Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 18

Morgunblaðið - 27.07.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Bókasafn Nixons: Mjúkum höndum farið um Watergate Yorba Linda, Kaliforníu. The Daily Telegraph. ÁSTÆÐURNAR fyrir afsögn Richards Nixons, forseta Bandaríkjanna, árið 1974 eru skýrðar í Jöngn og dimmu herbergi í bókasafninu sem kennt er við Nixon og opnað var í síðustu viku í Yorba Linda í Kali- forníu. Þar er Watergate-hneykslinu lýst sem „sögulegri og blóðugri pólitískri baráttu". Mikilvægri upptöku af samtali forsetans og sam- starfsmanns í Hvíta húsinu hefúr verið hagrætt þannig, að áheyrand- inn undrast hvers vegna allt þetta veður var gert út af tilraunum til að þagga niður hleranirnar í Watergate-byggingunni. Þrautseigja tveggja blaðamanna við The Washington Post, Bobs Woodwards og Carls Bemsteins, réð úrslitum um lyktir Watergate-máls- ins og afsögn Nixons. í safninu eru þeir sakaðir um að hafa boðið mútur og að hafa náð í símanúmer með „ólögmætum hætti“. Á sýningar- spjaldi segir, að þeir hafi „einvörð- ungu“ með nafnlausum heimildar- mönnum „reynt“ að „koma sök á forsetann" í The Washington Post og bók sinni AII the President’s Men. Woodward neitar að þeir hafi mútað nokkrum. Sérfræðingar í sögu Nixon- áranna hafa lýst vonbrigðum sínum yfir því, hve meðferðin á Water- gate-málinu í safninu er vilhöll Nix- on. Safnið geymir ekki aðeins skjöl forsetans heldur er jafnframt vett- vangur, þar sem menn geta kynnst ævi og störfum hans í máli og mynd- Japanskur kenn- ari rekinn fyrir að valda dauða nemanda T6kí6. Reutcr. KENNARI við skóla í borginni Kobe í Japan hefúr verið rekinn fyrir að hafa skellt skólahliði á einn nemenda með þeim afleiðing- um að hann dó. Atvikið hefur verið talið til marks um mikinn heraga í japönskum skólum. Nemandinn, sem var 15 ára gömul stúlka, mætti sekúndu of seint og var því ekki hleypt inn á lóðina. Atburðurinn varð tilefni mikilla deilna í Japan um aga sem kennar- ar beita nemendur sína. Skólastjóri umrædds skóla sagði í gær, að kennarinn sem hliðinu skellti hefði ekki haft öryggi nemenda að leiðar- ljósi. Skólanefndin rak hann í gær og rannsakar lögregla nú hvort sækja beri kennarann til saka vegna dauða stúlkunnar. um. Margir höfðu vonað, að safnið yrði með sama yfirbragði og bækur Nixons, sem sýna viðhorf hins hugs- andi stjórnmálamanns en ekki hins hefnigjarna. í safninu er leitast við að gera sem minnst úr hörku Nixons í Víet- namstríðinu. Fyrir utan þau mildi- legu tök og meðferðina á Water- gate-málinu vekur safnið aðdáun vegna snilldarlegs handbragðs í hvívetna. Reuter Waldheim hittir þjóðarleiðtoga Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, og Richard von Weizsácker, for- seti Vestur-Þýskalands, urðu í gær fyrstir evrópskra þjóðarleiðtoga til þess að hitta Kurt Waldheim Austurríkisforseta að máli frá því hann var kjörinn forseti 1986. Vegna deilna um hlutdeild Waldheims í voðaverkum nasista í stríðinu hefur hann verið sniðgenginn. Heims- samtök gyðinga höfðu harðlega mótmælt för Havels og Weizsáckers til Austurríkis. Þar eru þeir staddir vegna listahátíðar Salzborgar en Havel var boðið að setja hátíðina formlega. Myndin var tekin við það tækifæri og er Waldheim lengst til vinstri, þá Havel og loks Weizsácker. Fresta máls- sókn á hend- ur Scargill London. Reuter. SAMTÖK breskra námumanna (NUM) ákváðu í gær að fresta málssókn á hendur Arthur Scarg- ill, leiðtoga samtakanna. Vona samtökin að deila þeirra við Scargill um greiðslur í verkfalls- sjóð leysist utan dómsstóla. Dómari féllst í gær á að fresta réttarhaldi í máli þessu í þijá mán- uði og verður reynt að leiða deiluna til lykta á þeim tíma. í fyrradag mun hafa tekist samkomulag með Scargill og fulltrúum NUM á 13 stunda fundi í París um að reyna að leysa deiluna milliliðalaust. NUM höfðaði mál á hendur Scarg- ill og