Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 17 ÍÞRÓTTADAGUR í REYKJAVÍK 30.JÚNÍ1990 walSmíg! íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, í samráði við íþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttasamband íslands halda íþróttadag Reykjavíkur 30. júní n.k. Ákveðið er að halda daginn í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ, en hún stendur yfir frá 28. júní - 1. júlí. í VESTUBÆJARLAUG, LAUGARDALS LAUG, SUNDHÖLLINNI og BREIÐHOLTS LAUG verður opið frá kl. 7.30-17.30. Enginn aðgangseyrir er og jafnframt leiðsögn í SKOKKI og SUNDI. BARNALEIKTÆKI eru við Laugardalslaug frá kl. 13 -17. í öllum laugunum verða flotleikföng fyrir börn. KEILUSALURINN I ÖSKJUHLÍÐ verður með kennslu fyrir byrjendur frá kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis. GÖNGUFERÐ UM VIÐEY. Skipulagðar verða gönguferðir um Viðey, frá kl. 13-17, með vönum fararstjórum. Ferðir til og frá Viðey verða ókeypis. GOLFVOLLURINN VIÐ KORPÚLFSSTAÐI verður opinn almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-17. Leiðsögn fyrir byrjendur verður á staðnum. í NAUTHÓLSVÍK verður almenningi boðin afnot af bátum siglingaklúbbsins ásamt leið- sögn frá kl. 13-17. HJÓLABRETTAPALLAR verða við Seljaskóla, Ársel og Grandaskóla. ETENNISVELLIR VÍKINGS og við GERVI- GRASVÖLLINN í LAUGARDAL verða opnir almenningi, án endurgjalds, frá kl. 13-16. Leiðsögn í grunnatriðum tennisíþróttarinnar verður á sama tíma. Það sem boðið verður uppá verður m.a.: SEGLBRETTI Á sama tíma verður boðin ókeypis kennsla í siglingu á SEGLBRETTUM sem lánuð eru á staðnum. Eins og sést á dagskránni er einkum lögð áhersla á fjölskylduíþróttir, enda verður mjög viðamikil íþróttastarfsemi fyrir börn og unglinga, á sama tíma á vegum ÍSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.