Morgunblaðið - 08.06.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
AÐALFUNDUR SAMBANDSISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
Morgunblaðið/Þorkell
Frá aðalfundi Sambandsins, sem
haldinn er i nýjum húsakynnum.
A innfelidu myndinni flytur Ólaf-
ur Sverrisson stjórnarformaður
ræðu sína.
Ólafur Sverrisson stjórnarformaður Sambandsins:
Skuldir Sambandsins jukust
um 2,1 milljarð árið 1989
„ER NÚ svo komið að naumast
verður haldið áfram á sömu braut
enda hafa skuidir Sambandsins
aukist um 2,1 milljarð króna árið
1989. Má nú hverjum manni vera
ljóst að hér þarf að spyrna við
fótum, snúa taprekstri í liagnað
og grynnka á skuldum," sagði
Ólafur Sverrisson, stjórnarform-
aður Sambandsins, við upphaf að-
alfundar Sambandsins sem hófst
kl. 9 í gærmorgun.
Stjórnarformaður rakti í ræðu
sinni ítarlegar en venja er tiý störf
stjórnarinnar undanfarið ár. Ólafur
riflaði upp efni bréfs sem hann sendi
forstjóra Sambandsins þann 17. apríl
1989. í þessu bréfi sagði m.a. orð-
rétt: „Einnig hljótum við að standa
frammi fyrir spumingunni um hvað
gerist ef reksturinn gengur úrskeiðis
eitt árið enn. Hvað gerist þá?“
Ólafur sagði að á Sambandsstjóm-
arfundi þann 7. janúar sl. hefði svo-
hljóðandi tillaga verið samþykkt
samhljóða: „Sambandsstjórn felur
forstjóra að leggja fram á næsta
fundi Sambandsstjórnar greinargerð
og áætlun um hvernig framtíðar-
rekstur og skipulag Sambandsins
skuli vera að hans áliti og hvaða
ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera
til þess að ná viðunandi fjárhags-
stöðu fyrir rekstur þess í framt-
íðinni."
„Ekki er hægt að segja að orðið
hafí verið við þessu, ekki' beinlínis,"
sagði Ólafur og bætti við að rykið
hefði verið dustað af nærri ársgöml-
um skipulagstillögum og þær skoð-
aðar í nýju ljósi.
Ólafur vitnaði í gjörðabók stjómar
og sagði af því tilefni: „Það er ekki
venja að lesa upp úr gjörðabók
stjórnar eða birta fundargerðir
stjórnar opinberlega en nú brýtur
nauðsyn lög.
Þingheimur þessa eldhúsdags
samvinnuhreyfíngarinnar á rétt á því
að fá að vita, að stjórn Sambandsins
hefur gert alvarlegar og sennilega
dæmalausar athugasemdir við rekst-
ur og fjárhagsstöðu Sambandsins,"
sagði stjómarformaðurinn.
I gjörðabók stjórnar segir m.a.:
„Fram kom í máli manna að ef til
vill hefðum við ekki nema yfirstand-
andi ár til að rétta hlut Sambandsins
í afkomu þess og rekstri, svo og
ímynd Sambandsins 1 vitund almenn-
ings. Þá kom fram hjá fundarmönn-
um sú skoðun, að ekki mætti hika
við að gera ýmsar sársaukafullar
aðgerðir, ef þær geta orðið til þess
að færa rekstur og afkomu Sam-
bandsins til betri vegar."
Ólafur sagði að þrátt fyrir bókaðar
athugasemdir stjórnar sem hann
hefði lesið hefði stjómin gefíð stjórn-
endum Sambandsins starfsfrið í dag-
legum rekstri allt tímabilið milli Sam-
bandsfunda árið 1989 og 1990.
„Hefði sá tími satt að segja mátt
nýtast betur heldur en raun hefur á
orðið. Skipulagsbreytingar einar sér
bjarga ekki rekstrinum fyrir Sam-
bandið í heild. Þær geta orðið til
þess að bjarga vissum deildum Sam-
bandsins en ekki öðrum,“ sagði Ólaf-
ur.
