Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Skotið yfir markið í aðförinni að RÚV •• eftirMarkús Orn Antonsson Af fréttum, eða öllu heldur áróðri sumra fjölmiðla síðustu daga mátti marka að afnotagjaldshækkun Ríkisútvarpsins, nýafstaðin og sú sem taka átti gildi 1. október nk. samkvæmt fjárlögum 1990, væri orðin aðalfótakefli í baráttu stjórn- valda við að halda verðlagi í skefj- um, enda þótt fjármálaráðherra hefði réttilega lýst því að afnota- gjald Ríkisútvarpsins væri smáat- riði í því heildardæmi. En með samstilltu áróðursátaki og misnotkun þeirra fjölmiðla, sem sjá hag sínum bezt borgið með því að gengi Ríkisútvarpsins verði minnkað og dregið úr mætti þess til að sinna skyldum sínum við landsmenn, voru aukaatriði málsins gerða að aðalatriði. Og hvert er tilefnið? Hugum að því. Jú, mergurinn málsins er þessi: Fjölmiðlasamsteypan Stöð 2- Bylgjan-Stjarnan á í vök að verjast eins og lýðum er ljóst. Stöð 2 var arðvænlegt fyrirtæki þegar hún fór af stað. Kappsfullir ofurhugar komu henni á skrið með eftirminni- legum hætti en sáust ekki fyrir, spenntu bogann of hátt. Þá fóru þeir að plata bankann og bankinn plataði nokkra valinkunna kaup- Markús Örn Antonsson „Nú má spyrja: Hvernig bregst almenningur við svona uppákomum, þegar helztu keppi- nautarnir, blöð og ljós- vakamiðlar, ásamt VSI, rotta sig saman og halda vikum saman uppi linnulausum áróðri gegn Ríkisút- varpinu eins og gerzt hefur að undanförnu“? sýslumenn, sem sumir voru að plata sjálfa sig, til að hlífa fyrirtækinu við frekari óförum. Við þetta bætt- ist, að annar hópur kaupsýslu- manna sá sér leik á borði og sýndi af sér þá óskammfeilni að hafa tröllatrú á ábatasömum sjónvarps- rekstri í samkeppni við Stöð 2. Þá var fundinn sökudólgur: Ríkisútvarpið. Vikið frá fjárlögum út í óvissuna Afkoma Ríkisútvarpsins hefur verið viðunandi undanfarna mán- uði. t Rekstur þess hefur það sem af er árinu verið nákvæmlega í sam- ræmi við fjárlög. Reyndar gera þau ráð fyrir rúmlega 200 milljón króna halla á árinu, sem ekki er öfunds- verð niðurstaða en þó viðráðanleg í bili, ef betra tæki við. Með því að nú er horfið frá ákvörðunum Alþingis um tekjur stofnunarinnar í viðleitni til svokall- aðrar „táknrænnar aðgerðar", sem lítið sem ekkert vægi hefur þó í heildarlausn verðlagsmála, er af- komu Ríkisútvarpsins að sjáifsögðu stefnt enn á ný í óvissu. Þessi niðurstaða kemur óneitan- lega illa við stofnunina, því að dag- skrárverkefni næsta vetrar eru langt komin á vinnslustigi á þessum tíma árs og erfitt að snúa við. En Ríkisútvarpið lifir þetta af og von- andi án umtalsverðrar skerðingar á Dennis Anderson Vestur- Islendingur rektor Brandon- háskóla HÁSKÓLARÁÐ Brandon- háskóla í Kanada hefur tilkynnt að frá 1. ágúst nk. taki dr. Denn- is Anderson prófessor í markaðs- fræðum við Manitoba-háskóla í Winnipeg við starfí rektors við skólann. Dennis á báðar ættir að rekja til íslands, móðurætt hans er frá Vopnafirði en föðurætt frá Syðri- Bægisá. Á hann fjölmarga ættingja hér á landi. Dennis hefur á undanförnum árum haldið nokkur námskeið við viðskiptadeild Háskóia íslands og á vegum Stjórnunarfélags Islands. Eiginkona hans er dr. Nina Col- well, prófessor í stjórnunarfræðum við Mantoba-háskóla og hefur hún einnig kennt á námskeiðum hjá sömu aðilum. ÓKEYPIS Á DONNINGTON? Kauptu straxaðgöngumiðann að risarokktónleikum Whitesnake og Quireboys í Reiðhöllinni 7. september. Allir sem kaupa miða fyrir júlílok verða sjálfkrafa með í rokkleik. Aðalvinningur: Ferð fyrirtvo á DONNINGTON rokkhá- tíðina í Englandi 18. ágúst. Whitesnake verða þar aðalnúmerið. Quireboys leika þar einnig svo og Poison og Aerosmith. DAVID COVERDALE - Whltesnake SPIKE - Quireboys Fjöldi aukavinninga 10O aukaverðlaun verða veitt í risarokk- leiknum. Hljómplötur og geisladiskar með Whitesnake og Quireboys og bolir frá báðum hljómsveitunum. DONNINQTON - rokkhátíðin ÞU7 esNA/5, e Feró þú til Donnington höfuðstaðar þungarokkaranna á Monsters Of Rock hátíðina 1990? Kauptu strax miðann þinn á Whitesnake og Quireboys og freistaðu gæfunnar. Hún gæti verið með þér! Miðaverð kr. 3.500,-. Þeir sem kaupa miða fyrir næstu mónaðamót greiða kr. 2.950, Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavikur, Laugavegi 96, Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauöarárstíg 16 og Eiðistorgi. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðmga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91 - 667556. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að rísarokktónieikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.