Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990 2T Góð byrjun í Selá „Þetta var fínt og það voru kátir veiðimenn í nepjunni við Selá er ég hringdi til þeirra í há- deginu. Þeir höfðu þá fengið 8 laxa, 10 til 14 punda og séð tals- vert af laxi víða um ána, nema ekkert fyrir ofan Selárfoss. Best gaf Fossbrotið, þrjá fiska, en Sundlaugin gaf tvo. Efri og Neðri Djúpubotnar gáfu sinn hvorn fisk- inn og Vaðhylur einn fisk. At- hygli vakti að einn traustasti stað- urinn, Fossbreiðan gaf engan lax,“ sagði Hörður Óskarsson umsjónarmaður Selár ísamtali við Morgunblaðið. Það fylgdi sögunni að áin væri enn nokkuð köld og rennur laxinn vart upp fossinn fyrr en hlýnar. Hofsá lofar einnig góðu. Húsfreyjan á Vakursstöðum í Vopnafirði greindi Morgunblaðinu frá því að 11 laxar hefðu veiðst í Hofsá á fyrsta veiðidegi og hefðu þeir laxar verið dregnir vítt og breitt um ána. “Þeir voru allir vænir, 11 til 14 pund hver. Menn sáu talsvert af fiski og því eru horfur bjartar,“ sagði Hulda á Vakursstöðum. Flókan slöpp Innan við 20 laxar hafa komið úr Flóku eftir því sem veiðimenn við ána hafa tjáð Morgunblaðinu. Laxar sjást hér og þar, ekki mik- ið magn þó og hann tekur illa. Athyglisvert er, að Hjálmsfossinn hefur gefið þrjá 14 punda laxa, en það þykja miklir boltar og með stærstu löxum í Flóku. Þeir hafa yfirleitt verið vænir sem veiðst hafa og lítið sést af smálaxi sem jafnan ber uppi veiðina í Flóku. „Stórlaxasumar" í Laxá í Þing. „Það eru komnir rétt um 300 laxar úr Laxá í ðaldal, 220 af svæðum Laxárfélagsins, 30 af Nesveiðum, 26 af Núpum og um 20 af Hrauni og það stefnir allt í stórlaxasumar, því óvenjulega mikið af þessum laxi er 16 til 21 pund og menn hafa verið að setja í tröll og missa,“ sagði Orri Vig- fússon formaður Laxárfélagsins í samtali við Morgunblaðið. Tveir laxar á Hrauni voru stærstir til þessa, 24 og 23 pund dregnir af Hraunsstíflu, annar á spón en hinn á flugu. Risi Orri Vigfússon tjáði Morgun- blaðinu einnig, að hann hefði fyrr um daginn rætt við góðvin sinn í Bandaríkjunum. Kunningi þessa vinar var nýkominn úr laxveiðitúr í Kanada. Þar veiddi hann metlax. Ekki náði Orri nafni veiðimanns eða árinna, enda sögumanni mikið niðri fyrir, en þyngdinni náði hann, þetta var 72 punda hængur sem tók fluguna Silver Rat nr.4. Morgunblaðið/Arnór R. Ingimundur Guðnason með 9 punda hrygnu sem hann veiddi í Formanni, ofarlega í Flóku, á mánudaginn. Stærsti stangaveiddi laxinn til þessa var jafn þungur, en veiddist á beitu í norsku stórfljóti. Þratt fyrir það, var hinn norski veiði- maður í margar klukkustundir að ná laxinum. Flóðatangalaxinn svokallaði sem talinn er stærsti lax sem veiðst hefur hérlendis, kom í netalögn í Hvítá í Borgar- firði fyrir landi Flóðatanga rétt fyrir aldamótin. Ýmsar heimildir segja hann hafa vegið milli 60 og 70 pund. Stærri laxar hafa veiðst Þröstur Elliðason og Banda- ríkjamaðurinn Ray Rauens, sem aldrei hafði veitt lax fyrr, með