Morgunblaðið - 29.06.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. JUNI.1990
4í£
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu .. .
w
^ n t
** J fe
Í
Veiðitaska tapaðist
Ljósbrún veiðitaska tapaðist
við Þingvallavatn föstudaginn
22. júní. í töskunni voru m.a.
tvö veiðihjól og þtjú flugubox.
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 672312.
Kettlingnr
Kettlingur fæst gefíns á gott
heimili. Upplýsingar í síma
37054.
Kettlingur
Átta vikna kettlingur fæst
gefíns. Þeir sem hafa áhuga
hringi í síma 45744.
BMX í óskilum
Ilvítt drengjahjól er í óskil-
um. Hjólið er af gerðinni BMX
og getur eigandi vitjað þess í
síma 16315.
Þrír kettlingar
Þrír kettlingar fást gefíns.
Upplýsingar í síma 10976.
Vill komast í samband
Einn á kaldri braut hringdi:
„Eg heyrði í útvarpinu að
verið væri að fara af stað með
málaferli í sambandi við verð-
bréfafyrirtækið Ávöxtun. Hóp-
ur fólks sem fór illa út úr við-
skiptunum við Ávöxtun hefur
tekið sig saman og langar mig
til að komast í samband við
þennan hóp. Ef hægt væri að
fá uppgefið pósthólf eða síma-
númer.“
Fólk gleymir alltof fljótt
mmnisverðum tíðindum
Til Velvakanda.
Nú þegar kúgunarijötrar marx-,
lenín-, stalínismans eru fallnir af
Austur-Evrópu og allur sannleikur-
inn er kominn í Ijós þá er fróðlegt
að fylgjast með stalínistunum hér
á landi þar sem þeir eru að reyna
að klóra í bakkann og afsaka það
sem er óafsakanlegt. Það var sagt
frá því í útvarpinu að hefði Lenín
lifað lengur þá hefði margt farið
öðruvísi. Þetta er hrein sögufölsun
því Lenín fyrirskipaði að öll mót-
spyma skyldi barin niður af fullri
hörku svo Stalín gerði ekki neitt
sem ekki var eftir kokkabók marx-
ismans. Svo lengi sem kommúnist-
arnir halda í þetta svo geðslega
hálmstrá þá berjast þeir eins og
þeir geta á móti lýðræði og mann-
réttindum.
Nú er hafínn þáttur í útvarpinu
sem rifjar upp atburði sem á sínum
tíma voru sögulegir og er það gott.
Því fólkið gleymir alltof fljótt minn-
isverðum tíðindum. Til þess að þátt-
urinn skili sér sem best þá á að
flytja hann á kvöldin þegar flestir
eru hættir vinnu. Gaman var að
hlusta á þáttinn um SÍA-skýrslurn-
ar frægu. Einn skýrslugerðarmann-
anna bar hönd fyrir höfuð sér og
þáttagerðarmaðurinn var sammála
um það að Morgunblaðið hefði á
sínum tíma blásið þetta allt svo
mikið upp af því að þetta gerðist í
kalda stríðinu. Þetta er skrítin skoð-
un. Morgunblaðið átti alls ekki að
vera að hneykslast á kúguninni og
óstjórninni í Austur-Þýskalandi,
sennilega af því að það var ekki í
frásögur færandi. SIA-skýrslurnar
eru merkilegastar fyrir það að þess-
ir menn sem sömdu þær og sendu
Þjóðveijum þær voru ætlaðar til að
draga úr verstu aðgerðum valdhaf-
anna. Þeir trúðu á kommúnismann
og börðust fyrir hann en samt vildu
þeir að bætt yrði úr verstu göllunum
í framkvæmdunum. Þeir höfðu sem
sagt enga samúð með Austur-Þjóð-
verjum og draumur þessara manna
var að ísland yrði eitt af Varsjár-
bandalagsríkjunum. Það er því skilj-
anleg barátta þeirra gegn NATO.
NATO gat með hjálp þeirra sem
ýmist létu lífið eða þoldu margskon-
ar kárínur í baráttunni gegn kúgun-
inni. Þetta tókst án þess að gripið
yrði til vopna.
Húsmóðir
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al elnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
íyrirspurnir og frásagnir, auk
pistia og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfii, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfúndur óski nafh-
leyndar. Ekki verða birt nafhlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hfut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Leitar að íslenskum ættingjum
Velvakanda hefur borist bréf frá
kanadískri konu, Deborah Staðfeld,
sem kemur til íslands 6. ágúst nk.
Hún hefur mikinn áhuga á að fá
upplýsingar um og komast í sam-
band við ættingja sína sem eru
búsettir hér á landi.
Langafí Deboruh hét Guðmundur
Guðmundsson (f. 1823, d. 1905.
