Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 23

Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 23 Sæbjörg Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 3. maí 1896 Dáin 24. júlí 1990 Nú hefur hún Sæbjörg, frænka mín, kvatt þetta jarðlíf eftir rúm- lega níutíu og fjögurra ára viðdvöl. Ég veit að hún var ferðbúin þegar ferjumaðurin mikli lagði að landi og bauð henni að stíga um borð. Án efa hefur hún stigið hnarreist um borð, sest í stefnið og hlakkað til endurfunda við foreldra og systk- ini, sem öll voru farin á undan. Ég veit líka að hún hefur fengið góðar móttökur við hinn bakkann. Sæbjörg fæddist í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá árið 1896, dóttir hjónanna Sigurbjargar Sigurðar- dóttur og Sigurðar Einarssonar, sem þar bjuggu. Sigurður var sonur Einars Jónssonar frá Hjalla eða Staka-Hjalla í sömu sveit. Þau hjón Sigurbjörg og Sigurður áttu ellefu böm sem öll komust upp og urðu langlíf, en Sæbjörg var ein eftir á lífi af þeim systkinum. Sæbjörg var móðursystir mín og ég minnist þess sem lítil telpa í sveitinni að það var ætíð tilhlökkun- arefni þegar von var á Sæju frænku í heimsókn. Það sópaði að henni og ég held að ég hafi jafnan um- gengist hana með einskonar ótta- blandinni virðingu á þessum bernskuárum mínum. Ekki svo að skilja að Sæja hafí verið méð stöð- ugar umvandanir við þennan krakkakjána, það var ekki hennar háttur, heldur fannst mér það ein- hvern veginn við hæfi að haga mér skikkanlega þegar hún var nálæg. Á unglingsárunum bauðst mér síðan að dvelja hjá henni meðan ég var við nám í Reykjavík. Böldnum unglingi leist reyndar í fyrstu ekki meira en svo á þessa ráðstöfun, enda voru árin sem aðskildu okkur nákvæmlega 49 upp á dag og ég átti frekar von á ströngum boðum og bönnum. En það er skemmst frá því að segja, að hafi ég borið ótta- blandna virðingu fyrir Sæbjörgu áður, hvarf óttinn eins og dögg fyrir sólu en virðingin varð þeim mun meiri. Árin í litlu einstaklings- íbúðinni hennar í Hátúninu voru svo sannarlega góður tími, Sæbjörg kunni nefnilega að umgangast unglinginn. Staðgóður skyldi morg- unverðurinn vera sem hún krafðist að ég fengi áður en ég hélt í skólann. Þegar heim kom beið há- degismaturinn og þá borðuðum við saman og ræddum um daginn og veginn. Þegar ég spurði hana hvers vegna hún biði alltaf eftir því að borða þangað til ég kæmi heim, sem var ekki fyrr en upp úr klukkan tvö, svaraði hún að sér þætti það skemmtilegra heldur en að borða ein í hádeginu. Það þarf víst ekki að fjölyrða um það hve miklu skemmtilegra mér þótti að hafa þennan indælis félagsskap við mat- arborðið. Þegar leið að vori og far- ið var að lesa undir próf voru jafn- an bomar á borð allar þær kræsing- ar sem mér þóttu bestar. Aðspurð sagði Sæja að hún væri hrædd um að ég missti lystina af kvíða og „prófskrekk“, þess vegna reyndi hún að tína til eitthvað gott. Enda er ég ansi hrædd um að oft hafi bæst á mig fleiri kíló en ég gjarnan vildi meðan á prófum stóð. Þetta lýsir Sæbjörgu vel. Hún hafði boðið móður minni að annast mig meðan á skólagöngunni stæði og það- eins og allt annað sem hún tók sér á hendur, gerði hún heilshugar og eins og best var á kosið. Trúlega hef ég notið meiri ástúðar og um- hyggju hjá henni, heldur en margur unglingurinn í heimahúsum. Þótt Sæbjörg giftist ekki og ætti ekki afkomendur fylgdist hún grannt með okkur systkinabömun- um og afkomendum okkar. Hún var frændrækin með afbrigðum og naut þess að fá fólkið sitt í heimsókn og að fá fréttir af því. Hún lét koma fyrir minningarskildi í Rauðholti um foreldra sína, bróður og mágkonu, sem þar bjuggu og þegar ættarmót var haldið á Héraði síðastliðið sum- ar var að hennar uppástungu geng- ið upp að Staka-Hjalla, þar sem Einar afi hennar hafði búið og hon- um settur minnisvarði. Þegar Sæbjörg var komin á efri ár og heilsa hennar tók að bila ráð- stafaði hún eigum sínum af sama FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verö verð (lestir) verö (kr.) Þorskur 83,00 71,00 77,80. 