Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990
Ég kem hingað til að kynn-
ast viðhorfum íslendinga
- segir Frans Andriessen í fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
UNDIR stjóm Frans Andries
sens, sem fer með utanríkismál
innan framkvæmdastjórnar Evr-
ópubandalagsins (EB), lætur
bandalagið æ meira að sér kveða
í utanríkismálum. Andriessen
kom hingað til lands í gær til
viðræðna við íslensk stjómvöld.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann
heimsækir Island en hann hefur
setið í framkvæmdastjórninni
síðan 1981 og er nú varaforseti
hennar, það er hann gengur
næst Jacques Delors. Hann seg-
ist hingað kominn til að læra og
hlusta á viðhorf íslendinga.
Bandalagið sé opið öllum sem
halí áhuga á að sækja um aðild
að því. Um þessar mundir liggi
fyrir fjórar umsóknir; frá Aust-
urríki, Kýpur, Möltu og Tyrk-
landi. Afstaða til þeirra verði
tekin þegar bandalagið hafí
komið fastari skipan á innri mál
sín s.s. með einum markaði 1992.
Á nýlegum fundi leiðtogaráðs EB
í Dublin var ákveðið að veita Sov-
étríkjunum efnahagsaðstoð að upp-
fylltum vissum skilyrðum. Andr-
iessen var nýlega í Moskvu til að
kynnast ástandinu þar af eigin
raun. Þegar rætt var við hann
skömmu eftir komuna til landsins
í gær var fyrst spurt, hvað hann
segði um Sovétríkin.
„Vandi Sovétríkjanna ertvíþætt-
ur; efnahagslegur og stjórnskipun-
aríegur. Efnahagsstarfsemin er í
kaldakoli. Ríkið kann að vera að
liðast í sundur. Sovéska ríkisstjóm-
in leggur mikið á sig til að hafa
stjóm á þróun mála. Okkur var
sagt, að í bytjun september yrðu
lagðar fram fastmótaðar tillögur
um efnahagsmálin og stjóm ríkis-
ins. í samræmi við ákvörðunina í
Dublin þurfum við að meta þessar
tillögur og taka síðan ákvörðun um
það, hvort unnt sé að veita efna-
hagsaðstoð. Við sendum nefnd til
Moskvu nú í ágúst og aftur í sept-
ember til að kynna sér málin. Hvað
sem þessu líður er ljóst, að EB
hefur tekið pólitíska ákvörðun um
að styðja perestrojkuna, spumingin
er hvernig og hvenær það verður
gert.“
Hvað um önnur lönd í Austur-
Evrópu. Hver er afstaða EB til
þeirra?
„Við emm reiðubúnir að ræða
við þau öll, nema Rúmeníu, um
einhvers konar tengsl og við viljum
ganga frá skipan þeirra mála nú í
haust, ef kostur er. Við semjum
ekki við þessi ríki sameiginlega
heldur hvert um sig og reynum að
taka tillit til sérstakra aðstæðna.
Engir fyrirvarar eru á fjárhagsað-
stoð við þau eins og við Sovétríkin,
þannig að hún verður veitt, þegar
gengið hefur verið frá formsatrið-
um.“
Á sama tíma og afstaða banda-
lagsins til Austur-Evrópuríkjanna,
sem áður vildu ekki viðurkenna til-
vist EB, er að þróast með þessum
hætti, fara fram miklar umræður
um það, hvemig bandalagið eigi
að standa að stefnumótun í ut-
anríkismálum. Sir Leon Brittan,
sem sæti á í framkvæmdastjóm
EB, sagði nýlega í ræðu í Róm,
að stofna ætti evrópskt öryggis-
bandalag, innan EB ættu menn
ekki að láta sér nægja að fjalla um
utanríkismál eins og nú er gert
heldur einnig öryggismál. Hver er
skoðun Andriessens á þessu?
„í lok ársins verður efnt til sér-
stakrar ráðstefnu ríkisstjóma EB-
landanna um pólitískt samstarf
sem hingað til hefur snúist um
mótun utanríkisstefnunnar, í slíku
samstarfi er oft erfítt að horfa fram
hjá öryggismálunum og á því vakti
Sir Leon Brittan athygli með per-
sónulegri hugmynd sinni. Nú er það
Atlantshafsbandalagið (NATO),
sem er samstarfsvettvangurinn um
öryggismál. Það eru hvorki öll evr-
ópsk NATO-ríki í EB né öll EB-
Morgunblaðið/Börkur Amarson
Frans Andriessen
ríki í NATO, þannig að hér er um
flókið mál að ræða. Evrópski hóp-
urinn innan NATO þarf að starfa
saman."
