Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 27.07.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 27 Minning: Kristinn J. Magnús- son — Hafharfírði Fæddur 28. júní 1940 Dáinn 20. júlí 1990 Góður vinur og félagi, Kristinn J. Magnússon, hefur kvatt okkur. Yið rekum okkur æ oftar á það, hvað við fáum litlu ráðið um sam- veru okkar í þessu lífi, því skulum við sýna hvort öðru góðmennsku, greiðasemi og jákvætt hugarfar, því hver stund er svo dýrmæt. Þessa þrjá eiginleika sýndi vinur minn mér og minni fjölskyldu og viljum við þakka það. Kidda hafði ég kannast við frá því ég var unglingur, það könnuð- ust flestallir við Kidda þar sem hann sá um rekstur öskubílsins í Hafnarfirði. En er ég fyrir um tólf árum vann við viðgerð á húsi mínu, kom hann oft til mín er ég var í vandræðum og aðstoðaði mig við að losa mig við niðurrif úr húsi mínu. Þetta gerði hann eins og ekkert væri sjálfsagðara, en fyrir mig var þetta ómetanlegt. Að nokkrum árum liðnúm urðum við nágrannar, er Kiddi og Magga fluttu með Sólrúnu yngstu dóttur sína í næstu götu. Urðu kynni okk- ar þá nánari, og ekkert breyttist háttarlag vinar míns þar sem greiðasemi var annars vegar og reyndi ég að koma til móts við hann eins og mér var mögulegt. Á þessum tíma var nýstofnaður Kiwanisklúbburinn Hraunborg hér í Hafnarfirði og var Kiddi einn af stofnfélögum þar. Kom hann þá til mín og kynnti mér starfsemi klúbbsins og hvatti mig eindregið til að koma á fund og hitta fyrir góða menn. Svo fór að við fórum saman á fund, og er það því fyrir hans tilstilli að ég gekk í Kiwanis- klúbbinn Hraunborgu. Kiddi fór mikið austur á firði með Möggu konu sinni til Þórðar sonar þeirra er býr þar á Múla í Álftafirði. Það þótti ekkert tiltöku- mál að renna austur. Ég fór nokkr- ar ferðir með Kidda sem verða mér ógleymanlegar. Kiddi átti elskulega og hjálpsama konu sem Magga var. Hann kvænt- ist Magréti Egilsdóttur 2. ágúst 1958. Eignuðust þau fimm börn: Magnús, Viðar, Ástu, Þórð og Sól- rúnu. Reyndist Kiddi börnum sínum vel, þeirra velferð sat alltaf í fyrir- rúmi. Elsku Magga, ég og ijölskylda mín vottum þér, börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Kristins Jóels Magnússonar. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær en nár i dag. Ó hve getur undraskjótt yfirskyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Friðbjörn Björnsson í dag er til moldar borinn félagi okkar, Kristinn J. Magnússon, verk- taki í Hafnarfirði. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 20. júlí sl. Kristinn var einn af stofnféleröum FJALLAHJÓL 1990 JÚLÍ KEPPNIN 28. júlí Fjallahjólakeppni verður haldin í Öskjuhlíð við Nauthólsvík laugardaginn 28. júlí og hefst kl. 14.00. Mæting kl. 12.30. Að þessu sinni verður háð hindrunarkeppni ítveim flokkum: Byrjenda- og framhaldsflokki. Glæsileg verðlaun Keppt verður um Muddy Fox bikarinn og glæsilegt Muddy Fox fjallahjól. Skráning fer fram fyrir keppni milli kl. 12.30 og 13.30 við bátaskýli íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í Nauthólsvík. Þátttökugjald kr. 500,' FÉLAGSMIÐSTÖÐIN „ kRÖTTHEinflKj^ *VIÐ HOLTAVEG - SIMI 39640 ÖRNINN Kiwanisklúbbsins Hraunborgar, og hefur verið ein styrkasta stoð hans frá upphafi, meðal annars átti hann margar hugmyndir um mótun klúbbstarfsins. Starfaði hann í mörgum nefndum, og var meðal annars formaður fjáröflunarnefnd- ar. Undir forustu Kristins í nefnd- inni var þeirri hugmynd hrundið í framkvæmd að aðalfjáröflun styrktarsjóðs klúbbsins yrði svokall- aður Villibráðardagur. Hann er haldinn árlega og hefur hlotið fastan sess í félagslífi bæjarins. Áhugi og eldmóður Kristins í öflun hráefnis fyrir þennan dag okkar var aðdáunarverður, og svo hafði hann búið um hnútana, að klúbburinn mun njóta um ókomin ár. Hvort sem hann var í starfi sínu við hreir.sun bæjarins, eða rúmliggjandi vegna veikinda, þá lét hann ekkert aftra sér í því að sinna þeim störfum sem honum voru falin, eða til hans var leitað með. Aldrei þurfti að biðja hann nema einu sinni. Kristinn fæddist í Hafnarfirði 28. júní 1940. Hann kvæntist Margréti Sjöfn Egilsdóttur 2. ágúst 1958, og hefur hún starfað mjög ötullega við hlið Kristins ínnan félagsstarfs- ins. Margrét er félagi í Sinawik- klúbbnum Hörpu. Börn þeirra hjóna eru fimm: Magnús Sigursteinn sölu- stjóri, fæddúr 1958; Viðar sölumað- ur, fæddur 1960; Ásta María skrif- stofumaður, fædd 1961; Þórður Marteinn bóndi, fæddur 1965 og Sólrún Ósk, fædd 1978. Við viljum færa Margréti, börn- um Kristins og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Minningin um góðan Kiwanisfé- laga mun lifa í hjörtum okkar allra. Kiwanisklúbburinn Hraunborg „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli." Hann afi Kiddi er dáinn, svo snögglega að það er erfitt að trúa því, aðeins viku eftir að hann kom frá Þýskalandi ásamt Margréti og Sólrúnu Ósk, þar sem þau hjónin héldu upp á 50 ára afmælin sín. Þar áttu þau ógleymanlegar stund- ir sem munu sennilega líða Möggu seint úr minni. En enginn átti von á að það yrðu þeirra síðustu ham- ingjustundir saman. Og elsku Sól- rún Ósk, hennar sorg er mikil, sem missir ekki aðeins föður sinn heldur sinn besta vin. Oftast var hann til í tuskið með Sólrúnu og barnabörnunum þar sem þau kútveltust yfir hann, skellihlæj- andi og má segja að hann hafi haft mest gaman af sjálfur. Sérstök upplifun var að fá að sitja í öskubflnum hjá afa Kidda, eða þeg- ar öskubíllinn var væntanlegur var ekkert sem gat stöðvað þau að kom- ast upp í glugga til að vinka afa. Kristinn var alltaf svolítið dulur með eigin tilfinningar en lagði á sig ómælda vinnu og tíma ef einhverju þurfti að redda í snatri, hvort sem var fyrir fjölskylduna, vini eða kunningja og kom þessi eiginleiki hans m.a. fram í starfi hans með Kiwanisklúbbnum Hraunborg, þar sem hann var meðal stofnfélaga. Starfsárið 1988-1989 var hann for- maðut' styrktarnefndar og lagði hann sig allan fram við að afla fjár til styrktar góðum málefnum, en ánægjulegustu stundirnar fyrir Minning: Jón Þorkelsson Fæddur 14. nóvember 1908 Dáinn 17. júlí 1990 Jón Þorkelsson samstarfsmaður okkar og vinur er látinn eftir stutta en erfiða sjúkraiegu. Hann átti að baki langa og góða ævidaga, enda að eigin sögn mikill gæfumaður í lífi og starfi. J.ón fæddist og ólst upp í vesturbænum, og bjó þar reyndar og starfaði lengst af. Hann eignaðist góða konu, Guðríði Ein- arsdóttur, sem hann virti mikils, WIKA Allar stæröir og gerölr Sfitiiril®i!ii®uir JiéœsooTi 4 <S® M. Vesturgðtu t6 - Simar 14680-13210 og barnahópurinn var stór. Eftir að Guðríður lést árið 1985 hélt hann heimili með dóttur sinni Kristínu, sem ávallt reyndist föður sínum vel. Starfsævi sína helgaði Jón Shell hf. á íslandi og síðar Skeljungi hf. Hann hóf störf hjá félaginu árið 1935, en saga hans nær þó lengra aftur í tímann, því hann var einn af þeim mönnum sem unnu að byggingu olíustöðvarinnar í Skeija- firði árið 1927. Fyrstu árin hjá fé- laginu starfaði hann við uppsetn- ingu á geymum og dælum, auk þess sem hann hafði með höndum eftirlit með olíustöðvum Shell um land allt. Árið 1942 gerðist Jón yfirverk- stjóri í Skeijafirði. Þessir _ tímar voru miklir umbrotatímar á Islandi og starfsemin óx hratt. Meðal