Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 19 Georg Carey næsti erkibiskup af Kantaraborg heldur á trveimur barnabörnum. Næsti erkibiskup af Kantaraborg skipaður London. Reuter. GEORG Carey, biskup af Bath og Wells, hefiir verið skipaður næsti erkibiskup af Kantaraborg. Carey, sem er 54 ára, er tiltölulega óþekkt- ur og var talið ólíklegt að hann yrði fyrir valinu. Hann hefur aðeins verið biskup í þrjú ár. Fráfarandi erkibiskup er Robert Runcie. Erkibiskup af Kantaraborg er yfirmaður ensku biskupakirkjunnar og andlegur leiðtogi 70 milljóna manna víða um heim. Búist er við að Runcie láti af embætti 31. janúar nk. og kom skipun Careys þremur mánuðum fyrr en áætlað hafði verið. Elísabet Bretadrottning skipar erkibiskupinn. Margaret Thatcher forsætisráðherra tilnefnir hann, en 16 manna kirkjuráð gerir tillögur um tvo menn og forsætisráðherra velur á milli þeirra. Ekki hefur verið greint frá nafni hins mannsins, sem ráðið mælti með, en fjölmargir hafa þegar lýst ánægju sinni með skipun Careys. Carey er hlynntur kvenprestum, en það mál er mjög umdeilt innan kirkjunnar, og hann styður umhverf- isvernd. Hann segist vilja mikil og árangursrík samskipti ríkisvalds og kirkju og að hann muni veita kirkj- unni staðfasta forystu'. Carey viður- kenndi fyrir fréttamönnum að hann hefði ekki talið sig eiga mikla mögu- leika á að hljóta skipun en að til hennar hefði ekki verið stofnað með málamiðlun. „Ég hef aldrei verið gefinn fyrir málamiðlanir. Það gætu verið þeir sérstöku hæfileikar sem mér eru gefnir og aldur minn sem urðu til þess að ég var skipaður. Ég held að ég hafi verið valinn vegna þess sem ég hef til brunns að bera,“ sagði Carey. Þjáðist van Gogh af eyrnasjúkdómi? New York. The Daily Telegraph. VINCENT van Gogh, sem skar af sér vinsta eyrað og féll fyrir eigin hendi fyrir 100 árum, var hvorki vitskertur né flogaveikur. Hann þjáð- ist af truflun í innra eyra, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru á miðvikudag í riti bandarísku læknasamtakanna. Meniere-sjúkdómurinn, sem hrjáði van Gogh og sem lýsir sér í lamandi svimaköstum og sársaukafullu suði í eyranu, var þekktur meðal lækna á 19. öld. Það hvarflaði hins vegar aldrei að læknum sem önnuðust van Gogh á St. Remy-hælinu, að hann þjáðist af honum. Dr. Kaufmann Arenberg, sem starfar að rannsóknum í í Colorado- ríkí í Bandaríkjunum, sagðist byggja niðurstöður sínar á læknáskýrslum og 796 bréfum van Goghs. Hann segist hafa fengið áhuga á veikindum van’Goghs þegar hann var í lækna- skóla. Veitti hann því athygli að lýs- ingar á veikindum listmálarans voru mjög lík Meniere-sjúkdómnum. í skýrslunni segir að þegar van Gogh skar af hluta vinstra eyra síns og sendi hann gleðikonu nokkurri hafi hann þjáðst af ofheyrnum. Þá segir að suðið hafi orðið óþolandi og að van Gogh hafi e.t.v. talið sig geta bundið enda á ofheyrnirnar með því að fjarlægja eyrað. Vitað er að sjúkl- ingar, sem þjást af sjúkdóminum, hafa stungið inn í eyrun á sér til að taka fyrir hávaðann. Sjúkdóminn er hægt að lækna með skurðaðgerð eða með sérstöku