Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Ný skýrsla um álver á Dysnesi: Loftbelgur svífiir í fyrsta sinn norðan heiða: Á heitu lofti yfir Mývatnssveit í miðnætursól FÁ ORÐ geta lýst þeirri sýn sem fyrir augu ber. Þú stendur i smárri tágakörfú í um 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Fyrir neðan þig gufustrókarnir í Bjarnaflagi. Til norðurs sér til ósa Jökulsár fyrir botni Öxarljarðar þar sem miðnætursólin rýður hafið logagylltum bjarma. Fjallahringurinn til vesturs og suðurs en útsýni inn á Öræfi til austurs, eins og augað eygir. Það blakt- ir ekki hár á höfði. Aðeins masið í meðreiðarsveinum þínum rýf- ur næturkyrrðina. Morgunblaðið er á ferð í loftbelg yfir Mývatns- sveit, þeim fyrsta sem nokkru sinni hefur svifið norðan heiða. Loftbelgurinn í þann veginn að hefja sig til flugs, skammt austan við Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit. Nú hleypir lofcbelgsstjórinn, William Spreadbury, logatungum upp í belginn til að hita loftið, sem heldur ferðalöngunum uppi. í tágakörfunni eru auk blaða- manns og Spreadburys Gestur Jónasson sem les ferðalýsingu inn á segulband fyrir útvarps- hlustendur. Einstök kyrrð og lotning gagn- tekur loftbelgsfara sem ku vera aðalsmerki þessa ferðamáta, allt frá því að þeir bræður Montgolfi- er svifu fyrstir manna jörðu ofar, í París 21. nóvember árið 1783. Þrátt fyrir framfarir í allri flugtækni síðustu tvö hundruð ár hafa loftbelgirnir litlum breyting- um tekið. Enn er galdurinn sá að fylla næfurþunnan belg heitu lofti, -festa við hann tágakörfu og sleppa Iandfestum. Loftbelgs- farar gefa sig sem fyrr á vald vinda og svífa þangað sem blær- inn ber þá. William Spreadbury er í hópi þeirra manna sem hafa tekið slíku ástfóstri við loftbelgsflug að þeir helga því líf sitt. Belgur- inn sem sveif yfir Mývatnssveit um miðnæturbil aðfaranótt fimmtudags er hingað kominn á vegum Ferðamálaráðs Islands, Evrópubandalagsins og Fríversl- unarsamtaka Evrópu, EFTA, en tvær síðasttöldu stofnanirnar gangast nú fyrir ferðamálaári Evrópu. í för með Spreadbury er Susan Carden, sem einnig hefur loft- belgsflug að atvinnu. Þau eru bæði lausamenn í flugi, en starfa þó megnið úr árinu fyrir Airship and balloon company í Bretlandi, sem er í eigu Richard Branson, stofnanda Virgin-fyrirtækisins. Loftbelgurinn sem fluttur var hingað af þessu tilefni er fremur smár í sniðum, en þó 20 metra hár fullblásinn og tekur um 2.000 rúmmetra af lofti. í körf- unni, sem vegur um 500 kg hlað- in própangasi og flugleiðsögu- tækjum, rúmast þrír menn. Fjölmiðlamenn sem lagt hafa leið sfna að Mývatni verða þess áþreifanlega varir hversu stór hluti þessarar íþróttar er fólginn í bið. Þegar lagt er af stað frá Akureyri býður blíður sunnan blærinn upp á flug yfir vatnið. Þegar rennt er í hlað að Hellu- vaði hefur vindurinn náð sér á strik og kemur í veg fyrir að belgurinn fái svifið öruggur. Ekki tekur betra við þegar hafgolan byijar að hrekkja um kvöldið. Á tólfta tímanum eru erlendu sendimennirnir orðnir vondaufir um að geta hafið sig á loft. Þeir eiga fjögurra tíma ferðalag fyrir höndum niður á Norðfjörð til móts við feijuna Norrænu. Þá dettur skyndilega á dúnalogn. Fáeinum mínútum síðar eru Spreadbury