verk- efna hans var umsjón með móttöku olíuskipa, en það var mikið vanda- verk á þessum árum. Þá voru notað- ar flotleiðslur og ef veður var slæmt vildu leiðslurnar gliðna og jafnvel slitna, og þurfti þá snör handtök til að bjarga málunum. Þessu starfi fylgdi mikil ábyrgð og ekkert mátti fara úrskeiðis, því þá gat gífurlegt tjón hlotist af. Starf verkstjórans var ábyrgðarmikið, en Jón skilaði því með miklum sóma. Eftir 44 ára starf í Skeijafirði kom Jón til starfa á aðalskrifstofu Skeljungs, þar sem hann sá um að allar nauðsynlegar pappírs- og rekstrai'vörur væru til taks er á þurfti að halda. Allt var í röð og reglu, og vandvirknin og _ snyrti- mennskan alveg einstök. Á skrif- stofunni starfaði Jón í alls 10 ár eða frá árinu 1979 til ársins 1989. Ti'úmennska og samviskusemi voru hann voru að koma afrakstrinum til skila. Að gleðja éinhvern sem átti bágt. Hans líf og yndi síðustu árin var sveitin hans Þórðar, sonar hans, sem býr á Múla í Álftafirði. Hvort sem þurfti að senda smátt eða stórt austur, ekkert var of mikið mál, því var kippt í liðinn. Að fara niður í fjöru að vitja um netin eða inn í dal að athuga með hrossin. Allt þetta gaf honum eitthvað ómetan- legt og er ég viss um að þarna hafi verið að rætast draumur hans, það að vera í sveitinni og starfa. Kristinn fæddist á Urðarstíg 3 í Hafnarfirði og bjó alla tíð í Hafnar- firði. Foreldrar hans eru Marta Ein- arsdóttir frá Bolungai-vík og Magn- ús Sig. Kristinsson, málarameistari frá Hafnarfirði. Systkini Kristins eru Marta, gift Erlingi Sigurðssyni og eiga þau 3 syni; og Sigurður, kvæntur Ásdísi Gunnarsdóttur og eiga þau 3 börn. Kristinn kvæntist Margréti Egilsdóttur frá Reykjavík þann 2. ágúst 1958. Foreldrar Margrétar eru Ásta María Stefáns- dóttir og Egill Ástbjörnsson, versl- unarstjóri, búsett í Reykjavík. Kristinn og Margrét eiga saman 5 börn. Elstur er Magnús og á hann eina dóttur, Jórunni Björk; Viðar kvæntur Sigríði Baldursdóttur og eiga þau tvö börn, Kristin Orn og Hjördísi Sif; Ásta María gift Guð- bergi Þór Garðarssyni og eiga þau tvö börn, Björn Ingvar og Birnu Dögg; Þórður kvæntur Magnhildi Pétursdóttur og eiga þau eina dótt- ur, Guðný Sjöfn; og yngst er Sólrún Ósk, sem býr enn í heimahúsum. Kristinn byrjaði ungur að vinna' ýmis störf en var lengst af at- vinnubílstjóri og var einn af stofn- endum Bílastöðvar Hafnarfjarðar árið 1966 og starfaði þar allt fram til ársins 1975 er hann gerðist verk- taki hjá Hafnarfjarðarbæ og sá um sorphreinsun bæjarins. Starf sem hann gegndi ti! dánardægurs. Við biðjum algóðan Guð að geyma hann Kidda afa og styrkja elsku ömmu Möggu og Sólrúnu Ósk. Guð blessi okkur öll. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sigríður Baldursdóttir honum í blóð borin, eins og rúmlega hálfrar aldar giftudrjúgur starfsfer- ill ber vott um. Jón var félagslyndur maður og hafði gaman af að starfa með fólki. Hann lagði starfsmannafélagi Skeljungs mikið lið í gegnum árin og vann_þtullega að byggingu or- lofshúsa félagsins í Skorradal. Hann var gerður að fyrsta heiðurs- félaga starfsmannafélagsins á 75 ára afmæli sínu árið 1983. Þann heiður hlaut hann fyrir störf sín í þágu félagsins allt frá stofnun þess árið 1970. Margs er að minnast þegar traustur samferðamaður fellur frá. Við samstarfsmenn Jóns um lengri eða skemmri tíma þökkum honum samfylgdina í gegnum árin. Minn- ing hans mun lifa áfram nátengd sögu Skeljungs. Fjölskyldu hans vottum við okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning Jóns Þorkels- sonar. F.h. samstarfsmanna, Rebekka Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.