Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Frelsi í gjaldeyr isviðskiptum Lengi hefur verið á döfínni að auka frelsi okkar íslend- inga til að stunda fjármálavið- skipti erlendis og eignast þar fasteignir. Andstöðu við þetta frelsi hefur mátt rekja til sjónar- miða, sem ekki eiga lengur við, þegar rætt er um samskipti og samvinnu þjóða. Þessarar and- stöðu hefur þó gætt innan þeirr- ar ríkisstjórnar, sem enn situr hér á landi. Þrátt fyrir hana er líklegt, að Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra kynni einhvem næstu daga reglugerð um ný- skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála. Eins og skýrt er frá í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær er gert ráð fyrir að íslensk- ir einstaklingar og verðbréfa- sjóðir geti keypt erlend verðbréf fyrir takmarkaðar fjárhæðir. Þá á að hækka hámarksfjárhæð ferðamannagjaldeyris í 200 þús- und krónur og vegna viðskipta- ferða í 400 þúsund krónur og gilda þessar takmarkanir til 1. janúar 1993. Heimilt er að fjár- festa í atvinnurekstri, opna má bankareikninga í útlöndum, kaupa má fasteignir erlendis og erlend hlutabréf, skuldabréf og markaðsverðbréf. Allar þessar heimildir eru takmarkaðar við ákveðnar fjárhæðir. Þá verða heimildir erlendra aðila til að fjárfesta hér rýmkaðar mjög og þeim leyft að flytja út arð eða tekjur af fjárfestingunni. Ollu þessu ber að fagna. Hin- ar nýju reglur ijúfa fjármálalega einangmn. Á hinn bóginn ganga þær of skammt. Hvers vegna má ekki strax afnema öll þök af ferðamannagjaldeyri? Hvaða ástæða er til að binda heimildir við þessa fjárhæð, þegar menn geta til dæmis farið í kringum hana með því að nota greiðslu- kort í útlöndum? Hvers vegna mega íslendingar ekki eiga meira en svarar til 750 þúsunda ÍSK á bankareikningi í erlendri mynt í útlöndum? Hvers vegna mega þeir ekki kaupa fasteignir erlendis fyrir meira en 3,75 milljónir ÍSK? Ríkisstjómin hefur fylgt fyrir- varastefnu erlendis, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs, þegar rætt hefur verið um aukið fijálsræði í ijármálaviðskiptum og íjármagnshreyfingum. Ef til vill eiga reglurnar um þök á frelsinu í gjaldeyrismálum rætur að rekja til málamiðlunar innan ríkisstjórnarinnar, en þar hefur Ólafur Ragnar Grímsson ijár- málaráðherra viljað setja frels- inu skorður. Hvarvetna í nágrannalöndun- um er verið að afnema höft í gjaldeyrismálum. Þessi stefna byggist á þeirri skoðun, að sam- keppni í fjármálaþjónustu milli landa skili miklum fjárhagsleg- um ávinningi. í gildi er efna- hagsáætlun Norðurlanda 1989- 1992, þar sem gert er ráð fyrir að heimiidir gjaldeyrisreglna verði rýmkaðar á öllum sviðum. Er gert ráð fyrir í áætluninni, að tilgreindum áföngum í fijáls- ræðisátt skuli náð fyrir árslok 1992. íslensk stjómvöld eiga aðild að þessari áætlun — með fyrirvara. Til að skapa hér festu á þessu sviði þannig að einstakl- ingar og fyrirtæki geti gert áætlanir fram í tímann á grund- velli almennra skilyrða á ríkis- stjórnin að lýsa því afdráttar- laust yfír, að hún fylgi ákveð- inni áætlun í þessum fijálsræðis- málum, til dæmis hinni nor- rænu, og starfa síðan í samræmi við hana. Sovétmenn á undan? Stjómmálamenn sem vilja nota aðstöðu sína til geð- þóttaákvarðana í skjóli heimatil- búinna reglna eru andvígir al- mennum eða alþjóðlegum regl- um, sem hefta svigrúm þeirra til að láta eigin duttlunga ráða. Miðstýringarvald er hvarvetna á undanhaldi. Sama dag og fréttin birtist um að íslenski viðskipta- ráðherrann sé að undirbúa reglugerð um fijálsræði í gjald- eyrismálum birtist önnur frá Moskvu þess efnis, að sovéska