Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Morgunblaðið/Þorkell Útför Haraldar Hannessonar FJÖLMENNI var við útför Haraldar Hannessonar, formanns Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, sem gerð_ var frá Bústaðakirkju í gær. Prestur var séra Pálmi Matthíasson. Útförin fór fram á vegum Reykjavíkurborgar í virðingarskyni við hinn látna og voru skrifstofur borgarstjóra og Hitaveitu Reykjavíkur lokaðar síðdegis í gær vegna hennar. Haraldur var jarðsettur á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Seyðisflörður: Heimamenn kaupa Fisk- vinnsluna o g Norðursíld UNDIRRITAÐIR hafa verið samningar milli heimamanna á Seyðis- firði annars vegar og Landsbanka og Byggðastofhunar hins vegar um kaup á fískvinnsluhúsum og tækjabúnaði Fiskvinnslunnar-Norð- ursíldar, sem lýst var gjaldþrota á síðasta ári. Á næstu dögum verður stoftiað hlutafélag á Seyðisfirði um rekstur húsanna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verða Byggðastoftiun greiddar 55 milljónir króna fyrir hús Fiskvinnslunar, en Landsbankanum 47 milljónir fyrir hús Norðursíldar. Fiskvinnslan-Norðursíld varð gjaldþrota í fyrra og eignaðist Byggðastofnun þá frystihús Fisk- vinnslunnar, en Landsbankinn hús Norðursíldar. Fyrir nokkru var komið á fót nefnd á Seyðisfirði til að undirbúa stofnun hlutafélags, sem hefði það hlutverk að kaupa húsin og hafa með höndum rekstur þeirra. Á miðvikudaginn undirrituðu fulltrúar undirbúningsnefndarinn- ar annars vegar, og Landsbanka og Byggðastofnunar hins vegar, kaupsamninga vegna húsanna, með fyrirvara um samþykki aðila, svo sem bæjarráðs Seyðisfjarðar og bankaráðs Landsbankans. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði og formaður undirbúningsnefndarinnar, segir að hlutafélag um rekstur húsanna verði stofnað á næstu dögum. Að því muni meðal annars standa Seyðisfjarðarkaupstaður, útgerð- arfyrirtækið Gullberg, útgerð tog- arans Ottós Wathne, Verkamanna- félagið Fram og ýmsir einstakling- ar og þjónustuaðilar á Seyðisfirði og í Reykjavík. Þegar hafi safnast hlutafé upp á 85 milljónir króna og búist sé við að stjórn hlutafé- lagsins fái heimild til að auka það í 120 til 150 milljónir króna. Þorvaldur segir að undirbún- ingsnefndin sé búin að tryggja hlutafélaginu lán til nauðsynlegra endurbóta á frystihúsunum, þann- ig að stjóm fyrirtækisins eigi að geta hafíst handa við reksturinn, strax og félagið hafí verið stofnað. „Það er því mun bjartara framund- an hér á Seyðisfirði heldur en ver- ið hefur frá því í september á síðasta ári,“ segir Þorvaldur Jó- hannsson. VEÐUR / DAG kl. 12.00 ’’’ ____________________- HBimild: VeSurstola fslands (SyBgl á vaöurspá kl. 16.15 í gtar) VEÐURHORFUR í DAG, 27. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinaviu er 1026 mb hæð en hægfara og minnkandi 1007 mb lægð um 500 km suðvestur af Reykjanesi.Vest- ur af Bretlandseyjum er 1005 mb lægð sem mun hreyfast norðnorð- vestur og síðar vestur. SPÁ: Austanótt, stinningskaldi við suðurströndina en annars yfir- leitt gola. Súld við suður- og austurströndina og einnig við Húna- fióa. Áfram verður hlýtt f veðri, einkum norðaustan-lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austanátt, nokkur strekkingur við suðurströndina en annars fremur hægur vindur. Súld við austur- og suðurströndina, líklega þokuloft viö Húnafióa en annars þurrt og víða bjart veður. Áfram hfýtt, einkum vestan- lands og i innsveitum norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * # * * # * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður % 'A m Pf' ▼ !§ 4 VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tfma hiti ve#ur Akureyri 13 skýjað Reykjavik 13 skýjaö Bergen 19 léttskýjað Helsinki 18 hálfskýjað í l 1 22 léttskýjað Narsserssueq 14 léttskýjað Nuuk m iéttskýjað Ostó 28 léttskýjað Stokkhólmur 22 hálfskýjað Þórshöfn 12 þoka Algarve 25 léttskýjað Amsterdam 2Q léttskýjað Barcelona 28 mistur Berlín 21 hálfskýjað Chicago 19 þokumóða Feneyjar 27 þokumóða Frankíurt 25 iéttskýjað Qlasgow 23 mistur Hamborg 23 hálfskýjað Laa Palmas 23 léttskýjað London 22 hálfskýjað LósAngetes 18 hálfskýjað Lúxemborg 26 léttskýjað Madrfd 27 léttskýjað Malaga 33 skýjað Mallorca 32 helðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 22 skýjað Orlando 24 láttskýjað Parrs 26 léttskýjað Róm vantar Vfn 23 léttskýjað Washlngton 24 heiðskfrt Winnipeg 19 alskýjað Eftirmáli deilna í Fríkirkjusöfiiuðinum: Gísli dæmdur fyrir meiðyrði í garð Bertu GÍSLI G. ísleifsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður stjórnar Fríkirkjusafhaðarins í Reykjavík, hefúr í borgardómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða Bertu Kristinsdóttur, fyrr- verandi varaformanni safnaðarstjórnarinnar, 60.000 krónur í miskabætur, auk 90.000 króna í málskostnað, vegna ummæla sem hann hafði um hana í grein í Morgunblaðinu 15. júlí 1988. Dæmd voru ómerk fern ummæli Gísla í greininni af fimm atriðum, sem Berta taldi ærumeiðandi í sinn garð. Berta og Gísli voru í andstæðum fylkingum í deilum fríkirkjufólks, sem einkum stóðu um sr. Gunnar Björnsson, fyrrverandi fríkirkju- prest. Berta var varaformaður safnaðarstjórnarinnar á þeim tíma er greinin var skrifuð, og hafði safnaðarstjómin þá ákveðið að segja sr. Gunnari upp störfum. Gísli var hins vegar í stuðnings- mannaliði sr. Gunnars. Hin ærumeiðandi ummæli, sem Berta kærði, birtust í grein Gísla undir fyrirsögninni „Opið bréf til „stjórnar“ Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík". Þau ummæli, sem Berta taldi vega að æru sinni, og dómurinn dæmdi ómerk, voru eft- irfarandi: „hafði hún reyndar verið á móti öllum góðum málum í stjóminni." „Gekk andróður hennar og nei- kvæðni svo langt.“ „Berta Kristinsdóttir stundaði hryðjuverkastarfsemi í söfnuðin- um.“ „Samkvæmt þessu eru því tvö ár og níu mánuðir sem líða án þess að aðrir samskiptaörðugleik- ar við sr. Gunnar rísi, nema þeir, sem rót eiga að rekja til Bertu Kristinsdóttur og setu hennar í stjórninni." Ekki voru dæmd ómerk þau ummæli Gísla að fjandskapur Bertu í garð sr. Gunnars hefði ekki farið fram hjá neinum. Kristjana Jónsdóttir borgar- dómari kvað upp dóminn. Vaxtabætur greiddar út um mánaðamótin VAXTABÆTUR verða greiddar út 1. ágúst, það er á sama tíma og húsnæðisbætur og barnabætur, þó að Iögum samkvæmt sé heim- ilt að draga greiðslu þeirra til 1. september. Alls nema vaxtabætur fyrir árið 1990 um 1400 milljónum króna og njóta þeirra um t.íu þúsund hjón, rúmlega 1.500 einstæðir foreldrar og tæplega 3.500 einhleypingar. Meðalbætur hjóna eru um 100 þúsund krónur, ein- stæðra foreldra 80 þúsund og einhleypinga 60 þúsund. Vaxtabæturnar voru ákveðnar með lögum í fyrra í tengslum við upptöku húsbréfakerfísins og greiðast þær þeim sem eru að byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn. Vaxtabætur miðast við hverja fjölskyldu og tengjast eignum og tekjum og taka þær við af bæði húsnæðisbótunum og þeim vaxtaafslætti.sem áður var við lýði. Um 11 þúsund manns fá nú greidd- ar húsnæðisbætur samkvæmt eldra kerfinu, alls að upphæð um 600 milljónir króna. Í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að tæknilegar ástæður hafi valdið því á sínum tíma að hinum nýju vaxtabótum var valinn annar greiðsludagur en húsnæðisbótum og barnabótum. Vinna við útreikn- ing og frágang vaxtabótanna hafi hins vegar gengið betur en áætlað var. Það þyki því sanngimismál að greiða þær út með öðrum bótum 1. ágúst þrátt fyrir að reikna mætti ríkissjóði nokkurt vaxtatap miðað við ítrasta hugsanlega drátt samkvæmt lögum. í frétt fjármála- ráðuneytisins segir einnig að nú- verandi fyrirkomulag helstu gjald- daga og greiðsludaga í samfélag- inu kalli á mjög ójafna álagsdreif- ingu og talsvert óhagræði í fjár- málakerfinu og séu þau mál nú til athugunar í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.