Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 30

Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 FISKVINNSLUSKOLINN í þýska blaðinu Cuxhaven Nachrichten birtist frétt og stærðar mynd af hópnum frá íslandi.í miðju er Klaus Fossgreen, bæjarstjóri í Cuxhaven. HERMENNSKA Langir mánuðir á íslandi Ibreska blaðinu The Mail birtist fyrir stuttu viðtal við mann að íafni Bert Ward en hann gegndi íermennsku á íslandi í seinni leimsstytjöldinni. Fimmtíu árum síðar var honum boðið til íslands :il að koma fram í þætti sem sjón- /arpið lét gera um stytjöldina. Bert segist hafa fengið mun betri /iðtökur á íslandi nú en þegar hann <om hér 1940. „Við áttum að vetj- ist Þjóðverjum en einu Þjóðvetjarn- ir sem við sáum voru saklausir borg- arar sem voru handteknir og settir í varðhald," segir Bert og bætir við að aðbúnaðurinn hafi verið lélegur. „í átta vikur, en það var tíminn sem það tók okkur að flytja 10 tonn af skotvopnum yfir eyjuna, máttum við í frosti hýrast í lélegum tjöldum og borða niðursoðið nautakjöt.“ segir Bert. „Ég minnist þess þó að íslensku stúlkurnar voru mjög fal- legar en þar sem kynni við þær voru illa séð máttum við hafa það að verða kalt og láta okkur leiðast." Bert komst í kynni við íslenskan þáttagerðarmann í sumarfríi sem hann eyddi á eyju í Ermarsundinu og uppúr því var honum boðið í viku ferðalag til íslands. Hann kom fram í sjónvarpi og útvarpi auk þess sem hann notaði tímann til að skoða höfuðstaðinn. „Ég sagði þeim að þeir hefðu eyðilagt Reykjavík með öllum þessum nýju bygging- um,“ sagði Bert en viðurkennir engu að síður að það gæti verið gaman að koma aftur til íslands. Morgunblaðið/Matthías Pétursson Beðið eftir grillmatnum. En á innfelldu myndinni sést Axel Gíslason, forsljóri, flytja ávarp við komuna til Viðeyjar. vSrygœngarfelagTslands Sátu hádegisverðarboð bæjarstjórans í Cuxhaven Að venju fóru nemendur Fiskvinnsluskólans í árlegt skólaferðalag í vor. Fyrst var haldið til Þýskalands þar sem hópurinn fór á upplýsinga- og kynningarfundi hjá söluskrifstofum SH og SÍS í Hamborg, fiskmarkaðurinn í Bremerhaven var skoðaður og setið var hádegisverðarboð bæjarstjórans í Cuxhaven en þess má geta að Cuxhaven er vinabær Hafnarfjarðar en Fiskvinnsluskólinn er einmitt í Firðinum. Þá var haldið til Esbjerg í Danmörku þar sem hópurinn skoðaði fiskvinnslufyrirtækin DAN-COD og ESSI. Nemendur Fisk- vinnsluskólans safna fyrir skólaferðum með útgáfu nemendablaðs- ins, Uggans. Farið hefur verið til ýmissa landa. Má þar nefna Banda- ríkin, Bretland, Noreg, Portúgal, Sovétríkin og Færeyjar. Bert Ward í Reykjavík. COSPER -- Sjáðu, strákurinn hefur hæfíleika Haldið upp á eins árs sameiningarafinæli Starfsfólk Vátryggingafélags íslands hélt upp á eins árs sameiningarafmæli Brunabótafélags íslands og Samvinnutrygginga í Vátryggingafélag íslands með Viðeyjarferð, þriðjudaginn 17. júlí. Gengið var um eyjuna í fylgd Olafs Stephensens en um kvöldið var haldin grillveisla. Um tvöhundruð manns, börn og full- orðnir, tóku þátt í ferðinni. FUNDUR Sri Chinmoy hittir Gorbatsjov Eins og nærri má geta sækjast margir eftir fundi með Míkahíl Gorbatsjov þegar hann gerir sér ferð að heiman. Þannig var því að minnsta kosti farið þegar hann kom til Kanada í maí síðastliðnum. Af mörgum útvöldum valdi Sovétleiðtoginn að tala viðjógann Sri Chinmoy sem hér á landi er sennilega þekktastur sem upphafsmaður Friðarhlaupsins svokallaða. í Friðarhlaupinu, sem fram fer annað hvert ár, hlaupa þátttakendur með iogandi kyndil landa á milli. Sri Chinmoy átti tíu mínútna langan einkafund með Gorbatsjov. í fyrra lyfti Sri Chinmoy Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra á Lækjartorgi og orti ljóð honum til heiðurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.