stjórnin vilji sporna gegn braski með gjaldeyri með því að veita aukið frelsi til viðskipta með hann. Þá vilja Sovétmenn einnig hneppa viðskipti sín við útlönd úr fjötrum. Það er því ekki seinna vænna fyrir íslenska vinstrisinna, jafnvel alþýðu- bandalagsmenn, að líta í eigin barm og endurskoða afstöðu sína til ríkisforsjár í gjaldeyris- málum. Færi vel á því að viðskiptaráð- herra notaði þá glufu sem hann hefur fengið í ríkisstjórninni til að draga úr opinherum hömlum á viðskiptum við útlönd og veitti frelsi í olíuviðskiptum - við verðum að minnsta kosti að vera samstiga helstu viðskiptaþjóð- inni, Sovétmönnum, í því efni. Nú eru þeir farnir að selja okk- ur bensín frá Rotterdam! AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON ' 14 mánaða gömul ummæli borgarsljóra um samning BHMR og ríkisins: Eiiis efSttað sameim markmið samningsins og olíu og vatn FYRIR 14 mánuðum lýstu Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra yfír ánægju sinni í yfir að náðst hefðu samningar milli BHMR og ríkisins sem myndu tryggja frið næstu árin. Nú hafa þessir sömu ráðherrar sagt samningn- um upp og lýst honum sem óskapnaði. Hér á eftir er saga þessara samninga síðustu 14 mánuði lauslega rakin, með tilvitnunum í um- mæli sem birtust í Morgunblaðinu. Þegar samningurinn var undirrit- aður 18. maí á síðasta ári, höfðu flest félög BHMR verið í 6 vikna verkfalli. I samningnum voru ákvæði um að nefnd skyldi bera saman kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og háskólamanna á almennum markaði. Síðan yrði starfsheitum endurraðað í launaflokka í jöfnum áföngum á næstu þremur árum, 1. júlí ár hvert, og að hækkunin skuli nema að minnsta kosti einum, en í mesta lagi þremur launaflokkum í hvert sinn. Einnig var ákvæði um, að ef þessi nefnd hefði ekki skilað áliti fyrir 1. júlí 1990 yrði greitt upp í væntanlega hækkun, sem svaraði 1 'fa launaflokki. Hver launaflokkur var metinn á 3%. Að auki voru í samningnum ákvæði um að laun BHMR tækju sömu áfangahækkunum árið 1989 og samið var um í almennum kjara- samningum fyrr á árinu, og að auki ættu laun BHMR að hækka um 1,5% bæði 1. janúar og 1. maí árið 1990. Einnig var ákvæði um að ef laun annara launþega hækkuðu umfram þetta, gæti BHMR krafist samsvar- andi launahækkana. Þá er ógetið þess ákvæðis kjara- samningsins sem einna lengst var tekist á um orðalag. Niðurstaðan varð sú, að 1. grein hans segir: Standa skal að umræddum breyting- um (á launakerfinu) með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. Vinnusáttmáli amningsaðilar lýstu ánægju með samninginn eftir að hann var undirritaður. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við Morgunblaðið, að þetta hefði ekki eingöngu verið kjarasamningar heldur vinnusátt- máli við samtök sem iengi hefðu deilt við ríkisvaldið. „Einn af kostun- um við þennan samning er að hann er til 1994 hvað alla meginþætti snertir. Ég held að svo langur samn- ingstími sé nánast einsdæmi,“ sagði Ólafur og bætti við að hann teldi mjög brýnt að tímabil sátta og sam- stillingar hefðist á ný. Steingrímur Hennannsson for- sætisráðherra sagði að menn gætu náttúrlega deilt um þær hækkanir sem framundan væru hjá BHMR síðar á samningstímabilinu, en bætti svo við: „Það er auðvitað afar mik- ils virði að fá með þessum samning- um jafnvel allt að fimm ára frið í skólum.