Skipulagsbreytingar Sambandsins:
Búist við sam-
þykki yfirgnæf-
andi meirihluta
SIGURÐUR Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafúrðadeildar Sam-
bandsins, var formaður skipulagsnefndar sem Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri, skipaði í janúarmánuði sl. í kjölfar umræðna í Sambandsstjórn
seint á sl. ári. í ncfndinni voru, auk Sigurðar, þeir Ólafur Friðriksson,
framkvæmdastjóri Verslunardeildar, og Sigurður Gils Björgvinsson,
hagfræðingur Sambandsins.
Sigurður hafði framsögu um til-
lögu stjómar að ályktun aðalfundar-
ins. Hann sagði, eins og fram hefur
komið, að tillagan gerði ráð fyrir 6
sjálfstæðum hlutafélögum. Sam-
bandið verði eignarhaldsfélag sem
til að byija með eigi að minnsta kosti
50% hlut í öllum félögum. Hvað ein-
stakar deildir varðar sagði Sigurður
að ráðgert væri að eigið fé Sjávaraf-
urðadeildar hf. verði 575 milljónir
króna. Sambandið eigi 50% og fram-
leiðendur 50%. Ráðgert er að eiginfj-
árhlutfall þessa hlutafélags verði
38% og veltufjárhlutfall 1,3. Fyrsta
ársáætlun gerir ráð fyrir því að félag-
ið skili 20 milljóna króna hagnaði.
Búvörudeild hf. ætti 230 milljónir
sem skiptust jafnt á milii SÍS og
framleiðenda. Verslunardeildin ætti
456 milljónir sem skiptust jafnt milli
Sambandsins og kaupfélaganna. I
því sambandi sagði Sigurður að
gengið væri út frá því að Sambandið
tæki á sig uppsafnað tap deildarinn-
ar. Jötunn hf. yrði í eigu Sambands-
ins með 140 milljóna króna hlutafé.
Gert er ráð fyrir að fyrsta ár í rekstri
Jötuns hf. skili 24 milljóna króna
hagnaði. Skinnadeild hf. ætti 104
milljóna króna eigið fé og áætlað er
að hún skili 13 milljóna hagnaði
fyrsta árið.
Samtals er því rætt um að eigið
fé hlutafélaganna sex verði 2,2 millj-
arðar króna, Sambandið eigi til að
byija með 1,8 milljarða og eigin-
fjárhlutfall fyrirtækjanna verði að
meðaltali 23%. SÍS verði eignar-
haldsfélag sem eigi 6,6 milljarða
eignir. Aætlað er að hallarekstur
fyrsta árs eignarhaldsfélagsins nemi
8 milljónum króna.
Sigurður sagði í ræðu sinni að
afstaða lánardrottna Sambandsins
réði úrslitum um það að hægt yrði
að framkvæma þessar skipulags-
breytingar. „Án samþykkis þeirra
eru þessar breytingar óframkvæm-
anlegar,“ sagði Sigurður. Sigurður
sagði ástæðu til að ætla að lánar-
drottnar Sambandsins myndu ekki
standa í vegi fyrir því að þessar
breytingar gætu orðið að veruleika.
Hann sagði jafnframt að það væri
bæði röng og hættuleg skoðun að
einkaframtakið ætti eitt að eiga
hlutafélagsformið. Samvinnuhreyf-
ingin gæti sem best tekið það form
í þjónustu sína.
Miklar umræður urðu um fyrir-
hugaðar skipulagsbreytingar. í máli
ræðumanna kom fram mikil andúð
í garð hlutafélagsreksturs, en þótt
menn gagnrýndu fyrirhugaðar skipu-
lagsbreytingar voru flestir á því að
Sambandið ætti enga aðra leið færa.