stórveiðina úr Ægissíðu- fossi í Ytri Rangá fyrr í vik- unni. Laxarnir voru allir 10 til 14 pund utan einn sem var um 5 pund. Allir tóku Rauða Fran- ces flugu nr.10 og var veiðin öll tekin á aðeins fjórum klukkustundum. Allir voru lax- arnir merktir sem eru stór- tíðindi og bendir til góðra heimta úr gönguseiðaslepping- um sumarið 1988. í net, snemma á öldinni veiddust 90 og 103 punda laxar á leiru- svæðum írskra laxveiðiáa. En allt um það, þá eru svona risar sjald- séðir. Gyða Þ. Halldórs- Hlíf Sigurjónsdótt- dóttir píanóleikari ir fiðluleikari Hlíf o g Gyða í Sigurjónssafhi SÖNGLÖG fyrir fiðiu og píanó er yfirskrift tónleikanna í Sigur- jónssafni þriðjudaginn 3. júlí en þá leika Hlíf Sigurjónsdóttir ogfe Gyða Þ. Halldórsdóttir lög fyrir” fiðlu og píanó. Á efnisskránni eru nöfn svo sem Boceherini, Kreisler, Beethoven, Schubert, Paganini, Messenet og Elgar. Eins og venjan er hefjast tónleik- arnir kl. 20.30 og standa í klukku- stund. Kaffistofa safnsins verður opin að tónleikunum loknum. íslandsmót í svifdrekaflugK ÍSLANDSMÓT í svifdrekaflugi verður haldið dagana 30. júní til 8. júlí. Mótsstaður er Búrfell en gist verður í Ásaskóla sem er fyrir ofan Árnes. Flugfundur verður haldinn í Ár- nesi laugardaginn 30.júníkl. 10.00. Keppt verður í 7 daga og er föstu- dagurinn 6. júlí síðasti keppnisdag- ur. Ef ekki nást 5 gildir flugdagar á þessum tíma þá eru 7. og 8. júþ.\ til vara. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 28. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta verð verð Þorskur 102,00 72,00 Smáþorskur 67,00 67,00 Ýsa 120,00 74,00 Karfi 36,00 34,50 Ufsi 48,00 29,00 Smáufsi 29,00 29,00 Steinbítur 60,00 45,00 Langa 58,00 58,00 Lúða 275,00 160,00 Koli 50,00 35,00 Skötuselur 150,00 150,00 Gellur Samtals 310,00 310,00 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 100,00 73,00 Ýsa sl. 100,00 77,00 Karfi 34,00 32,00 Ufsi 46,00 43,00 Steinbítur 65,00 62,00 Langa 59,00 48,00 Lúða 330,00 250,00 Grálúða 60,00 60,00 Skarkoli 90,00 55,00 Keila 30,00 30,00 Rauðmagi 35,00 20,00 Grásleppa 15,00 12,00 Undirmál 25,00 23,00 Blandað Samtals 10,00 10,00 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 114,00 50,00 Ýsa 90,00 60,00 Karfi 33,00 10,00' Ufsi 44,00 15,00 Steinbítur 55,00 15,00 Hlýri 15,00 15,00 Langa 46,00 36,00 Lúða 255,00 100,00 Grálúða 50,00 50,00 Skarkoli 50,00 45,00 Sólkoli 50,00 40,00 Keila 36,00 10,00 Skata 121,00 60,00 Skötuselur 350,00 97,00 Lýsa 10,00 10,00 Blandað 10,00 10,00 Undirmál Samtals 20,00 20,00 Meðal- Magn Heildar- verð (lestir) verð (kr.) 85,02 41,174 3.500.799 67,00 0,416 27.872 86,94 36,322 3.158.012 34,88 7,538 262.903 45,12 6,089 274.764 29,00 0,287 8.323 55,82 0,313 17.468 58,00 0,293 16.994 206,99 0,178 36.740 45,73 0,506 23.140 150,00 0,126 18.900 310,00 0,039 12.090 78,96 93,313 7.367.623 82,85 33,829 2.802.852 84,06 24,478 2.057.588 33,00 19,323 637.659 45,12 7,802 351.990 62,67 2,533 158.745 