í lokaályktun nýlegs leiðtoga-
fundar NATO er vikið sérstaklega
að EB og rætt um samstarf þess
við Bandaríkin. I Bandaríkjunum
heyrast þær raddir, að bandarísk
stjómvöld eigi að fá einhvers konar
aðild að samráði EB-ríkjanna um
mótun utanríkisstefnu. Er slíkt á
döfínni?
„Bandaríkjamenn hafa ekki sett
fram neinar óskir um að fá að sitja
við borðið með okkur í EB, þegar
við ræðum utanríkismál. Þeir vilja
hins vegar betri samræmingu við
mótun afstöðu. í þessu tilliti þarf
að sjálfsögðu að líta til breyttra
aðstæðna í samskiptum austurs og
vesturs. í Dublin var samþykkt að
gefin yrði út Atlantshafsyfírlýsing
um framtíðarsamstarf EB og
Bandaríkjanna. Efni hennar er nú
til umræðu innan EB og síðan verð-
ur rætt um hana við Bandaríkja-
menn. Ég hef sett fram persónu-
lega tillögu," segir Andriessen,
„um að gerður verði formlegur
sáttmáli milli EB og Bandaríkjanna
um það, hvemig að þessum málum
verði staðið."
Þegar Andriessen er spurður um
stöðuna í innri málum bandalagsins
segir hann, að þar sé í fyrsta lagi
unnið að því að koma á sameigin-
lega markaðinum. í öðru lagi sé
unnið að því að' gera bandalagið
að einni fjármagnslegri heild og
hafí öll höft á fjármagnsviðskiptum
verið afnumin 1. júlí sl. Um þetta
séu ríkin öll sammála. í þriðja lagi
sé síðan rætt um einn gjaldmiðii
og sameiginlegan seðlabanka.
Bretar standi gegn þróun í þá átt
en formið á samvinnunni sé Jjóst.
Að því er pólitíska samstarfíð varð-
ar, það er um mótun utanríkisstefn-
unnar, séu skiptar skoðanir bæði
um form og stefnu og sé unnið að
því að samræma sjónarmiðin.
Afstaðan til EFTA
Hvernig snýr þetta allt við
Fríverslunarbandalagi Evrópu
(EFTA)? Hefur EB tíma eða áhuga
á að ræða við EFTA-ríkin um frek-
ara samstarf, á meðan þróunin er
jafnhröð annars staðar og raun ber
vitni?
„Við höfum ákveðið fjölþjóðiegar
viðræður við EFTA. Þær eru nú
hafnar og stefnt að því að þeim
ljúki um áramótin, þótt ýmsir efíst
um að það takist. Með viðræðunum
við EFTA er ætlunin að stofna
evrópskt efnahagssvæði (EES).
Eins og málum er háttað innan
EB eru slíkar fjölþjóðlegar viðræð-
ur skynsamlegar núna, þar sem það
er ótímabært fyrir EB að taka við
fleiri aðildarríkjum á meðan unnið
er að innri málefnum bandalagsins.
Það er undir sérhvetju EFTA-ríki
komið, hvort það vill fjölþjóðlegar
viðræður við EB eða tvíhliða. Ríkin
völdu fyrri kostinn og við sættum
okkur ágætlega við hann.
Þegar litið er á viðræðumar
sjálfar, sést að þær eru tvíþættar.
Annars vegar er rætt um efnislega
hlið samninganna, hvernig EFTA-
ríkin geta lagað sig að lögum og
reglum EB. Þama er litið á málin
í heild og óskir um undanþágur.
Hins vegar er rætt um skipulags-
mál, það er hvemig sameiginlegri
stjóm evrópska efnahagssvæðisins
skuli háttað. Að því er skipulags-
málin varðar glímir EB við sér-
stakan vanda vegna Evrópuþings-
ins, sem hefur ráðgefandi vald inn-
an bandalagsins. Þingmenn sætta
sig ekki við að EFTA-ríki fái rétt
til meiri áhrifa á EB-ákvarðanir
en þingið sjálft. Hef ég rætt þessi
mál ítarlega við EB-þingmenn.
Mín afstaða er sú, að á þessu
stigi skuli ekki að gert of mikið
úr skipulagsmálunum heldur eigi
að einbeita sér að lausn efnislegra
ágreiningsmála. Þegar náðst hefur
viðunandi samkomulag um þau er
tímabært að líta á hinn þáttinn."
