Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 mmmn Ást er... . . . að festa kaup á blóma- búð. TM Rog. U.S. Pat Off,— all righfa reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndicate Þau eru líklega ekki heima...? HÖGNI HREKKVlSI T Vonandi að fólk fái frelsi til að velja Tölvuvædd- ar heróín- sprautur þjóðinni til skammar Til Velvakanda. Fer ekki að verða mál að linni? Menntamálaráðherra lét þau orð falla í sjónvarpi að frjálsu útvarps- stöðvarnar flyttu svo til eingöngu erlenda tónlist og menningarstefna væri óljós. Já, er ekki mál að linni þessari lágkúru íslenskrar ómenn- ingar á öllum bylgjulengdum ljós- vakans hér og nú? Hér vantar út- varpsstöð sem eingöngu útvarpar íslenskum melódíum, er með stuttar smásögur og hefur í heiðri atóm- ljóðið íslenska. Þessi erlendi sölu- vamingur er svo dauðleiðinlegur að það er eins og menn hér á Fróni hafi ekki enn fattað að Bítlaæðinu svokallaða lauk fyrir £0 árum. Því þessar tölvuvæddu heróínsprautur eru þjóð vorri til skammar og í landi Kómeinis hefði slíkt framferði varð- að lífláti. Hér á landi var gróska í tónlist og er ennþá, en myndi aukast við eina útvarpsstöð sem skákaði öllum love to love to love you síbylgjun- um. Endalaust glymur frygðarvælið úr þessu fólki, en ekki alltaf er það ástin sem er númer eitt heldur pen- ingar sem fara til þess að fjár- magna fixin (sprautur) sem eru stóra ástin í lífi stjarnanna sem skína. Þetta er vímugjafa og gjör- spillt tónlist þar sem sköpunargáfan er fyrir löngu farin út um þúfur, þess vegna svo sannarlega mál að linni og íslensk tónlist látin ráða ferðinni, eitthvað gamalt og gott. Pálmi Orn Guðmundsson Nafiibirtingar Af gefni tilefni er þess sérstak- lega óskað að sem flestir skrifí í Velvakanda undir nafni. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilureða árás- ir á nafngreint fólk. - Ritstj. Til Velvakanda. Undanfarið hefur verið talað við forsvarsmenn óformlegs hóps sem kallar sig Samtök gegn nauðung- arsköttum. Megin baráttumál hóps- ins er að beijast gegn óbeinni nauð- ungarsköttun í formi afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Ég er svo hjartan- lega sammála þessum hópi og mun láta skrá mig í hóp þennan um leið og tækifæri gefst til. Að maður þurfí að borga Ríkisút- varpinu reglulega fyrir það eitt að fá að eiga sjónvarp og/eða útvarp er auðvitað engin mannréttindi og eiga þeir sem að þessum hópi standa og hafa komið þessari um- ræðu af stað miklar þakkir skildar. Um leið og keypt er sjónvarps- eða útvarpstæki ermaður skyldugur að greiða áskriftargjald þó svo maður horfí aldrei á dagskrá ríkisútvarps- ins og hlusti aldrei á Rás 1 eða Rás 2. Mér hefur skilist að einn for- svarsmaður hópsins ætli með mál sitt fyrir dómstóla og víst er að hann hefur lögin ekki sín megin. En þegar lögin bijóta gersamlega gegn rétflætisvitund manna er eng- in ástæða til að notast við slík lög, eða hvað? Það eru alltaf einhveijir sem hafa góð áform um að mótmæla þessum nauðungarskatti og borga ekki afnotagjöldin, en þegar reikn- ingsbunkinn er orðinn mikill og hótanir farnar að berast inn á heim- ilið frá lögfræðingum enda mót- mælin yfírleitt á því að afnotagjöld- in eru greidd. Því má ekki breyta þessu þannig að menn hafí val um hvort þeir gerist áskrifendur að ríkissjónvarp- inu eins og að Stöð 2? Ríkissjón- varpið þyrfti þá að treysta á sína áhorfendur og auglýsendur og bjóða efni í samræmi