og Carden byijuð að breiða úr belgnum á túninu austan við Hótel Reykjahlíð. Ferðafólk og Mývetningar streyma að úr öllum áttum til að virða fyrir sér þetta skringi- lega fyrirbæri. Belgurinn er mál- aður í skærum litum, enda ætlað það hlutverk öðru fremur að vekja athygli. Fyrir miðju á báðum hliðum er merki Evrópubanda- lagsins, stjörnur á bláum grunni og farfugl sem breiðir úr vængj- unum. Á belginn eru festir þjóð- fánar landanna 18 sem mynda EB og EFTA. Eftir örlitla glímu við Kára rís loftbelgurinn tígulega til him- ins. Spreadbury kastar landfest- um og loftbelgurinn stígur upp með feiknahraða. Brátt eru ferðalangar í um 1.000 metra hæð yfir jörðu. I fyrstu stendur loftbelgurinn algerlega kyrr, en loftbelgsstjórinn byijar að leita að straumum í þeirri miklu lag- köku sem er veðrahjúpur jarðar. í þessari íþróttagrein er leikin blindskák við máttarvöldin. Skráðar reglur er fáar, en hyggjuvitið og reynslan ræður meiru. Eftir útsýnisflug yfir Eldá sunnan Hlíðarfjalls, Hálsa og Nónbungur ákveður Spreadbury að koma inn til lendingar við veg- inn austan við Námaskarð. Hann kallar í talstöðina til Carden og bílalestin, sem hefur elt belginn um allar trissur, sniglast í átt að lendingarstaðnum. Loftbelgsstjórar segjast ekki fljúga belgjum heldur aka og nú kemur skýringin á því hugtaki. Eftir að Spreadbury hefur komið auga á hentugan lendingarstað lyftir hann belgnum upp í vind- streng til suðvesturs, lækkar sig svo norðanáttina og tyllir körf- unni loks hljóðlega niður rétt austan við Dalborgina. Flugið sem virtist aðeins ör- skotsstund, hefur tekið um 50 mínútur. í næturkyrrðinni tindra ljósin á Kröfluvirkjun skammt frá. Loftbelgsfarar jafnt sem aðrir þátttakendur eiga enn eftir að koma niður á jörðina, að loknu flugi í miðnætursól rúma 80 km frá heimskautsbaug. B.St. iuuiguiiuiauiw/ivuuai í-ui William Spreadbury og Susan Carden kanna skilyrði til loftbelgja- fiugs við Mývatn á niiðvikudagskvöld. Kostnaður lækkar um 270 millj. króna miðað við fyrri áætlun KÖNNUN Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar á hugsanlegri lóð álvers á Dysnesi hefur leitt í ljós að lækka má kostnað um 270 milljónir króna miðað við lyrri áætlun. Yrði hafnargerð fyrir álverið mun ódýrari við Dysnes en á Keilisnesi eða við Reyðar- fjörð. Þetta kemur fram í skýrslu sem send hefur verið iðnaðar- ráðuneyti og Atlantsálhópnum, samkvæmt heimildum blaðsins. Skýrslan er afrakstur athugana sem Almenna verkfræðistofan hf. hefur gert í þessum mánuði. Eftir að Atlantsálhópurinn tók að miða við hugsanlega stækkun álversins í 400.000 tonn var ljóst að sú lóð sem fundin hafði verið fyrir álverið á Dysnesi hentaði ekki. Að loknum jarðvegsathugunum sunnan Pálm- holtslækjar í Arnarneshreppi hefur komið í ljós að með því að færa Ióð álversins einn km til suðurs megi lækka kostnað umtalsvert. Höfn stóriðjuversins hefur nú verið fundinn staður á Ytri-Töng. Þar er kostnaður við mannvirki hinn sami og á fyrri stað, eða um 420 milljónir króna. Samkvæmt heim- ildum blaðsins er reiknað með því að hafnargjöld nemi 4 bandaríkja- dölum fyrir hvert tonn áls. Heildar- kostnaður við jarðvegsvinnu, vega- gerð og höfn fyrir álverið yrði tæp- ir tveir milljarðar