Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 13 „Stjórn Aflamiðlunar kom saman til fundar þann 10. september 1990 til að ræða útflutning á ísuðum þorski og ýsu umfram heimildir. Stjómin ákvað að úthluta ekki útflutningsleyfum til fjögurra aðila fyrr en ljóst er hvemig stjórnvöld munu framfylgja eftirliti með því að úthlutanir Aflamiðlunar séu virt- ar. Um eftirtalda aðila er að ræða: Skipaþjónustu Suðurlands, Þorláks- höfn, og Gámavini, Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja og Kleifar-Sæham- ar, Vestmannaeyjum. Auk þess var ákveðið að skerða útflutningsheimildir fimm annarra útflytjenda. Aflamiðlun vill taka fram að af um 55 útflytjendum hafa ofan- greindir fjórir flutt út umfram heimildir að staðaldri, fimm í sum- um tilvikum en aðrir hafa virt út- hlutanir Aflamiðlunar. Af gefnu tilefni vill stjórn Afla- miðlunar taka fram að úthlutanir hennar eru aðgreindar eftir tegund- um og að útflytjendum er óheimilt að flytja leyfi frá einni tegund til annarrar." Þér hafði tjáð mér að þér hafið ekki fengið neinar sérstakar til- kynningar um ályktanir stjómar Aflamiðlunar á fundinum 10. sept- ember; aðeins orðið yður úti um þessa fréttatilkynningu, eftir að hún var birt í fjölmiðlum. Af því sem þegar hefur verið sagt í álitsgerð þessari, þ.e. að stjórnvöldum sé óheimilt að binda leyfi til útflytnings á físki skilyrðum og að utanríkisráðherra sé óheimilt að framselja til Aflamiðlunar vald til að gefa útflutningsleyfí, leiðir að sjálfsögðu, að ályktanir stjómar Aflamiðlunar sem frá er skýrt í ofangreindri , fréttatilkynningu, hafa enga þýðingu að lögum. Hvað sem þessu líður, er ljóst að málsmeðferð stjórnar Aflamiðl- unar við umfjöllun og afgreiðslu á meinturh ávirðingum yðar fær ekki staðist. Hafi stjórnin á annað borð eitthvert vald til að fara með málið, sem ég tel raunar að ekki sé sbr. það sem fyrr segir, hlýtur hún að teljast vera stjórnvald við meðferð þess. Verður að ætla að við með- ferð mála fyrir stjómvöldum gildi ávallt ákveðnar lágmarksreglur, sem miða að því að tryggja réttarör- yggi málsaðila, þó ekki sé í settum lögum að finna almenn fyrirmæli í þá vem. Svo sem mál þetta liggur fyrir virðist yður ekki hafa verið gefínn neinn kostur á að tala máli Ljósmyndastofurnar : Ljósmyndastofa Kópavogs símí: 43020 • Barna- og fjölskyldumyndir Reykjavík Sími: 12644 • Mynd Hafnarfirði simi: 54207 Óbreytt verð í heilt ár yðar fyrir stjórninni, hvað þá að þér hafið notið réttar til að kynna yður gögn málsins og leggja fram yðar gögn, ef einhver em, áður en stjómin tók ákvarðanir sínar. Verð- ur að ætla, m.a. með vísan til dóma- fordæma, að yður hafi borið slíkur réttur. Á þetta ekki síst við þar sem verið er að beita yður viðurlögum fyrir meint brot á reglum eða skil- yrðum, sem yður eiga að hafa verið sett. Er raunar tekið fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1988 um útflutningsleyfi, að mál út af brot- um á lögunum skuli fara að hætti opinberra mála. Ekki verður hér reynt að ráða í hvað felist í þeirri samþykkt stjórn- ar Aflamiðlunar, að úthluta ekki útflutningsleyfum til fjögurra aðila fyrr en ljóst sé, „hvernig stjórnvöld muni framfylgja eftirliti með því að úthlutanir Aflamiðlunar séu virt- ar“. Er svo að sjá að þessi sam- þykkt feli í sér einhvers konar óánægju með framkvæmd eftirlits, þótt vandséð sé hvernig sú óánægja verður með rökum tengd afgreiðslu útflutningsleyfa til fjögurra tiltek- inna aðila. Það virðist þó skipta harla litlu máli að átta sig á merk- ingu ályktunar stjórnarinnar að þessu leyti, þar sem einsýnt er að stjórnin hefur ekki neitt vald til að fara með þessi mál, sbr. það sem áður sagði um það. Ég vænti þess að spurningum yðar hafi verið svarað.“ DAGVI8T BARNA Forstöðumaður Staða forstöðumanns í Dyngjuborg er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. október næstkomandi, fóstru- menntun áskilin. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og deildarstjóri fagdeildar á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Fyrsti togarinn, Jón forseti. Framsýnir íslendingar fá sér FJ ÓRÐUN GSBRÉF Um langan aldur hafa íslendingar byggt afkomu sína á sjávarútvegi, en það var fyrst í byrjun þessarar aldar að útgerðin fór að skila verulegum hagnaði. Þá fóru menn að sameinast um fjárfest- ingar sem gátu skilað umtals- verðum hagnaði. Fjórðungsbréf- in byggja á sameinuðum krafti fjölda einstaklinga. Fjórðungsbréf eru eignarhluti í sameiginlegum sjóði sparifjáreig- enda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegundum vel tryggðra verðbréfa. Eigendur bréfanna fá ársfjórðungs- lega greiddar tekjur af þeim umfram verðbólgu. Þannig er bæði hægt að dreifa fjárfestingu og hafa reglulegar tekjur af eignum sínum. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. Fjórðungsbréf leysa vandann. Þegar eftirlaunaárin nálgast er mik- ilvægt að fjárfestingar skili eigend- um sínum tekjum reglulega. Margir vilja minnka við sig vinnu, njóta lífs- ins og ferðast og sinna öðrum áhugamálum sínum. < Dæmi: Ekkjumaður sem á tíu ár eftir af starfsævi sinni vill fara að minnka við sig vinnu. Hann seiur stóra húseign fyrir 12.000.000 króna og kaupir rúmgóðá 4ra herbergja íbúð fyrir 7.000.000 króna. Fyrir mismuninn kaupir hann Fjórð- ungsbréf. Þannig fær hann 100.000 króna tekjur umfram verðbólgu á þriggja mánaða fresti, án þess að skerða höfuð- stólinn* * Miðaö við að 8% árleg raunávöxtun náist á sparnaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur Fjóröungsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. j§ LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavik, simi 606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.