Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 11 Tónleikar í Listasafiii Siguijóns _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Carl Reinecke fæðist nokkrum árum síðar en þýsku rómantísku risamir R. Schuman, Mend- elsohn, Wagner og fl., í lok ró- mantíska tímabilsins. Reinecke lendir því milli strauma stíltíma- bila og gætir þess verulega í verkum hans, því vel má heyra að víða er bankað á dyr samtíðar- manna hans. Reincke var mjög afkastamikið tónskáld og reynd- ar á fleiri sviðum, því hann starf- aði sem píanóleikari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, kennari og tónskáld allt jöfnum höndum. Til gamans má geta þess, að hann dvaldist töluvert í Dan- mörku og vann þar að tónleika- haldi með Gade. Sónatan op. 167 ber áberandi einkenni samtíðart- ónskálda, en er eigi að síður vel skrifuð og mjög áheyrileg. Örlít- ils óróleika gætti í upphafi són- ötunnar í leik Freys, sem hvarf fljótlega, enda Freyr ekki óvanur að leika fyrir áheyrendur. Flutn- ingur sónötunnar tókst vel, spurning hvort annar þátturinn var kannske aðeins of hraður. Freyr virðist búa yfir góðri tækni og öryggi í flutningi. Hins vegar var undirritaður að velta íyrir sér, hvort hljóðfærið svaraði öll- um kröfum flytjandans. Tónninn í flautu hans er dálítið grannur og, að mér fannst, ekki nógu syngjandi, t.d. á miðsviðinu og neðar. Það tekur stundum lang- an tíma fyrir flautuleikara að finna munnstykkið, sem sam- svarar kröfum flytjandans, og segist mér hugur um, að Freyr eigi eftir að leita hins eina rétta, ef þá eitthvað eitt er rétt, því eitt getur átt við hljómsveitina og annað við einleik. Georges Enescu er líklega þekktasta tón- skáld Rúmena, en einnig þekktur sem fiðluleikari og kennari, t.d. var hann um skeið kennari Me- nuins. Enescu starfaði einnig sem hljómsveitarstjóri. „Canta- bile et Presto Cantabile, Andante ma no troppo og Presto" eru skemmtilegir þættir eftir Enescu og voru í öruggum höndum þeirra Freys og Margaritu. Són- atan eftir furðufuglinn Fr. Poul- enc reyndi kannske mest á flytj- endurna og verður að gefa píanó- leikaranum Margaretu Lorenzo mikið hrós fyrir píanóleikinn og hún studdi leik Freys með ágæt- um. Hins vegar get ég ekki að því gert, að hinn annars ágæti Bösendorfer finnst mér, af ein- hveijum ástæðum, ekki klæða hljómburð salarins. Alcopley í Nýhöfii SÝNING á verkum Alcopley verður opnuð á morgun, laugar- daginn 28. júlí, klukkan 14-16, í listasalnum Nýhöfn, Hafinar- stræti 18. Á sýningunni eru verk unnin á síðustu þremur áratugum. Stærðir sumra verkanna eru all sérstæðar svo sem „skýjakljúfamyndirnar", sem eru allar á hæðina og „skemmtigöngumyndimar“, sem eru á þverveginn. Einnig eru litlar myndir og örlitlar sem eru minni en frímerki. Alcopley er fæddur í Dresden 19. júní 1910. Hann varð því átt- ræður á þessu ári. Hann plst upp í Dresden og bjó þar til 1930. Hann stundaði nám í læknisfræði, bókmenntum og heimspeki við þýska háskóla og útskrifaðist í læknisfræði frá háskólanum í Heidelberg 1935. Þaðan fór hann til Basel í Sviss og stundaði nám í lífefnafræði. Sem málari er Al- copley að mestu sjálfmenntaður. Árið 1937 fluttist Alcopley til New York og bandarískan ríkis- borgararétt fékk hann 1943. Kona hans var listakonan Nína Tryggvadóttir. Þau eignuðust eina dóttur, Unu Dóru, sem einnig er listakona. Fjölskyldan bjó í París, London og frá 1960 í New York. Verk Alcopley eru í eigu ýmissa þekktra safna, svo sem Museum of Modern Art, New York, Natio- nal Museum of Modem Art, Tokyo, Stedelijk Museum, Amst- erdan, University Art Museum, University of Californa, Berkely, Listasafns íslands, The Israel Museum, Jerasalem, Musée de’Art et d’Industrie, Saint-Etinne, Frakklandi. Alcopley er ekki aðeins frægur listamaður, heldur er hann einnig heimskunnur vísindamaður á sviði blóðstreymisfræða. Á þeim vett- vangi er hann þekktur undir nafn- inu A.L. Copley. Sýning á verkum Alcopley verð- ur opnuð í listasalnum Nýhöfti á morgun, klukkan 14-16. Sýningin, seíri er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Sýningin stendur til 15. ágúst. (Fréttatilkynning) Gamli Ford árgerð 1917 ekur gestum um safnsvæðið. Starfshættir fyrri tíma í Árbæjarsafiii á sunnudaginn LÍFLEGT verður á Árbæjar- saftii, fyrir fólk á öllum aldri, á sunnudag klukkan 13-17. Andi fyrri tíma mun leika um saftihús- in og handverk fyrri kynslóða sýnd saíngestum. Unnið verður við tóvinnu, neta- gerð og útskurð aska. Bakaðar verða grautarlummur og boðið upp á spenvolga mjólk í Árbænum. Elsti bíll landsins verður til sýnis og í aldamótaprentsmiðjunni verður starfsemin í fullum gangi, kram- búðin opin og gullborinn settur í gang. í Dillonshúsi verða veitingar og heitt kaffi og súkkulaði á boð- stólum við harmonikutónlist. Sér- stakur matseðill með gómsætum réttum úr rabarbara verða fram- reiddir. Kýr, hestar og kindur frá Húsdýragarðinum verða á safn- svæðinu. Messað verður í safnkirkju klukkan 14 og kirkjukaffi við undir- leik harmoniku á eftir. (Fréttatilkynning) f y**tilboðN. ' f Hamborgari, franskar og PepsrV ; kr. 299,- ' Í Djúpsteiktur fiskur, sósa, franskar og salat f kr. 370,- Opið fró kl. 11-20 í kvöld B'ONUS BORGARt HÖRPUDEiLDIN LEIKUR Á ALS ODDI :0U er litiá ■ \, : i HÖRPUSKJÓL er akrýtbundin, vatnsþynnanleg málning, sérstaklega ætluö fyrir múr og steinsteypta fleti utanhúss. Hún er afar auðveid í meðförum, tryggir góða öndun, hefur góða viðloðun, þekur mjög vel og síðast en ekki síst býður upp á skemmtiiega litríkan leik. Einstakt samspil allra þátta. HARPA m lífinu lit. 7 1 JC 3 < ÞEGAR Á HEILDINA ER LITIÐ ÞARF EKKI AÐ SPYRJA AÐ LEIKSLOKUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.