Foreldrar: Guðmundur Erlendsson
og Jóhanna Jónsdóttir) og kona
hans Guðrún Jónsdóttir (f. 1828,
d. 1890. Foreldrar: Jón Jónsson og
Sesselja Guðmundsdóttir). Þau
bjuggu í Stangarholti í Borgarfírði.
Einn af sonum Guðmundar og Guð-
rúnar hét Jóhann (f. 1859, d. 1948)
og var kvæntur Ólínu Jónsdóttur
(f. 1867, d. 1934). Þau bjuggu í
Stangarholti en fluttu til Kanada
árið 1900 með fjögur börn sín. Jó-
hann og Ólína voru því afí og amma
Deboruh. Önnur börn þejrra Guð-
mundar og Guðrúnar voru Jón, Jó-
hanna, GuðmundurogGuðmundur.
Jóhann og Ólína sem tóku upp
eftirnafnið Staðfeld eignuðust níu
börn; Guðrúnu, Hallgrím, Valgeir,
Einar, Eið, Guðjón, Jóhann Hjört,
Kjartan og Guðlaug. Einn af sonun-
um, Eiður, eignaðist ellefu börn og
er Deborah eitt þeirra.
Þeir sem geta rakið ættir sínar
til Guðmundar og Guðrúnar geta
skrifað til:
Deborah Staðfeld,
Box 511,
Ashcroft, B.C. Canada,
VOK ÍAO.
Víkverji skrifar
Víkvetja varð það á fyrir
skömmu að stækka Barða-
ströndina margfalt til austurs. Eftir
ábendingu staðkunnugs fólks leið-
rétti hann það síðastliðinn þriðju-
dag. Á eftir leiðréttingunni voru
birtar upplýsingar úr bókinni
Landið þitt ísland um fjallið Barða
og mátti skilja af samhenginu að
Víkverji væri enn búinn að stækka
Barðaströndina, í þetta skiptið til
norðurs. Fjallið Barðinn sem þarna
var lýst stendur við sunnanverðan
Önundarfjörð og er í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu. Víkveija varð því enn
á í messunni því hann ætlaði að
miðla fróðleik um Barð í Látra-
bjargi. í kafia um Látrabjarg í bók-
inni Landið þitt segir m.a.: „Fyrir
árþúsundum hefur bjargið náð
lengra fram en náttúruöflin naga
smám saman af því. KÍappir og
bergfleygar úr harðara efni, sem
miður vinnst á, standa víða eftir úti
í sjó, eða mynda bríkur sem ganga
fram úr bjarginu. Ein þeirra og sú
stærsta er svonefnt Barð sem er
um 80 m hátt og gengur um 60 m
fram. Það er breiðast að ofan 2 m
en mjóst 2 sm.“
Víkveiji taldi að ströndin og
sýslan drægi nafn sitt af
Barði í Látrabjargi, og hafði þann
„vísdóm" úr sjónvarpsþætti sem
hann hafði séð. Til að losna við
fleiri leiðréttingar leitaði Víkveiji
til fróðra manna til að fá upplýsing-
ar um hvaðan nafnið væri komið.
Með aðstoð Sveins J. Þórðarsonar
fréttaritara Morgunblaðsins í
Innri-Múla á Barðaströnd fengust
þær upplýsingar hjá Gunnari Guð-
mundssyni á Skjaldvararfossi að
þrátt fyrir mikla leit hefðu ekki
fundist neinar heimildir um þessa
nafngift. En fráleitt væri nafn
strandar og sýslu dregið af Barði
í Látrabjargi, það væri frekar öfugt.
Gunnar sagði að mönnum dytti
helst í hug að landnámsmennirnir
sem sigldu inn Breiðafjörð hefðu
nefnt svæðið eftir hnúkunum sem
við þeim blöstu en þá munu þeir
hafa kallað börð. Með þessari leið-
réttingu vonar Víkverji að fram-
haldssögunni um Barðaströndin sé
lokið. Nokkrir höfðu samband við
blaðið vegna misskilnings Víkveija.
Einn þeirra sagði umræðuna góða,
hún gæti orðið til að leiðrétta ein-
hvern hluta þeirra mörgu íslend-
inga sem töluðu um alla Barða-
strandarsýslu sem Barðaströnd, þar
með talinn Patreksfjörð og svæði
enn norðar á Vestfjörðum.
mrnrn
/
„ /JP hverju sagS/réu ek/ci aé þú
i/flolir ekkisósu?"
að velja réttu leiðina.
TM Reg. U.S. Pet OH.—all rights reMtved
* 1990 Los Angeles Times Syndicete
Með
morgunkaffinu
656 ^
Það er kviknað í tjaldinu
þínu fótraki úlfur ...
Ég á frí í dag í vinnunni og
ekkert liggur á ...
HÖGNI HREKKVlSI
„ þAD etzu TV/Cf? /yiys her immi. "