Morgunblaðið - 08.06.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990
35
Siguijón Sigurðsson,
Grænanesi
Fæddur 26. október 1903
Dáinn 15. maí 1990
Ég ætla að minnast míns góða
vinar og nágranna, hans Sigurjóns
á Grænanesi.
Hann lést 15. maí á Borgarspítal-
anum í Reykjavík og hafði verið
þar um einn sólarhring. Hann var
búinn að vera á sjúkrahúsinu á
Hólmavík frá 26. júní 1989.
Siguijón fæddist á Grænanesi í
Hrófbergshreppi, sonur hjónanna
Sigurðar Guðmundssonar Sveins-
sonar frá Geststöðum í Kirkjubóls-
hreppi og Sigríðar Björnsdóttur
Sveinssonar, sem bjó á Kaldrana-
nesi og víðar í Kaldrananeshreppi
og Árneshreppi. Móðir Sigurðar á
Grænanesi var Þórey Jónsdóttir frá
Miðdalsgröf í Kirkjubólshreppi, sem
bjó á Fitjum í Hrófbergshreppi.
Móðir Sigríðar á Grænanesi var
Sigurlaug Jónsdóttir, sem bjó -á
Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi,
en var úr Árneshreppi. Siguijón var
yngstur af börnum foreldra sinna,
móðir hans gekk með hann þegar
þau fluttu að Grænanesi, en þau
voru þar húshjón hjá systur Sigríð-
ar, Arndísi Björnsdóttur, og hennar
manni, Guðmundi Guðmundssyni.
Foreldrar Sigurjóns áttu 5 börn,
þau voru Björn bóndi á Kleppustöð-
um, dáinn 1980; Sigurmundur
drukknaði eftir 1920 rúmlega
tvítugur; og Guðmundur og Þórey
sem dóu ung.
Siguijón sem var yngstur átti
— Minning
heima alla sína ævi á Grænanesi.
Og þeim stað unni hann, sérstak-
lega í æsku hjá foreldrum og allt
til dánardægurs. Á Grænanesi
bjuggu líka framanaf frændsystkini
hans, börn Arndísar og Guðmund-
ar, Helga og Guðmundur, sem bæði
eru dáin. Siguijón bjó í mörg ár
með móður sinni og hugsaði um
hana og hlynnti að henni og alveg
sérstaklega þegar hún var orðin
lasburða og þar til hún lést 20. júní
1954, þá 87 ára, og hann á sérstak-
ar þakkir fyrir það, sem hann gerði
öðrum fremur með sóma. Og síðan
hefur hann búið einn í 35 ár.
Siguijón og bræður hans voru
mjög góðir söngmenn, sem og móð-
ir þeirra var. Eins var frændi þeirra,
Guðmundur, góður söngmaður.
Siguijón og bræður hans voru mikl-
ir léttleikamenn og framúrskarandi
miklir hlauparar. Siguijón var alltaf
kátur og hress heim að sækja, það
var gaman að koma til hans, spjalia
saman og gerði hann þá oft að
gamni sínu. Hann var mjög laghent-
ur maður og hugmyndaríkur, til
dæmis útbjó hann ýmis verkfæri
og áhöld þannig, að það gerði hon-
um miklu léttara að vinna með
þeim. Hann smíðaði sér lítinn og
fallegan bát. Hann átti alltaf skepn-
ur, kýr, hesta, hænur og kindur sem
hann átti nokkrar og heyjaði fyrir
alltaf fram á þennan tíma upp á
gamla mátann, slegið með orfi og
ljá. Hann fór mjög vel með allar
skepnur. Þegar hann þurfti að ná
til kinda, hvort sem þær voru utan
eða innan garðs, fékk hann sér fóð-
urköggla í box og fór með það og
hristi, þegar þær heyrðu til, komu
þær þá strax og eltu hann í hús.
Hann átti lengi gráa hryssu sem
hét Brynja, sem var afbragðs hross,
mjög góð til reiðar og eins tii alirar
brúkunar, hann dró með henni og
notaði til hvers sem var. Svo átti
hann fleiri hesta mjög þæga.
Grænanes og Hrófberg standast
á sitt hvorum megin við mynni
fjarðarins, og sást því nokkuð vel
víðast hvar, hvað var að gerast
utanhúss beggja býlanna og var því
reynt að fylgjast með honum eins
og hægt var, bæði utan- og innan-
húss, þá í síma, eða þá skroppið
yfir ef því var að skipta. Oft komum
við hér yfir til hans og alltaf vildi
hann taka vel á móti okkur, sem
og hann gerði, hitaði þá súkkulaði
eða kakó sem var alveg sérstaklega
gott ásamt bakkelsi, og ef það var
afþakkað þá var komið með bijóst-
sykur, konfekt eða súkkulaði því
ekki mátti svo þaðan fara að eitt-
hvað yrði hjá honum að þiggja. Við
Sigurjón ræddum oft mikið saman
í síma um daginn og veginn, og var
mjög gaman og fróðlegt að ræða
við hann, hann var minnugur og
mikið lesinn, og hafði oft frá mörgu
að segja. En nú er þar mikil breyt-
ing á, engan þar að sjá eða þar að
svara í síma, sem eru mikil við-
brigði og eftirsjá góðum vini.