100,478 7.817.046 Ýsa 151,00 151,00 151,00 0,313 47.263 Karfi 38,50 37,00 37,25 1,941 72.303 Ufsi 41,00 35,50 37,23 7,481 278.528 Steinbítur 76,00 76,00 76,00 0,221 16.796 Hlýri 70,00 62,00 64,27 1,671 107.402 Lúða 100,00 40,00 64,95 0,277 17.990 Koli 35,00 35,00 35,00 0,056 1.960 Smáufsi 20,00 20,00 20,00 0,341 6.820 Langa 43,00 • 43,00 43,00 0,070 3.010 Samtals 74,16 112,848 8.369.118 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Ýsa 102,00 75,00 86,20 15,785 1.360.620 Ufsi 44,00 32,00 41,31 0,486 20.076 Undirmál 66,00 15,00 35,74 0,409 14.618 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,066 990 Karfi 20,00 15,00 19,23 0,214 4.115 Stór lúða 100,00 35,00 71,91 0,081 5.825 Lúða frosin 115,00 115,00 115,00 0,209 24.035 Stórlúða 310,00 310,00 310,00 0,016 4.960 Samtals 310,00 15,00 80,88 63,489 5.134.783 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 89,00 77,00 80,82 4,884 394.702 Ýsa 150,00 50,00 91,95 2,051 188.583 Karfi 41,00 37,00 40,84 1,674 68.358 Ufsi 41,00 33,00 37,60 3,621 136.158 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,184 5.520 Hlýri 30,00 30,00 30,00 0,049 1.470 Langa 47,00 47,00 47,00 0,300 14.100 Lúða 335,00 100,00 200,26 0,487 97.525 Skarkoli 47,00 47,00 47,00 0,009 423 Grálúða 50,00 50,00 50,00 0,104 5.200 Keila 28,00 25,00 26,24 0,170 4.460 Undirmál 37,00 37,00 37,00 0,020 740 Blálanga 49,00 43,00 46,00 0,965 44.391 Samtals 66,24 14,518 961.630 Á morgun verður selt af humarbátum. Þolreiðarkeppni um helgina; Riðið frá Laxnesi í Yíðidal 37 km leið HIN árlega þolreiðarkeppni Laxness, Stöðvar 2 og Flugleiða verður haldin sunnudaginn nk. Er þetta þriðja þolreiðarkeppnin sem haldin er, en í bæði fyrri skiptin var riðið frá Laxnesi í Mosfellsdal á Skógar- hóla. Nú verður hins vegar breytt um reiðleið og riðið frá Laxnesi og niður í Víðidal í Reykjavík. höfðingsskap og einkenndi hana alla tíð og flutti að Minni-Grund, þar sem hún dvaldi fram í byrjun þessa árs, er hún var flutt á Elli- heimilið Grund. Á Minni-Grund sat hún gjarnan við pijóna og hannyrð- ir ýmsar, enda af þeirri kynslóð sem aldrei féll verk úr hendi. Þær eru ófáar lopapeysurnar sem við hjónin og synir okkar þáðum af henni og þar hafa fleiri sömu sögu að segja. Þegar ég heimsötti Sæbjörgu um síðustu jól dró hún fram forláta gólfmottu sem hún var að hnýta og sýndi mér. Sagðist hún hafa ætlað hana í jólagjöf til mín en ekki getað lokið henni fyrir jól. Kvaðst þó viss um að hún lyki verk- inu fyrir janúarlok og yrði ég þá að sækja hana. Það stóð heima, að áður en janúarmánuður var úti hringdi Sæja og bað mig endilega að koma og ná í mottuna, sem ég auðvitað gerði. Gripurinn sá verður mér ómetanlegur. Þannig voru samskipti okkar Sæbjargar, hún ávallt veitandinn og ég þiggjandinn, bæði í veraldleg- um og andlegum skilningi. Ég er auðug manneskja að hafa átt hana að frænku. Sigríður Magnúsdóttir Verður farið frá Laxnesi yfír að Skeggjastöðum og Hrafnhólum og niður undir Vesturlandsveg á móts við Esjusjoppuna gömlu. Gamla veg- inum verður fylgt niður að Köldu- kvísl, þar sem farið verður undir brúna og riðið gegnum hesthúsa- hverfið við Leirvog. Þá verður riðið út með ströndinni fram hjá Korpúlfsstöðum og reiðgöt- unni í Vídidalnum fylgt nákvæmlega fram hjá Keldnaholti og Keldum, yfír Vesturlandsveg og upp. að Rauðavatni. Reiðleiðin er um 37 km og býður hún upp á góð tækifæri fyrir áhorf- endur að fylgjast með keppendum svo til alla leiðina. Stöð 2 mun gera keppninni góð skil eins og verið hef- ur. Vegleg verðlaun eru í boði að venju og hlýtur sigurvegarinn farmiða á vegum Flugleiða utan, en keppendur í 2. og 3. sæti hljóta farmiða á leið- um Flugleiða innanlands. Eru þetta ein veglegustu verðlaun sem veitt eru í hestaíþróttum hérlendis. Ábendlngar ffrá LÖGREQLUNNI: Merkingar vegna verklegra framkvæmda Borgarráð hefur samþykkt nýjar reglur um merkingar gatna- skemmda og vinnusvæða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Reglurnar voru unnar af umferðardeild borgarinnar og lög- reglunni. Þær hafa verið