“ Páll Halldórsson formaður BHMR sagði það merk tímamót að tekist hefði að varða leiðina að bættum kjörum háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. En ef BHMR ætlaði að tryggja að þær hækkanir, sem þeir ættu 1. júlí ár hvert leiddi þá nær launum á almennum markaði, en yrðu ekki bara verðbólguhækkan- ir, þýddi það að mjög vel yrði að fylgjast ineð launaþróun og halda utan um samninginn að öðru leyti. BHMR hefði orðið að taka áhættu og gera samning til langs tíma til að ná fram þessum leiðréttingum, þrátt fyrir að einkenni samskiptanna við ríkisvaldið væri tortryggni. Innistæðulaus ávísun á framtíðina En ýmsir aðrir urðu til að lýsa yfir efasemdum með samninginn. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði raunar að sér væri ekki ljós þýðing ákvæðisins um samræmingu launa háskólamanna í ríki og á al- mennum markaði. Hins vegar virtist sem auka ætti greiðslur til lang- skólagenginna ríkisstarfsmanna og það benti ti! aukins launamunar inn- an BHMR. Þannig virtist launastefn- an, sem kæmi fram í samningnum, stynga í stúf við þá launastefnu sem mörkuð hefði verið annarsstaðar, þar sem mest hækkun virtist eiga að koma á hæstu launin. Reykjavíkurborg var aðili að samningnum, en Davíð Oddsson borgarstjóri var ekki hrifinn og sagði að flestum átakaatriðum samninga- viðræðnanna væri varpað yfir á næstu ár. „Þegar á þessum atriðum verður tekið, samkvæmt samningi, þá koma menn til með að sjá, að samningurinn er uppfullur af þver- stæðum, Annars vegar er gert ráð fyrir því, að á tilteknu árabili nái viðsemjendur hins opinbera í þessum samningum miklu meiri hækkunum en þeir aðilar sem verða með lausa samninga á næsta ári. Á hinn bóg- inn er sagt um leið, að þessar hækk- anir, sem samkvæmt orðanna hljóð- an, gera orðið mjög miklar, megi ekki raska hinum almenna launa- ramma í þjóðfélaginu. Ég óttast að það verði jafn erfitt að sameina þessi markmið og vatn og olíu.“ Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins tók í sama streng. „Þessi ákvæði [um markaðsviðmið- un launa háskólamanna] virðast STUTT MATARHLE í deilum eins og þeirri sem ríkið á nú við BHMR fer ekki hjá því að ráðherrafúndir dragist úr hófi. Einn þessara löngu funda stóð yfif þegar ljósmynd- ari Morgunblaðsins tók þessa mynd fyrir framan Sjávarútvegsráðuneytið á Skúlagötu 4 á þriðjudag- inn. Hungurtilfinningin hefur greinilega verið farin að sækja að ráðherrunum og þeir því brugðið á það ráð að senda eftir pizzum til að seðja sárasta hungrið áður hafist væri handa að nýju. Til vinstri á myndinni sést ritari í ráðuneytinu búa sig undir að taka á móti ílatbökunum. vera mjög óljós og sennilega veit hvorugur aðilinn um hvað er verið að semja. En þó bendir flest til þess að ríkisstjómin hafi í þessum máli, eins og ýmsum upp á síðkastið, ver- ið að koma sér út úr ógöngum, með því að gefa út innistæðulausa ávísun á framtíðina." í forustugrein Morgunblaðsins 20. maí segir að ljóst sé að í samkomu- laginu felist ákvörðun um að hækka laun háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna verulega á næstu árum og verði fróðlegt að sjá hvort aðrir opin- berir starfsmenn sætti sig við það án þess að fá sambærilegar hækkan- ir. Hefur einhver trú á því? er síðan spurt. Tímasprengjan Þegar samningurinn við BHMR var gerður, var verðbólguhraðinn á bilinu 25-35%, og Þjóðhagsstofnun spáði liðlega 20% verðbólgu innan ársins. I Ijósi þess voru launahækk- anirnar sem BHMR hafði samið um, ef til vill ekki stórkostlegar. En þeg- ar líða fór á árið var sú skoðun æ oftar sett fram af atvinnurekendum og ráðherrum, að þýðingarlaust væri að semja um kauphækkanir í næstu almennu kjarasamningum; slíkt væri aðeins ávísun á verðbólgu og lakari lífskjör. Og þá komu BHMR samningarnir skyndilega aft- ur upp á yfirborðið. Einar Oddur Kristjár.sson, sem þá var nýlega orðinn formaður Vinnuveitendasambandsins, lýsti því yfir á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í endaðan september, að ríkisstjórnin hefði með samningi sínum við BHMR sett af stað tíma- sprengju sem myndi springa í júní 1990 og ef takast ætti að skapa fisk- vinnslunni viðunandi rekstrarskilyrði yrði ríkisstjórnin að taka þessa tíma- sprengju úr sambandi. „Það er ekki gaman að tilkynna því fólki, sem í dag er áð taka á sig verulega lífskjaraskerðingu, að kaupið muni ekki hækka, en það væri enn voðalegra að fara einn hringinn ennþá,“ sagði Einar Oddur. En ljóst var að samtök launafólks myndi ekki sætta sig við minni launahækkanir árið 1990 en há- skólamenn höfðu þegar samið um við ríkið. Ásmundur Stefánsson lýsti m.a. þessari kröfu í í desember, og sagði að þær forsendur gætu ekki verið til, sem réttlættu meiri kaup- máttaraukningu til þeirra sem hærra eru launaðir. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði þá, að mönnum bæri ekki sam- an um tengsl samninga BHMR og samninga á almennum vinnumark- aði. „Mér virðist ekki einsýnt að þær hækkanir sem ákveðnar eru í þess- um samningi fjármálaráðherra við BHMR séu ávísun á hækkun um- fram það sem gerist á hinum al- menna vinnumarkaði. Þvert á móti tel ég, og það er að minnsta kosti túlkun fjármálaráðherra, að þessar hækkanir komi á móti hækkunum á hinum almenna markaði og það sé fyrst þegar fram út þeim sé farið sem samanburður verði við almenna markaðinn.“ Ekki sjálfkrafa launahækkun Fjármálaráðherra vildi um þessar mundir ekki ræða þetta mál við Morgunblaðið, en í febrúarbyijun, eftir að þjóðarsáttarsamningarnir höfðu verið gerðir, sagði hann hins vegar, að í kjarasamningi BHMR stæði ekkert um að háskólamenntað- ir ríkisstarfsmenn ættu rétt á ein- hvetju umfram þá kjarasamninga, heldur hafi verið ákveðið í þeim að bera saman kjör á almennum mark- aði við kjör og réttindi BHMR. „Þessum samanburði er ekki lok- ið, og það er útbreiddur misskilning- ur að það sé búið að bóka, að út úr honum komi miklar kjarabætur fyrir BHMR. Þar að auki eru í upp- hafsgrein kjarasamnings ríkisins og BHMR skýr ákvæði um það að þær breytingar, sem verða á kjörum há- skólamenntaðara ríkisstarfsmanna, megi ekki raska almennri launaset- efnu eða almennum kjarasamning- um í landinu." Það mun hafa verið nær samdóma álit sérfræðinga fjármálaráðuneytis- ins, að þetta ákvæði dygði til þess að fresta launaflokkahækkuninni sem vofði yfir 1. júlí. Einar Oddur Kristjánsson hefur undanfarið sagt, að hann hafi ekki haft trú á þessu ákvæði samningsins en samt haft ástæðu til að ætla að samningur BHMR kæmi aldrei til framkvæmda, og virðist þar með vera að gefa í skyn, að ráðherrar hafi heitið því að búa svo um hnútana. En það var samt á grundvelli áðurnefndrar 1. greinar, sem ríkis- stjórnin ákvað um miðjan júní, að fresta launahækkuninni, sem átti að koma til BHMR 1. júlí. Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráð- herra sagði þá, að ljóst væri, að aðilar vinnumarkaðarins myndu krefjast samsvarandi launahækk- ana, fengi BHMR launaflokkahækk- un 1. júlí, og við það myndi hið al- menna launakerfi í landinu raskast. Það þýddi um leið, að ekki væri hægt að framkvæmda launaflokka- hækkunina, samkvæmt ákvæðum 1. greinar kjarasamningsins. Og Ólafur Ragnar Grímsson sagði: „Fyrsta grein samningsins er orðuð þannig, að hún skyldar ríkis- stjórnina til að bregðast við með þeim hætti, að það valdi ekki röskun á almennum vinnumarkaði." Nokkrum vikum seinna kvað Fé- lagsdómur upp úr um að þessi túlk- un á samningsákvæðinu væri röng. Grindavík; Ríkið festir kaup á