Morgunblaðið - 08.06.1990, Qupperneq 29
2 fh
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
Konráð Jensson ásamt konu sinni
Þorbjörgu.
■ ALDARMINNING hjónanna
Þorbjargar og Konráðs Jensson-
ar, veitingamanns á Isafirði, verð-
ur haldin af niðjum þeirra, sem eru
á annað hundrað, á Flúðum dagana
8.-10. júní.
■ SKÓGARDAGUR Skógrækt-
arfélags Hafnarfjarðar verður á
morgun, laugardaginn 9. júní.
Safnast verður saman í Gróðrar-
stöðinni við Hvaleyrarvatn kl. 13
og plantað úr aspartijám. Síðan
verður, meðal annars, gengið um
nokkrar landnemaspildur undir leið-
sögn landnema og fræðst af þeim
um reynslu þeirra í ræktuninni.
Skógræktarfólk er beðið að mæta
vel og stundvíslega.
(Fréttatilkynning)
H / NORRÆNA húsinu á morg-
un, laugardag kl. 16, verður sýnd
kvikmynd sem ijallar um atburði
sem gerðust í Valdres í Noregi í
apríl 1940. Myndin er sýnd af
myndbandi. Frásögnin er byggð á
viðtölum við óbreytta borgara í
Bagn og vestlendinga, sem tóku
þátt í bardögum við Þjóðverja.
Bagn er lítið samfélag í Suður-
Aurdal í Oppland. Þar er nú mik-
ið orkuver sem er byggt 200 metra
í fjall.
Ttutancv
Heílsuvörur
nútímafólks
■ NÝR skemmtistaður opnar í
dag í hjarta Reykjavíkurborgar,
Lækjargötu 2. Skemmtistaðurinn
Tunglið var rekinn þar til skamms
tíma en nýir aðilar tóku við rekstri
hússins þann 1. júní sl. Húsið hefur
verið lokað sl. hálfan mánuð vegna
breytinga og opnar nú undir nafn-
inu Laguna og Café Krókódíll.
Jón Magnússon, nemi við Parsons
listaskólann í París hefur haft yfir-
umsjón með breytingunum.
■ KATRÍNU Sveinsdóttur hefur
verið veitt leyfisbréf nr. 1, útgefið
af Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, til að starfa sem
hnykkir/kírópraktor hér á landi.
Katrín lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1983. Nám í kírópraktík stundaði
hún við Anglo European College
of Chiropractic, Bournemouth,
Englandi frá 1984 til 1988. Að
loknu námi í Bournemouth stundaði
Katrín 12 tnánaða verknám á kíró-
praktorstofu í norður Englandi en
kom heim til Islands í ágúst sl.
Hún hefur nú opnað sína eigin
kírópraktorstofu að Borgartúni 18,
Reykjavík. Starfssvið kírópraktora
felst aðallega í greiningu og með-
ferð á kvillum í stoðkerfi líkamans,
svo sem háls-, herða-, höfuð- og
mjóbaksverkja. Tveir aðrir kíró-
praktorar eru starfandi á landinu,
þeir Tryggvi Jónasson og Gunnar
Arnarson. Tryggvi hefur starfað
hér á landi síðan 1978 samkvæmt
leyfi Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðueytisins um takmarkað
lækningaleyfi. Gunnar mun innan
skamrns ljúka 12 mánaða verk-
námi, sem er skiiyrði leyfisveitingar
samkvæmt hinni nýju reglugerð.
Tryggvi og Gunnar stunduðu báðir
sitt nám við Anglo European Col-
lege of Chiropractic.
(Fréttatilkynning)
Katrín Sveinsdóttir á kíróprakt-
orastofú sinni, Borgartúni 18,
Reykjavík.
ÞAD GENGUR MED
Ginge er val hinna vandlátu - gæðanna vegna.
Athugaðu að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi
í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni.
Ginge P 420
□ Vönduö, létt og lipur
□ kraftmikill Briggs & Stratton Quantum mótor
□ 42 sm hnífur
□ þægileg hæöarstilling í einu handfangi
□ grassafnari sem lætur ekki sitt eftir liggja
Ginge Park 46 BL drifvél
□ Fagmennirnir kalla hana „Rolls Roys“ "V
sláttuvélanna
□ valsasláttuvél; 46 sm vals, klippir grasflötina
listavel
□ Briggs & Stratton mótor
Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta.
Sparaðu þér sporin og komdu beint til okkar.
Iláiluvéla »
markaðurinn G.A. Petursson hf.
Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI