Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 37

Morgunblaðið - 27.07.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 37 Þessir hringdu . . . BMX-hjól hvarf Appelsínugult BMX-hjól, sem stóð við girðinguna hjá lögreglu- stöðinni í Árbæ, hvarf. Þeir sem vita um hjólið hringi í síma 673137. Rautt kvenhjól tapaðist Stórt dökkrautt kvenhjól týnd- ist úr Hólunum í Breiðholti. Upp- lýsingar í síma 77067. Deli Express Maður hringdi: „í Velvakanda fyrir stuttu var kona sem spurði hvar Deli Ex- press-örbylgjupopp fengist. Ég hef keypt svona popp í Kjörbúð Hraunbæjar." Herraúr í óskilum Edox-herraúr, svart með gylltri umgjörð og svartri ól, er í óskilum í Þyrli í Hvalfirði. Aftan á úrið er grafið letur. Eigandi getur hringt í síma 93-38925 eða 93-38824. Kettlingur í óskilum Eins mánaða svartur kettlingur með hvíta bringu og loppur er í óskilum. Hann komst upp í bíl, líklega í nágrenni við Hrafnistu. Þeir sem kunna að eiga kettling- inn eru beðnir að hringja í síma 36239. Tapaði einum hjólkoppi og fann annan Hjólkoppur af Oldsmobile-bif- reið tapaðist á leiðinni Hreðavatn — Blönduós föstudaginn 20. júlí. Þetta er amerískur teinakoppur og er merki bílsins í honum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 91-52369 eftir kl. 18. En á sömu slóðum fannst Mercedes Bens- hjólkoppur og getur eigandi hans hringt í sama síma. Tapaði gullhringi Gullhringur tapaðist á leiðinni milli Laugavatns og Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hringurinn er eiganda mjög kær og biður hann því fínnanda að hringja í síma 40854. Fundarlaunum er heitið. Tveir kettir týndir Tveir hvítir kettir týndust frá sama heimili, Laufásvegi 2a í Reykjavík, sl. föstudag. Þetta er gul, svört og hvít læða og gulbrön- dóttur högni. Þeir sem vita um kettina vinsamlegast hringi í síma 13585. Viðlegubúnaður datt af bíl Pallbíll opnaðist á leiðinni frá Sprengisandi og til Reykjavíkur sl. mánudag. Af pallinum datt tjald, gastæki og fleira dót. Líklegt er að dótið hafí dottið af á leiðinni frá Mýri að Nýja Dal. Finnandi vinsamlega hringi í síma 42428. Spara auglýsingarnar og lækka verðið Guðrún hringdi: „Mig langar til að taka undir með konunni sem hringdi í Velvakanda um daginn þar sem hún var að tala um allar auglýsingamar sem birtar eru um lambakjötið. Það er hver einasti strætisvagn með slíkum auglýsingum. Það væri nær að spara auglýsingarnar og gefa fólki frekar meiri afslátt af kjötinu. Gaman væri að vita hvað þetta allt saman kostar. Ég veit að margir eru mjög mikið á móti öllum þessum auglýsingum“ Tapaði gullarrabandi Gullarmband tapaðist 12. eða 13. júlí, líklega við Endurvinnsluna eða í Kringlunni, en fleiri staðir koma til greinar. Finnandi vin- samlegast hafí samband í síma 675575. Fundarlaunum heitið. Seðiaveski tapaðist Brúnt seðlaveski tapaðist nálægt Breiðholtsskóla sl. laugardag. Finnandi hringi í síma 74966. Biblían er gjöf Guðs til þín Til Velvakanda. Af hveiju er lífið svona erfítt? Ef þú ert staddur/stödd á þeim staði í lífí þínu þar sem hvergi sést til sólar, þá er hér hvatning frá mér til þín. „Af hveiju Guð?“, er spurning sem velflestir ef ekki allir velta fyrir sér. Eru tímarnir fullir af örlögum sem við fáum ekki stað- ist? Er allt á niðurleið í kringum þig? Hvert stefnir líf þitt? Ef þú ert ekki hamingusam- ur/söm á lífsins vegi, þá vil ég segja þér, hvort sem þú trúir því eða ekki, að Guð skapaði þig og mig til þess að lifa sem sigurveg- ara. Og lestu nú áfram. í heiminum í dag er barátta milli ríki myrkursins, þ.e. Satans og ríki ljóssin, þ.e. Drottins Jesú. Samkvæmt þessu segir ritningin í Efesusbréfi 6;12; því að barátt- an, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heims- drottna þessa myrkurs, við anda- verur vonskunnar í himingeimn- um. Kristur lifír í dag, og þráir að snerta hjarta þitt, taka burt stolt og beiskju og gróðursetja í staðinn kærleik og fyrirgefningu. Vertu trúaður ög taktu við lífinu, Jesú