Siguijón giftist ekki og átti ekki
börn, en Björn bróðir hans giftist
Elínu Sigurðardóttur frá Geirmund-
arstöðum í Hrófbergshreppi og varð
þeim 12 barna auðið, og af þeim
eru 10 á lífi.
Þau hjón bjuggu á Kleppustöðum
þar til 1974 en það sumar dó Elín.
Ég þakka kærum vini alla þá tryggð
við mig og íjölskyldu mína. Og fyr-
ir allt og allt í gegnum árin fyrr
og síðar.
Ég veit að nú líður honum vel,
hjá foreldrum, systkinum og kunn-
ingjum. Ég votta ættingjum hans
samúð mína og þakka öllum sem
hafa verið honum góðir og rétt
honum hjálparhönd, og ekki síst
þeim nágrönnum sem það hafa gert.
Einnig fyrir hans hönd vil ég
sérstaklega þakka Hannesi lækni
og öllu starfsliði á sjúkrahúsinu á
Hólmavik fyrir sérstaklega góða
umönnun, hafið þið öll góðar þakk-
ir fyrir.
Veri Siguijón svo ætíð kært
kvaddur, með innilegum þökkum
fyrir allt og allt. Guð blessi hann
og varðveiti.
Svava Pétursdóttir, Hrófbergi
Sveinbjöm Á. Pét-
ursson — Kveðjuorð
Sveinbjörn Árni Pétursson hét
hann fullu nafni og bar nöfn afa
sinna. Hann fæddist í Reykjavík
3. október árið 1950. Elsta barn
foreldra sinna. Þeirra Ragnheiðar
Erlu Sveinbjörnsdóttur og Péturs
Árnasonar framkvæmdastjóra, er
bjuggu alla sína búskapartíð hér í
Reykjavík. Pétur andaðist árið
1988, öllum harmdauði. Eftir röska
þijá mánuði hefði Sveinbjörn heit-
inn orðið fertugur. En kall dauðans
kom til hans 28. maí sl., var hann
þá staddur i föðurlandi eiginkonu
sinnar í Búlgaríu.
Sveinbjörn átti þijú systkini Jak-
ob Þór, sem er kvæntur og á þijú
börn. Viðar sem er kvæntur og á
tvö börn. Yngst systkinanna er
Lilja, er dvelur í foreldrahúsum.
Sveinbjörn heitinn kvæntist 3.
janúar 1987 Asja Péturson, búlg-
arskrar ættar. Stóð heimili þeirra
hér í Reykjavík. Eignuðust þau eina
stúlku, Ros Mari, sem nú er tveggja
ára. Var hann mjög hændur að
dóttur sinni. Sveinbjöm lagði margt
fyrir sig um dagana, en lengst af
starfaði hann við fyrirtæki föður
síns. Sveinbjörn vissi hvað veik
heilsa var, en hafði þannig eigin-
leika, að kvarta aldrei og bar kross
sinni í hljóði. Um tímabil ævi sinnar
ánetjaðist hann Bakkusi og kynnt-
Minningarorð
Aldrei hefiir meira aðsent
efni borizt Morgunblaðinu en
nú og því eru það eindregin
tilmæli ritstjóra blaðsins til
þeirra, sem óska birtingar á
greinum, að þeir stytti mál sitt
mjög. Æskilegt er, að greinar
verði að jafnaði ekki lengri en
2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hveija línu.
Þeir, sem óska birtingar á
lengri greinum, verða beðnir
um að stytta þær. Ef greinahöf-
undar telja það ekki hægt, geta
þeir búizt við verulegum töfum
á birtingu.
ist Sveinbjörn honum sem hörðum
húsbónda. í 10 ár glímdi hann
harðri baráttu við ofurvald freist-
inganna. Þegar Sveinbjörn eignað-
ist lifandi trú á Frelsarann Jesú
Krist, þá fékk hann siguraflið í sig
og stóðst freistinar og árásir óvinar-
ins. Hann var því mikill aðdáandi
Jesú Krists, lifði honum og sótti
styrk sinn til hans og bænin varð
honum lífslind.