Eysteinn Jónsson, heiðursfélagi
Samvinnuhreyfingarinnar, sté í
pontu og sagði við aðalfundarfull-
trúa: „Mér sýnist skynsamlegt að
fara inn á þessa braut. Samvinnu-
menn taka með þessum breytingum
hlutafélagsformið í sína þjónustu."
Eysteinn sagði að fulltrúar ættu
kröfu á því að vita hans afstöðu í
þessu máli. Af hans hálfu fælist ekki
neitt mont í slíkri staðhæfingu, held-
ur teldi hann sér bera skyldu til þess
að upplýsa fulltrúana um þetta þar
sem Samvinnuhreyfingin hefði kosið
að gera hann að heiðursfélaga.
Ólafur Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Verslunardeildar Sambandsins,
tók til máls í umræðunura og sagði
að óábyrg lánastefna Sambandsins
til kaupfélaganna hafi verið Sam-
bandinu stórskaðleg. Það væri búið
að hjálpa kaupfélögunum í vonlausri
stöðu allt of lengi. Ólafur sagði að
verslunardeildin hefði á bakinu nei-
kvæðan höfuðstól upp á u.þ.b. 800
milljónir króna. Hver sem væri gæti
séð að slíkur rekstur gæti ekki skilað
hagnaði. Ólafur sagði að það gæti
vel verið kostur að leggja deildina
niður en það breytti því ekki að fjár-
hagsvandi hennar yrði þannig enn
óleystur. Það væri ekki auðséð hver
yrði kaupandi að 15-20 þúsund fm
óhagkvæmu húsnæði deildarinnar né
hvaða verð fengist fyrir þá eign.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins:
Þegar á móti blæs, er
hver sjálfum sér næstur
EIGIÐ fé Sambands íslenskra samvinnufélaga var um sl. áramót 1.169,5
milljónir króna. Það minnkaði um 28% á sl. ári. í ræðu forstjóra sam-
bandsins, Guðjóns B. Ólafssonar, á aðalíúndi Sambandsins í gær, kom
fram að skýringin á þessu er fyrst og fremst taprekstur sl. árs. Sam-
tals voru sjóðir og eigið fé Sambandsins um sl. áramót 1.706 millj.
króna en höfðu verið 2.070 millj. árinu áður.
Veltufjárhlutfall Sambandsins á
liðnu ári var 0,73 á móti 0,83 árið
1988. Þessar tölur sýna að Samband-
ið er komið í mikla greiðsluerfið-
leika. Heildarskuldir Sambandsins
um sl. áramót voru tæplega 10,8
milljarðar króna: Þær skiptast þann-
ig að skammtímaskuldir námu um
7,3 milljörðum króna en langtíma-
skuldir um 3,5 milljörðum króna.
í ræðu forstjóra kom fram að það
sem hann teldi vera góðu fréttirnar
af rekstri Sambandsins á sl. ári væri
söluaukning um 5,2 milljarða króna
sem er 31,8% aukning fra'því í fyrra,
sem hann sagði vera 10,7% umfram
verðbólgu, bætt rekstrarafkoma um
nærri 400 milljónir króna og umtals-
verð lækkun rekstrarkostnaðar.
Skuldsetning Sambandsins jókst í
heild úr 80,7% í 86,3%.
Rekstrartap Sambandsins á liðnu
ári nam 751 milljón króna. Söluhagn-
aður á árinu nam 282 milljónum
króna. Afskriftir tapaðra útistand-
andi skulda voru 336 milljónir króna.
í máli Guðjóns kom fram að af-
koma Verslunardeildar Sambandsins
var fyrirtækinu þungbær á sl. ári en
tap deildarinnar nam 479 milljónum
króna. Tap Skipadeildarinnar var
116 milljónir króna, Búnaðardeildar
85 milljónir króna, Sjávarafurða-
deildar 37 milljónir króna, Iðnaðar-
deildar 22 milljónir króna, yfirstjórn-
unar 12 milljónir króna, en Búvöru-
deild Sambandsins var rekin á núlli
sl. ár.
