Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 7 I > w > w ► > í ► > Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands: Atvinnurekendur hafa ekki neitað hækkun til ASÍ ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sagði að á fundi aðila vinnumarkaðarins í gær hefðu atvinnurekendur ekki neitað þeirri kröfu ASÍ að félagar samtakanna hækkuðu um 4,5% eins og félagar í Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. „Þeir töldu hins vegar nauðsynlegt að vita hvað ríkistjórnin ætlast fyrir áður en frekar er fjallað um það mál. Við fórum sameiginlega til ríkis- stjórnarinnar til þess að spyrjast fyr- ir um hennar fyrirætlanir og höfum ekki fengið skýr svör hvað hún ætl- ast fyrir,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar myndu skýrast innan tíðar. Aðspurður um fund forseta ASÍ með forsvarsmönnum BHMR í Þórarinn V. Þórarinsson: Þurfum að vita fyrirætlanir stjórnarinnar ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að vinnu- veitendur kannist við að forsenda ASÍ fyrir viðræðum um kjara- samninga af því tagi sem gerðir voru í febrúar hafi verið að allir sætu við sama borð hvað launaþró- un varðaði. Hins vegar hefðu vinnuveitendur ekki getað svarað kröfú þeirra um sömu launaþróun og BHMR án þess að vita hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar væru. „Við munum að það var fullkomin forsenda af þeirra liálfu fyrir því að fara í gang með samninga af þessu tagi að það væri tryggt að allir sætu við sama borð,“ sagði Þórarinn. Um fundinn með ríkisstjórninni sagði Þórarinn: „Við rifjuðum þessar forsendur upp í samtölum okkar við ríkisstjórnina í dag, því stjórnin gekkst í ábyrgð fyrir þá sameigin- legu stefnumörkun aðila vinnumark- aðarins og ríkisstjórnarinnar sem fólst í kjarasamningunum og þeim markmiðum um efnahagsþróun sem sett voru í tengslum við þá. Af hálfu ríkisstjórnarinnar voru reifaðir ýmsir möguleikar um viðbrögð, en það er ekki í okkar verkahring að greina nánar frá því. Við hljótum að bíða endanlegra ákvarðana eins og þær koma til með að birtast." gærmorgun, sagði hann: „Það kom skýrt fram að BHMR gerir tilkall til að fá til sín hækkanir eins og kunna_ að verða hjá okkur. Þannig að málið er mjög einfalt. Ef við gerum kröfu til 4,5% hækkunar frá 1. júlí eins og þeir hafa fengið dæmda, þá gera þeir kröfu um 9% frá 1. júlí. Ef við tökum upp þessi 9% gera þeir kröfu til 13,5% og ef við gerum kröfu til þeirra 13,5% gera þeir kröfu til 18% hækkunar og þannig koll af kolli. Við bentum á að slíkt víxlgengi geng- ur ekki upp, það hlýtur að verða að stoppa annað hvort með því að ann- ar aðilinn hætti að taka til sín eða að einhver heggur á hnútinn," sagði Ásmundur. „Það að við séum aðilinn sem situr eftir og tekur minni hækkun brýtur allt lögmál réttlætisins, því launam- unurinn milli okkar fólks og hálauna- mannanna á almennum vinnumark- aði, sem BHMR tekur sína viðmiðun af, er auðvitað miklu stærra og alvar- legra misréttismál heldur en sá lau- namunur sem kann að vera á milli þeirra háskólamannanna innbyrðis," sagði Ásmundur ennfremur. Fulltrúar ASÍ og VSÍ hittust á skrifstofu Alþýðusambandsins við Grensásveg í gærmorgun. Morgunblaðið/Einar Falur Samninganefiid BHMR: Boðið upp á viðræður um víxl- hækkunargrein kj arasamningsins slæmt að sitja undir því að kjara- samningur BHMR kæmi í veg fyrir það að hægt væri að laga stöðu lág- launafólks. SAMNINGANEFND Bandalags háskólamenntaðra ríksistarfsmanna samþykkti á fúndi í gær að taka upp viðræður við ríkissljórnina um efni 15. greinar samnings BHMR og ríkisins þannig að verðtrygging samningsins umfram leiðréttingar verði með öðrum hætti en þar er gert ráð fyrir. í greininni er kveðið á um að BHMR geti gert kröfú um þær hækkanir sem verða á launum