Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 t FRIÐRIK ARNASON, fyrrum hreppsstjóri á Eskifirði, Strandgötu 70, Eskifirði, lést í sjúkrahósinu á Neskaupsstað miðvikudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Eskifjarðarkirkju miðvikudaginn 1. ágúst nk. kl. 14.00. Börn, barnabörn og aðrir ættingjar. t Móðir mín SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Kornsá, Laufásvegi 71, Reykjavík, lést að kvöldi 22. júlí sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Fyrir hönd fjölskyldu og aðstandenda. Árni Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, CHARLES E. BURRELL, lést í Landspítalanum 18. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Þ. Burrell, Carl Ó. Burrell, Christian Burrell, Marta Burrell, Judith Schneidir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, er andaðist á Hrafnistu laugardaginn 14. þ.m., verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 31. þ.m. kl. 10.30 f.h. Elfn Jónsdóttir, Halldór Christensen, Ármann G. Jónsson, Anna Benediktsdóttir, Guðrnundur Jónsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIGDÍS INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Hátúni, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Eiríkur Guðmundsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Páll Halldórsson, Sigurlína Eiríksdóttir, Sigurður Steindórsson, Kristín Eiríksdóttir, Erlingur Þór Guðjónsson, Árni Eirfksson og barnabörn. t Eiginkona mín, SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR, Hólagötu 2, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Trausti Marinósson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MÁLFREÐS FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR, skósmíðameistara, Ægisstig 2, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til allra, sem veittu honum aðstoð í veikindum hans. Sesselja Hannesdóttir, Friðrik Friðriksson, Haraldur Friðriksson, Ólöf Friðriksdóttir, Hannes Friðriksson, Árrii Þór Friðriksson, Hans Birgir Friðriksson, Högni Jensson, Maggý Sæmundsdóttir, Rósamunda Óskarsdóttir, Kristinn S. Jónsson, Þórdís Jonsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ingólfúr Hannes- son - Minningarorð Fæddur 8. janúar 1924 Dáinn 24. júlí 1990 í dag kveðjum við elskulegan og sérstakan mann, hann Ingólf tengdaföður minn. Ingólfur fæddist að Stóra-Hálsi í Grafningshreppi árið 1924. Foreldrar hans voru Margrét Jóhannsdóttir og Hannes Gíslason. Þau systkinin urðu ellefu talsins og fimm þeirra eru enn á lífi. Ingólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigríði Sólveigu Run- ólfsdóttur, 23. nóvember 1947 og eignuðust þau fimmtán börn. Þau eru: Margrét gift Einari Hallfreðs- syni, Grímur kvæntur Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur, Runólfur kvæntur Guðbjörgu Friðriksdóttur, María, Ester gift Guðmundi Óla Sigur- geirssyni, Katrín gift Kjartani Ein- arssyni, Hannes kvæntur Grétu B. Erlendsdóttur, Elísabet, Valur, Kári kvæntur Guðnýju Ó. Pálsdóttur, Guðjón kvæntur Indíönu Jafetsdótt- ur, Björk gift Hafþóri M. Hannib- alssyni, Lára, sambýlismaður henn- ar er Agnar Þór Árnason, Sólveig, sambýlismaður hennar er Gunnar Þór Gíslason, Svandís, sambýlis- maður hennar er Einar Örn Birgis- son. Barnabörnin eru orðin tuttugu og fimm. Ég kynntist Ingólfi fyrir 12 árum, þá nýbúin að kynnast Kára, syni hans. Fyrir mér var það mjög sérstakt að kynnast Ingólfi og Sigríði og allri þeirra stóru íjöl- skyldu. Ingólfur og Sigga bjuggu alla tíð í Kópavogi og tók Ingólfur virkan þátt í uppbyggingu Kópa- vogsbæjar. Ingólfur var alltaf fullur af orku og vinnusamur með eindæmum, enda bera börnin hans það öll með sér, hinir mestu dugnaðarforkar. Árum saman rak hann geysistórt hænsnabú í Kópavogi og naut við rekstur þess dyggrar aðstoðar konu sinnar og barna. Oft undraðist ég hvernig hægt