helmingi Víðihlíðar Grindavík. NÝLEGA var undirritaður starfssamningur milli heilbrigð- isráðuneytis og fjármálaráðu- neytis annarsvegar og sveitarfé- laganna á Suðurnesjum uin áframhaldandi framkvæmdir við öldrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík, sem var tekið í notkun á sjómannadaginn. Með þesgu kaupir ríkið liðlega hélming hússins af öldrunarráði Grindavíkur á hagstæðu verði og gerir um leið samstarfssamning við sveitarfélögin á Suðumesjum um að ljúka við byggingu hússins. Hlut- ur ríkisins verður notaður sem hjúkrunarheimili. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra undir- rituðu samninginn af hálfu ríkisins Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Samningurinn undirritaður. Fv. Ólafúr Björnsson stjórnarformaður Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs, Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra og Guðmundur Einarsson, formaður öldrunarráðs Grindavíkur. lagi hefðu hugmyndir um D-álmu við Sjúkrahúsið í Keflavík verið stór og kostnaðarsöm aðgerð sem tæki langan tíma að hrinda í framkvæmd og í þriðja lagi hefði þessi bygging verið risin hér í Grindavík og ekki séð fyrir um framhald. Því hefði Víðihlíð í Grindavík. en Guðmundur Einarsson formaður öldrunarráðs fyrir hönd seljenda og Ólafur Björnsson stjórnarformaður fyrir hönd Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs. Samningurinn öðlast gildi þegar stjórnir sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa undirritað hann. Guðmundur Bjarnason sagði við þetta tækifæri að 3 atriði læjgju bak við samstarfssamninginn. 1 fyrsta lagi væri brýn þörf á rými fyrir aldraða hér á Suðurnesjum, í öðru verið skipuð samstarfsnefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að halda áfram með þessa byggingu. Guð- mundur sagði að áfram verði haldið með hugmyndir um D-álmu í Keflavík og lagfæringar unnar á Garðvangi í Garði. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra lýsti ánægju með undirritun samkomulagsins. Hann sagði m.a. að góð samstaða milli sveitarfélaganna hér á Suðurnesj- um væru sterk rök fyrir því að veita fjármagni í bygginguna og ljúka henni á skemmri tíma en hefur þekkst. í máli Guðmundar kom fram að fræmkvæmdir ættu að geta hafist sem allra fyrst því fjármagn er fyr- ir hendi fyrir þetta ár. Aframhald framkvæmda er þó háð velvilja fjár- veitingavalds. Stefnt er á því að Ijúka við bygginguna á árinu 1992. Jón Gunnar Stefánsson bæjar- stjóri í Grindavík þakkaði ráðherr- unum og öðrum gestum fyrir kom- una. Hann sagði við Morgunblaðið að samningurinn fæli m.a. í sér að Grindavíkurbær ábyrgðist lán fyrir öldrunarráð. Gestum var að lokum boðið að skoða bygginguna en nú er búið að selja 10 íbúðir af 12 og nú þeg- ar flutt inn í 4 þeirra. FÓ ENN UM ALVER Ræður stofhkostnaður eða þjóðhagsleg hagkvæmni? eftirÁrna Gunnarsson í samkomulagi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar um stjórnarsamstarf frá 10. september 1989 segir meðal annars: „Ríkis- stjórnin mun fylgja framsækinni at- vinnustefnu. Sérstök áhersla verður lögð á tækniframfarir og æskilega þróun byggðar í landinu. í málefna- samningi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá 28. september 1988 er langur kafli um byggðamál þar sem segir, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir jafnvægi í byggðaþró- un. Fjölmargar yfirlýsingar og heit- strengingar ráðherra stefna í sömu átt Á þetta er nú minnst vegna þeirr- ar miklu umræðu, sem spunnist hef- ur um staðarval fyrir nýtt álver á íslandi. Af eðlilegum ástæðum hafa byggðasjónarmið mjög blandast