krafðist þess að félaginu yrðu afhentar tvær milljónir dollara sem samtök sovéskra og austur-evr- ópskra námamanna gáfu í verkfalls- sjóð þeirra í námumannaverkfallinu 1984-5. Að frumkvæði Scargills eru peningamir enn í vörslu Alþjóðasam- taka námumanna (IMO) í París en hann er einnig formaður þeirra. Stjórnarkreppu líklega afstýrt í Austur-Þýskalandi: Samkomulag um alþýskar kosningar eftír sömu reglum Lafontaine snerist gegn sáttatillögum eigin flokksmanna Bonn, A-Berlín. Reuter, dpa. Á FUNDI þingnefuda beggja þýsku ríkjanna var í gær akveðið að einar kosningar færu fram 2. desember nk. eftir sömu reglum. Ákveð- ið var að ríkisstjórnir beggja ríkja komist að samkomulagi um kosn- ingareglur fyrir ágústlok. Vestur-þýska þingið verður kallað saman úr sumarfríi til að staðfesta samkomulagið. Með þessu því er hættan á stjórnarkreppu í Austur-Þýskalandi líklega liðin hjá. Oskar Lafontaine, leiðtogi stjóm- "arandstöðuflokks jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi, lýsti sig and- snúinn málamiðlunartillögu um að breyta vestur-þýskum kosninga- reglum til að leysa deilur í A-Þýska- landi. Tillagan var lögð fram til að koma í veg fyrir stjómarkreppu í A-Þýskalandi. Fijálslyndir, sem sögðu sig úr a-þýsku stjóminni í vikunni, sögðust tilbúnir að ganga inn í hana aftur ef Lothar de Maizi- ere forsætisráðherra segði af sér. Bentu þeir á Giinter Krause, for- ystumann A-Þjóðveija í viðræðun- um um sameiningu þýsku ríkjanna, í stað de Maizieres. Kenninq um tilurð dularfullu ringanna í Englandi Hagstæð skilyröi fyrir hringamyndanir: Kyrrt, hlýtt loft heldur svölu, kyrru næturlofti niöri viö jöröu á milli 30-50 m hárra hóla o Kalda loftiö ve'röur súlulaga, bólgnar siöan og snýst í hringi HEIMILD: Terence Meaöen, New Sdentist 0 Hringlaga ioftiö leitar niöur og þenst út e Loftiö hringsnýst og sker reglulega hringi í kornakurinn Sextíu vísindamenn frá Japan, Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Bretlandi halda áfram að rannsaka dularfullu hringana, sem hafa myndast á komökrum í suðurhluta Englands um aldaraðir og lengi verið mönnum ráðgáta. Heimildir em um slíka hringa frá miðöldum og þeir hafa myndast í um þijátíu löndum. Mest hefur hins vegar borið á þeim í Suður-Englandi og í ár hafa hringamyndanirnar verið þar fleiri en nokkm sinni fyrr, eða 400. Hringarnir myndast afar hratt, næstum alltaf að nóttu til og enginn hefur séð þá verða til. Ýmsar tilgátur hafa verið um tilurð þeirra. Hefur því meðal annars verið haldið fram að þeir séu lendingarstaðir fljúgandi furðuhluta úr geimn- um, verk djöfulsins eða staðbundinna hringvinda. Síðastnefnda kenn- ingin er skýrð hér nánar. Málamiðlunartillagan var lögð fram á miðvikudag eftir að de Maiziere, sem er kristilegur demó- krati, féll frá kröfum sínum um aðskildar kosningar í Austur- og Vestur-Þýskalandi fyrir sameining- una í byijun desember. En de Maizi- ere taldi að lágmarksfylgi til þess að ná þingsæti í sameiginlegum kosningum þýsku ríkjanna beggja yrði að vera lægra en í V-Þýska- landi, þar sem það er 5%, því ann- ars myndi það útiloka ýmsa austur- þýska smáflokka frá því að hljóta þingsæti. „Ég held að við ættum að halda 5%-lágmarkinu,“ sagði Oskar La- fontaine í viðtali við dagblaðið Siiddeutsche Zeitung í gær. La- fontaine er kanslaraefni jafnaðar- manna og því helsti keppinautur Helmuts Kohls, kanslara V-Þýska- lands, um að verða fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands eftir seinni heimsstyijöld. Lafontaine ósammála flokksformanninum? Flokkur Lafontaines, jafnaðar- menn, hafði lagt til að kristilegir og aðrir flokkar í samsteypustjóm de MaiziereS kæmu sér saman um samskonar kosningareglur og í V-Þýskalandi og að lækka 5%-lág- markið. Hans-Jochen Vogel, for- maður flokks jafnaðarmanna, sagð- ist á fimmtudagsmorgun vera reiðubúinn til að endurskoða regl- una um 5%-lágmarkið, sem