Morgunblaðið - 27.07.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.07.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 25 Afínæliskveðja: Jóney M. Jónsdóttir Amma mín, Jóney Margrét Jóns- dóttir, fæddist á Hellnum á Snæ- fellsnesi 27. júlí 1900. Foreldrar hennar voru Jón Magn-. ússon og Katrín Friðriksdóttir. Fyrstu árin elst hún upp hjá ömmu sinni Ingileif Erlingsdóttur en fer síðan 9 ára gömul til föður síns og konu hans Sigurlínar Þormóðsdótt- ur að Lýsudal í Staðarsveit. Um tvítugt ræður hún sig til starfa í Ólafsvík og um það leyti kynnist hún afa mlnum Kristjáni Jónssyni frá Einarslóni í Breiðuvíkurhreppi. Afi minn lærði skósmíði í Ólafsvík en gekk alla tíð að öðrum störfum samhliða iðngrein sinni. Afi minn og amma festu ráð sitt árið 1923 og hófu búskap á ættjörð hans. Þar urðu þau sem og ávallt síðar þekkt fyrir gestrisni sína og velvild og dvöldu oft hjá þeim marg- ir gestir. Má þar nefna Jóh. S. Kjarval, sem dvaldi hjá þeim sumar- langt og var góður vinur þeirra. Þeim varð þriggja dætra auðið og þær eru Ingileif sem nú er látin, Ólína og Þórheiður. Árið 1944 flytja þau í Staðar- sveit og voru þeir búferlaflutningar ömmu minni mjög kærir, því hún hefur alltaf unnað Staðarsveitinni, þar sem hún sleit barnsskónum. Árið 1954 flytja þau til Keflavík- ur, þar sem heimili þeirra hefur staðið síðan. Þar hóf amma mín störf í Kaupfélagi Suðurnesja og var þar við afgreiðslu í mörg ár. Ég var í heiminn borinn á heim- ili afa míns og ömmu og þaðan fór ég ekki fyrr en ég stofnaði mitt eigið heimili í Reykjavík. Ég naut ástar og umhyggju þeirra frá fyrsta degi og ég hef verið svo lánsamur að fá að hafa hana ömmu sem fastan punkt í tilveru minni alla tíð. Þrátt fyrir háan aldur hefur hún haldið andlegu atgervi sínu og stað- ið eins og klettur við hlið mér og fjölskyldu minnar og greitt götu nu'na eins og hún best hefur getað. Margs er að minnast frá bemsku- dögum og þá sérstaklega hvað hún amma var mér alltaf góð og um- burðarlynd. Eftir að hún hætti að vinna utan heimilis, þá drýgði hún tekjurnar með því að baka og selja flatkökur. Hún vaknaði fyrir allar aldir til að vera tilbúin með kökurn- ar áður en verslanir opnuðu. Ég átti það til að bjóða félögum mínum með mér heim í löngu frímínútunum í heitar flatkökur og var því ávallt tekið með æðruleysi og vinsemd. Afi minn dó árið 1970 eftir ströng veikindi og eftir það bjugg- um við amma tvö. Ólína móðursyst- ir mín hefur búið í nánu sambýli við ömmu og hefur hún notið frá- bærrar umönnunar hennar og Matthíasar eiginmanns Ólínu. í dag er þinn dagur amma mín og við hlökkum til að gleðjast með þér. Ég vona að þú haldir þinni léttu íund og við fáum að njótajöín áfram. Jón Ólafsson Jóney Margrét Jónsdóttir tekur á móti gestum í Víkingasal Hótels Loftleiða í dag milli kl. 17.-19. imwmAUGL YSINGAR 1. vélstjóra vantar á bát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68017. Álftanes - blaðberar Blaðbera vantar í Bjarnastaðavör, Hákotsvör Blaðberar óskast í Skerjafjörð - Bauganes og Austurbæ - Skipholt. Upplýsingar í síma 691253. Kennarar <ennara vantar við Víkurskóla næsta skóla- ár. Kennslugreinar: íþróttir, enska og íslenska. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 98-71124 og sveitarstjóri í síma 98-71210. —víkursköl! ^^m^^m^ 870 VlK 1 MÝRDAL - SlMI 88 71242 o.fl. Upplýsingar í síma 652880. flltttgmililjifrUki Fótaaðgerðafræð- Starfsfólk óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13-15 virka daga. Múlakaffi, Hallarmúla. ingur Fótaaðgerðafræðingur óskar eftir atvinnu. Bæði hálfsdags- eða heilsdagsstörf koma til greina. Einnig kemur til greina að fara út á land. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeiid Mbl merkt: „F-13362“. , < -- --- ,,v | - ,.-t ..... '—\ a n HÚ5NÆÐIÓSKAST ] BÁTAR-SKIP | HÚSNÆÐI í BOÐI íbúð óskast í Reykjavík Vil kaupa 2ja-3ja herbergja íbúð sem næst Skólavörðuholtinu. Æskilegt væri að mega greiða hluta kaupverðs með gullfallegri bif- reið að verðmæti 1,5 milljónir. