Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 38
^38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 ■ CARL Lewis vann sín fyrstu gullverðlaun á Friðarleikunum í fyrrinótt. Hann sigraði í lang- stökki, 8,38 metra hoppaði kappinn. Veðrið fór eitthvað í taugarnar á honum, það var kalt og hvasst, ekki „nema“ 15 stiga hiti og Lew- is sagði: „Það var skítkalt.“ ■ EN „kuldinn" í Seattle fór ekki ekki í skapið á öllum. Hammou Boutayeb, frá Marokkó reyndi að notafæra sér veðurfarið til þess að setja nýtt heimsmet í 10 þúsund metra hlaupi. Honum tókst það ekki, kom þó fyrstur í mark, á 27 mínútum og 26,43. Það er besti tími sem nokkru sinni hefur náðst í 10 þúsund metra hlaupi í Banda- ríkjunum. ■ DAVE Johnson sigraði í tug- þrautinni,' sem lauk í fyrrinótt. Hann náði 8403 stigum. I öðru sæti varð Dan O’Brien, sem hafði forystu í greininni eftir fyrri daginn. ■ SYSTUR tvær frá Sovétríkj- unum urðu í 1. og 2. sæti í spjót- kasti, þær Natalja og Tatjana Sji- kolenko. Það var hún Natalja sem sigraði, kastaði 61,62 metra. ■ HEIMSMETHAFINN í kúlu- varpi, Randy Barnes, sigraði í dauflegri keppni í greininni í fyrri- nótt. Hann varpaði 21,44 metra í fyrstu tilraun. Þetta kast er næstum tveim metrum styttra en metkastið, sem er 23,12 metrar. ■ KÍNVERSKU blakstúlkurnar sigrðu þær brasilísku frekar létt í undanúrslitum, 3:0. Og sovésku stelpurnar sigruðu þær perúsku 3:1. HANDBOLTI / FRIÐARLEIKARNIR Lengi ígangen aldrei spuming Öruggur níu marka sigur gegn Japan „VIÐ spilum aldrei vel á morgn- ana. Erum að minnsta kosti lengi í gang og það sýndi sig enn einu sinni nú. Við erum ekki vanir að spila á morgnana á íslandi og þó strákarnir hafi vaknað snemma — klukkan 7 (leikurinn hófst kl. 11) — voru þeir lengi í gang. En ég er mjög ánægður með leikinn. Það var gott hjá strákunum að rífa sig upp í seinni hálfleik og stinga Japanina af,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson tandsliðsþjálfari eftir að ísland sigraði Japan 27:18 íSeattle. Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Seattle Island byijaði ágætlega, staðan var fljótlega 3:1, en þá var eins og íslensku leikmennirnir héldu að hlutimir kæmu af sjálfu sér - Japan gerði fimm mörk í röð. Vörnin var stöð, einhver doði í leik- mönnum og kæru- ieysi einkenndi sóknarleikinn allt of mikið. Japanir spiluðu 3-2-1 vörn, mjög framar- lega en strákarnir náðu ekki að nýta sér nægilega vel svæðið sem myndaðist fyrir aftan fremri varn- armennina. Guðmundur Hrafnkels- son kom liðinu hins vegar til bjarg- ar — varði hvorki fleiri né færri en 16 skot í fyrri hálfleiknum. Síðari hluta hálfleiksins lagaðist sóknar- leikurinn svo aftur; þegar rnenn fóru að taka á kom í ljós að Island hafði aila burði til að vinna auðveid- an sigur. Eftir hlé var síðan aldrei spurn- ing hvernig færi. Jafnt og þétt dró í sundur með liðunum. Sóknarleikur íslands varð allur annur — einbeit- ingin í nokkuð góðu lagi, og vörnin styrktist. Hún var hreyfanleg og tók vel á móti Japönum. Enda fékk íslenska liðið ekki nema sjö mörk á sig í síðari hálfleik. Mörkin voru af öllum gerðum að þessu sinni, nokkur mjög falleg með langskotum, einnig úr hornum og eftir hraðaupphiaup. Helst var að línumennirnir nýttust ekki sem skyldi. „Eg ákvað fyrir leikinn að leyfa öllum að spila, til að hafa þá bestu ekki mjög þreytta á morgun, gegn Tékkum," sagði Þorbergur í gær. Allir komu inn á nema Bjarki Sigurðsson. „Eftir að strákarnir komust í gang var einbeitingin í lagi, leikgleðin er mikil hjá þessum strákum. Þeir hafa mjög gaman af því sem þeir eru að gera.