Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 15

Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 15 kaldan veruleikann. Ég og flöl- skylda mín vottum Elviru, sonum hennar og tengdadætrum samúð við fráfall Þóris. Blessuð sé minning hans. ' Sigríður Helgadóttir Þótt andlát Þóris Ólafssonar hafi ekki komið mér á óvart er erfitt að sætta sig við það. Við kynntumst fyrst í Taflfélagi Reykjavíkur, hann kominn á ungl- ingsár en ég varla. Vinátta okkar hefur staðið síðan. Á hana hefur aldrei borið neinn skugga. Þórir var óvenjulegur maður. Lífsgleði hans var einlæg og lífskrafturinn mikill. Heima hjá honum og Ásthildi móður hans, á Njálsgötu 15, var eiginlega skákheimili. Móðir Þóris hafði kost- gangara, þeirra á meðal var Guð- mundur S. Guðmundsson, sem þá var einn_ sterkasti skákmeistari landsins. Á þessu heimili vorum'við unglingarnir í Taflfélaginu svo til daglegir gestir. Þarna var oft glatt á hjalla en skákin tekin allalvarlega á stundum. Gestrisni Ásthildar virt- ust engin takmörk sett. Á mennta- skólaárunum réðust Þórir og Sveinn Kristinsson í það stórvirki að gefa út skáktímarit sem hlaut nafnið „Skákritið". Heimili þess var á Njálsgötu 15. Þessi útgáfa varþeim til mikils sóma. Við Þórir vorum í sveit ísiands á Alþjóðaskákmóti stúdenta um árabil. I þessari sveit var liðsandinn einstaklega góður og átti Þórir ríkan þátt í því. Þótt al- vara lífsins tæki við, álfur og höf væru á milii þá héidum við alltaf sambandi og hittumst þegar tæki- færi gáfust. Á seinni árum tók Þór- ir að iðka golf sem hann sagði að væri það skemmtilegasta sem hann hefði kynnst frá því að hann lærði að tefla. Hann sótti golfvöllinn fast og lét veður lítið aftra sér. Eitt af mörgu sem ég á Þóri að þakka var að fá að vera með honum í golfi. Hann var svo skemmtilegur að sum- ir félagar okkar höfðu ekki áhuga á að fara á völlinn nema Þórir væri með. Að Iokum vil ég þakka Þóri sam- fylgdina og vináttuna. Við Guðrún vottum Elviru, börn- unum og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning hans. Ingvar Ásmundsson Þórir Á. Ólafsson, hagfræðingur, er látinn aðeins 58 ára að aldri. Þórir fæddist í Reykjavík 6. októ- ber 1931 og voru foreldrar hans Ólafur Jónsson, póstafgreiðslumað- ur á Þingeyri, og Ingibjörg Ásthild- ur Þórðardóttir, saumakona í Reykjavík. Þórir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Að loknu stúdentsprófi fór hann til framhaldsnáms í viðskiptafræði og hagfræði og dvaldist við það nám bæði í Madrid á Spáni og í Bogota í Kolombíu. Þaðan lauk hann prófi árið 1961. Að námi loknu og eftir heimkom- una vann Þórir fyrst við viðskipta- og verslunarstörf, en stofnaði eigin bókhaldsskrifstofu 1974. Það var fyrir tæpum 15 árum að fór vel með búpening sinn, sem skil- aði honum oftast góðum arði. Nýj- ungar í búskap tileinkaði hann sér eins fljótt og kostur var. Hestvagn- ar, hestasláttuvélar, herfi og plógur voru miklar nýjungar á hans yngri árum, jeppinn, dráttarvélin og henn- ar fylgihlutir breyttu öllu búskapar- lagi á síðari hluta ævi hans. En þessi tæki eignaðist hann og notaði við bú sitt. Eins og svo margur af hans kyn- slóð hreifst Guðjón af samvinnuhug- sjóninni og var alla tíð dyggur stuðningsmaður samvinnuhreyfing- arinnar. Sveit