Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 V Arnessýsla: Garðyrlgiistöðvar verðlaunaðar ÁRLEG veiting verðlauna úr Rögnusjóði Sambands sunn- lenskra kvenna fór fram í Laufa- felli á Hellu miðvikudagskvöldið 25. júlí sl. Rögnusjóður er minningarsjóður um Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri í Olfusi, en hún var mikil baráttu- kona fyrir heimilisgarðyrkju á Suð- urlandi og var um langt árabil í stjórn garðyrkjunefndar SSK. Þeg- ar Ragna lét af störfum fyrir garð- yrkjunefndirnar tók við starfi henn- ar Ásthildur Sigurðardóttir í Birt- ingarholti." Að Röngu genginni gekkst Ásthildur fyrir.því að SSK kom á fót minningarsjóði um Atriði úr myndinni „Með lausa skrúfu“ sem sýnd er í Stjörnubíó um þessar mundir. Stjörnubíó sýnir gaman- myndina „Með lausa skrúfli“ STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga gamanmyndina „Með lausa skrúfu". Með aðalhlutverk fara Gene Hackman og Dan Aykroyd. Myndin segir frá Mac Stern (Gene Hackman), heimilislausum lögreglumanni sem nýlega hefur verið fluttur úr siðgæðisdeild í morðdeild til að rannsaka grimmi- leg morð sem framin hafa verið í höfuðborginni. Rögnu, var það gert og nefnist hann Rögnusjóður. Ur Rögnusjóði hafa í nokkur ár verið veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr á sviði garðyrkju í sveitum og bæjum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Má þar nefna t.d. í matjurtarækt og svo heimilisgarðurinn í heild sinni. I ár var röðin komin að garð- yrkjustöðvum í Árnessýslu. Var þar vandi úr að velja þar sem fjöldinn er mikill og snyrtimennska ríkjandi. Fyrstu verðlaun komu í hlut Garð- yrkjustöðvar Ingimars Sigurðsson- ar í Fagrahvammi í Hveragerði. Var það áletraður silfurskjöldur. Þau Ragna í Kjarri og Ingimar voru systkin og var það mjög ánægjulegt að Ingimar skyldi hljóta þessi verðaun úr minningarsjóði um systur sína. Ingimar stundar rósa- ræktun í garðyrkjustöð sinni. Sérstakar viðurkenningar hlutu eftirtaldar garðyrkjustöðvar: Espi- flöt í Biskupstungum, eigendur Hulda og Eiríkur Sæland og Áslaug og Sveinn Sæland. Þau eru með blómarækt. Ásland í Hrunamanna- hreppi, eigendur Helga G. Halldórs- dóttir og Guðmundur Sigurðsson. Þau stunda grænmetisræktun. Borg í Hveragerði, eigendur Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Lars D. Nilsson. Þau eru með blóma og tijá- rækt. Eigendur þessara stöðva verða með opið hús laugardaginn 28. júlí kl. 14-17 og þá verður öllum heim- ilt að skoða starfsemina hjá þeim, en þar er eins og áður sagði snyrti- mennska í fyrirrúmi í allri um- gengni. (Fréttatilkynning) Ríingt föð- urnafii Rangt var farið með föðurnafn Sigurðar Guðbjartssonar skipstjóra á Orion II í frétt á blaðsíðu 4 í fimmtudagsblaðinu. Sigurður var sagður Guðmundsson og beðist er velvirðingar á því. Kveður söfiiuðinn Við messu í Grindavíkurkirkju nk. sunnudag mun séra Öm Bárð- ur Jónsson, sem þar hefur verið sóknaiprestur um árabil kveðja söfnuðinn og verður messan klukkan 14, en að henni lokinni efnir sóknarnefnd til kirkjukaffís í safnaðarheimilinu. Þuríður Bjarnadóttir við vel klippta trjákúlu í sinum garði. Selfoss: V iður kenningar veitt- ar fyrir fallega garða Selfossi. UMHVERFISNEFND Selfoss veitti á síðastliðinn mánudag viðurkenningar fyrir fallega garða og snyrtilega umgengni. Þrír garðar, í Suðurengi 23, Birkivöllum 28 og á Engjavegi 8, fengu viðurkenningu og eitt fyrirtæki, GÁ Böðvarsson hf. Þetta er í ellefta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Garðurinn í Suðurengi 23, í eigu Klöru Sæland og Haraldar B. Arngrímssonar, er nýlegur garður sem í eru þegar margar tegundir blóma. í garðinum á Birkivöllum 28, í eigu Þuríðar Bjamadóttur, er lágvaxinn gróður áberandi. Garðurinn á Engjavegi 8, í eigu Ingibjargar Helgadóttur og Mar- vins Frímannssonar, er einn af eldri görðum bæjarins þar sem skjólgott er. Mikið blómaskrúð er framan við íbúðarhúsið og sunnan- undir bærist varla hár á höfði þótt vindur sé. Garðarnir verða til sýnis næst- komandi laugardag, 28. júlí, klukkan 14 til 18 og eru allir vel- Marvin Frímannsson og Ingi- björg Helgadóttir í garði sínum framan við íbúðarhúsið. komnir að staldra við og líta á garðana og handarvek eigend- anna. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Haraldur B. Arngrímsson og Klara Sæland við fallegt trjábeð í garði sínum í Suðurengi 23. r Húsið opnað kl. 22.00. Rúllugjald kr. 600. Staður hinna dansglnðu Viltu dansa? Komdu þá á Skálfell! H og söngkonan l*uri Rára skemmta í kvöld! Föstudagsflðringurinn er á Skálafelli! W HÓTEL ESJU HLJÓMSVEITIN UPPLYFTING ÁSAMT SIGRÚNU EVU í SUMARSKAPI FRÁBÆRT STUÐ. FRÍTTINNTILKL. 24.00. Snyrtilegur klæðnaður. NILLABAR HILMAR SVERRIS HELDURUPPISTUÐI Munið hádegisbarinn laugardag og sunnudag Laugavegi 45 - s. 21255 í KVÖLD: MEGAS og HÆTTIILEG NLJÓHSVEIT kynna nýju plötuna ásamt öðru Laugardagskvöld: ÍSLANDSVIMR Sunnudags- og mánudagskvöld: BLÖSROKXTRÍÓID P.E.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.