“ Japanski þjálfarinn, Akira Tsugawa, sagði að mjög erfitt hefði verið fyrir sína menn að leika gegn þeim íslensku, sem væru mun stærri. „Markvörður þeirra var okk- ur líka erfiður viðureignar og við réðum ekkert við Héðin Gilsson. Mínir menn héngu á honum, en fengu ekkert að gert.“ Eftir að ísland fór í gang var munurinn allt of mikill til að leikur- inn yrði einn sá eftirminnilegasti sem undirritaður hefur séð. Japanir eru ekki með sérstakt lið; góða ein- staklinga þó en leika ekki mjög agað og skjóta mikið. En gegn þeim þarf að halda einbeitingunni, það sýndi sig í fyrri hálfleik. Strákarnir gerðu sér grein fyrir því og skiluðu hlutverkum sínum með sóma eftir hlé. GOLF / LANDSMOTIÐ Morgunblaðið/Rúnar Þór Hilmar Gíslason slær fyrsta högg- ið á íslandsmótinu í golfi. FRJALSAR Leidrétting Igrein í Morgunblaðinu í gær sagði að keppendur fslands í norrænu ungl- ingalandskeppninni árið 1984 hefðu ekki komist á verðlaunapall. Byggðist sú full- yrðing á rannsókn á bók með mótaúrslit- um, sem Frjálsíþróttasambandið (FRÍ) gaf út fyrir það ár. í ljós hefur komið að bókin er ekki fullkomin því þar í vant- ar úrslit einnar greinar keppninnar, lang- stökks karla, þeirrar einu sem íslending- ar unnu. Þar var að verki Kristján Harð- arson Ármanni sem tryggði sér sigur í síðustu umferð með 7,41 metra stökki. Bið ég Kristján velvirðingar á mistökum mínum. Þá hef ég orðið var við þann skilning að greinin, sem fjallaði um hvort íþrótta- kona hefði orðið Norðurlandameistari eða ekki, geri lítið úr árangri viðkom- andi íþróttakonu, Guðrúnar Arnardóttur UMSK, í mótinu. Það er útúrsnúningur því sigur hennar í grindahlaupinu var jafn ánægjulegur og glæsilegur þó hon- um hafi ekki fylgt meistaratitill því í hlaupinu voru saman komnir bestu grindahlauparar Norðurlanda í unglinga- flokki kvenna. Ágúst Ásgeirsson JónÖm og Böðvar með forystu Magdalena fremst hjá konunum JÓN Örn Sæmundsson, GA, og Böðvar Bergsson, GR, fóru báðir fyrstu 18 hoíurnar á 84 höggum á íslandsmótinu í golfi, sem hófst á Akureyri í gær. Þeir keppa í 3. flokki, en f 2. fiokki kvenna er Magdalena S. Þórisdóttir, GS, meðforystu, fórá 97 höggum. Ragnar Steinbergsson, formað- ur Golfklúbbs Akureyrar, setti íslandsmótið, en síðan hófst keppni í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla. Hilmar Gíslason, bæj- arverkstjóri á Akureyri, sló fyrsta höggið. Aðstæður voru eins góðar og hægt var að hugsa sér og höfðu létt klæddir kylfingar á orði að þetta væri eins og í útlöndum. Röð efstu manna er þessi: 3. flokkur karla: Jón Örn Sæmundsson, GA..................84 Böðvar Bergsson, GR.....................84 Leó Reynisson, GL.......................85 Einar Viðarsson, GA.....................87 Símon Magnússon, GA.....................88 Róbert Öm Jónsson, GR...................89 Jón T. Njarðarson, GL...................89 Sigurður St. Haraldsson, GA.............90 Jón S. Friðjónsson, GK..................90 Helgi Sigurðsson, NK....................90 2. flokkur kvenna: Magdalena S. Þórisdóttir, GS............97 Karólína Guðmundsdóttir, GA............101 Sigrún Sigurðardóttir, GR..............104 Elínborg Sigurðardóttir, GS............104 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS...........105 Sigríður Kristinsdóttir, Gr............105 Fjóla Þuríður Stefánsdóttir, GA........105 Auður Guðjónsdóttir, GK................105 Anna Freyja Eðvarðsdóttir, GA..........105 Aðalheiður Alfreðsdóttir, GA...........105 KVENNAKNATTSPYRNA / GULL- OG SILFURMOTIÐ Liðlega 600 stúlkur tóku þátt GULL- og Silfurmótið í knatt- spyrnu kvenna fór f ram í Kópa- vogi dagana 20.