sinni og sveitungum vildi Guðjón vinna allt það gagn, sem hann mátti. Kom það víða fram. Stærsta og þýðingarmesta verk hans var að flestra áliti að fá leigða landspildu úr Melstaðarlandi fyrir túnrækt. Þetta tún áttu þeir bændur í sveit- inni sem byggju við verstu ræktun- arskilyrði að fá til afnota. Mun reynslan hafa löngu sannað að þarna var unnið þarft verk. Guðjón leiðir okkar Þóris lágu saman. Hann tók þá að sér að vinna nokkur tíma- bundin verkefni fyrir Daggjalda- nefnd sjúkrahúsa. Daggjaldanefnd sjúkrahúsa var stofnuð 1967 þegar ákveðið var að Tryggingastofnun ríkisins skyldi greiða allan dvalar- kostnað á sjúkrahúsum og létta þannig af sveitarfélögum og ein- staklingum þeim kostnaði sem áður á þeim hvíldi vegna sjúkrahússdval- ar. Daggjaldanefnd hafði ekki fastan starfsmann í fullu starfi fyrr en á árinu 1980 og þá réðst Þórir til starfa hjá nefndinni. í Daggjaldanefnd eiga sæti full- trúar heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis, íjármálaráðuneytis, Ti-ygg- ingastofnunar ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lands- sambands sjúkrahúsa. Starf Þóris á þessum vettvangi fólst í því að undirbúa fundi nefndar- innar, afla allra gagna sem til þurfti til þess að taka ákvörðun um dag- gjöld og síðast en ekki síst að yfir- fara alla reikninga sjúkrahúsa til þess að gera sér grein fyrir raun- verulegum rekstrarkostnaði þeirra. Með ráðningu Þóris í fullt starf árið 1980 komst meiri festa í starf nefndarinnar en áður hafði verið og er raunar óskiljanlegt eftir á hvern- ig hægt var að hafa umsjón með öllum þeim fjármunum sem í gegn- um daggjaldakerfið fara með svo litlu starfsliði. í öllu starfi sínu sýndi Þórir mikla samviskusemi og færni, hann var nákvæmur án þess að vera smá- munasamur. í starfi sínu kom það í hlut Þóris að hafa mjög náin samskipti við alla forstöðumenn sjúkrahúsa á landinu. Hann þurfti að leita til þeirra um upplýsingar um rekstur og fjármálalega stöðu og þeir til hans vegna rekstrarvandamála sinna. Á þeim árum sem Þórir vann fyrir Daggjaldanefnd ferðaðist hann víða um landið, og ég hygg að hann hafi heimsótt flest stærri sjúkrahús landsins og sum oftar en einu sinni til þess að fá betri yfirsýn yfir það starf sem forstöðumenn voru að vinna og fá nánari og persónulegri kynni af því starfsliði sem hann þurfti að hafa samskipti við. Þórir átti mjög gott með að um- gangast fólk og því átti hann auð- velt með að ná góðu sambandi við forstöðumennina eða annað það starfslið sem með Ijármál sjúkra- húsanna fór. Svo sem kunnugt er hefur greiðslufyrirkomulag til sjúkrahúsa í landinu breyst mjög verulega á síðustu árum og fleiri og fleiri sjúkrahús hafa verið færð á föst fjárlög. Sú vinna sem varð við þessa tilfærslu kom að nokkru leyti í hlut Þóris, en jafnframt fækkaði þeim sjúkrahúsum sem á daggjaldakerf- inu eru. Hins vegar hafa dvalar- heimili aldraðra nú komið sem ákvörðunarmál Daggjaldanefndar og kom í hlut Þóris að taka upp samskipti við rekstraraðila þeirra stofnana. Eftir að Þórir var ráðinn í fullt starf hjá Daggjaldanefnd, og sér- staklega eftir að ráðuneytið samein- aðist í eitt húsnæði á Laugavegi eyddi dijúgum tíma og ómældum fjármunum í að koma þessu áhuga- máli sínu í