Vill EB að EFTA standi sér jafn-
fætis sem yfírríkjastofnun?
„Við höfum ekki sett fram neina
ósk um það. Við viljum að EFTA
komi fram sem ein heild og leggjum
höfuðkapp á að stjómarhættir séu
þannig að einhver einn EFTA-aðili
geti tryggt að ákvörðunum, sem
snerta evrópska efnahagssvæðið,
sé hmndið í framvæmd, og haldið
uppi eftirliti með að farið sé að
reglum. Hvemig EFTA-ríkin haga
þessu samstarfí er undir þeim kom-
ið. Við lítum ekki á skipulagið held-
ur þann árangur, sem það skilar."
Samskiptin við ísland
Hinn 18. apríl síðastliðinn vom
þeir Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra á
fundi með framkvæmdastjóm EB
í Bmssel. Þar var rætt um tvíhliða
samskipti íslands og bandalagsins.
ítrekuð var sú íslenska skoðun að
ekki kæmi til álita að verða við ósk
EB um skipti á veiðiheimildum og
verslunarfríðindum. Hins vegar var
látið í veðri vaka, að skipti á físk-
veiðiheimildum kæmu til álita,
engu að síður hefur Manuel Marin,
sem fer með sjávarútvegsmál í
framkvæmdastjóminni, ekki séð
ástæðu til að þiggja boð um að
koma til íslands. Hann telur slíka
ferð verða árangurslausa. Ætlar
Andriessen að leita leiða til að auð-
velda Marin að þiggja boð Halldórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra?
„Við skulum hafa í huga að
rætt er um físk í fjölþjóðaviðræðum
EFTA og EB. Það er besta leiðin
til að ná árangri eins og málum
er nú háttað, enda hafa fieiri
EFTA-ríki hagsmuna að gæta í
þessu efni en íslendingar. Auðvitað
era tvíhliða samráð ekki útilokuð
á meðan fjölþjóðlegu viðræðumar
standa yfír, það skaðar aldrei að
sjónarmiðin séu reifuð og kynnt.
Eg er viss um að starfsbróðir minn
í framkvæmdastjóminni er tilbúinn
að ræða við Islendinga, þegar hann
metur það tímabært. Á meðan ég
er hér á landi ætla ég að læra,
hlusta á viðhorf viðmælenda
minna. Ég gef starfsbræðmm
mínum síðan skýrslu, þegar ég sný
aftur til Bmssel, og ræði sérstak-
lega við Manuel Marin. Nú í upp-
hafí heimsóknar minnar vil ég því
ekkert um þessi mál segja, ég vil
kynnast íslenskum sjónarmiðum
fyrst.
Ég kem ekki hingað til Islands
með neinn sérstakan boðskap held-
ur til þess að kynnast viðhorfum
íslendinga. Ég vil þó minna á, að
samstarf EB og EFTA-landanna,
sem era þau ríki er standa okkur
næst, nær til margs fleira en við-
skipta og verslunar. Við þurfum
að efla samstarf okkar í vísindum
og rannsóknum, huga að menning-
ar- og menntamáium, auðvelda
námsmönnum að afla sér fróðleiks
og reynslu. Ég er sannfærður um
að á öllum þessum sviðum getum
við átt gott samstarf við íslendinga
og Evrópubandalagið vill gott al-
hliða samstarf við þá.“ Bj.Bj.
Morgunblaðið/Sturla Páll
Skemmtiferðabáturinn Eyjalín sér um áætlunarferðir um ísaQarðar-
djúp.
Skemmtiferð kven-
félagsins á Hesteyri
Suðureyri.
Kvenfélagskonur úr kvenfélaginu Arsól á Suðureyri Qölmenntu í
skemmtiferð í HestQörð í Jökulfjörðum við ísafjarðardjúp sunnudaginn
15. júli ásamt nokkrum gestum.
Fréttaritari Morgunblaðsins var
einn gestanna í förinni. Lagt var af
stað frá Suðureyri í rútu til Isafjarð-
ar. Þar var stigið um borð í Eyjalín,
sem er skemmtiferðabátur sem sér
um áætlunarferðir um ísafjarðar-
djúp. Þegar hópurinn, sem saman
stóð af 20 manns, hafði komið sér
fyrir þægilega um borð, var þeyst
af stað út á Djúpið opg stefnan tek-
in á Jökulfirði á yfir 20 mílna hraða,
en ísafjarðardjúp skartaði sínu feg-
ursta því logn var og 15 stiga hiti.