-22. júlí, með '*► þátttöku 56 flokka úr 19 félög- umfrá 16 bæjarfélögum víðsvegar að af landinu. Lið úr 2., 3. og 4. flokki tóku þátt í mótinu, en alls voru keppendur um600 talsins. Flestir leíkimir fóru fram á Smárahvammsvelli, en alls var leikið á sjö völlum og flestir úrslita- leikirnir fóru fram á Kópavogsvelli. Margir leikjanna þóttu bráð- skemmtilegir, og í öðrum, þar sem tvísýnt var um úrslit, ríkti mikil spenna. Liðin voru jafnari að styrk- leika nú en í fyrra, og ræður aukin leikreynsla stúlknanna líklega mestu þar um. Valdir voru bestu leikmenn í hveijum flokki og hlutu þeir að launum verðlaunagripi og flugfar innanlands. Þá hlutu markadrottn- ingar í hveijum flokki einnig verð- laun. „Fyrirmyndarliðið" var valið — KA, fyrir framkomu og umgengni á keppnis- og dvalarstað. Bestu leikmenn og markadrottningar Valdir voru bestu ieikmenn mótsins og þeir eru á efri myndinni frá vinstri: Ásdís Þorgiisdóttir ÍBK í 2. flokki, Anna Björk Björnsdóttir Val í 4. flokki B, Anna Sigursteinsdóttir ÍA í 4. flokki A, Rut Steinsen Stjörnunni í 3. flokki B, og Brynja Steinsen KR í 3. flokki A. Á myndinni til hliðar eru markadrottn- ingarnar frá vinstri: Heiða Haralds- dóttir Reyni, 2. fl. A með 8 mörk; Sóley Elísdóttir ÍA, 4. fl. B með 10 mörk; Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukum, 4. fl. A með 7 mörk;Rut Steinsen Stjörnunni, 3. fl. B með 11 mörk: Á myndina vantar drottningarn- ar Hjördísi Símonardóttur, 3. fl. A hjá Vai, sem gerði 10 mörk, Erlu Hend- riksen, 4. fl. A hjá UBK ( 7 mörk) og Valdísi Fjölnisdóttur KR. ÚRSLJT 2. flokkur Úrslit: ÍBK-Reynir...........................1:1 Haukar-Selfoss.......................4:0 Selfoss-UBK..........................1:6 Haukar-Reynir........................0:3 UBK-Haukar...........................6:0 ÍBK-Selfoss..........................6:0 Haukar-ÍBK...........................0:1 Reynir-UBK...........................1:4 UBK-ÍBK..............................4:0 Selfoss-Reynir.......................1:5 Lokaröð: 1. sæti.............................UBK 2. sæti..........................Reynir 3. sæti.............................IBK 4. sæti..........................Haukár 5. sæti.........................Selfoss 3. flokkur A Leikir um sæti: I. -2. sæti: KR-UBK.................2:0 3.-4. sæti: Valur-Stjaman............2:4 5.-6. sæti: Týr-Sindri...............2:1 7.-8. sæti: KA-Reynir................2:0 9.-10. sæti: FH-ÍA...................0:0 II. -12. sæti: Tindastóll-Grindavík.4:0 13.-14. sæti: Haukar-Ægir............1:0 15.-16. sæti: Þór-KS.................5:0 3. flokkur B Leikir um sæti: 1.-2. sæti: Stjarnan-Tindastóll......5:0 3. -4. sæti: Haukar-UBK.............3:0 5.-6. sæti: Sindri-Grindavík.........3:0 7.-8. sæti: Þór-Reynir...............0:0 9.-10. sæti: KA-FH...................1:0 4. flokkur A Leikir um sæti: I. -2. sæti: Stjarnan-KR............4:1 3. -4. sæti: UBK-ÍA.................0:1 5. -6. sæti: Skallagrímur-Týr.......2:0 7.-8. sæti: KA-Grindavík........... 1:1 9.-10. sæti: Haukar-ÞórVe............1:1 II. -12. sæti: Valur-Sindri.........0:1 13. sæti: Selfoss. 4. flokkur B Leikir um sæti: I. -2. sæti: UBK(1)-ÍA..............0:1 3.-4. sæti: Stjarnan-Haukar..........1:1 (Stjarnan hlaut 3. sæti eftir framlengingu og hlutkesti). 5. -6. sæti: KS-UBK(2)..............1:0 7.-8. sæti: Valur-Sindri.............0:2 9.-10. sæti: Þór Ve.-KR..............0:1 II. -12. sæti: Selfoss-KA...........1:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.