mataræði. Fyrverandi yfirmað- ur Stasi handtekinn Austur-Berlín. dpa. ERICH Mielke, fyrrverandi yfir- maður austur-þýsku öryggislög- reglunnar, Stasi, og nánasti sam- starfsmaður Erichs Honeckers, fyrrverandi leiðtoga Austur- Þýskalands, var handtekinn í gær fyrir spillingu, eftiahags- niðurrif og valdníðslu. Austur-þýska fréttastofan ADN hafði eftir talsmanni skrifstofu ríkissaksóknara að læknar hefðu úrskurðað Mielke, sem er 82 ára, nægilega heilsuhraustan til að sitja í fangelsi. Gunter Seidel ríkissaksóknari ákærði Mielke einnig fyrir að hafa hjálpað flölda félaga úr vestur- þýsku hryðjuverkasamtokunum Rauðu herdeildinni að setjast að í Austur-Þýskalandi undir nýjum nöfnum. Honecker neitaði nýlega vitn- eskju um að félagar úr Rauðu her- deildinni væru í felum í landinu og sagði að Mielke hefði leynt þessu og ýmsu fyrir sér. Skjöl hafa einnig fundist sem sanna að Mielke hafði gert neyðará- ætlun um að kyrrsetja þúsundir andófsmanna í fangabúðum. Erlch Mielke. Reuter Yfirvöld í Austur-Þýskalandi at- huga nú einnig hvort Mielke hafi átt þátt í sprengingunni í „La Belle“-diskótekinu í Vestur-Berlín árið 1986 þegar bandarískur her- maður og tyrknesk kona létust. H PHILIPS Myndataka án fyrirhafnar PHILIPS VKR 6843 er bæði VHS upptökuvél og myndband sem tengja má beint við sjónvarp. Vélin er afar handhæg og einföld í notkun og vegur aðeins 1,3 kg. Dagsetning og klukka sjást við upptöku. Sjálfvirk fókusstilling, sjálfvirk birtustilling, stillanlegt hljóðnæmi. A linsu er ,,Macro“ stilling sem gefur möguleika á myndatöku allt niður í 3.5 mm fjarlægð. - CCD myndskynjari gefur hágæða mynd eða 320.000 myndpunkta. •Tynga: i.j Kg (an ramioouj •Lágmarks ljós: 10 lux. •Hámarks Ijós: 100.000 lux. •Hvítjöfnun: Sjálfvirk/handvirk. •Aðdráttur: 6x mótordrifinn. •Fókus: Sjálfvirkur/handvirkur. •Linsa: F 1.2-22. •Stærð: 33x12x14 cm. (LxBxH). •Lokunarhraði: 1/50,1/500 eða 1/1000 úr sek. • Myndbandsstaðall: VHS - C HQ. •Myndskynjari: 1/2” CCD . •Skoöari: Rafeindaskoðari með 2/3” myndlampa. •Ending rafhlöðu: ca. 60 mínútur. (ö? Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNISIMI69 15 20 l/<öe/iUMSve(£fiaféegib C saMtutttjxwc BÍLAGALLERÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga f rá kl. 10-16. MMC Colt GU 16 v '89. Rauð- ur, elnn með öllu. Ek. 13.000 km. Verð 1.080.000, ath. sklptl. fíiiNSE ' Volvo 240 GL '88. Gullmet., sjólfsk. m/od, vökvastýrl. Ek. 38.000 km. Verð 1.100.000. Charade CS '87. Ljósgrænn met., belnsk. Ek. 35.000 km. Verð 440.000. Toyota Tercel 4wd, station, '84. Sllfurgrðr, 5 glra, útu/segulb. Verð 470.000. Lada Sport 1600 4wd, '90. Hvftur, útv/segulb. Ek. 6.000 km. Verð 710.000, ath. sklpti. Nlssan Sunny SLx 4wd '87. Rauður, 5 gíra, útv/segulb. Ek. 46.000 km. Verð 720.000 ath. sklptl. I Citroen Ax '89. Belnsk., I útv/segulb. Ek. 10.000 km. Verð 590.000, ath. sklptl. Volvo 240 GL '85. Stelngrár met., 5 gira, plussóklœðl o.fl. Ek. 89.000 km. Verð 850.000. Fjöldi annarra notaðra úrvals bíla á staðnum og á skrá. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.