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Íbúð-bíll - 500“ fyrir 1. ágúst nk. Kvóti Viljum kaupa botnfiskkvóta. Seljendur, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband í símum 95-13209, 95-13203 og 95-13308. Hólmadrangur hf. Húseign til sölu Til sölu er húseignin nr. 10. við Aðalgötu á Sauðárkróki. í húsinu eru 6 herbergi en þar geta einnig verið tvær litlar íbúðir. Bruna- bótamat er um 3,4 milljónir. Upplýsingar utan vinnutíma veittar í síma 95-35313. Lífeyrissjóður steftarfélaga í Skagafirði. Sæmundargötu 7a. Sími 95-35433. Kvóti til sölu Höfum með að gera u.þ.b. 90 tonn af þorsk- ígildi. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Kvóti - 9180“ fyrir 1. ágúst. Höfn íHornafirði Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu íbúðarhúsnæði fyrir sóknarprest á Höfn. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og sölu- verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 7. ágúst 1990. Fjármálaráðuneytið, 25. júlí 1990. Húseigntil sölu Til sölu er húseignin nr. 10 við Aðalgötu á Sauðárkróki. í húsinu eru 6 herbergi en þar geta einnig verið tvær litlar íbúðir. Bruna- bótamat er um 3,4 milljónir. Upplýsingar utan vinnutíma veittar í síma 95-35313. Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði, Sæmundargötu 7a, sími 95-35433. I ÞJÓNUSTA Athugið Tek að mér að selja ýmsar vörur fyrir heild- verslanir og fleiri aðila. Kaupi einnig lagera. Allt kemur til greina. Tilboð leggist inn é auglýsingadeild Mbl. merk: „G - 9179“. SHlá auglýsingar Wélagslíf Uftnpdt' fe+ð HÚTIVIST GRÓFINHII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVUI14MK Hornstrandir Það er ógleymanleg upplifun að ganga um stórbrotiö landslag þessa eyðisvæðis. Aöeins tvær ferðir eftir í sumar. l. 8.-7.8. Hornvík. Tjaldbæki- stöð. Áhugaverðar dagsferðir m. a. á Hornbjarg. Fararstjóri Gísli Hjartarson. Tilvalin ferð fyr- ir þá sem dreymir um að kynn- ast Hornströndum en treysta sér ekki í bakpokaferð. 23.8.-31.8. Snæfjallaströnd — Reykjafjörður. Bakpokaferð. Gengið um fjölbreytt svæði frá bæjum til Grunnavíkur, í Leiru- fjörð, Hrafnsfjörð og yfir til Reykjafjarðar. Fararstjóri Rann- veig Ólafsdóttir. Hálendið 4./8.-12./8. Kynnist töfrum há- lendisins: Góður hálendishring- ur, komið við á öllum helstu stöð- unum norðan Vatnajökuls: Trölladyngja - Herðubreiðar- lindir - Kverkfjöll - Snæfell - Lagarfljótsgljúfur. Norður um Sprengisand í Gæsavötn, til baka um Suðurfirði. Hús og tjöld. Far- arstjóri: Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagur 29. júlí - dagsferðir: Kl. 8.00 Þórsmörk - dagsferð (Verð kr. 2.000,-). Ath. ódýrt sumarleyfi hjá Ferða- féiaginu í Þórsmörk. Ferðir til Þórsmerkur sunnudaga, mið- vikudaga, föstudaga og til baka sömu daga. Afmælisgangan Reykjavík - Hvftárnes 8. ferð - Brottför kl. 10.00. 1. Laugarvatnsvellir - „Kóngsvegur*1 - Miðdalur Gangan hefst við Laugarvatns- helli og þaðan er gengið sem leið liggur að Miödal. Gengið í um 5 klst. Verð kr. 1.200,-. Spurning í þessari ferð er: Hvað hét konungurinn sem „Kóngs- vegurinn" er kenndur viff? 2. Laugarvatnshellar - Gullfoss - Geysir Ekið að Gullfossi og síðan stopp- að hjá Geysi. Verð kr. 1.200,-. Brottför kl. 10.00 f báðar ferð- irnar. Miðvikudag 1. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk - dagsferð (verð kr. 2.000.-). Kl. 20.00 Bláfjallaheliar (Strompheliar). Áhugafólk um hellaskoðun ætti ekki að missa af þessari ferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bil. Frítt fyr- ir börn að 15 ára aldri. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Helgarferðir 27.-29. júlí 1. Þórsmörk - miðsumarsferð Gönguferðir viö allra hæfi um Mörkina. Margrómuð gistiað- staða í Skagfjörðsskála/Langa- dal hjá Ferðafélaginu. Dvöl i Þórsmörk er peninganna virði. 2. Landmannalaugar - Eldgjá - Háifoss Ekið i Eldgjá og gengið á Gjátind og að Ófærufossi. Á leiðinni til Reykjavíkur á sunnudag verður komið við hjá Háafossi. Gist í notalegu sæluhúsi F.í. í Land- mannalaugum. 3. Kjölur - Kerlingarfjöll - Hveravellir Gist í Hvítárnesi fyrri nóttina. Ekið til Kerlingarfjalla á laugar- degi og- gengið um svæðið. Næstu nótt gist á Hveravöllum. Góð gistiaðstaða í sæluhúsum F.(. á Kili. Álftavatnsskáli Okkur vantar sjálfboðaliða næstu viku. Hafið samband við skrifstofuna. Upplýsingar og farmiðasata á skrifstofu F.(„ Öldugötu 3. Helgarferðir með Ferðafélaginu eru góð hvíld frá dagsins önn. Feröafélag fslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.