Morgunblaðið - 29.06.1990, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990
34
Ari Ingólfsson, eðtís-
fræðuigur - Minning
Fæddur 24. júní 1956
Dáinn 19. júní 1990
Ari Ingólfsson fæddist á Jóns-
messu, 24. júní 1956, og dó 19.
júní sl., örfáum dögum fyrir 34.
afmælisdag sinn. Hann var sonur
Guðrúnar Snæbjörnsdóttur og Ing-
ólfs Árnasonar. Samvistir foreldra
hans urðu stuttar og ólst hann upp
fyrstu árin á Lindargötunni með
móður sinni og ömmu og afa,
Kristínu Jónsdóttur og Snæbirni
Þorlákssyni. Samverustundir okkar
voru margar þegar við vorum börn
en urðu stijálli er á leið.
Við andlátsfregn koma ýmsar
minningar fram í hugann. Ég minn-
ist hans sem tveggja ára hnokka
sumarið sem ég háði frumraun mína
sem barnapía. Hann var sérlega
fallegt barn með stór blá augu og
eplakinnar. Í blárri útpijónaðri
peysu, með pijónaða alpahúfu með
dúsk og í hvítum gammósíum var
hann ómótstæðilegur. Það var erf-
itt að veijast brosi þegar hann
ávarpaði sjálfan sig hátíðlega eftir
að hafa farið niður að Tjörn að
gefa fuglunum brauð: „Var gaman,
Ari?“ Og svo: „Ah, kassisopa, gott.“
Móðir Ara giftist Emil Richter
pg þá eignaðist Ari fjögur hálf-
systkini, þau Guðrúnu Perlu, Þor-
stein, Kristin og Val. Guðrún og
Emil slitu samvistir.
Ara gekk 'alltaf mjög vel í námi
og varð snemma sjálfbjarga. Eftir
að hann lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík ákvað
hann að fara í nám erlendis. Fyrir
valinu varð háskólinn í St. Andrews
í Skotlandi þar sem Ari ákvað að
nema eðlisfræði. Fyrir tilviljun fór-
um við systrabörnin frá íslandi með
sömu flugvélinni í októberbyijun
árið 1977, bæði á leið til Bretlands-
eyja í nám, Ari til St. Andrews og
ég til Reading. Flugvélin millilenti
í Glasgow og þar fór Ari af. Þenn-
an vetur fékk ég allnokkur póstkort
frá honum þar sem hann lét vel af
Skotum. Það var létt yfír þessum
póstkortum og greinilegt að honum
líkaði vel stúdentalíf hjá heilögum
Andrési og hafði fundið góða leið
til að skipta tíma sínum á milli
náms og leiks.
Eftir að hann lauk námi fór hann
að vinna hjá Vatnsveitu Reykjavík-
ur og fljótlega hjá fyrirtækinu
Vatnaskil. Frá sama tíma leigði
hann sér íbúð við Laugaveginn. Um
tíma tengdust verkefni hans hraun-
hitaveitunni í Vestmannaeyjum og
þá lágu leiðir okkar saman enn á
ný. Hann kom alioft í heimsókn,
þá orðinn myndarlegur maður, há-
vaxinn og grannleitur, rólegur og
yfírvegaður. Hraunhitaveitan þótti
merkilegt fyrirbæri og sumum flók-
ið, en Ari hafði lag á að skýra hana
á einfaldan og aðgengilegan hátt
eins og þetta væri í rauninni sára-
einfalt.
Nú í vor sá ég Ara í síðasta sinn.
Aftur höfðum við af tilviljun lent í
sömu flugvél. Við vorum á sömu
leið og haustið 1977, þ.e. til Glas-
gow og London. Ari var á leið til
Cambridge til að kenna á nám-
skeiði, en það var liður í samstarfs-
verkefni sem fyrirtækið átti hlut
að. Að þessu sinni var lítið svigrúm
til að ræða saman og það varð ekki
annað eftir þessa ferð heldur. Þegar
andlátsfregn berst fyllist maður
söknuði yfír að hafa ekki skapað
slíkar stundir.