kynntar fulltrúum veitustofnana, verk- tökum og öðrum þeim, sem annast eða tengjast verklegum fram- kvæmdum á eða við gatnakerfi borgarinnar. Ákveðið hefur verið að reglurnar gildi í sumar en verði síðan endurskoðaðar að ári í ljósi fenginnar reynslu samhliða væntanlegri endurskoð- un nýlegra reglna Vegagerðar ríkisins um sama efni. Reglurnar kveða á um skilyrði um uppsetningu merkja, frá- gang við vinnusvæði, viðhald merkjanna og notkun þeirra. Þær eru nánari útfærsla og til Ieiðbeininga á gildandi ákvæðum laga og reglna sama efnis. Það er von lögreglu að framkvæmd regln- anna verði til þess að draga úr tíðni umferðaróhappa á og við götur borgarinnar. Það eru eindregin tilmæli til ökumanna að þeir virði merking- arnar og aki í samræmi við þær. Minning: Sigríður Eyjólfs- dóttir kaupkona Fædd 2. júlí 1901 Dáin 19. júlí 1990 Sigríður Eyjólfsdóttir andaðist 19. júlí sl. eftir löng veikindi. Sigga fæddist að Steinum undir Eyjafjöll- um. Hún var tekin í fóstur á heim- ili langömmu minnar að Óseyri í Hafnarfirði. Sigga og amma mín bjuggu alla tíð saman, þær ráku vefnaðarvöruverslun við Hverfis: götu í Hafnarfirði í mörg ár. í mörg ár bjuggu þær í sama húsi og foreldrar mínir og var alla tíð mikill samgangur þar á milli. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga hversu barngóð hún var og góð heim að sækja. Hef ég alltaf litið á hana sem mína aðra ömmu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja þessa góðu konu, sem var mér alltaf svo góð. Blessuð sé minning hennar. Ágúst Böðvarsson í dag er til moldar borin Sigríður Eyjólfsdóttir. Sigríður stundaði um áratugabil verslunarstörf í Hafnar- firði, en þar rak hún álnavöruversl- un ásamt Elísabetu Böðvarsdóttur fóstursystur sinni og ömmu minni. Ég varð þeirra ánægju og heið- urs aðnjótandi að vera skírður Sig- urður Guðni í höfuðið á Sigríði og fósturmóður hennar Guðnýju og þó að systkini mín stríddu mér stund- um í góðu og segðu mér að ég væri skírður í höfuðið á tveimur kellingum þá hef ég svo lengi sem ég man eftir mér verið stoltur af 'þessum tveimur nöfnum og að tengjast með þeim konunum sem bára þau. Ein fyrsta minning mín um Sigríði í barnæsku er þegar hún sat við rimlarúmið mitt, ruggaði því og söng Bí bí og blaka. Það var alveg sama hvað ég streittist við, alltaf sigraði svefninn mig að lokum. Og alltaf var Sigga jafn þolinmóð og róleg. Seinna fór ég svo að heim- sækja þær ömmu og Siggu þar sem þær bjuggu saman á Austurgötunni og fékk þá meðal annars að drekka, úr litlu óbrjótanlegu glasi, djús, gos og mjólk eftir atvikum. Þetta glas var enn til þegar ég fór seinna að heimsækja Siggu með mín eigin börn. Þau hændust öll samstundis að þessari góðu konu og vildu alltaf fara í fangið á „Siggu gömlu“ eins og hún kallaði sig stundum. Sigríður lifði einstaklega reglu- sömu lífi. Stundum fannst manni eins og tíminn stæði í stað þegar maður kom til hennar. Hún virtist ekkert eldast og heimilið var alltaf jafn fallegt. Þar var hver hlutur á sínum stað, bæði munir, myndir og húsgögn sem hún hafði valið af kostgæfni, meðal annars stólar sem hún hafði suma saumað setur og bök í af listfengi og kunnáttu, enda var Sigríður sérlega vönduð og smekkleg kona. Allir hlutir sem Sigríður átti stór- ir og smáir voru fyrsta flokks. Það var samt ekki þannig að hún væri að hlaða í kringum sig hlutum eða guma af þeim — hún var bara þann- ig gerð að ef hún vildi eða þurfti að eiga eitthvað varð það að vera það besta sem fékkst. Það var ekki laust við að maður skammaðist sín sjálfur stundum fyrir eigin kröfuhörku og bruðl þeg- ar maður kynntist nægjusemi Siggu fyrir eigin hönd og hvernig henni fannst sfðan ekkert of gott þegar hún gaf manni sjálfum gjafrr eða peninga. Það dýrmætasta sem við vinir hennar og aðstandendur hlutum frá henni var þó ástin og umhyggjan. Af þessu hvoru tveggja hafði Sigga nóg að gefa og eins og annað sem hún átti gaf hún það af rausn. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Guðni Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.