á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra var gerð grein fyrir þessari samþykkt samninga- Fundur ASI og BHMR: nefhdarinnar í gær. ------------------------------ Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að 15. greinin væri Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Mjög víðtækar heim- ildir til lagasetningar STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði að fúndurinn með aðilum vinnumarkaðarins hefði verið ágætur. Það hefði verið farið yfir ýmsa kosti og það væri fiill samstaða með ríkisstjórninni og fulltrúum hins almenna vinnumarkaðar að gera þær ráðstafanir sem tryggðu að efnahagsþróun yrði eins og steftit hefði verið að, þannig að kjarasamningurinn frá því í febrúar héldi og þar með launa- og kaupmáttarþróun samkvæmt þeim. Steingrímur sagðist ekki vilja ræða á þessu stigi hvaða kostir væru fyrir hendi. Aðspurður um hvert mat lögfræðinga væri á þeim möguleikum sem fyrir hendi væru, sagði Steingrímur, að það hefði ver- ið farið vandlega yfir það með lög- fræðingum og að sjálfsögðu kæmi þeirra mat mjög mikið inn í þá loka- ákvörðun sem tekin yrði. Aðspurður hvort að áliti lögfræð- inga væri mögulegt að taka þessi 4,5% hækkun háskólam&nna til baka, sagði Steingrímur að hann vissi ekki hver væri að tala um að taka þessi 4,5% aftur. „En það er skýrt að ríkisstjórn getur sett lög um kjaramál og það eru mörg for- dæmi fyrir því. Til dæmis ríkisstjóm Emils Jónssonar 1959 tók aftur launahækkun sem menn voru búnir að fá, þannig að ef menn vilja gera það eru til þess mjög víðtækar heim- ildir, en helst vil ég ná þessu án lagasetningar,“ sagði Steingrímur. eins og hún væri að frumkvæði fjár- málaráðherra og nú hefði komið fram hjá honum og öðmm að grein- in væri skaðleg eins og hún væri úr garði gerð. Því væri samninga- nefndin tilbúin að taka þetta atriði til athugunar. í staðin væru þau þá með í huga þær hugmyndir sem settar hefðu verið fram í samninga- viðræðunum í fyrravor af þeirra hálfu, að annað hvort kæmi í staðinn verðtrygging miðað við verðlagsþró- un eða tenging við launaþróun há- skólamanna á almennum markaði. Það væri ekki hægt að gera samning til fimm ára nema í honum væru einhverjar tryggingar, annars myndu launaleiðréttingarnar hverfa í verðbólgu. „Það er óneitanlega mjög óvin- sælt að téngja svona beint við samn- inga annara og við vorum því aldrei mjög ánægð með það ákvæði. Nú hefur komið upp mjög hörð andstaða við það meðal annars frá ráðherran- um sjálfum, þannig við töldum rétt að reyna að opna málið og við höfum kynnt forsætisráðherra efni þessarar tillögu," sagði Páll. Hann sagðist aldrei hafa verið trúaður á þessa víxlverkun, því hann væri sannfærður um að vinnuveit- endur yrðu tregir til að borga þessa launahækkun. Það væri hins vegar Málin rædd almennt - segir Páll Halldórs- son, formaður BHMR PÁLL Halldórsson, formaður BHMR, sagði eftir fúnd með for- setum Alþýðusambands íslands snemma í gærmorgun að staða mála hefði verið rædd mjög al- mennt á fúndinum. Aðspurður hver niðurstaða fund- arins hefði orðið, sagði hann að það hefði ekki verið að vænta neinnar niðurstöðu. „Þetta er ekki sá vett- vangur sem getur gefið neina niður- stöðu. Það gerður báðir aðilar sér það ljóst að þeir eru ekki okkar samn- ingsaðilar. Við vorum bara að ræða málin. Eg reikna með því að menn hafi skilið hveija aðra nokkuð vel.“ Aðspurður um ályktun miðstjórnar ASI þar sem fram kemur að víxlhækkanir launa séu óumflýjan- legar meðan báðir aðilar haldi sínu til streitu, sagði Páll að þetta hefði verið aðferð til þess að verðtryggja samninginn. Það væri óumflýjanlegt að samningur BHMR væri verð- tryggður með einhvetju móti. í nýjum 125 gr umbúðum. Sex bragðtegundir MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.