Ég kveð Ara með trega og bið
þess nú að Lilla, Perla, Steini, Krist-
inn og Valur öðlist styrk og æðru-
leysi á erfíðri stundu. Það er okkur
huggun að eiga góða minningu um
Ara.
Gerður Guðmundsdóttir
Ari Ingólfsson er jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag. Við fráfall Ara
missum við góðan vin og starfsfé-
laga.
Ari var frábær námsmaður sem
sýndi sig í námi hans við Mennta-
skólann í Reykjavík, þaðan sem
hann lauk stúdentsprófí 1977 og
síðan þegar hann lauk prófi í eðlis-
fræði frá St. Andrews-háskóla í
Skotlandi fjórum árum síðar.
Kynni okkar af Ara hófust í júní
1981, þegar hann hóf störf fyrir
Vatnsbólanefnd Vatnsveitu
Reykjavíkur, þar sem annar okkar
átti sæti. Öll störf hans fyrir nefnd-
ina einkenndust af dugnaði og sam-
viskusemi sem út á við birtust í ítar-
legum skýrslum sem nefndin sendi
frá sér.
Fjórum árum síðar hóf Ari störf
á Verkfræðistofunni Vatnaskilum
og starfaði þar þar til yfír lauk.
Öll störf sín leysti hann með stakri
prýði og kom sífellt betur í ljós
hvílíkum gáfum og hæfileikum Ári
var prýddur. Unun fannst okkur
stundum að fylgjast með hve.rnig
t
Sonur minn,
JÓHANN ÓLAFUR JÓHANNSSON,
lést af slysförum 22. júní.
Jarðarförin fer fram frá Hvammstanga--
kirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00.
F.h. aðstandenda,
Jóna Annasdóttir.
'• v +
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
JAKOB DANÍELSSON
vélstjóri,
lést í Landakotsspítala 23. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurþór Jakobsson,
Sigríður L. Þórarinsdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir okkar og frændi,
ÍVAR HENRÝ EINARSSON,
Jórufelli 10,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 13. júní sl.
Útför hans hefur farið fram.
Þeim.-sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknar-
stofnanir.
Alfreð H. Einarsson, Polly Anna Einarsson,
Karl Einarsson, Svanhvít Einarsson,
Einar E. Einarsson, Álfhildur Kristín Fungo.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
EIRÍKA GUÐRÚN BJARNADÓTTIR
frá Klöpp, Grindavík,
Furugerðil,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 24. júní, verður jarðsungin frá Grindavíkur-
kirkju laugardaginn 30. júní kl. 11.00 f.h.
Sigriður Marelsdóttir, Sigurður Steindórsson,
Ásdís Marelsdóttir,
Svala Marelsdóttir,
Marin G. Marelsdóttir, Guðjón Ólafsson,
Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um elskuiegan son okkar og bróður,
REYNI FREY ÓLAFSSON,
Mánagötu 27,
Grindavík,
sem féll fyrir borð af m/b Hafliða GK 140 26. apríl sl., fer fram
í Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. júní kl. 15.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitina Þor-
björn, Grindavík.
Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir,
Heiðbjört Ólafsdóttir, Páll Ólafsson,
Ómar Davið Ólafsson.
t
Bróðir okkar,
KAREL VALTÝSSON,
frá Seli í Austur-Landeyjum,
Ljósheimum 11,
verður jarðsunginn frá Voðmúlastaðakirkju laugardaginn 30. júní
kl. 14.00.
Þórhildur Valtýsdóttir,
Þuríður Valtýsdóttir,
Helga Valtýsdóttir.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Miðtúni 8,
Reykjavík,
sem lést 25. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn
2. júll kl. 10.30.
