Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur , (21. mars - 19. apríl) Taktu sérstaklega mikið tillit til ástvina þinna og tilfinninga þeirra í dag. Sem stendur er veru- leg hætta á misskilningi. Reyndu að sýna sem mest raunsæi í vinn- unni. Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Það getur verið að þú látir of margt vera í lausu lofti í vinn- unni. Einnig læturðu of margt dreifa athyglinni, það kemur nið- ur á afköstunum. Þú verður að taka þig hraustiega á. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Nokkur hætta á að dómgreindin bregðist varðandi peningaeyðsl- una. Reyndu að skilja krítarkort- in eftir heima. Viðkvæmar tilfinn- ingar gera ástamálin óviss. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér gengur líklega ekki jafn vel á heimaslóðum og þú hafðir vænst. Vinur gæti komið í heim- sókn á óþægilegum tíma. Hjón munu kannski misskilja hvort annað. Ljón ^ (23. júlí - 22. ágúst) « Dagdraumar gætu skaðað ein- beitingu þína í dag og það er eitt- hvað óljóst í sambandi við vinn- una. Slæmur tími fyrir þig til að koma eigin hugmyndum á fram- færi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Gættu þín mjögvel í fjármálum núna. Bættu ekki gráu ofan á svart í þeim efnum. Það getur verið að þig skorti raunsæi í ásta- málunum sem stendur. Vog (23. sept. - 22. október) Svo gæti farið að þú rasaðir um ráð fram í fjármálum í dag. Farðu vel að yfírmönnum þínum. Við- kvæmt mál kemur upp í sam- bandi við fjölskylduna. Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Orðrómur gæti verið á kreiki í dag, einnig er mögulegt að þú heyrir brenglaða útgáfu af sann- leikanum. Þú færð e.t.v. minni tíma fyrir sjálfan þig en þú kys- ir. Reyndu að forðast þunglyndi. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Vertu á varðbergi gagnvart göll- uðum varningi þegar þú gerir innkaup, vertu einnigvarkár þeg- ar þú færð tilboð af ýmsu tagi. Gættu þín að bruðla ekki um of. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Athygli þín gæti sveiflast milli tveggja mála í dag. Slæmur tími til að standa í fjárhagslegum stórræðum. Eyddu öllum þeim tíma sem nauðsyn krefur með ástvinum þínum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Gættu þín að villast ekki ef þú ferðast um slóðir sem þú þekkir ekki. Þú gætir fyllst örvæntingu við að reyna að útskýra sjónar- mið þín fyrir tengdafóiki. Sýndu þolinmæði. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú virðist hafa óteljandi mögu- leika á að eyða peningunum óskynsamlega í dag. Slæmur dagur til að taka á sig fjárhags- legar skuldbindingar. Gakktu tryggilegá frá öllum fjármálum þínum. AFMÆLISBARNIÐ leggur hart að sér við að ná markmiðum sínum og virðist þrífast vel á erf- iðleikatímum. Það hefur unun af ögrandi viðfangsefnum, getur verið heimspekilega þenkjandi og bókmenntasinnað. Enda þótt það hafi áhuga á vandamálum heims- ins getur það einnig verið hálf- gerður einfari. Afmælisbarnið getur fengið áhuga á viðskipta- störfum jafnt sem listum. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS (ZVI{? V7WNLVM baki Beo-muvip AP&EFA FfZlbtCOF ALLAN DAGlNN- BN HVAD GE&A pESS- II? SLÆPtNGfAiZF’J rjr*r--- BALL\!.. 1-2.2- FAPÐO NÚ EkXI AFTVp) AP ALASA KAPLB'ý - I FLUGUNU/ny GRETTIR TOMMI OG JENNI \\.I ^ 1 2/19 1 IÁCI/ A LJUbKA þeseu ueeÐuc /te> L7l)kA t'DAG , FERDINAND ^ x M11' ÍIU L “■ •Jirrfimi 1 * fíS— SMÁFÓLK A kafi í lærdómi í sumarskólanuin í dag? , ^ P BETTER U5E ílUJAR MP PEACÉ^, Veklu mig þegar þú ferð aftur hér fram hjá á leið- inni heim ... Það er ekki víst að hún fyndi fyrir því, þó að ég lemdi hana með þessari litlu ljóðabók ... Það væri betra að nota „Stríð og frið“. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslenska kvennasveitin á NM tók inn mikið af stigum með því að melda og vinna geim, sem aðrir litu ekki við. Hér er dæmi úr fyrri leiknum gegn Svíum, þar sem Anna Þóra Jónsdóttir teygði sig í 4 hjörtu, sem hún síðan vann með aðstoð vesturs. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á52 ¥K107 ♦ 1083 ♦ DG54 Vestur Austur ♦ KD964 ♦ 102 VÁ82 V D5 ♦ 74 ♦ G95 ♦ Á93 ♦K108762 Suður ♦ G87 VG9643 ♦ ÁKD62 ♦ - Eftir pass austurs opnaði Anna Þóra á einu hjarta, vestur ströglaði á spaða og Hjördis Eyþórsdóttir stökk í 3 hjörtu. Anna Þóra lyfti í fjögur og vest- ur lagði af stað með spaðakóng. Anna drap strax á ás, fór heim með því að stinga lauf og spilaði hjarta að blindum. Nú rauk vestur upp með ás, tók spaðadrottningu og lét austur trompa spaða með drottning- unni! Þannig féllu saman tveir slagir varnarinnar. 620 í NS og 11 IMPar til íslands, því hinum megin töpuðu NS 3 gröndum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Manila kom þessi staða upp í skák hinna öflugu stórmeistara Nigel Short (2.610), Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Yasser Seirawan (2.635), Bandaríkjunum. Short hafði fórnað peði fyrir yfirráð yfir c-Iínunni og lauk nú skákinni með hróksfórn: 33. Hgl! og Seirawan gafst upp, því hann er mát eftir 33. — Hxc7, 34. Hg8+ - Ke7, 35. He8. Þetta var mjög mikilvæg skák, • tefld í 10. umferð. Seirawan náði sér ekki á strik aftur en eftir jafn- tefli í næstu tveimur skákum við þá Dreev og Korchnoi, varð Short að vinna Mikhail Gurevich með svörtu í síðustu umferð. Það tókst honum, því Sovétmaðurinn var alveg heillum horfínn, það á greinilega ekki vel við hann að tefla til jafnteflis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.