Morgunblaðið - 08.06.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.06.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 Óvenju dauft í byggingaiðnaði „MIÐAÐ við árstíma er mun daufara yfir öllu en er að jafiiaði,“ sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Trésmiðafélags Akur- eyrar. Enn eru nokkrir trésmiðir á atvinnuleysisskrá og sagði Guð- -j. mundur Ómar að yfirleitt hreinsaðist út af atvinnuleysisskránni í byij- un maí, en svo hefði ekki verið nú. Útlit er fyrir að næg atvinna verði hjá trésmiðum í sumar, að sögn Guðmundar Ómars, en þegar fram á haustið kemur sagði hann að ástandið yrði verulega alvarlegt. Fátt benti til að ástæða væri til bjart- sýni varðandi haustið og veturinn. Fá stór verkefni eru framundan í byggingariðnaði á Akureyri, helstu verkin eru byggingar verkamanna- bústaða, þá væri fyrirhugað að byggja við verslun Hagkaups í Norð- urgötu og í haust yrði steyptur upp þjónustukjarni við íbúðir aldraðra við Víðilund. Bifreiðaskoðun íslands er einnig að byggja skoðunarstöð við Frostagötu og í byggingu er verksmiðjuhús hjá K. Jónsson. „Það er óvenjulítið um útboð og fá verk- efni sem eitthvað kveður að í gangi núna. Miðað við árstíma er mjög dauft yfir og sem dæmi um það þá eru nokkrir trésmiðir enn á atvinnu- leysisskrá,“ sagði Guðmundur Ómar. Nú eru í byggingu alls 120 íbúðir í fjölbýlishúsum, 41 í raðhúsum og 36 einbýlishús. Þá verður væntan- lega hafinn bygging á 88 íbúðum í fjölbýlishúsum í fyrsta áfanga Gilja- hverfis í sumar og um 60 íbúðum í raðhúsum. Framkvæmdaáætlun gatnagerðar: Stærstu verkin við Ráð- hústorg og Giljahverfi GENGIÐ hefur verið frá fram- kvæmdaáætlun vegna gatnagerð- ar í sumar, en samtals verður 90 _ .milljónum króna varið til ýmissa verka, malbikunar gatna og gang- stétta, nýbyggingar gatna og end- urbyggingar auk þess sem hefja á framkvæmdir við nýtt fráveitu- kerfi. Borgar-, og Brattasíða. Gangstéttir sem malbikaðar verða í sumar eru einkum í Síðuhverfi, en einnig verða lagðar hellur í Aðalstræti. Undir liðnum ýmis verk eru m.a. gerð gangstíga fyrir 2,8 milljónir króna og reiðleið hjá Hömrum fyrir 2,2 milljónir. Morgunblaðið/Rúnar Þór 75 ára afmæli Þórs íþróttafélagið Þór fagnaði 75 ára afmæli sínu á miðvikudag og í til- efni dagsins var gestum og gangandi boðið að bragða á ijómatertu við félagsheimilið Hamar. Þá voru einnig grillaðar pylsur sem yngstu Þórsararnir gæddu sér óspart á. Farið var í skrúðgöngu frá félagsheim- ilinu og að Akureyrarvelli þar sem fram fór leikur á milli Þórs og KR í fyrstu deild í knattspyrnu, en fallhlífastökkvari kom úr háloftunum með boltann niður á leikvanginn. Krabbameinsfélagið: Heilsuhlaup í fyrsta sinn á morgun Hlaupið, gengið eða hjólað 5 km vegalengd Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis tekur í fyrsta sinn þátt í heilsuhlaupinu sem haldið hefur verið í Reykjavík síðustu tvö ár, en hlaupið hefst á morg- un, laugardag kl. 12.00. Hlaupið hefst í göngugötunni, Hafnarstræti, og er vegalengdin sem hlaupin er 5 kílómetrar. Þátt- takendur geta hvort heldur sem þeir vilja, hlaupið, gengið eða hjól- að vegalengdina. Þeir sem hug hafa á að taka þátt í heilsuhlaupinu á Akureyri geta skráð sig á skrifstofu KAON í Hafnarstræti 95 frá kl. 10-17 í dag og,á morgun frá 10.30-11.30 í göngugötunni. Ekkert þátttöku- gjald er, en þátttakendur fá afhent barmmerki við skráningu og einn- ig verða seldir bolir með merki hlaupsins. Þátttökunúmer verða afhent við rásmark og að loknu hlaupi verða dregin út tiu númer og hljóta þau sérstaka viðurkenn- ingu. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Atla Guðlaugssonar leikur létt lög áður en heilsuhlaupið hefst, frá kl. 11-12. Til endurbyggingar gatna verður varið 15,8 milljónum króna. Stærst- ur hluti þess, eða 12 milljónir, fer til framkvæmda á Ráðhústorgi og 2,1 milljón í gerð göngustígs frá Skipagötu að Hafnarstræti sunnan Alþýðuhúss. Þá verða gerð bílastæði við Glerárkirkju. Gatnagerð í Giljahverfi er stærsti liðurinn í nýbyggingu gatna, en sam- tals verður til hennar varið 20 millj- ónum af rúmlega 25,2 milljóna fjár- /r \veitingu í allt. Tæplega 2,8 milljónir fara í gerð þyrpingar við Vestursíðu og þá verður einnig gerð gata að Kjarnalundi. Samtals verður 9,1 milljón króna varið til malbikunar gatna í sumar, : malbikuð verður þyrping í Vestur- síðu, gatan austan VMA og fjórar götur í Síðuhverfi, Bakka-, Boga-, Þór o g Kredit- kort semja Knattspyrnudeild Þórs á Akur- eyri og Kreditkort hf. hafa end- urnýjað auglýsingasamning sinn Jr frá fyrra ári. Knattspyrnudeildin mun stuðla að útbreiðslu Euro- korta innan sem utan félagsins eins og áður. „Þetta er mjög ánægjulegur samningur sem við höfum nú end- urnýjað við Kreditkort hf. og sér- staklega í ljósi góðra samskipta á síðasta ári,“ sagði Sigurður Arnórs- son formaður knattspyrnudeildar Þórs. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Starfsemin verulega skert o g margar deildir sinna einungis bráðaþjónustu STARFSEMI á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri verður verulega skert í sumar, vegna þess að framboð á starfsfólki yfir sumartímann er hvergi nærri nóg og eins þó að svo væri leyfa íjárveilingar sjúkra- hússins ekki fulla starfsemi allra deilda allt árið. Á tímabilinu fi*á 1. júní til 30. september verður starfsemi ýmissa deilda í lágmarki, nokkrar deildir verða sameinaðar og sumar munu einungis sinna bráðaþjónustu. Þá verður einni deild lokað alveg yfir sumarmánuð- ina, en öðrum verður lokað tímabundið. Halldór Jónsson framkvæmda- Á tímabilinu 8. júlí til 18. ágúst stjóri FSA sagði að rík áhersla verður göngudeild og speglanadeild væri lögð á að beiðnir um rannsókn- ir og starfsemi utan dagvinnutíma verði svo fáar sem frekast er kostur eða í algjöru lágmarki á rannsókn- ar- og röntgendeild, skurð- og svæf- ingadeild. Afleysingar verða í lág- marki á rannsóknardeild og hið sama má segja um röntgendeildina. Starfsemi bæði skurðdeildar og svæfingadeildar verður verulega skert í sumar, en nýskipuð skurð- stofunefnd mun úthluta aðgerðar- dögum miðað við aðstæður hveiju sinni. Vegna skorts á starfsfólki verður starfsemi blóðbanka FSA skert í sumar og því nauðsynlegt að kaupa meira blóð annars staðar frá, en verið hefur, blóðbankinn mun þó leitast við að þjóna deildum sjúkra- hússins eins og þörf krefur. lokað og annarri af tveimur lyf- lækningadeildum verður lokað frá 15. júlí til 28. ágúst. B-deild, sem er langlegudeiid, verður lokuð í allt sumar. Starfsemi handlækninga- deildar og bæklunardeildar verður sameinuð og mun starfsemin taka mið af afkastagetu skurð- og svæf- ingadeilda, en að mestu verður ein- ungis um að ræða bráðaþjónustu. Þá verður einnig einungis um að ræða bráðþjónustu á barnadeild og gjörgæslu barnadeildar yegna fyrir- bura verður að loka. Á kvensjúk- dómadeild verður veitt bráðaþjón- usta og á fæðingardeild verður af fremsta megni reynt að veita þá þjónustu sem deildinni er ætlað, en afar erfiðlega hefur gengið að manna deildina fyrir þá starfsemi sem fyrirsjáanleg er í sumar. „Við tóggjum sérstaka áherslu á mikilvægi þess að aðalstarfsemi allra deilda sjúkrahússins fari fram á dagvinnutíma, þá er mönnun deilda best og líkur minnka á því að þörf verði fyrir vinnu utan dag- vinnutímans," sagði Halldór. Vantar þig umbodsmann? Get tekið að mér sölu, þjónustu, markaðssetningu og kynningar á Norðurlandi. Tilboð/upplýsingar sendist á auglýsingadeild A/lbl., merktar: „U - 96“. Morgunblaðið/Rúnar þór Á siglinganámskeiði Fyrsta siglinganámskeið siglingaklúbbsins Nökkva á þessu sumri hófst í vikunni. Hvert námskeið stend- ur í níu daga og kennd eru undirstöðuatriði sigl- inga, en námið er bæði bóklegt og verklegt. Mark- miðið er að kenna krökkunum að umgangast hafið af virðingu. Mikil aðsókn er að námskeiðunum, en félagið á tíu optimist-báta þannjg að fjöldi þátttak- enda miðast nokkuð við það. Á myndinni eru frá vinsti Snorri, Helgi, Einar, Pálmi og Helga Ingvars- dóttir leiðbeinandi á námskeiðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.