Eðvald Hinriksson,
Jóhannes Eðvaldsson,
Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir,
Anna Eðvaldsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Bjarni Jónsson, Alda Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS SIGURÞÓRS ÓLAFSSONAR
frá Hellishólum,
til heimilis á Birkivöllum 20,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lovfsa Ingvarsdóttir.
hann beitti fræðilegri þekkingu
sinni á stærðfræði, eðlisfræði og
tölvufræði til lausnar hagnýtra
vandamála. Tölvur voru aðaláhuga-
mál Ara og sinnti hann því bæði í
vinnu og frístundum, en þrátt fyrir
að tölvan ætti hug hans allan
gleymdist knattspyrnan ekki og nú
var runnin upp stund knattspyrnu-
áhugamannsins þegar heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu hófst á
Ítalíu. Ári hlakkaði mikið til að taka
sér frí með bróður sínum og fylgj-
ast með lokakafla keppninnar.
Undanfarin tvö ár tók Ari þátt
í því með okkur að þróa verkfræði-
forrit til útflutnings. Þáttur Ara í
því verkefni var stór og mun halda
nafni hans á lofti um langa framtíð.
Hæfíleikar Ara og eðliskostir voru
slíkir að vandfyllt verður í hans
skarð, en minningin um góðan
dreng veitir okkur styrk. Við send-
um fjölskyldu hans samúðarkveðjur
okkar og biðjum góðan Guð að veita
honum frið og kærleika.
Snorri Páll Kjaran,
Sigurður Lárus Hólm.
Sumar fregnir koma sem reiðar-
slag og maður vonar í lengstu lög
að þær reynist ekki sannar. Ég
kynntist Ara fyrir rúmum tíu árum,
þegar hann sem stúdent falaðist
eftir sumarvinnu á Raunvísinda-
stofnun. Hann hafði stundað nám
í eðlisfræði í Skotlandi, en vildi nú
kynnast íslenskum viðfangsefnum.
I fyrstu vann hann við ýmsa reikn-
inga og einföld líkön sem lýstu
streymi grunnvatns og hræringu í
jarðhitakerfum, en stærsta við-
fangsefnið snerist um tilraunir okk-
ar til að framleiða gufu með vökvun
á bráðnu hrauni í Heimaey og leið-
ir til að virkja hana á hagkvæman
hátt til húshitunar. Mér varð fljótt
ljóst að Ari var óvenju fljótur að
átta sig á erfiðum verkefnum og
hafði gott vald á fræðunum, jafnt
stærðfræði sem íslensku máli. Þeg-
ar hann kom heim frá námi vorið
1981, var honum boðið að gerast
starfsmaður Vatnsbólanefndar
Vatnsveitu Reykjavíkur, en þar
þurfti starfsmann til að standa fyr-
ir ýmsum mælingum á rennsli til
vatnsbólanna og nýta öll fáanleg
gögn til að kvarða reiknilíkön, sem
lýstu grunnvatnsstreyminu og nota
mátti til þess að segja fyrir um
breytingar vegna veðurfars eða
aukinnar notkunar. Ari gekk að
þessu verki sem víkingur og leysti
hveija þraut sem upp kom af hug-
kvæmni og samviskusemi. Árangri
er lýst í skýrslum nefndarinnar sem
Ari skrifaði að miklu leyti. Auk lip-
urðar og dugnaðs í starfí kom nú
einnig fram óvenjuleg hæfni Ara
að glíma við tölvur og forritun
þeirra til að leysa flóknustu reikn-
inga um grunnvatn. Þessi fæmi
hans varð til þess að eftir honum
var sóst til starfa hjá Verkfræði-
stofunni Vatnaskil, sem sérhæfði
sig á þessu sviði reikninga. Ari
fluttist því til starfa þar jafnhliða
starfí sínu fyrir Vatnsbólanefnd.
Þar náði hann enn sterkari tökum
á forritun grunnvatnsreikninga og
lauk verkefnum sem athygli vöktu
á alþjóðavettvangi.
Ari hafði mikla ánægju og metn-
að í starfi og var þar hvers manns
hugljúfí. Um einkahagi var hann
hins vegar dulur og hleypti engum
nærri. Kunningjar í starfí vissu því
ekki gerla hvernig honum leið innan
brynju hinnar daglegu vinnu. Öllum
þykir að honum mikill skaði.
Sveinbjörn Björnsson
Sérfræóingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090