Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 17

Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 17 Frá Snorrastefiiu: Lærði íslenzku án leiðsagnar - og munar ekki um að setja saman dróttkvæða vísu á forn-íslensku Einn af fyrirlesurunum á Snorrastefnu er Olga Alexand- ersdóttir. Hún segir um áhuga sinn á forníslensku: „Faðir minn hét Alexander Smirnickij, hann lagði stund á ensku og málv- ísindi en hann var líka rúna- fræðingur. Þetta þóttu fremur óhagstæðar fræðigreinar á Stalínstímanum, þóttu borgara- legar úr hófi fram. Faðir minn dó þegar ég var stelpa og bækur hans birtust fyrst eftir dauða hans. En ég ólst upp við rúnirn- ar sem hann hafði rist. Hann skar út í tré í tómstundum. í háskóla lærði ég germanska samanburðarmálfræði. Ég varð hins vegar snemma fyrir miklum áhrifum af verkum Steblin-Kam- enskij um íslensku fornbókmennt- irnar og mitt fyrsta verk á því sviði var að þýða Snorra-Eddu. Steblin-Kaminskij skrifaði formála og mælti með útgáfunni." — Hver kenndi þér íslensku? „Enginn. Ég lærði hana bara sjálf. Mikið lærði ég þó til viðbótar í samvinnunni við Kaminskij, en við þýddum átta bækur saman á rússnesku: Gísla sögu, Hrafnkels sögu, Grettis sögu o.fl. — Er hægt að tala um Kam- inskij-„skóla“ í Sovétríkjunum? „Já, það er hægt. Steblin-Kam- inskij var bæði mikilvirkur og ákaf- lega frumlegur, skarpskyggn fræðimaður, en það fer annars ekki alltaf saman. Hann var líka sterkur persónuleiki og við sem vorum nemendur hans reynum bæði að miðla og þróa kenningar hans áfram. Það gildir bæði um Bjerkov sem veitir forstöðu skand- inavísku deildinni í Leníngrad og okkur í Moskvu. Það eru ekki margir sem leggja stund á norræn fræði í Moskvu, en þeir eru efnilegir og vissulega væri öll hjálp sem við getum feng- ið vel þegin. Það er til dæmis eng- inn íslenskur sendikennari í Sov- étríkjunum og við myndum þiggja samstarf og tengsl af því tagi.“ Fræðin — Kenningar sovéska fræði- mannsins Michael Bachtin, ekki minnst kenningar hans um innri uppreisnaröfl í bókmenntunum, hláturinn og hið gróteska, hafa orðið vinsæl hér vestra. Hvaða stöðu hefur Bachtin í Sovétríkjun- um? „Hann er vinsæll. En meira not- aður af málvísindamönnum og sov- éskum bókmenntamönnum en þeim sem stunda germönsk fræði. Kaminskij skrifaði einmitt um þessar kenningar í sambandi við hugtakið „níð“ í íslendingasögun- um og gagnrýndi Bachtin fyrir að tileinka miðaldamönnum hugsun- arhátt sem þeim var ókunnur eða m.ö.o. leggja of nútímaleg viðhorf til grundvallar lestri á fornum text- um.“ — Um hvað ætlar þú að tala á Snorrastefnu? „Það er eiginlega mjög sérhæft. En ég tek fyrir hugtökin „heiti“ og „kenningar" eins og þau eru notuð í skáldskaparmálum Snorra og lýsi því hvernig þessar tvær tegundir skáldlegra umskrifana má skilja og skilgreina á nokkuð Eitt af því sem menn hafa deilt um í rannsóknum á goða- fræðinni er hlutverk og staða fornkonungsins gagnvart þegn- um sínum. Norski trúarbragða- fræðingurinn Gro Steinsland flutti ákaflega áhugaverðan fyr- irlestur á miðvikudag um goð- sögnina um „hið heilaga brúð- kaup“. Þar giftist guðinn jötun- meynni, hið háa tengist hinu lága, hið formfasta tengist óreiðunni. Afkvæmi slíkrar gift- ingar er hetjan eða konungur- inn sem rúmar hinar ýtrustu andstæður og verður afburða- maður. Goðsögnin um „hið heil- aga brúðkaup" verður þannig réttlæting á félagslegum og pólitískum völdum konungsætt- arinnar. Ekki voru allir sam- mála kenningum Gro Steins- land. Ulf Drobin var andmælandi Gro við doktorsvörn hennar í Ósló í fyrra, hann er prófessor í Stokk- hólmi og trúarbragðafræðingur. Hann talaði um deilur fræðimanna um trúarlegt hlutverk fornkonung- anna á Snorrastefnu í gær og ég tók hann tali. annan hátt en Snorri gerir sjálfur. Á þann hátt er hægt að varpa nýju ljósi á orðin og komast nær merkingu textanna.