við þær fjár- upphæðir sem koma inn. Oftsinnis er það að menn eru ekki alls kostar ánægðir með þá dagskrá sem sjón- varpið hefur upp á bjóða, skemmst er að minnast beinu útsendinganna frá Heimsmeistarakeppninni i fót- bolta. Því er það fáránlegt að þurfa að borga fyrir eitthvað sem maður hvorki notar eða nýtur. Eftir meðferð málsins hjá dómur- um er vonandi að fólk fái frelsi til að velja og þessi nauðungarskattur verði aflagður. Það þarf að taka upp annað kerfi sem á betur við nú á tímum fijálsrar fjölmiðlunar. AJ Yíkveiji skrifar Bjarni Einarsson fornleifafræð- ingur, sem stundað hefur fornleifauppgröft á Granastöðum og á þar eftir að vinna í nokkur sumur enn, segist ætla að hætta nú í haust vegna ofríkis yfírvalda. I viðtali við Morgunblaðið, sem birt- ist á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag, segir m.a.: „Bjarni Einarsson segir í samtali við blaðamann að næg verkefni séu við uppgröft á Granastöðum í fímm sumur til viðbótar. Eftir viðskipti sín við fornleifanefnd hafí hann þó ákveðið að hætta öllum rannsókn- um á staðnum eftir þetta sumar. Fornleifanefnd hefur ekki veitt Bjarna formlegt leyfí til að starfa við uppgröftinn. Hann segir það gott dæmi um ófagleg vinnubrögð nefndarinnar að hún hafí fyrst fundað í byrjun júní, þegar þeir sem vinna að fornleifauppgreftri hafa þegar ráðstafað tíma sínum og pen- ingum fyrir sumarið. „Fornleifanefnd og þjóðminjaráð hafa gengið fram með miklu of- forsi. Það er algjört hneyksli og jaðrar við menningarfasisma að ráðið skuli hafa bannað Thomas McGovern og félögum hans að vinna að rannsókna- og björgunar- uppgreftri á Ströndum og lýsir því hvílíkur yfirgangur viðgengst í þessum málum. Eg er búinn að fá mig fullsaddan af slíku og vil að- eins fá að starfa í friði og spekt,“ segir Bjarni." Þessi ummæli Bjarna Einarsson- ar segja í raun allt sem segja þarf. Vinnubrögð yfirvalda jaðra við menningarfasisma. Menntamála- ráðherra leysti að vísu mál McGov- erns, en hann leysti málið ekki til frambúðar. Hann skildi málið eftir í sama hnút og studdi stefnuna, sem .jaðrar við menningarfasisma". Víkveiji lítur svo á, að framkoma minnihluta fornleifanefndar og meirihluta þjóðminjaráðs hafí sett Islendinga í fremur óskemmtilegt ljós meðal vísindamanna, sem vilja rannsaka mannvistarleyfar hér á landi. xxx Nú hefur Áfengis og tóbaks- verzlun ríkisins ákveðið að selja óáfengt vín í verzlunum sínum. Forstjórinn segir þetta gert til þess að bæta þjónustuna, margir hafi óskað eftir að fá keypt slík vín í verzlununum. Þó hafa óáfeng vín fengist í matvöruverzlunum. Hins vegar segir forstjórinn að þetta nýja fyrirkomulag sé til þess að menn gætu keypt allt í einni ferð, keypt óáfeng vín um leið og hin áfengu séu keypt. Þetta eru dálítið skrítin rök, eink- um þegar þess er gætt, að hægast er að kaupa slík vín í matvörubúð- um um leið og matvæli eru keypt. Væri það t.d. ekki aukin þjónusta, að „blandið" yrði einnig selt í útsöl- um ÁTVR? Alls staðar erlendis fást létt vín í matvöruverzlunum. Slík tilhögun yrði auðvitað þægilegust fyrir viðskiptavininn. Þetta sýnir raunar að íslenzk áfengislöggjöf á langt í land og Islendingar eiga marg ólært í að þjónusta viðskipta- vinina. Hins vegar má spyija, úr því að ÁTVR er komin í þessar þjón- ustusteliingar: Hvenær fá menn tækifæri til að kaupa óáfengan bjór í verzlunum fyrirtækisins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.