum
Lúðrasveit Hafnarfjarðar stutta sem gestur. Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir og er að-
gangur ókeypis.
Höfundur er ritari Lúðrasveitar
Hafnaríjarðar.
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
NÍÐSTERK
ÞUNGAVIGTARLÍNA
> *
1990
AMERISKIR BILAR
Nú er síðasta tækifærið til að eignast amerískan bíl samkvæmt
eldri innflutnings-reglugerðinni
BRONCO OG JEEP
Ath. Upplýsingar eru ekki
veittar í síma.
Vinsamlegast sendið nafn og
símanúmer og biðjið um upplýsinga
í FAX no: 91-84730 eða bara
mætið á staðinn
þegar keyptum bílum í U.S.A. tillanús-
ins fyrir 1. júlí
Opnunartími:
Föstudag...............................13-22
Laugardag..............................10-19
Sunnudag, sjómannadag..................10-19
I LAUG ARDALSHOLL TIL 10. JUNI
Gpípandi
málning
á gpipandi
verði
Síöumúla 15, sími 84533