“ Einangrunin — Hvaða áhrif hefur þróunin núna upp á síðkastið og nýtt ferða- frelsi sovéskra fræðimanna haft að þínu mati? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á ráðstefnu í útlöndum. Ég var ekki í Flokknum og það var ein- faldlega of erfitt, of auðmýkjandi og of harðsótt að fá leyfi til að fara utan til að ég vildi standa í því. Það gat ekki verið þess virði, fannst mér. Einangrunin var held- ur ekki bara bölvuð. Þeir sem voru að vinna á þessu sviði voru fáir og þjöppuðu sér saman, sýndu Hið heilaga konungdæmi — Hvað felst í hugtakinu „hið heilaga konungdæmi"? „Lengi framan af töluðu fræði- menn um „hið heilaga konung- dæmi“ og áttu þá við þær hug- myndir fornmanna að konungurinn hefði einhverja guðlega eiginleika sem gæfu honum afl eða mátt til að hafa áhrif á náttúrufar og tryggja góða afkomu. Hinn gift- uríki konungur var bæði maður og guð, samkvæmt heiðnum hug- myndum. Svo kom þýskur fræðimaður, Beatke að nafni, sem hélt því fram að allar þessar hugmyndir um hinn gifturíka guðlega konung væru hreinræktuð kristni og bara túlkun þrettándu aldar manna á konungs- hugtakinu. I Svíþjóð tók Lars Lönnroth í sama streng í doktorsritgerð sinni á sínum tíma, en Peter Hallberg, sem var andmælandi hans, var algerlega á öndverðum meiði og taldi Lönnroth ganga alltof langt í túlkun sinni.“ Að leika - eða vera — Er ekki endalaust hægt að hver öðrum samstöðu, stuðning og örlæti. En þegar fram í sækir verð- ur maður náttúrlega að komast út, verða fyrir nýjum áhrifum, sýna sig og sjá aðra svo að maður staðni ekki. Og nú er ég komin af stað. Næsta vetur ætla ég að vera í Oxford og þaðan er styttra til Is- lands en frá Moskvu." — Þú ert búin að halda á blaði með dróttkvæðri vísu allan tímann? Hvað ertu með? „Það er vísa sem ég orti í gær. Hún er svona: Þeir í Odda þýddu/ þróttliga lög dróttir/seiðberanda Snorra/sáttvandir ok kvánir,/þars á mæta móti,/móðhress blaða pressir./frumsmiðs Eddu fróðar/ frúr heijuðust með herrum. (Þeir, sáttfúsir menn og konur, þýddu lög töframannsins Snorra í Odda. Þar Ulf Drobin deila um hvað er kristið og hvað heiðið í eddukvæðum og drótt- kvæðum? Olga Alexandersdóttir sem á frægri Snorrastefnu — hress fulltrúi pressur.nar (og) fróðar frúr börðust með herrum.) „Jú, en ef litið er á málið út frá trúarbragðasögu og samanburðar- trúfræði, höfum við fjölmargar hliðstæður sem ættu að segja okk- ur eitthvað. í Japan hefur konung- urinn til dæmis alltaf verið fulltrúi guðs, en enginn trúir að hann SÉ sjálfur guð, eða guðlegur. Engum hefur nokkurn tíma dottið í hug að fórna japanska keisaranum til árs og friðar eins og Snorri segir í Heimskringlu að Svíar hafi gert í heiðnum sið. Fólk skilur einfald- lega á milli hlutverksins og hug- myndarinnar að baki þess. Kon- ungurinn var trúarleiðtogi í heiðn- um sið og hlutverk hans var tákn- rænt, hann var fulltrúi guðanna, leiðtogi og fyrirmynd ef vel var.“ — Hlýtur þetta ekki að fljóta saman í vitund og hugmyndum fólks? „Jú, en ekki nema að vissu marki. Og í vissa átt. Fólk yfir- færði ákjósanlega eiginleika á kónginn, kóngurinn gat leikið hlut- 'verk guðsins fyrir fólkinu en guð- inn getur ekki verið fulltrúi kóngs- ins eins og Gro Steinsland segir. Það er ekki hægt að nota bók- menntatextana eingöngu til marks um goðsagnir og helgisiði heldur verður að líta á hið trúarlega sam- hengi, trúarkerfið sem er við lýði í samfélaginu sem um ræðir." — Eru ekki meginheimildir okk- ar um heiðna trú og goðafræði einmitt bókmenntatextar? „Jú, en þá má túlka ákaflega margvíslega og ræða um rann- sóknaraðferðir og það hvað þekk- ing sé — en það er ný umræða." DK Trúðu menn að kóngur- inn væri guðleg vera? Ulf Drobin talar um trúarhlutverk fornkonunganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.