Guðjón sagði að hagur kaupfélag-
anna hefði vænkast mjög á liðnu
ári. Samtals fjöldi félagsmanna
kaupfélaganna á íslandi í dag er
44.895. Fjöldi kaupfélaga á íslandi
í dag er nú 33 og hafði fækkað um 4
á sl. ári. Heildarvelta kaupfélaganna
á sl. ári var 32,753 milljarðar króna
miðað við 27,252 miiljarða króna
árið 1988 og hafði þannig aukist um
20%.
„Hér er ég kominn að ánægju-
legri tölum en mikill bati hefur orðið
í rekstri kaupfélaganna. Nú er hagn-
aður af rekstri þeirra 24 milljónir
króna eji á síðasta ári voru þessi
sömu félög með halla upp á 879
milljónir," sagði Guðjón B. Ólafsson
um afkomu kaupfélaganna á liðnu
ári.
Er forstjórinn fjallaði um vanda-
mál Sambandsins sagði hann m.a.:
„Meginvandi Sambandsins er upp-
safnaður á löngum tíma. Það tókst
að dylja þennan vanda og ýta honum
á undan sér, þar til breyttar aðstæð-
ur í efnahagsmálum þjóðarinnar
gerðu það ókleift.
Guðjón B. Ólafsson
Sambandið er einfaldlega of skuld-
sett. Þannig hefur Sambandið fjár-
magnað bæði stuðning við atvinnulíf
úti um landið og tilraunir til upp-
byggingar nýrrar atvinnustarfsemi.
Sem dæmi má nefna vel yfir hálf-
an milljarð króna vegna frystihúsa á
vegum Sambandsins, meira en 3A
úr milljarði vegna gjaldþrota og
greiðlustöðvana kaupfélaga, um 300
milljónir vegna Islandslax og milli
400 og 500 milljónir vegna Álafoss,“
sagði Guðjón er hann rakti vanda
Sambandsins. Guðjón sagði að Sam-
bandinu hefði verið ætlað það hlut-
verk að vera allsheijar félagsmála-
og fjármálastofnun samvinnuhreyf-
ingarinnar á íslandi en á sama tlma
gerðu viðskiptalegir hagsmunaaðilar
I vaxandi mæli þá kröfu til Sam-
bandsins að það veitti hámarksþjón-
ustu fyrir lágmarkskostnað. „Nú
þegar á bjátar, virðast ólíkir hags-
munir kristallast hjá þeim aðilum
sem hinar ýmsu deildir Sambandsins
þjóna. Þegar á móti blæs, er hver
sjálfum sér næstur,“ sagði Guðjón.
Undir lok málsins kom Guðjón að
fyrirhuguðum skipulagsbreytingum
hjá Sambandinu sem er aðalefni
þessa fundar. Guðjón sagði að það
hefði Iengi verið ósk sín og von að
Sambandið gæti haldið áfram að
starfa sem eitt fyrirtæki, fremur en
mörg aðskilin. Yrði niðurstaðan hins-
vegar sú, vegna fjárhagsvanda Sam-
bandsins og viðvarandi rekstrar-
vanda, að hinir ýmsu hagsmunaaðil-
ar teldu sér ekki lengur fært að
starfa saman í einu félagi, þá myndi
hann sem forstjóri að sjálfsögðu
heilshugar styðja þær hugmyndir
sem stjóm Sambandsins hefði ein-
huga lýst stuðningi við og yrðu lagð-
ar fram í tillöguformi á fundinum.
„Við erum hér að tala um veiga-
mestu breytingar sem til umræðu
hafa verið frá því að samvinnufélög
voru stofnuð á íslandi fyrir meira
en 100 árum og sú skylda hlýtur að
hvíla á okkur öllum að gæta þess
að rasa hér í engu um ráð fram,“
sagði forstjóri Sambandsins.