Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 19

Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 19 Frá háborði Stórstúkuþings. Sr. Björn Jónsson standandi. * Stórstúka Islands: Unglingaþing og stórstúkuþing hefur einnig þýtt úr ensku barna- litabók, „Fávís og fjölvís“. í bókinni er á nýstárlegan hátt mælt með bindindi. Unglingareglan hefurgef- ið bókina út og skólayfirvöld munu dreifa henni til yngstu nemenda grunnskólanna. Kristinn Vilhjálmsson tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í embætti stórgæslu- manns eftir að hafa gengt því emb- ætti í áratug. Fundarmenn risu þá á fætur og hylltu hann með húrra- hrópum, lófaklappi og þökkum fyrir fórnfúst starf i þágu bindindishreyf- ingarinnar í yfir hálfa öld. Kjör- nefnd hefur mælt með Mjöll Matt- híasdóttur í embætti stórgæslu- manns. Stórstúkuþingið hófst á fimmtu- daginn með guðsþjónustu í Hallgr- ímskirkju. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son predikaðu og Sr. Björn Jónsson stórkanslar þjónaði fyrir altari. Eft- ir hefðbundin þingstörf var kvöld- verður í Viðeyjarstofu í boði borgar- stjórnar Reykjavíkur. í dag föstu- dag verður Byggðasafn Akranes heimsótt og snæddur hádegisverður í boði bæjarstjórnar Akraness. Eftir hádegi verður þingstörfum haldið áfram í Reykjavík. UNGLINGAÞING Stórstúku íslands, I.O.G.T, sem er haldið á tveggja ára lresti, fór fram í Templarahöllinni í Reykjavík miðvikudaginn 6. júní. Þingið sátu gæslumenn og fúlltrúar víðsvegar af landinu. Stórstúkuþing hófst fimmtudaginn 7. júní og stendur yfir fram á laugardag. I skýrslu Kristins Vilhjálmssonar stórgæslumanns, sem flutt var á unglingaþinginu, kom fram að rætt hefur verið við forsvarsmenn Æskulýðsráðs Reykjavíkur um að barnastúkurnar annist félagsmála- fræðslu í skólum. Forsvarsmenn Æskulýðsráðs munu vera hlynntir þessari tilhögun án þess að endan- leg ákvörðun hafi verið tekin af þeirra hálfu. Hilmar Jónsson, stórtemplari, upplýsti að Elísabet Jensdóttir hefði verið ráðin til erindreksturs. Hún he|ur þegar komið á fót tveimur barnastúkum og stýrir þeim. Hún Frá Stórstúkuþingi Árbæjarsafn: Þrjár nýjar sýningar í Arbæjarsafiii hefúr verið komið fyrir þremur nýjum sýningum. í Þingholtsstræti geta menn verslað í krambúð frá aldamótunum, í Miðhúsum heimsótt bókagerðarmann frá því um aldamót og í Prófessorsbústaðinum virt fyrir sér mannlíf á stríðsárunum á sýn- ingunni „Og svo kom blessað st I samtali við Morgunblaðið í vikunni sagði Margret Hallgríms- dóttir ,forstöðukona safnsins, að stefnt yrði að því að hafa lifandi sýningar á safninu í framtíðinni. „I Miðhúsum verða t.d. prentarar að störfum um helgar,“ sagði Margrét. „Og í krambúðinni verð- ur hægt að kaupa kaffi, te og kandsís virka daga og um helg- ar“. Hún sagði að prentiðnaðar- sýningunni hefði verið komið upp í tilefni af 550 ára afmæli prent- listar á íslandi. Auk þess sem fólki gefst kostur á að virða fyrir sér verkstæði og heimili prentara hefur verið komið lið“. upp yfírlitssýningu prentlistar á íslandi í vélarsal. Þar eru m.a. til sýnis gamlar prentvélar. Stærsta sýningin er í aðalsýn- ingarhúsinu, Prófessorsbústaðin- um, og nefnist „Og svo kom bless- að stríðið". Á sýningunni eru m.a. braggabústaður og kaffihús frá eftirstírðsárunum. Auk sýning- anna þriggja má geta þess að nú vappa íslenskar hænur um á Ár- bæjarsafni en þar hafa dýr ekki fyrr átt heima. Arbæjarsafn verður opið milli klukkan 10 og 18 alla daga nema mánudaga í sumar. É LÍNUR FRÁ ST. IVES .• FTTT* rifcj*.: ■x'MM.i'P' Y Metsa5erla m / ■*r SERLA GERIR GOTT ÚRfÖLLU I Hvort sem þú þarft að þerra tár afj litlum vanga, þurrka vökva sem hellist niður eða strjúka vætu af matvælum gerir SERLA eldhúsrúllan gott úr öllu. Þú gætir hugsanlega fundið einhverja eldhús- rúllu sem kostar færri krónur en það er ekki þar með sagt að hún vinni jafn vel. Gæði pappírsins gera það að verkum að hann dregur í sig meiri raka en margur annar og nýtist þess vegna betur, þ.e.a.s. oft dugar eitt blað í stað tveggja eða þriggja. Þess vegna mæla öll rök með SERLA eldhúsrúllum. SERLA Himmelblá, hvílar. 2 eða 4 rúllur í pakka. SERIA Bella, hvítar með munslri. 2 eða 4 rúllur í pakka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.