hefur stuðlað að sterkum ríkisstjórnum í V-Þýskalandi og komið í veg fyrir að flokksbrot og smáflokkar kæm- ust til valda en slíkar aðstæður voru nasistum hliðhollar þegar Weimar-lýðveldið leið undir lok árið 1933. „Ef rök eru fyrir því að hafa lágmarkið 4%, þá erum við tilbúnir að hlusta á þau,“ sagði Vogel. De Maiziere hefur tekið hug- myndinni vel en Lafontaine, sem ítrekað hefur gagnrýnt Kohl fyrir að stefna of hratt að sameiningu, segir hana auka möguleika á margra flokka samsteypustjórnum og bendir á Ítalíu sem víti til varnað- ar. „Við megum ekki aðeins hugsa um þá sem við viljum að verði á þingi heldur einnig um þá sem við viljum ekki fá — eins og t.d. repú- blikana,“ sagði hann. Repúblikanar, öfgasinnaðir hægrimenn, sem unnu þingsæti í mörgum lýðveldum Vestur-Þýskalands, áður en Berlínarmúrinn hrundi í nóvember sl., hafa u.þ.b. 2% fylgi í öllu V-Þýskalandi en segjast njóta mun meira fylgis austan megin. Lutz Stavenhagen, ráðuneytis- stjóri í v-þýska utanríkisráðuneyt- inu, segir að ef samþýskar kosning- ar yrðu haldnar eftir v-þýskum regl- um, myndu allt að 40% Austur- Þjóðveija ekki eiga fulltrúa á þingi. Flokksbræður de Maizieres í Vestur-Þýskalandi sögðu hann hafa klúðrað málinu og komið löndum sínum í mikla erfiðleika þegar stjómvöld ættu að vera að einbeita sér að þvi einkavæða hagkerfið og hvetja til fjárfestinga til að beijast gegn síauknu atvinnuleysi. I fyrmefndu viðtali gerði La- fontaine lítið úr auknum vinsældum Kohls í skoðanakönnunum. Hann sagði að raunverulegur kostnaður Vestur-Þjóðveija af sameiningunni, sem hann spáir að verði 100 millj- arðar þýskra marka (3.590 milljarð- ar ÍSK) á ári, muni brátt verða til þess að skattgreiðendur snúi bakinu við kanslaranum. „Ljómi Kohls mun dofna í haust þegar félagsleg vandamál tengd sameiningunni fara að koma í ljós,“ sagði Lafonta- Bretland: Hugmyndir um að markaður- inn leysi kennaraskortinn St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Menntamálaráðherra Bretlands, John MacGregor, hefiir ákveðið að gefa sveitarstjórnum og skólum heimild til að semja við kennara um laun. Með þessari ráðstöfún er ætlunin að reyna að leysa kennara- skortinn, sem helúr magnast á síðustu tveimur árum. Fyrir rúmri viku birti mennta- máíaráðuneytið tölur um, að tvö þúsund fleiri kennara vantaði nú en fyrir tveimur árum í grunnskóla í Englandi og Wales. Helst vantar kennara í reikningi, raunvísindum og erlendum tungumálum. Skortur- inn er mestur í Suðaustur-Eng- landi, sérstaklega í London. í sum- um kennsluumdæmum vantar kennara í eina af hveijum átta kennarastöðum. Fyrr á þessu ári voru. reifaðar hugmyndir um, að sveitarstjórnir fengju heimild til að ráða kennara á þeim kjörum, sem þær vildu bjóða. Þá var þessum hugmyndum hafnað. En reglan er nú sú, að allir skólar verða að ráða kennara á þeim kjör- um, sem um hefur samist við kenn- arafélögin. Þau hafa reyndar ekki haft samningsrétt síðustu tvö árin. í reynd hafa því kjör kennara verið ákveðin af fjármálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu þann tíma við mótmæli og óánægju kennara og samtaka þeirra. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að reyna að láta markaðinn leysa kennaraskortinn með því að gefa sveitarstjórnum heimild til að semja við hvern kennara. Þetta þýðir í reynd, að kennarar við sama skóla, sem kenna ólíkar greinar, kunna að fá misjöfn laun. Væri skortur á kennurum í reikningi, fengju reikningskennarar hærri laun en kennarar í greinum þar sem framboðið er nóg. Talsmenn samtaka kennara hafa fordæmt þessar hugmyndir og segja þær ekki munu leysa kennara- skortinn, einungis flytja hann til. Talsmaður Verkamannaflokksins í menntamálum, Jack Straw, sagði, að þessar tillögur leystu engan vanda, vegna þess að ekki stæði til að auka fjármagn til menntamála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.