króna yrði því valinn staður við Pálmholtslæk. Skýrslan sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur lokið við tekur aðeins til vinnu við lóð álversins. Enn er beðið lokaniðurstöðu um kostnað við byggingu álversins og rafmagnslínur að því á þeim þremur stöðum sem enn eru taldir koma tii greina, Keilisnesi, Dysnesi og í Reyðarfirði. Vilja koma á 20 loftbelgjum til Akureyrar HÓPUR evrópskra ævintýra- manna hefur sýnt áhuga á því að koma með um 20 loftbelgja flota til Akureyrar næsta sumar. Tveir liðsmenn koma til bæjarins í næsta mánuði til þess að kynna sér aðstæður. Þetta yrði stærsti floti loftbelgja sem nokkru sinni hefur hafið sig til flugs á Islandi. Að sögn Kolbeins Sigurbjörnsson- ar fékk hann nýlega fyrirspurn frá Bretlandi um það hvort slíkt flug væri mögulegt. Hópurinn sem hér um ræðir kallar sig Global Explor- ers. Liðsmenn eru frá mörgum lönd- um Evrópu. Síðasta sumar svifu þeir á loftbelgjunum í Afríku. Orgelleikur og sópransöngur á sumartónleikum FJÓRÐU sumartónleikarnir á Norðurlandi eystra lieljast á Húsavík í kvöld klukkan 20.30. Þar syngja Carola Bischoflf og Margrét Bóasdóttir sópranar og Heinz Markus Göttsche leikur á orgel. Tónleikunum verður fram haldið í Reykjahlíðarkirkju á laugardags- kvöld kl. 20.30 og í Akureyrarkirkju á sunnudag klukkan 17.00. Á efnis- skránni verða orgelverk, einsöngur og dúettar. Meðal höfunda eru Buxtehude, Purcell, Monteverdi, Distler, Kretzschmar, Mendelssohn og Bach. Carola Bischoff er kennari í Neu- stadt og hefur yfirumsjón með barnakórastarfi kirkjunnar í Pfalz. Hún nam einsöng, kór- og hljóm- sveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Heidelberg-Mannheim. 'Margrét Bóasdóttir og Bischoff voru samtíða við Tónlistarháskólann í Heidelberg-Mannheim. Þær hafa margsinnis sungið saman í Þýska- landi. Prófessor Heinz Markus Göttsche hefur verið kirkjuorganisti frá ungl- ingsárum. Hann stundaði tónlist- arnám í Lúbeck og Berlín í orgel- leik, tónsmíðum, kór- og hljómsveit- arstjórn. Hann leikur nú við Stifts- kirkjuna í Landau. Hann hefur hald- ið tónleika í 11 Evrópulöndum og leikið inn á ljölmargar hljómplötur með kór- og orgeltónlist. Þór skemmt- ir flölskyldum ÞÓR efnir til útisamkomu á vall- arsvæði félagsins á morgun, laug- ardag. Er samkoman ætluð þeim börnum sem æfa hjá félaginu, for- eldrum þeirra og öðrum velunn- urum félagsins. Skemmtunin hefst klukkan 13 og lýkur kl. 18. Boðið verður upp á reiðhjólaþrautir á malarvellinum og þrautaboðhlaup með þátttöku for- eldra. Stefnt er að því að bjóða upp á akstur „go-cart“-bíIa norðan við Glerárskóla. Þá fer fram knatt- spyrnuleikur .milli 2. flokks karla Þórs og Fram, sem_ eru undanúrslit í bikarkeppni KSÍ. Einnig blak, skallablak og hnit. Leiðrétting VEGNA rangra upplýsinga brengluðust nöfn í frásögn og myndartexta um vinabæjamót í Svíþjóð á Akureyrarsíðu síðastlið- inn miðvikudag. Þar gat um Sigríði Margréti Jóhannsdóttur, en hún heitir Sigríður Magnea. Svavar er Eyþórsson og Sigfús Stefánsson. Þá sagði í myndartexta að á myndina vantaði Kristínu Helgu Björnsdóttur, en með réttu hefði mátt geta Bjarna Siguijónssonar að auki. Þetta leiðréttist hér með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.