inn í umræðuna, sem hefur mótast af áhuga forystumanna byggðarlaga á efiingu atvinnulífs og atvinnuörygg- is. Orðin „stofnkostnaður" og „hag- kvæmnissjónarmið“ hafa æ meira *verið notuð í samanburðaleikjum áhugamanna. Enginn vafi leikur þó á því, að mikill meirihluti landsmanna telur rétt og eðlilegt, að verksmiðjan rísi utan suð-vesturhorns landsins. Mikill meirihluti þingmanna er þessarar skoðunar og ætla má að ríkisstjórnin „Enginn vafi leikur þó á því, að mikill meiri- hluti landsmanna telur rétt og eðlilegt,að verk- smiðjan rísi utan suð- vesturhorns landsins. Mikill meirihluti þing- manna er þessarar skoðunar og ætla má að ríkisstjórnin sé það einnig“. sé það einnig. Ef tekið er mið af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þá á hún engan annan kost en að stuðla að því með ráðum og dáð að nýtt álver rísi í Eyjafirði eða Reyðar- fírði. Ráðherrum má vera ljóst, að mjög mun fjara undan stuðningi við ríkisstjórnina, ef álveri verður valinn staður á Keilisnesi. Ég leyfi mér að fullyrða,að þá mun hún glata meiri- hluta sínum á þingi. Mér er ljóst, að álitamálin eru margvísleg, þegar taka þarf ákvörð- un um staðarval milljarðafyrirtækis á borð við 200 þúsund tonna álver. Auðvitað vilja forraðamenn draga úr stofnkostnaði, stytta flutninga- leiðir og hafa þær tryggar, draga úr kostnaði við mengunarvarnir og starfa í sátt við væntanlega ná- granna sína. Það er ugglaust rétt, að kostnaðarauki við að reisa verk- smiðju við Eyjafjörð eða við Reyðar- fjörð geti verið á bilinu 20 til 40 milljónir dollara, eða 1,2 til 2,4 millj- arðar íslenskra króna umfram stofn- kostnað á Keilisnesi. (hefur þá ’verið reiknað með kostnaði við tvöföldun Reykjanesbrautar og fleira?) Þessar tölur kunna að virðast nokkuð háar. Þær eru þó smáaurar miðað við þann gífurlega kostnað, sem þjóðfélagið í heild yrði fyrir vegna fyrirsjáanlegrar byggðarösk- unar, sem yrði umfangsmeiri en nokkurn gi-unar, ef álverið risi á Keilisnesi. Það er ekki fullnægjandi að reikna út stofnkostnað og hag- kvæmni. Slíkur útreikningur í þessu dæmi lýsir nokkurri þröngsýni og að ekki er tekið mið af áhrifum á þjóðarheildina. Talnaglöggir menn ættu nú að taka sig til og finna út efnahagsleg áhrif brottflutnings hundruða jafnvel þúsunda manna inn á Stór-Reykja- víkursvæðið, aukins atvinnuleysis á Norður- og Austurlandi, aukins jafn- vægisleysis milli helstu byggða- kjarna landsins og geta sér til um hinar pólitísku afleiðingar vísvitandi byggðaröskunar. Niðurstaðan verður auðvitað sú, að það er vægast sagt óskynsamlegt að reisa enn eitt tröl- laukið atvinnufyrirtæki á suð-vestur- horninu. Þá væri viljandi verið að reyna að sporðreisa landinu í at- vinnulegu tilliti. Höhmdur er alþingismadur fyrir Alþýðuflokk í Norðurlandskjördæmi eystra. Árni Gunnarsson Þótt hin erlendu fyrirtæki í Atl- antsál-hópnum hafi mikið að segja um staðarvalið, þá getur ríkisstjórnin haft mikil áhrif á það. Það er í henn- ar valdi hvort hún er tilbúin að leggja fram einhveija Ijármuni til að koma álveri í Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Þeir fjármunir kæmu fljótlega til endurgreiðslu og myndu spara kostn- að við fyrirsjáanlega byggðaröskun, sem yrði þjóðfélaginu mjög dýr- keypt. Og ríkisstjórnin stendur ekki við fyrri yfírlýsingar og stór orð um æskilega þróun í landinu, ef hún er ekki fús til að greiða þennan mis- mun, sem yrði framlag til eðlilegrar byggðaþróunar. Ríkisstjórnin á að- eins einn kost í stöðunni. Það er hagkvæmara fyrir þjóðarheildina að reisa álver utan suð-vesturhornsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.