var að koma upp svo stórum barnahópi en með einstök- um dugnaði Sigríðar og Ingólfs gekk það vel. Ingólfi fannst gaman að ferðast þegar hann byijaði á því á seinni árum. En sú ánægja varð skammvinn því árið 1983 fékk hann áfall sem orsakaði að hann komst ekki til heilsu aftur. Hann lá á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi síðustu árin og naut þar góðrar umönnunar sem fjölskylda t Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU SOFÍU J. GUNNARSSON Hringbraut 50, Reykjavfk. Guðmundur Jens Guðmundsson, Kristin Björk Ingimarsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson, Elfnrós Anna Guðmundsdóttir, Þóra Björk Guðmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ODDNÝJAR AXELSDÓTTUR, hjúkrunarfræðings. Málfrfður Stefánsdóttir, Málfríður Baldursdóttir, Axel Baldursson, Jón Baldursson, Ingibjörg A. Baldursdóttir, Laufey G. Baldursdóttir, Baldur Baldursson og fjölskyldur. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURFLJÓÐAR OLGEIRSDÓTTUR. Þórunn Erlendsdóttir, Guðfínna E. Gauvin, Guðjón Erlendsson, Olgeir Erlendsson, Pálína Erlendsdóttir, Einar Erlendsson, Guðmundur Kristinsson, Ernest Gauvin, Anna ívarsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, Urriðaá. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Þórdís Guðmundsdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon, Erlendur Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurbjörn Garðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga verður lokuð í dag, föstudaginn 27. júlí, vegna jarðarfar- ar ALFREDS G. ALFREDSSONAR. Landssamtök hjartasjúklinga. hans er þakklát fyrir. Sigga tengdamamma heimsótti og aðstoðaði hann á hveijum degi öll árin og með sinni einstöku þolin- mæði og þrautseigju létti hún byrð- ina. Hún er heiðurskona. Með þessum línum kveð ég Ing- ólf og er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Guðný Ó. Pálsdóttir Með þessum sálmi viljum við öll kveðja elsku afa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Barnabörnin Faðir okkar, Ingólfur Hannesson, verður jarðsunginn í dag. Hann lifa Sigríður Runólfsdóttir eiginkona hans og við 15 systkinin. Við yngstu systumar viljum minnast hans ekki eingöngu sem góðs föður heldur einnig stórhjartaðs manns sem allt- af var boðinn og búinn að veita börnum sínum, vinum og ættingjum stuðning ef eitthvað bjátaði á. Það þurfti mikla vinnu til að framfleyta þessari stóru fjölskyldu. Pabbi vann mikið í hænsnabúinu sem hann byggði og rak við Sunnu- brautina í Kópavoginum. Hann hafði einnig gaman af því að byggja og þau eru ófá íbúðarhúsin sem ' hann reisti. En þrátt fyrir alla þessa vinnu fann pabbi alltaf einhvern tíma til að sinna okkur börnunum. Okkur eru sérstaklega minnisstæðar ferð- irnar sem við fórum með honum í húsið okkar í Hveragerði og í rétt- irnar á haustin. Okkur er einnig minnisstætt þegar pabbi fór með okkur yngstu systurnar og mömmu til Kanada árið áður en hann veikt- ist og var það yndislegur tími. Þegar pabbi ætlaði að setjast í helgan stein og njóta ávaxta erfiðis síns varð hann fyrir heilablæðingu, þar sem hann var að rífa niður hænsnabúið. Vegna þessarar heila- blæðingar dvaldi hann sex síðustu ár ævi sinnar í sjúkrarúmi, lengst af á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem hann andaðist aðfaranótt þriðjudagsins. Við getum bara reynt að ímynda okkur hvernig það hefur verið fyrir þennan atorkusama mann að liggja á sjúkrasofnunum í svona langan tíma. Þó að það sé alltaf sárt að sjá á eftir sínum nánustu vitum við að pabba líður betur núna en í veik- indum sínum og við skulum reyna að mipnast hans eins og hann var við fulía heilsu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, lians dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sólveig og Svandís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.