Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 20

Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 GLÆSIBÆ-SÍMI82966 Stærðir 37-42 Teg. 2072 Kr. 4.990,- Posísendum samdægurs Aðeins 100% hreinan Floridana safa í (------------------- ) umbúðum! Munið orðaleitina! HÓTEL VEITINGAST. MÖTUNEYTI VEIÐIHÚS ÍÞRÓTTAHÚS FÉLAGSHEIMILI KLAKAVÉL Hentug hvar sem er, jafnt til einkanota eða til atvinnurekstr- ar. Framleiðir 24 kg. á sólar- hring, þ.e. 2000 klakakubba sem ekki frjósa saman. Stærö: h: 50, b: 59, d: 62. Hafið samband við sölu- menn í síma 69 1500. Heimilistæki hf SÆTUNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20 !/iiá eAuM-swg/axÉegA í sanouKgujK, Útboð hjá Vegagerðinni: Munur á lægstu tilboð- um 300 kr. TVÖ lægstu tilboð í lagningu Suðurlandsvegar við Múlakvísl voru aðeins um 45% af kostnað- aráætlun. Lægst var tilboð Ræktunarsambandsins Ketil- bjarnar, 4.650.000 krónur, sem er 45,5% af áætlun Vegagerðar- innar en hún var 10,2 milljónir. Næst lægsta tilboð, frá Suður- verki hf., var aðeins 300 krónum hærra, eða 4.650.300 krónur. Sjö verktakar buðu í lagningu vegarins. Hæsta tilboðið var tölu- vert lægra en kostnaðaráætlun. Vegarkaflinn er 3,8 km að lengd og á verkinu að ljúka fyrir 10. september í haust. Borgarverk hf. í Borgarnesi varð hlutskarpast í útboði á klæð- ingum á vegi Vesturlands í sum- ar. Félagið bauð 20,2 milljónir sem er 68,9% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar er hljóðaði upp á 29,3 milijónir. Tilboð hinna klæð- ingarfyrirtækjanna, Klæðningar hf. og Hagvirkis hf., voru einnig innan kostnaðaráætlunar. O' INNLENT Morgunblaðið/Sigurður Jónsson A-Landeyjar: Kastaði tveimur fol- öldum os: bæði lifa Selfossi. HRYSSAN Monika kastaði tveimur folöldum 28. maí og eru þau bæði hin sprækustu. Faðir- inn er Smári frá Ey 1094. Sjaldgæft er að bæði folöldin iifi þegar tvö fæðast. Algengt er að annað drepist eða bæði þegar svo stendur á. Eigandi hryssunnar er Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti í A-Landeyjum.' Þetta er í þriðja sinn sem hryssan Monika kastar. Hún er ótamin og vör um sig þegar reynt er að nálg- ast hana. A meðfylgjandi myndum er hryssan með folöldin tvö sem eru hvort af sínu kyninu. Hryssan lét sér það þó lynda að Helena Þráinsdóttir, 11 ára, heima- sæta í Oddakoti, og Anna Vil- hjálmsdóttir, 6 ára, nálguðust fol- öldin eins og myndirnar sýna. — Sig. Jóns. Islendingar sjálfum sér nægir á sviði hafiiarmannvir kj afræ ð i _ _ A Segir Per Bruun, hafiiarmannvirkjafiræðingur og Islandsvinur PRÓFESSOR Per Bruun, sem virtur er um allan heim sem einn helsti sérfræðingur á sviði hafnar- og strandmannvirkjafræði er staddur hér á landi og tekur hann þátt í ráðstefhu sem stendur yfir dagana 8.-9. júní á Höfii í Hornafírði þar sem fjallað verður um náttúrfar við Horna- fjörð, ástand innsiglingarinnar og úrbætur á því sviði. Per Bruun er hér í sinni 52. ís- landsheimsókn en fyrst kom hann hingað til lands árið 1953 og telst hann ótvírætt til flokks hinna svo- nefndu íslandsvina. Kona hans er af íslenskum ættum og foreldrar hans bjuggu á íslandi um skeið. Bruun hefur starfað að mörgum verkefnum hér á landi og víða um heim er leitað eftir ráðum hans. Hann hefur verið bandarískur ríkis- borgari frá 1960 og býr átta mán- uði ársins á lítilli eyju skammt und- an strönd Suður-Karótínufylkis en afganginn af árinu dvelst hann á fæðingarstað sínum á Skagen á Jótl- andi og fer víða um heim í tengslum við sérgrein sína, sem er sandfylling hafna. Hátt verð á kavíar Bruun lætur sér fátt óviðkomandi og furðaði hann sig mikið á því að í heimabæ sínum í Bandaríkjunum eru vissar tegundir íslenskra sjávar- afurða, einkum kavíar og saltsíld, þrisvar sinnum dýrari eri sambæri- legar vörur frá öðrum löndum. „Þarna hefur eitthvað farið úrskeið- is í dreifingu þessarar vöru, fjármun- irnir skila sér ekki aftur til íslands. Sambærilegar vörur frá Skandinavíu kosta hið sama hér og þær kosta á heimamarkaði en íslensku vörurnar eru þrisvar sinnum dýrari. Mér finnst að það ætti að kanna þetta mál. Sama má segja um freðfiskinn, stundum berst hingað mikið rnagn af þeirri vöru en svo koma þeir