Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Norðurlandamótið í hestaíþróttum: Búið að velja átta knapa í landsliðið Skagaströnd: 4,6 milljóna aflaverðmæti á sólarhring' Skagaströnd. TOGARAR Skagstrendings hf. hafa fískað mjög vel að undan- förnu. Þannig kom frystitogar- inn Orvar að landi 22. júlí með tæp 270 tonn af frystum flökum eftir 17 sólarhringa útiveru. Aflaverðmæti þessarar veiði- ferðar var rúmlega 70 milljónir og hásetahluturinn því um 780 þúsund krónur. Upp úr sjó var afli Örvars þessa 17 daga 576 tonn eða tæplega 34 tonn á sólar- hring. Örvar var fyrsti íslenski frystitogarinn, en í apríl sl. voru liðin átta ár frá því að hann fór sína fyrstu veiðiferð. Örvar er með minnstu frystitogurum, aðeins 498 brúttólestir að stærð, og í áhöfn hans eru 24 menn. Hinn togari Skagstrendings, Arnar, sem er ísfísktogari, aflaði um 310 tonn í tveimur veiðiferðum á fimm sólarhringuum í aflahrot- unni á Halamiðum nú nýlega. Var þessi afli meiri en frystihúsið gat tekið við á svo skömmum tíma og því var fiskinum ekki landað úr Arnari fyrr en húsið var tilbúið að taka við aflanum. Mjög lítill hluti af afla Arnars er fluttur óunninn úr landi, þrátt fyrir að stundum hefði mátt fá betra verð fyrir aflann erlendis. - ÓB. IY = HF Laugavegi 170 -174 Simi 695500 GALANT hlaðbakur Sjálfskiptur - handskiptur Eindrif - sítengt aldrif (4WD) 5 manna fólksbíll, breytan- legur í 2 manna bíl meö gríðarstórt farangursrými Sannkallað augnayndi hvar sem á er litið Verð frá kr. 1.244.166 Rannsóknaskip frá Jamaica í Reykjavíkurhöfii Mörg erlend rannsóknaskip hafa komið til hafnar í Reykjavík að undanförnu, þar á meðal þetta skip, sem skráð er í Kingston á Jamaica. Einnig hafa verið hér rannsóknaskip frá Hoilandi, Finn- landi, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. „Hingað koma mörg erlend rannsóknaskip á hveiju sumri, en þau hafa til dæmis ver- ið -að rannsaka strauma í Græn- landssundi og samskipti sjávar og lofts,“ sagði Jakob Magnússon aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Vilhelmsborg í Danmörku 2. - 5. ágúst n.k. og hefur landslið Islands verið va- lið. Sigurbjörn Bárðarson sá um val á keppendum sem að þessu sinni eru átta talsins. Aðeins einn hestur verður fluttur utan vegna mótsins, önnur keppnishross hafa þegar getið sér gott orð í keppni erlendis. Landslið íslands er skipað þeim Einari Öder Magnússyni, sem keppir á Hlyn sem fæddur er í Sötofte í Danmörku, Guðmundi Einarssyni, sem keppir á Létti frá Tumabrekku, Þórði Jónssyni sem keppir á Kiljan frá Arnþórsholti eða Gusti frá Ásmundarstöðum, Styrmi Snorrasyni sem keppir á Baldri frá Sandhólum, Jóni Stein- björnssyni sem keppir á Steingrími frá Glæsibæ eða Odda frá Hö- skuldsstöðum, Finnboga Gunn- laugssyni sem keppir á Kolskegg frá Refsstöðum og Hafliða Hall- dórssyni sem keppir á ísak frá Runnum. Auk þeirra er Unn Krogen í íslenska landsliðinu. Hún er norsk en fær undanþágu til að keppa fyrir íslands hönd. Unn keppir á jörpum klárhesti frá Keldudal. Þess má geta að þeir Þórður, Styrmir, Jón og Finnbogi starfa allir erlendis. „Þó nokkuð margir sóttu um að taka þátt í þessu móti. Ég valdi liðið með því að athuga hestakost, árangur í keppni o.fl. og gerði mönnum grein fyrir að þetta væri stórt mót og menn þyrftu að vera landi og þjóð til sóma,“ sagði Sig- urbjörn. „Þetta er harðsnúið lið og það má vænta einhvers af því,“ sagði hann. Hafliði og Unn Krogen keppa í Morgunblaðið/Þorkell íjórgangsgreinum, aðrir keppa á fimmgangshestum. Keppni á mót- inu verður með hefðbundnu sniði, nema að víðavangshlaup verður að öllum líkindum fellt niður. Tveir íslendingar, þeir Pétur Jökull Hákonarson og Eysteinn Leifsson, verða meðal dómara á Norðurlandamótinu. IITS MOTORS Glæsilegur blll, sem hefurallt að bjóða kröfuhörðum ökumönnum nútímans GALANT stallbakur 5 manna IúxusbílI Sjálfskiptur - handskiptur Eindrif - sítengt aldrif (4WD) Verð frá kr. 1.233.040 •iÝTT SlMANÚMER auglýsingadeild^ egnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.