50,68 0,287 14.546 308,84 0,129 39.840 60,00 0,160 9.600 83,61 0,148 12.375 30,00 0,828 24.840 26,07 0,117 3.050 12,74 0,364 4.638 24,50 0,255 6.247 10,00 0,019 190 67,84 90,271 6.124.158 78,60 23,227 1.825.674 84,89 3,585 304.335 28,41 11,955 339.696 41,30 6,718 277.479 40,54 0,534 21.648 15,00 2,610 39.150 41,77 0,350 14.620 125,94 0,229 28.840 50,00 1,947 97.350 49,51 0,665' 32.925 45,74 0,162 7.410 33,81 3,912 132.270 65,23 0,105 6.849 315,69 0,118 37.252 10,00 0,011 110 10,00 0,062 620 20,00 0,016 320 56,34 56,206 3.166.548 Stóra-Laxá í Hreppum: Bærileg- veiði Syðra-Langholti. VEIÐI hófst í Stóru-Laxá 20. júní og hefur veiðst bærilega á öllum svæðunum, en að sögn veiði- manna er lax kominn um alla á, stór og fallegur fiskur. Þijú ágæt veiðihús eru við ána, við Skarð, Hlíf og Laxárdal. Hita- veita er í tveimur þeirra fyrsttöldu og þar eru heitir pottar fyrir utan húsin sem veiðimenn kunna vel að meta eftir erfiða veiðidaga. Hita- veita verður lögð frá Flúðum upp á Laxárdal og Skáldabúðum í Gnúp- veijahreppi í sumar og kemur þá Skokkari áreitti konu LÖGREGLAN leitar nú skokkara sem í fyrradag réðst allan að konu á Freyjugötu og áreitti hana kynferðislega. Maðurinn, sem talinn er á þrítugsaldri hljóp aftan að konunni, greip milli fóta henni og hélt henni fastri um stund. Síðan hljóp hann inn í húsgarð og á brott. Konan var miður sín eftir atvikið og kvaddi til lögreglu. Leit að manninum, sem er með dökkt, fremur sítt hár og var klæddur í svartan bol og gráar íþróttabuxur, hafði ekki borið árangur í gær. Þú svalar lestrarþörf dagsins Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hilmar Jóhannesson í Syðra-Langholti, formaður Veiðifélags Stóru- Laxár, ásamt Steinari Pálssyni í Hlíð, fyrrverandi formanni félags- ins, á veröndinni við veiðihúsið í Hlíð. einnig heitt vatn á bæina Skyggni, Hruna og Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi. Þessi hitaveita er um 8-9 km á lengd, mikil framkvæmd. Að sögn Friðriks Stefánssonar, framkvæmdastjóra Stangveiðifé- lags Reykjavíkur, hefur sala veiði- leyfa í Stóru-Laxá gengið vel en eitthvað er þó óselt ennþá. - Sig.Sigm. Mary Stuart Masterson og Kevin Dillon í hlutverkum sínum í kvik- myndinni „Fjölskyldumálum“ sem sýnd er í Stjörnubíói. Kvikmyndin „Fjölskyldumál“ frumsýnd í Stjörnubíói * STJÖRNUBÍO hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina „Fjölskyldu- mál“ (Imincdiate Family) með Glenn Close, James Woods, Mary Stuart Masterson og Kevin Dillon í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jouathan Kaplan. Myndin segir frá velmenntuðum miðaldra hjónum í góðum efnum sem þrá það heitast að eignast barn. Þau sækja um að ættleiða barn og kynn- ast þá hinni 17 ára gömlu Lucy og Sam kærasta hennar sem geta átt börn en kæra sig ekki um þau. Fjöl- skyldumál er gamanmynd með alvar- legu ívafi,“ segir í frétt frá kvi4r myndahúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.