Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 33
SINDRAy^g^STÁLHF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990
sem nú er látin. Með henni átti
hann tvö börn, Adolf og Jóhönnu
Sigrúnu, sem lifa föður sinn og búa
í föðurleifð sinni á Gjögri.
Læt ég nú hugann líða til löngu
liðinna ára. Tvö hús voru mér kær-
ust að koma í á bernskudögum
mínum á Gjögri. Það var til föður
míns, Jóns Sveinssonar, og móður-
bróður míns, Valdimars Thoraren-
sen. í júlímánuði 1946 segir frændi
minn við mig: „Þar sem fóstri þinn
er á síld og þú hefur ekkert tæki-
færi til að komast í kaupstað vertu
þá tilbúinn í fyrramálið kl. 9. Ég
lendi hjá þér og tek þig með.“ Ekki
held ég að mikið hafi verið sofið
nóttina þá. Þessi dagur varð mér
ógleymanlegur. Þá var líf í Reykjar-
firði. Ég held að við höfum báðir
fengið talsvert út úr deginum, ég
í heimsókn hjá fóstursystrum
mínum og frændi hitti vin sinn,
Daníel Sigmundsson frá ísafirði, og
urðu miklir fagnaðarfundir með
þeim. Það var mjög léttstígur piltur
sem klöngraðist upp Litlanestang-
ann með fullan poka af vínarbrauð-
um.
Að leiðarlokum er mér kært að
geta þess sem aðeins við tveir einir
vissum allt frá fyrstu tíð, að mjög
kært var með okkur frændum og
hafði ég verið háseti hans og hann
háseti minn. Kannski bíður mín
nýtt pláss á Ströndum fyrir handan
móðuna miklu.
Ykkur, Adolf og Jóhönnu, votta
ég míria dýpstu samúð.
Lyftu mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfír stund og stað
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra minn Guð til þín
hærra til þín.
(Matth. Joch.)
Auðunn Ilrafnljörð Jónsson
Áskriftarsíminn er 83033
Nemendur Flataskóla taka við viðurkenningum frá Kiwanismönnum.
Garðabær:
Verðlaun veitt fyrir íslensku
KIWANISKLÚBBURINN Set-
berg í Garðabæ afhenti nýlega
nemendum sem voru að ljúka
námi í Flataskóla og Garðaskóla
verðlaun fyrir íslenskunám.
í Flataskóla fengu 7 nemendur
bókaverðlaun og í Garðaskóla 9
nemendur. Þetta er í þriðja sinn sem
Kiwanisklúbburinn Setberg veitir
verðlaun og á þetta að verða árleg-
ur viðburður í framtíðinni.
Aðalástæðan fyrir verðlaunaaf-
hendingunni er að vekja áhuga
nemenda fyrir íslensku máli og
kenna þeim að bera vit'ðingu fyrir
því.
Leiðrétting
í Morgunblaðinu á sunnudaginn
birtust minningargreinar um Guð-
rúnu Ellertsdóttur Ólafsdóttur,
Akranesi. Blaðið hefur verið beðið
um að árétta að Guðrún var Ólafs-
dóttir. Hún var skírð Guðrún Ell-
ertsdóttir sem var því skírnarnafn,
en föðurnafn Ólafsdóttir eins og
kemur fram í greinunum.
Almenna mótið í Vatnaskógi
Zy.juni - l .juli
Listflug veróur $ýnt
ó laugardaginn kl. 14.00
JTtiR
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
t KRINGLUNNI
Samband íslenskra
kristniboðsfélaga
Samkomur alla dagana.
Barnasamkomur samtímis og
barnapössunfyriryngstu börnin
Útileikir fyrir alla fjölskylduna
á laugardaginn
Gistingu verður hægt að fá
ísvefnskálum.
Næg tjaldstæði.
Matur seldur í matskála.
Einnig verður sjoppa
á staðnum.
Bílferðfrá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 18.30 á föstudag og til
baka sunnudag.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR!