Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990
Sigrún Jónsdóttir
á Rangá - Minning
Látin er Sigrún Jónsdóttir á
Rangá í Kaldakinn í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Hún var til grafar borin á
Þóroddsstað laugardaginn 7. júlí,
að viðstöddu miklu fjölmenni. Geng-
in er merk og mæt kona, sannköll-
uð héraðsprýði. Með hrærðum huga
minnist ég vinkonu minnar, sem
lést um aldur fram, og þykir mér
sem héraðsbrestur hafi orðið við
fráfall hennar. Mestur harmur er
þó kveðinn að manni hennar og fjöl-
skyldu.
Sigrún fæddist 17. nóvember
1923 á Halldórsstöðum í Reykja-
dal. Foreldrar hennar voru hjónin
Jón bóndi á Hömrum í Reykjadal
Friðriksson b. og landpósts á Helga-
stöðum í Reykjadal Jónssonar b. á
Kraunastöðum í Aðaldal Jónssonar
og kona hans, Friðrika Sigfúsdóttir
b. á Halldórsstöðum í Reykjadal
Jónssonar af Reykjahlíðarætt, og
k.h„ Sigríðar Jónsdóttur b. á Hellu-
vaði í Mývatnssveit Hinrikssonar.
Föðursystkin Sigrúnar voru:
Emelía húsfreyja á Halldórsstöðum,
Júlíana hjúkrunarkona og húsfreyja
í Reykjavík, g. Haraldi leikara
Björnssyni, Sigrún húsfreyja í
Vallakoti í Reykjadal, Halldór smið-
ur í Kópavogi, Jónas bóndi á Helga-
stöðum og Valgerður húsfreyja í
Danmörku.
Móðursystkin Sigrúnar voru: Jón
Aðalsteinn bóndi á Halldórsstöðum,
Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri
á Húsavík, kv. Huldu skáldkonu,
Kristjana húsfreyja á Landamóts-
seli og Akureyri, Pétur kaupfélags-
stjóri á Borðeyri, Þóra húsfreyja á
Einarsstöðum í Reykjadal og María
húsfreyja á Helgastöðum.
Sigrún ólst upp á heimili foreldra
sinna á Hömrum ásamt systkinum
sínum, en þau eru: Jón Aðalsteinn
múrari, húsvörður á Laugum í
Reykjadal, kv. Elínu Ingu Jónas-
dóttur frá Helluvaði, Sigríður hús-
freyja á Fáskrúðsfirði, g. Kára
Norðfjörð. Valgerður húsfreyja á
Hömrum, g. Benóný bónda þar
Arnórssyni frá Húsavík. Unnur
húsfreyja á Húsavík, g. Helga smið
Vigfússýni, og Þórdís húsfreyja í
Hamraborg í Reykjadal, d. 1971,
g. Illuga bifw. Þórarinssyni frá
Borg í Mývatnssveit.
Sigrún hlaut í vöggugjöf flesta
þá kosti, sem menn mega prýða.
Hún var ágætum gáfum gædd, ein-
staklega vel máli farin og hafði
leiftrandi frásagnargáfu, svo að
unun var á að hlýða. Hún hafði ríka
kímnigáfu, var glöð og glæddi and-
rúmsloftið hvar sem hún kom, ekki
hvað síst með dillandi hlátri sínum
sem hreif viðstadda með. Hún setti
svip á umhverfi sitt og til hins
síðasta gladdi hún og huggaði alla
sem hún mátti. Svo sem margir
ættmenn hennar hafði hún ríka
tónlistargáfu, en fram úr öllum
gáfum hennar skaraði þó íðilfögur
söngrödd, silfurskær og hljómmikil,
sem hreif hvern þann er á hlýddi.
Ekki leikur minnsti vafi á því að
Sigrún hefði getað náð langt á því
sviði, hefði hún lagt fyrir sig söng-
nám og starf. En hún kaus sér
annað hlutskipti, sem víst er að
varð henni og fjölskyldu hennar til
mikillar gæfu.
Sigrún giftist þann 29. júlí 1945
Baldvini Grana Baldurssyni. For-
eldrar hans voru Baldur Grani,
bóndij oddviti og kunnur hagyrðing-
ur á Ofeigsstöðum í Kinn Baldvins-
son og f.k.h., Hildur Friðgeirsdóttir
frá Þóroddsstað. Sigrún og Baldvin
reistu sér nýbýlið Rangá á þriðjungi
Ófeigsstaða og hafa búið þar síðan
rausnarbúi í nábýli við Baldur og
s.k.h., Sigurbjörgu Jónsdóttur frá
Litluströnd í Mývatnssveit, og dótt-
ur þeirra, Svanhildi, og mann henn-
ar Einar Kristjánsson frá Finnsstöð-
um í Kinn. Má segja um bæina
Ófeigsstaði og Rangá, að þeir hafi
staðið um þjóðbraut þvera, því að
gestrisni og rausn þar er slík, að
fágætt má telja. Átti Sigrún þar
mikinn hlut að máli. Allir voru allt-
af velkomnir og veittur ríkulegur
beini. Ávallt var þar griðastaður
þeirra er minna máttu sín, um
lengri eða skemmri tíma. Sigrún
var ávállt boðin og búin að leysa
hvers manns vand'a og taldi þá ekki
eftir sér fyrirhöfn, enda var dugn-
aði hennar og hjálpsemi við brugð-
ið. Má með sanni segja, að hún
hafi ávaxtað vel sitt pund.
Sigrún bjó manni sínum og börn-
um fallegt og gott heimili, og ríkti
þar eindrægni og hamingja. Sigiún
og Baldvin eignuðust 5 börn. Þau
eru: 1. Jón Aðalsteinn fæddur 1946
sendiráðsprestur í London, kvæntur
Margréti ritara Sigtryggsdóttur
rakarameistari á Akureyri Júlíus-
sonar. Dætur þeirra eru Sigrún og
Róshildur. Áður átti Jón soninn
Ragnar Þór. Ragnar er kvæntur
Helgu Björgu Sigurðardóttur á
Húsavík Hákonarsonar og eiga þau
soninn Arnar Aðalstein. 2. Baldur
fæddur 1948, fyrr bóndi á Hnjúki
I Kinn, nú bifreiðarstjóri á Húsavík,
kvæntur Sigrúnu Aðalgeirsdóttur,
bifrstj. þar Sigurgeirssonar. Börn
þeirra eru Baldvin, heitbundin Guð-
rúnu Brynjarsdóttur á Húsavík
Halldórssonar og k.h., Ólafar
Hallgrímsdóttur frá Sultum í Keldu-
hverfi. Baldvin og Guðrún eiga son-
inn Baldur. Ragnheiður gift Heiðari
Gunnarssyni á Húsavík, börn þeirra
eru Heiðrún og Friðrik. 3. Baldvin
Kristinn fæddur 1950 bóndi í Torfu-
nesi í Kinn, kvæntur Brynhildi
kennara Þráinsdóttur skólastjóra á
Skútustöðum Þórissonar. Börn
þeirra eru Margrét og Þráinn Árni.
4. Hildur fædd 1953, hárgreiðslu-
meistari á Húsavík, gift Garðari
verslunarmanni Jónassyni Egils-
sonar hagyrðings á Húsavík Jónas-
sonar. Synir þeirra eru Jónas Grani
og Unnar Þór. 4. Friðrika fædd
1961, aðstoðarmaður tannlæknis á
Ilúsavík, var gift Gunnari málara
Jóhannssyni. Þau slitu samvistum.
Synir þeirra eru Jóhann Kristinn
og Hilmar Valur.
Sigrún tók mikinn þátt í fé-
lagslífi og var þar ávallt í farar-
broddi. Hún var í Kvenfélagi Þór-
oddsstaðarsóknar, söng í kirkju-
kórnum,’ lék í leikritum og fleira
mætti telja. Síðast en ekki síst
skemmti hún með söng sínum á
samkomum og hvar sem menn voru
saman komnir. Synir hennai' Baldur
og Baldvin, Rangárbræður, hafa
tekið upp merkið og syngja fyrir
sveitunga sína og sýslunga. Börn
Sigrúnar stóðu fyrir því 1972 að
rödd hennar varðveittist á plötu.
Æ oftar hugleiði ég það, hve
mikils virði það er fyrir sveitir og
héruð að fá að halda hæfileikafólki
sínu og njóta krafta þess, í stað
þess að allir haldi út í heim að leita
frægðar og frama. Signán var sjálf
sannfærð um að hún hefði valið
rétt. Hún átti góða og hamingju-
sama ævi við hlið góðs eiginmanns
og fjölskyldu sem mátu hana að
verðleikum. Góða ævi, þar sem hún
gat sífellt miðlað öðrum og Iátið
gott af sér leiða. Góða ævi í hérað-
inu sem ól hana, meðal fólksins síns,
sem mat hana sem vert var.
Kynni mín af Sigrúnu eru eitt
af því sem upp úr stendur þegar
ég lít yfir farinn veg. Þó að vík
hafi verið milli vina eftir að ég
flutti aftur suður, átti ég vináttu
hennar alltaf vísa.
Ég sendi Baldvini og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góða konu vera
þeim styrkur.
Guðrún Þórðardóttir
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingarog
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASQN HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI76677
Til greinahöfunda
Minningarorð — ræður
Aldrei hefur meira aðsent
efni borizt Morgunblaðinu en
nú og því eru það eindregin
tilmæli ritstjóra blaðsins til
þeirra, sem óska birtingar á
greinum, að þeir stytti mál sitt
mjög. Æskilegt er, að greinar
verði að jafnaði ekki lengri en
2-3 blöð að stærð A4 í aðra
hverja línu.
Af sörhu ástæðum eru það ein-
dregin tilmæli ritstjóra Morgun-
blaðsins til þeirra, sem rita minn-
ingar- og afmælisgreinar í blaðið,
að reynt verði að forðast endur-
tekningar eins og kostur er, þegar
tvær eða fleiri greinar eru skrifað-
ar um sama einstakling. Þá verða
aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í
áður birt ljóð inni í textanum. Ef
mikill fjöldi greina berst blaðinu
um sama einstakling mega höf-
undar og aðstandendur eiga von
á því að greinar verði látnar bíða
fram á næsta dag eða næstu daga.
Útfararþjónustan
Sittti 679110
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — slmi 681960
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
KRISTJÖNU G. ÞORVALDSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Guðmundur E. Guðjónsson,
Þorvaldur Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir,
Guðjón Guðmundsson, Guðný J. Ólafsdóttir,
Guðný Guðmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson.
t
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
ÖRN ARNDALEÐVARÐSSON,
Silfurgötu 46,
Stykkishólmi,
sem lést 14. júlí sl., verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju fimmtudaginn 19. júlí
kl. 14.00.
Eðvarð Lárus Árnason,
Anna Lára Eðvarðsdóttir,
Guðni Eðvarðsson,
Eyþór Eðvarðsson,
Kristján Arndal Eðvarðsson,
Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir,
og fjölskyldut-
Anna Ólöf Kristjánsdóttir,
ívar Guðmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Rannveig Harðardóttir,
Kristín F. Jónsdóttir,
Gylfi Jónsson
t
Hjartans þakkir til þeirra mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður, afa og bróður,
BJARNA EINARSSONAR,
frá Varmahlíð,
Furugrund 68,
Kópavogi.
Starfsfólki hjartadeildar Landspítalans er þökkuð hlý umönnun
og alúð.
Sérstakar þakkir til söngstjóra og karlakórs Rangæingafélagsins
í Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
María Sigurjónsdóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Arndis Bjarnadóttir, Pétur Már Pétursson,
Einar Sigurjón Bjarnason, Elín Þóra Sveinsdóttir,
Guðrún Björk Bjarnadóttir, Páll R. Guðmundsson,
Ásmundur Bjarnason, Jóhanna Walderhaug,
barnabörn og systkinin frá Varmahlíð.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður okkar og frænda,
KRISTINS BRYNJÓLFSSONAR
bónda,
Gelti, Grímsnesi.
Borghildur Brynjólfsdóttir,
Elínborg Brynjólfsdóttir,
Guðmundur P. Kragh og systkini.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eig-
inmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
KARLS JÓHANNS ÓLAFSSONAR
framkvæmdastjóra,
Brúnalandi 19.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Kristjón Haraldsson, Gerður Berndsen,
Karl Friðrik Karlsson, Sigriður Jóhannsdóttir,
Lilja Britta Karlsdóttir, Elías Haukur Snorrason,
Kristín Erla Karlsdóttir, Pierre Serer,
Eva Karlsdóttir, Ellert Austmann Ingimundarson
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VILHJÁLMS H. A. SCHRÖDER,
Hringbraut 92c,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum læknum og hjúkrunarfólki Landakotsspít-
ala fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Einnig þakkir til
Félags framreiðslumanna fyrir veitta aðstoð.
Helga G. Vilhjálmsdóttir, Sigurður Gústafsson,
Anna Vilhjálmsdóttir,
Friða P. Vilhjálmsdóttir, Ásgeir Hölm,
Vilhjálmur A. Vilhjálmsson,
Jóhannes L. Vilhjálmsson,
Guðrún St. Clair, Richard St. Clair,
barnabörn og barnabarnabörn.