er vegurinn, sannleikurinn og lífíð. Það sakar ekki að opna hjarta sitt í einlægni fyrir himninum, og þú þarft aldrei meir að leita að ein- hveiju sem ekki er til. í Honum, Jesú Kristi er lækning og huggun. Guðs orð segir að við eigum og við getum fyrirgefið hvort öðru. Hvemig getum við ætlast til þess að Guð fyrirgefi okkur þegar við hötum systur og bróður? Guð er ekki hundur í bandi sem þú sigar til eftir hentisemi. Það eru hundrað ástæður til þess að trúa því ekki, að til sé algóður Guð. En fólk hefur þörf fyrir að vera elskað og viðurkennt og í Guði er öll lífsfylling, Guð er meiri en kringumstæður þínar. Taktu niður grímuna. Guð gaf þér augu, skilning og samvisku og hann gaf Jesú. Satan kom í þenn- an heim til þess að drepa, stela og eyðileggja, en Jesús kom í þennan heim til þess að gefa þér líf, já, líf í nægtum. Hastaðu á óvininn og notaðu til þess Jesú nafn. Leyfðu ekki óvinin- um að traðka á þér lengur „því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn einkason, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki held- ur hafi eilíft líf á himnum." Enn eitt að lokum. Undantekn- ingarlaust eru fjórar blaðsíður í Morgunblaðinu fullar af dánartil- kynningum hvern dag. Af hveiju? Mín trú er sú að orsökin sé van- trú. Fólk er tilbúið að láta leiða sig í alls kyns vitleysu sem því var ekki ætlað. Jesús er góður hirðir. Þú þarft ekki að ráfa lengur um í vantrú og myrkri, því Jesús er ljós heimsins. En nú er tími rétt- lætis að fæðast. Nú rísum við upp í Jesú nafni og segjum: „Nei! hing- að og ekki lengra, ég læt ekki bjóða mér þetta lengur!" Sigurinn er fólginn í Jesú, hann sem er höfundur trúarinnar. Ef þú ert, eða hefur verið í þeirri aðstöðu að hafa misst þér kærkominn ættingja, vin eða bam, vegna veikinda, slysfara eða fíkni- efnaneyslu, þá skaltu vita að Drottinn einn er Guð og hann hefur lífið í hendi sér. Auðvitað vitum við svo öll að tíðni sjálfs- morða hefur aukist um of, og or- sök margra þeirra er vonleysi. Vonleysi tilheyrir ekki Guðsríki, heldur varir trú, von og kærleik- ur. Ef þú veist ekki, þá veistu það núna að Guðs orð er fullt af loforð- um um vonarríka og bjarta framtíð og hér er eitt í sálmi 90:10. Ævi- dagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. Biblían er ekki gamaldags úrelt skrudda fyr- ir háflegið fólk, heldur gjöf Guðs til þín. Vertu trúaður, vertu ekki van- trúaður. Auður S. Hólmarsdóttir Mikið fyrir lítið Hef til sölu aspir, viðju, alaskavíði (tvö afbr.) *og birki í pottum og brettum. Það er mjög góður tími núna til að planta meiru við sumarbústaðinn, heimilið eða í skjólbelt- in. Þetta eru plöntur, sem ekki fá taugaáfall við útplöntun. Nú er nægur raki í jörðu og rótarkerfið skemmist ekki. Mjög gott verð og góðar plöntur. Garðyrkjustöðin Silfurtúni, sími 98-66632. Sumarbústadalönd Höfum til ráðstöfunar nokkrar sumarbústaðalóðir, til- búnar til afhendingar strax í sumar. Tvær lóðir við Apavatn. Lóðirnar liggja niður við vatnið og eru afgirtar og búið að gróðursetja mikið af trjáplöntum. Ein lóð við Hestfjall við Hvítá í Grímsnesi. Fallegt út- sýni og friðsælt umhverfi. Nokkrar lóðir í Þjóðólfshaga í Holtum. Beitarhólf fyrir hesta geta fylgt sumum lóðanna. Stutt í góða þjpn- ustu, m.a. sundlaug og verslun. Fagurt útsýni til alíra átta og fallegar reiðleiðir í nágrenninu. Hvernig væri nú að kaupa lóð í sumar og undirbúa fram- kvæmdir næsta vor? Nánari upplýsingar hjá: S.G. Eininghús hf., Selfossi í síma 98-22277. Verð til að taka eftir: Bússur frá kr. 3.190.- Vöðlur frá kr. 3.990.- Mikið úrval af regnfatnaði. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-13. SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói) RÝM IINGA RSALA Á Í ÍSLEIMSKUM FATNAÐI Jakkaföt frá kr. 14.900 Stakir jakkar frá kr. 8.900 Stakar buxur frá kr. 2.900 Þetta tækifæri gefst aðeins einu sinni. Komið og gerið góð kaup. H6RRARÍKI SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.