26. október 1986 var ég lagður
inn á Borgarspítalann hér í
Reykjavík, af völdum blóðtappa við
heilann. Læknar sögðu mér, að fyr-
ir Guðs náð og að hvorki var að
finna í líkama mínum alkóhól eða
nikótín, þá komst ég furðu fljótt
yfir þetta áfall. Alia tíð gat ég les-
ið og iðkaði það kvölds og morgna
þarna um mánaðartímabil á sjúkra-
húsinu. Stofufélagi minn var þá
Sveinbjörn Pétursson. Kynntumst
við nú mjög náið og áttum samfélag
í sameiginlegri trú á Jesúm. Lásum
Þann 30. maí sl. var jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju elskuleg systir
okkar, Ingunn Runólfsdóttir frá
Kornsá í Vatnsdal. Hún fæddist að
Kornsá hinn 7. september 1921 og
ólst þar upp hjá foreldrum okkar,
Runólfi Björnssyni og Ölmu Möller
jóhannsdóttur. Inga, eins og hún
var kölluð alla tíð, var fjórða elst
af okkur sjö alsystkinunum. í þá
daga var oft mannmargt á Kornsá
og var Inga hrókur alls fagnaðar,
'eins og jafnan síðar á lífsleiðinni.
Inga fluttist til Keflavíkur árið
1941. Þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kristjáni Odds-
syni, hinum mesta sómamanni og
var það hennar mesta heillaspor.
Þeim Kristjáni varð ekki barna auð-
ið en tóku í fóstur bróðurson okk-
saman og báðum kvölds og morgna.
Eitthvað spurðist þetta út, því sjúkl-
ingar af öðrum deildum komu í
stofu okkar Sveinbjörns og áttu
samfélag með okkur.
Sveinbjörn var mjög heilsteyptur
maður og trúin á Frelsarann var
honum heilög alvara, líf og kraftur
ar, Eirík Jóhannsson, sem lést fyrir
aldur fram, ungur maður. Kristjáni
og Ingu tengdu traust bönd, sem
ekki síst komu í ljós í hennar erfiðu
veikindum. En mannkostir Krist-
jáns, styrkur hans og umhyggja
fyrir okkar elskuðu systur reyndust
með eindæmum.
Á þessari stundu er svo margs
að minnast. Við viljum sérstaklega
þakka henni hve hún reyndist
mömmu vel í hennar erfiðu legu,
þá þökkum við fyrir allar samveru-
stundirnar á heimili hennar sem
alltaf var svo gott að koma. Við
minnumst glaðværðar og ljóslifandi
frásagnarmáta. Við minnumst líka
bjartsýninnar, hugrekkisins og
reisnarinnar sem aldrei yfirgaf
hana þrátt fyrir langvárandi sjúkra-
legu.
Nú er þjáningum elsku systur
okkar lokið og hún komin á fund
Ingunn Runólfs-
dóttir - Minning
Fædd 7. september 1921
Dáin 22. maí 1990
er lyfti honum upp. Slíkra er gott
að minnast. Nú við leiðarlok er sá
harmur kveðinn að ungri ekkju
hans. Hoggið er aftur í knérunn
móður hans og fjölskyldu, sem
horfði á eftir eiginmanni sínum yfir
móðuna miklu fyrir aðeins tveimur
árum. Hjá henni ríkir trúin og
Drottinn er athvarf á degi neyðar-
innar.
Ég kveð nú frænda minn Svein-
björn Pétursson. Þakka Guði fyrir
þann arf sem við tileinkuðum okkur
báðir, sem forfaðir okkar Guð-
brandur Þorláksson ruddi braut fyr-
ir kristnina á Islandi, með fyrstu
útgáfu Biblíunnar á íslandi árið
1584. Sömu einkenni er fylgdu
þessu mikilmenni hafa runnið til
afkomenda hans og er Sveinbjörn
Pétursson einn þeirra. Því er á sorg-
arstund bjart yfir minningu Svein-
björns. Hann framgekk í ljósinu,
eins og Jesús er sjálfur í ljósinu þá
eigum við samfélag hver við annan
og blóð Jesú Guðs sonar hreinsar
oss af allri synd. Blessuð veri minn-
ing Sveinbjarnar Péturssonar og
innileg samúð til allra aðstandenda
hans, einkanlega til ekkjunnar
hans, móður og systkina.
Einar J. Gíslason
mömmu, sem hún hlakkaði svo
mikið til. Blessuð sé minningin um
líf Ingu hér á jörðu. Við biðjum
góðan Guð að veita Kristjáni styrk
á þessari erfiðu stundu.
Gerða og ísleifur.
Vista er afburða hreinsiefni
fyrir allar bilainnréttingar,
gúmmí, vfnil, leöur, plast
og króm. Einfált og þægi-
legt í notkun. Llöið Vista
á þaö sem hreinsa skal,
bíðið andartak meðan efnið
leysir upp óhreinindin,
þurrkið létt yfir og árang-
urinn er - skínandi.