Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 20

Morgunblaðið - 29.06.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 Til setunnar boðið úti á stétt — á stólum, sem einhverntíma hafa prýtt stássstofú góðborgara. Bæjarlífið springnr út og blómstrar í kátu fólkí Austurstræti 3 fær verðskuldaða andlitslyftingu í góða veðrinu. „NÚ GETUR maður hlegið að Norðlendingunum,“ sagði hress og sólbrúnn náungi, sem Morgunblaðsmenn hittu í Miðbænum í gær. Enda hafa orðið hlutverkaskipti frá því í fyrrasumar og sumarið þar áður, þegar Norðlendingar og Austlendmgar fengu alla sólina og Reykvíkinga rigndi niður. Nú skín sólin á höfiið- borgarbúa og bæjarlífið springur út og blómstrar í kátu fólki. Annar hver maður sleikir ísinn sinn, og róninn með spíra á plastbrúsa er hamingjusamur líka og heimtar að verði tekin af sér mynd. Stássstofa úti á stétt Margir verzlunarmenn setja ýmist miða á hurðina: „Lokað vegna veðurs" eða taka þann kostinn að færa sjálfa sig og vörurnar út á meðal fólksins á götunni. Hjá forngripaverzlun- inni Fríðu frænku er búið að stilla upp stásshúsgögnum frá fyrri hluta aldarinnar úti á stétt. Allt virðist reiðubúið fyrir raffín- erað teboð undir berum himni, en Hanna Ringsted afgreiðslu- kona segir að útstillingin nægi til að draga viðskiptavinina að í stórum hópum. Þorvaldur Jónsson er annar framtakssamur sölumaður, sem selur austfírzka steina í Austur- stræti. Konan hans tíndi steinana og hann segir að þeir seljist vel í góðu veðri og þegar férðamenn séu á stjái. „En Þjóðveijamir kaupa aldrei stein, þeir eru svo sparsamir að þeir vilja heldur tína grjótið sjálfir," segir Þor- valdur. Norðurlandabúar kaupa mest, segir hann. Þarf leyfi fyrir uppbrettum ermum Tveir virðulegir laganna þjón- ar, Bjami og Björgvin, báðir Sig- urðssynir, vakta svæðið. Þetta eru sumarmenn í lögreglunni og segja að á svona dögum sé himnasending að lenda á göngu- vakt, en það sé öllu verra þegar rigni. Þeir fylgjast með því að allt fari vel fram í Kvosinni og á Laugaveginum og segja að veðrið virðist hafa góð áhrif á skaplyndi borgarbúa. Veðursins vegna em þeir jakkalausir, en sérstakt leyfi þarf til að bretta upp skyrtuermamar, segja þeir. Vinnuflokkur frá Rafmagns- veitunni dregur ekki af sér við moksturinn þótt svitinn bogi af mönnum í blíðunni. Líklega hafa strákamir bara gaman af að sýna vöðvana þegar blómarós- imar ganga framhjá. Heimir, Hörður, Starkaður og Sigur- brandur em menn sem hafa ör- yggið í fyrirrúmi og ganga með hjálma, „svo að grafan slái okk- ur ekki S hausinn“, en í tilefni dagsins em sumir í strigaskóm og leggja þunga og heita örygg- isskó á hilluna. Framhald af sumarskotinu Endumar á Tjöminni era út- blásnar af brauði og poppkomi eins og vanalega á góðviðrisdög- um. A Tjamarbakkanum sitja Stalskur hjartaknúsari og íslenzk blómarós og stinga saman nefj- um. Daman upplýsir að þetta sé framhald af sumarskoti á Ítalíu í fyrrasumar. ítalinn er hæstán- ægður með íslenzka sumarið, búinn að heimsækja Geysi, Gull- foss, Þingvelli og Bláa lónið og segist hafa fengið að vita að veðrið sé eins og sérpantað fyrir heimsóknina. Þau ætla i tjaldúti- Spáð í sólskinið. Lítill maður með stóran ís. Skyldu rjómaterturnar vera jafiigóðar og á Skálanum á árum áður? legu um helgina og svipurinn gefur til kynna að þar verði enn stungið saman nefjum við varð- eld eða í svefnpoka. Þá var alltaf gott veður Tvær eldri dömur, þær Kam- illa Briem og Svanborg Sigvalda- dóttir, sitja og borða ijómatertu úti undir bemm himni við Nýja kökuhúsið á Austurvelli. Virðast hæstánægðar með tilverana, en segja þó að miðbæjarlífið hafi verið öðmvísi í þeirra ungdæmi. „Þá var sko gaman að fara niður í Miðbæ á rúntinn í góðu veðri, á kvöldin eða um helgar. Allir vora vel klæddir, spásséruðu í kring um Austurvöll og fóru á Borgina eða Skálann. Stundum spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur hér á Austurvelli, en nú kemur enginn til að hlusta," segja þær og verða örlítið raunamæddar, yfir örlögum Miðbæjarins. Þær segja samt að það sé eins og að vera í Paradís að sitja þarna úti í sólinni og njóta veitinganna. „Það gerist bara svo sjaldan núorðið," segja þær og víkja aft- ur að gömlu dögunum: „Þá var alltaf gott veður.“ Texti: Ólafiir Þ. Stephensen Myndir: Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.