Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JULI 1990 13 dagskrárþjónustunni við fólkið í landinu. Stráklegur skætingur Umfjöllun um hag Ríkisútvarps- ins síðustu daga og vikur hefur aftur á móti verið einkar eftirtekt- arverð og lærdómsrík. Ekki verður hjá því komist að víkja að undarlegu framlagi fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands íslands til hennar, baráttu hans fyrir afturköllun hækkunar- innar 1. júlí og tilhæfulausúm áburði um að stofnunin stundi grimmdarleg undirboð á auglýs- ingamarkaði í skjóli afnotagjalda- hækkana, í þeim tilgangi að koma keppinautunum á kné. Þessar fullyrðingar eru íjarri öll- um_ sanni. Útvarpstjóri Bylgjunnar-Stjörn- unnar var upphafsmaður að þessum þætti sjónarspilsins í Morgunblað- inu hinn 15. júlí sl. Hið rétta er, að auglýsingagjald- skrá Ríkisútvarpsins hefur verið hækkuð nokkuð reglulega að und- anförnu, oftar og meir en hjá öðrum' íjölmiðlum vegna aukinnar hlustun- ar og áhorfs á dagskrá þess og í samræmi við forsendur fjárlaga um auglýsingatekjur ársins. Staðreynd málsins er sú, að einn tiltekinn dagskrárþáttur Rásar 2 var fluttur milli verðflokka gjald- skrárinnar í eina viku, 3.-10. júlí sl. Tekjurnar af þessu sérstaka til- boði, svokölluðu „miskunnarlausu undirboði og gjaldskrárlækkun" fyrir umrædda viku, voru alls kr. 100.000.- kr., eitt hundrað þúsund án vsk. - eða sem nemur 7,4% af meðaltalsdagstekjum auglýsinga- deildar Ríkisútvarpsins í sumar. Misbeiting íjölmiðlafrelsis Nú má spyija: Hvernig bregst almenningur við svona uppákom- um, þegar helztu keppinautarnir, blöð og ljósvakamiðlar, ásamt VSI, rotta sig saman og halda vikum saman uppi linnulausum áróðri gegn Ríkisútvarpinu eins og gerzt hefur að undanförnu? Ólíkt því sem tíðkast áöðrum bæjum úthluta yfir- menn RÚV sér ekki dagskrártíma til að svara fyrir sig eða misnota fréttastofurnar til að sverta álit annarra fjölmiðla. Vígstaðan er ójöfn og það skal játað, að ég var farinn að óttast að þetta áróð- ursstríð kynni að hafa áhrif í þá veru að afnotagöld skiluðu sér verr en ella til innheimtudeildarinnar. Áhrifin á almenningsálitið Menntamálaráðherra gat þess á Alþingi í vetur, að árangur hjá Ríkisútvarpinu væri með því bezta í almennri, opinberri innheimtu. Og hver er staðan eftir hækkuniuna 1. júlí og darraðardans fjölmiðla? Eru þeir búnir að gagnsefja þjóðina með því að djöflast svona á Ríkisút- varpinu? Það kemur nefnilega á daginn að innheimtuhlutfall afnota- gjaldanna hefur sjaldan verið betra á eindaga en einmitt 15. júlí sl. Og þó eru menn að heiman, á ferð og flugi í sumarleyfi, í þessum mán- uði. Innheimtan var nærri 70% nú en var um 64% í júlí 1989. Þó að þeir hafí hátt, sem amast við sæmilegum hag Ríkisútvarpsins og getu þess til einhverra verka, er hitt jafnljóst, að hinn þögli meiri- hluti þjóðarinnar, launþegar sem aðrir, vilja að stjómvöld standi vörð um hag stofnunarinnar enda hafa skoðanakannanir leitt í ljós að al- menningur ber mest traust til Ríkisútvarpsins af fréttamiðlum landsins og skipar því í efsta sæti þegar spurt er hvernig opinberar stofnanir gegni þjónustuhlutverki sínu. Höfímdur er útvarpsstjóri. VVlB VERÐBRÉFAS JÓÐIR VERÐBRÉFAM ARKAÐS ÍSLANDSB ANKA kt. 540489-1149 Armúla 13a, 107 Reykjavík Sjóður 5 Eign arskattsfrj áls verðbréfasj óður Gjalddagi l.mars 2007 Sala Sjóðsbréfa 5 hófst 12. júlí 1990 Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐURÍSLANDSBANKAHF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. FOSTUDAGUR TIL FJAR VERKFÆRAKASSAR I DAG KOSTNAÐARVERÐI SÍMINN ER 689400 í KRINGLUNNI BYGGT & BUIÐ | KRINGLUNNI a» • • I « I ••»«•••••••«••«««•<»«»»«•« • "yggsmHHPB PÍVi M infl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.