Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 11 HETJUDRAUM- AR SIGURJÓNS Bókmenntir Jenna Jensdóttir Karl Helgason: í pokahorninu. Verðlaunabók Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 1990. Utgef- andi: Vaka-Helgafell. Sigurjón Jónsson, kallaður Diddi, alltof grannur og væskilslegur mið- að við hæð, innskeifur og hjólbein- óttur, en kattliðugur klifurfótur — er aðalpersóna sögunnar. Hetja hennar og píslarvottur. í raun snýst öll frásögnin um hann og hvernig honum vegnar í baráttu sinni fyrir því að vera heyrður, viðurkenndur og dáður. Aðrar persónur koma til leiks sem áhrifavaldar, leiðbeinendur, ráðgjafar eða öfundarmenn. Þær eru á öllum aldri — allt frá litlu systur, Sigurlaugu, fimm ára, til Björns langafa. Siguijón á sér persónu í sjálfi sínu. Þá er hann hetja — Sjonni Jonna með klifurfætur, getur klifr- að upp fánastöng skólans alveg að hún og hlotið aðdáun skólasystkina sinna. Hann vill alltaf vera Sjonni Jonna. En útlit Sigurjóns á sér einnig persónu í sjálfinu. Persónu sem vakir yfir hveiju því sem minnir á líkamsvöxt hans og ræktar úr því minnimáttarkennd og óöryggi, sem stundum geta haft slysalegar af- leiðingar. Og þegar fætur hans þvælast svo fyrir honum að hann dettur og eyðileggur mynd skóla- systur sinnar Hildar, sem er besti teiknarinn í bekknum og hann dáir mest, er mælirinn fullur. A píslar- vættisgöngu sinni heim, hljómar fyrir eyrum hans: „ .. .aumingi og asni, horrengla ... myndin er ónýt, geturðu aldrei haldið þér á löppun- um ...“ Og bekkjarsystkini hans voru vitni að þessu. Örvænting hans er alger. Sjonni Jonna gerir uppreist innra með Siguijóni. Hann vill verða Sjonni Jonna meðal skólasystkina sinna — meðal allra. „Sjonni Jonna stóð í stórræðum. Hann kom víða við. Alls staðar þar sem veikburða voru í vanda, þar sem hjálpar var þörf. Þar var Sjonni Jonna, bjarg- vættur, .hjálparhella." Siguijón gerist nú virkur í að hlýða Sjonna Jónna innra með sér. Alinn upp þar sem kynslóðaskipti eru engin, hlustar hann eftir ráðum aldinna sem ungra. Eftir samtal við langafa skrifar hann Jóni Páli, sem langafi segir í sjötta-sjöunda lið við piltinn, í von um að geta svo sýnt skólabræðrum sínum bréf frá „sterkasta manni heims“. Valdi vinur Sigurjóns kemur hon- um í kynni við frænda sinn, sem kennir þeim bellibragð (heldur ótrú- legt efnislega) sem hjálpar þeim til sigurs í knattspyrnu móti helstu óvildarstrákunum, þeim Jóa og Svavari, sem báðir eru óvandir í stríðni sinni og mjög harðir í horn að taka ef að þeim er vegið. Þeir eru býsna naskir á veika þætti í persónuleika Siguijóns. Siguijón finnur í vitund sinni að óvönduð meðul í þeim tilgangi að ná langt eru hæpin. Aftur verða honum umhugsunarefni orð langafa og Jóns Páls í bréfi til hans, að leita eftir því sem hann á sjálfur best í sínu pokahorni, án þess að reyna að skapa úr sér ímyndaða hetju. Atburðarásin hagar því óvænt þannig að Siguijón er allt í einu settur í vanda sem þarf að leysa umhugsunarlaust. Þá þarf engan Sjonna Jonna til. Siguijón bjargar af snarræði litlum kettlingi, sem er í sjálfheldu á syllu í nánast ókleifu klettabelti við sjóinn. Nú finnst mér sem höfundur sjá- ist lítt fyrir í frásögn sinni er hann lætur Siguijón — litlu seinna - bjarga systur sinni, sem líklega var að komast í sömu aðstæður og kettlingurinn, á sama stað. Atburð- Karl Helgason irnir eins og krækjast saman og verða hvor um sig minna virði. Þótt forsendur sýnist ólíkar. Við björgun kettlingsins virðist hetju- áráttan ásamt því að Siguijón telur Hildi eiga kettlinginn, vera aflgjaf- arnir í lífshættulegri björgun. En enginn efast um hugsanir hans þegar litla systir er annars vegar. Höfundur er vandaður í orðavali og framsetningu allri. Það er ljóst að hann er málræktarmaður, sem lætur eins og vind um eyru þjóta slanguryrði og hæpin nýyrði, sem æskan býr sér til og þróast vel í skjóli þeirra fullorðnu sem taka þau með ákefð til þess að þrykkja þau í lesningar handa bömum. Hann kallar eldri persónur sögunnar til ábyrgðar í því að vanda málfar hinna yngri. Óvirðing æskunnar fyrir þeim sem aldnir eru finnst ekki í þessari sögu. Hér stígur höfundur fram — höf- undur sem gefur ótvíræðar vonir um hæfni sína á ritvelli. Og virðist ákveðinn í því að flétta saman fortíð og framtíð, bæði í stíl, hugsunar- hætti og frásögn. SEPTEMBER OKTÓBER ~jókúnAn '99^ 25 ______ 26 JtílAtMLÍfl 23. ______________28_________ 'Barnsfwnlcíl 29 . 30 -tjcLUdor p. _____________:________3i__________________ Porsíða afmælisdagatalsins. ■ AFMÆLISDAGA TAL með myndúm eftir Söru Vilbergsdótt- ur er komið út. „Nöfn og fæðingar- ár eru færð inn á dagatalið og það síðan hengt upp á vegg þar sem það ber oft við augu, t.d. í eldhús- inu eða við símann," segir í fréttatil- kynningu. Dagatalið er hvorki bundið við ártal né vikudaga og má því nota ár eftir ár. Sex pastel- myndir eftir Söru Vilbergsdóttur prýða dagatalið og er það prentað í Odda. Afmælisdagatalið fæst í bókaverslunum. Utgefandi er R&S. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB1985 Hinn 10. júlí 1990 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 11 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 476,45 Vaxtamiðimeð 10.000,- kr. skírteini kr. 952,90 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.529,50_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2905 hinn 1. júií 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 11 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka (slands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990. Reykjavík, 29. júní 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS á vegum þrotabús Grundarkjörs hf. veröur haldin í Furugrund 3, Kópavogi. ALLAR VÖRUR SELJAST MEÐ Salan stendur yfir í takmarkaðan tíma Salan hefst föstudaginn 29. júní nk. kl. 9.00 Opið verður frá kl. 9.00 til kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.