tímar sem ekkert framboð er. Verð á íslenskum útflutningsvörum er alltof hátt,“ sagði Bruun. Lausn á vanda Hornfirðinga í sjónmáli Bruun fullyrti í samtali við blaða- mann að lausn á vanda Hornfirðinga væri í sjónmáli og eftir tvö ár heyrðu vandræði sæfarenda um Horna- fjarðarós sögunni til. Bruun vildi ekki upplýsa í hveiju lausnin væri fólgin enda ynni hann enn að henni ásamt starfsmönnum Hafnamálastofnunar, en hann er þekktur fyrir að benda á leiðir sem fáa hefði órað fyrir og er þess vegna nokkuð umdeildur á meðal fræði- manna á þessu sviði. „Ég hef unnið að mörgum verk- efnum hér á landi, fyrst í samvinnu við Emil Jónsson, [þáverandi hafna- málastjóra], og þá með Aðalsteini Júlíussyni í mörg ár og nú störfum við saman ég og Hermann Guðjóns- son [hafnamálastjóri]. Þá vann ég eitt sinn líka með Finnboga Thor- oddsen prófessor í Háskóla íslands, föður Vigdísar forseta og um- fangsmikið umfangsmikið verkefni í Eyjafirði á vegum bandaríska sjó- hersins vann ég meðal annars með Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra." Per Bruun fylgdist einnig grannt með framvindu gossins í Heimaey og þeim breytingum sem urðu á innsiglingunni í Vestmanna- eyjahöfn. „Islenskar hafnir eru al- mennt séð mjög skjólgóðar, þær liggja flestar inni í djúpum fjörðum. Hornafjörður er þó dálítið sér á báti þar sem sandtangar sjá um að skýla höfninni. Framfarir hafa orðið mikl- ar á íslandi í hafnarmannvirkjafræði og íslendingar eru orðnir sjálfir sér nægir hvað varðar þekkingu á því sviði. Það er ekki nema eitthvað sérstakt komi upp að kallað er á mig til liðsinnis, en ég lít hvort eð er hálft í hvoru á mig sem íslend- ing,“ sagði Bruun, sem einnig á stóra hlutdeild í þeirri þekkingu sem ís- lendingar hafa aflað sér á þessu sviði því hann var prófessor um tólf ára skeið við Tækniháskólann í Þrándheimi en meðal nemenda hans var Gísli Viggóson, forstöðumaður rannsóknadeildar Hafnamálastofn- unar. Staðarval vegna álvers Per Bruun er hér einnig sem ráð- gefandi aðili vegna staðarvals fyrir væntanlegt álver og sagði hann að innan skamms tíma yrði tekin ákvörðun um hvar hið nýja álver risi. Taldi Bruun að þeir staðir sem til greina kæmu ættu jafna mögu- leika á að verða fyrir valinu, en það réði eflaust miklu hvað bæjarfélögin hefðu að bjóða á móti. „Ég held að það skipti miklu máli hvað bæjarfé- Iögin sjálf geta boðið. Ég tel varla að ákvörðun um staðarval verði tek- in á Alþingi, ég held að það ráðist af viðskiptum bæjarfélaganna og þeirra fyrirtækja sem standa að baki byggingu álversins,“ sagði Bruun. Bandaríki Skandinavíu „Ég hef verið bandarískur ríkis- borgari frá 1960, í bandaríkjum Ameríku. Skandinavía er nokkurs konar bandaríki Skandinavíu þótt samstarfið sé ekki ávallt sem skyldi. Eitt þurfum við þó að gæta að og það er að varðveita hina skandinav- ísku tungu, að Skandinavar tali skylda tungu og skilji hverir aðra líkt og Bandaríkjamenn. Það skiptir ekki öllu hvort það er danska, norska eða sænska, þessar þjóðir skilja hver VINÁTTUFÉLAG ísraels og Islands var stofnað í Israel á sunnudag. Gad Naschitz, aðal- ræðismaður íslands í landinu, skipulagði stofhíundinn. Formaður félagsins er hæsta- Morgunblaðið/Þorkell Prófessor Per Bruun. aðra. Það þarf einnig að leggja áherslu á að það í uppeldi ungmenna hér á landi að þau fái þá tilfinningu að þau tilheyri hinni skandinavísku einingu. Þegar ég er hér á landi tala ég dönsku og miðaldra og eldra fólk svarar mér á dönsku en þeir sem yngri eru svara mér ávallt á ensku. Það mun veitast okkur auð- veldara að varðveita einingu Skand- inavíu nú þegar samskipti austurs og vesturs hafa batnað og það eflir einnig þessa einingu að Danir eru aðilar að Evrópubandalaginu. Aðrar skandinavískar þjóðir geta samið við EB í gegnum Danmörku og nú er jafnvel rætt um það í Noregi að gerast aðilar að EB,“ sagði Bruun. réttardómarinn Shlomo Levin. 75 manns skráðu sig í félagið og á meðal þátttakenda í stofnfundin- um voru sendiherrar Danmerkur og Noregs, auk tilvonandi sendi- herra ísraels á íslandi og í Noregi. Gugu. Vináttufélag ísraels og Islands stoftiað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.