Á siglingunni yfir Djúpið bar margt
fyrir augu sem fararstjórinn okkar,
Snorri Grímsson, útlistaði fyrir fróð-
leiksþyrstum ferðalöngum. Eftir um
einnar klukkustundar siglingu var
akkeram varpað grannt út af Hest-
eyri og þaðan var mannskapurinn
feijufluttur í land á gúmmíbát.
Stoppað var á eyrinni í rúma tvo
tíma og bar margt fyrir augu manna
á meðan, m.a. gömul hús í misgóðu
ásigkomulagi, minjar um forna at-
vinnuhætti ásamt fjölskrúðugum og
gróskumiklum gróðri. Mörgum þótti
sárt að þurfa að yfirgefa þennan
fallega stað svo fljótt, en öll ævin-
týri enda um síðir og var því stefnan
næst tekin á Skutulsfjörð. Eyjalín
risti spegilsléttan hafflötinn á heim-
leiðinni og mátti lundinn hafa sig
allan við að forða sér undan henni.
Heim var komið þegar degi var tek-
ið að halla, ferðalangar fóra lúnir
en ánægðir undir sængina þetta
kvöld. Efalaust hefur margur velt
því fyrir sér hvers vegna slíkir stað-
ir hafí lagst í eyði og eflalaust eru
svörin mörg við því.
- Sturla Páll
Hólmavík:
100 ára afinælis-
hátíð hefst í dag
DAGANA 27.-29. júlí verður haldin mikil hátíð á Hólmavík til þess
að minnast eitt hundrað ára afmælis verslunarréttinda. Mikil undir-
búningsvinna hefúr verið unnin og er íramkvæmdastjóri hátíðarinn-
ar Örn Ingi Gíslason, myndlistarmaður á Akureyri.
Stofnað verður til menningarlegs
og félagslegs sambands við Raufar-
hafnarbúa sem munu fjölmenna til
Hólmavíkur. Þá mun Átthagafélag
Strandamanna í Reykjavík taka
þátt í hátíðinni svo og Hvamm-
stangabúar.
Myndlistarmenn dvöldu í hálfan
mánuð á Hólmavík fyrir hátíðina
og höfðu aðstöðu í Grannskóla
Hólmavíkur. Sýning verka þeirra
verður opnuð í dag, föstudaginn 27.
júlí, í skólanum.
Félagar úr leikfélögum á Norður-
landi hafa dvalið á staðnum fyrir
hátíðina til þess að undirbúa leik-
smiðju í samvinnu við heimamenn
og verður hún í gangi meira og
minna samfellt alla hátíðina.
Útvarpsstöð hóf starfsemi á
Hólmavík viku fyrir hátíðina og
sendir út alla helgina. Tvö svið
hafa verið byggð og er annað á
báti úti á höfninni. Útikaffíhús
verður rekið af Hótel Matthildi og
Vertshúsið á Hvammstanga starf-
rækir sjávarréttaveitingahús, sem
verður við höfnina.
Y erslunarmannahelgin:
Bama- og Qölskyldu-
hátíð verður í Húsafelli
UM VERSLUNARMANNAHELGINA verður efnt til barna- og fjöl-
skylduhátíðar án áfengis í Húsafelli. Margvísleg skemmtiatriði verða
á boðstólum, ekki síst fyrir yngri kynslóðina. Miðafjöldi á hátíðina
verður takmarkaður í viðleitni við að tryggja gestum nægt pláss,
og verður bílaumferð bönnuð á svæðinu meðan á hátíðinni stendur.
Meðal skemmtikrafta sem fram
koma í Húsafelli verða Rokkling-
arnir, amman úr Brúðubílnum,
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
og Eddi frændi. Þá verður boðið
upp á uppákomur eins og fótbolta-
skóla, nestisferðir, hjólabretta-
keppni, rokklingasöngvarakeppni,
varðelda, kvöldvökur og fleira.
Hreinlætisaðstaða við tjaldstæð-
in í Húsafelli er góð, og öflug gæsla
verður á svæðinu á meðan á hát-
íðinni stendur. Miðafjöldi er sem
fyrr segir takmarkaður, að lokinni
sölu 1500 miða verður svæðinu lok-
að og auglýst uppselt.
Að hátíðinni í Húsafelli standa
ferðaþjónustan Húsafelli og BG-
útgáfan. Miðaverð er krónur 4500
fyrir fullorðna, en ókeypis er fyrir
börn yngri en 12 ára.