framkvæmd. Þessi mynd- arlegu tún vitna um stórhug Guð- jóns í þágu sveitunga sinna. Ég man fyrst eftir Guðjóni þar sem hann ungur maður er að plægja. Drengsnáða varð starsýnt á, hvernig plógjárnið bylti um jörð- inni og raðaði strengjunum kyrfi- lega hlið við hlið. Það reyndi á þrek þess, sem plógunum stýrði og kunn- áttu við að stjórna hestum og tæki. Þessi mynd af jarðræktarmanninum hefur oft í hug mér komið. Það eru liðin rúm tvö ár síðan Guðjón var síðast gestur á heimili okkar hér í borg. Hann var þá vel em miðað við aldur og hafði á takteinum sög- ur og vísur ef eftir var leitað. Guðjón var maður hreinskiptinn og einarður. Honum lét hátt rómur o g fór ekki í felur með skoðanir sínar hver sem í hlut átti. Hans mun lengi minnst og að öllu góðu. Guðjón verð- ur jarðsunginn frá Staðarbakka- kirkju 27. júlí. Björn Helgason 116, þar sem Daggjaldanefnd hafði skrifstofu sína, urðu samskipti okk- ar Þóris nánari og hittumst við næstum daglega. í dagfari sínu var Þórir hæglát- ur, rólegur og yfirvegaður, en hins vegar góður viðræðu, hafði áhuga á flestum fyrirbærum lífsins og glettinn og spaugsamur þegar það átti við. Á hann var í raun litið sem einn af starfsmönnum heilbrigðisráðu- neytisins og hann féll vel inn í hóp- inn og tók þátt í öllum samveru- stundum og ferðum meðan honum entist heilsa. Fyrir fjórum árum þurfti Þórir að fara í aðgerð vegna krabbameins og allir vonuðust að sjálfsögðu að komist hefði verið íyrir meinið, en fyrir tæpum tveim árum uppgötvað- ist að svo hafði ekki verið og frá því- í lok sl. árs var ljóst að hveiju stefndi. Þórir tók sjúkdómi sínum með raunsæi og stillingu og óskaði eftir að fá að starfa að verkefnum sínum eins og hann megnaði og síðasti fundur Daggjaldanefndar var sá eini sem hann ekki sat. Svo sem fram kemur hér að fram- an þekkti ég ekki Þóri á hans yngri árum, en ég veit að hann var mik- ill áhugamaður um skák allt frá menntaskólaárum sínum. Hann tók þátt í stjórn bæði Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Is- lands og var framkvæmdastjóri þess um tíma. Svo sem gera mátti ráð fyrir af langdvölum Þóris í spænskumæl- andi löndum var hann afburðagóður spönskumaður og var löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur á því máli, en ekki er mér kunnugt um hve mikil störf hann stundaði á því sviði. Þórir kvæntist í árslok 1955 El- viru Herrera, menntaskólakennara, og eignuðust þau fjóra syni. Fyrir hönd Daggjaldanefndar sjúkrahúsa vil ég þakka Þóri fyrir frábært og ánægjulegt samstarf í rúman áratug og fyrir hönd starfs- manna í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu þakka ég langa vináttu og samveru. Við Guðrún sendum Elviru og ijölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Páll Sigurðsson ÍHÁDEGIS-1 TILBOÐ ALLADAGA r I dag: Klúbbsamloka og franskar kr. 395.- Djúpsteiktur fiskur, salat (eða sósa) og franskar kr. 390.- Tilboðið gildir frá klukkan 11:30 til 13:30. W AMERISKU RUMIM KOMIM AFTURI Amerísku „Sealy' -rúrnin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefn án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð. Ath. Rúmgaflar og náttborð komin. Marco hf., Langholtsvegi 111, 2. hæð sími 680690

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.