Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Málþing um hagræðingu í heilbrigðskerfínu: Sameining sjúkrahúsa og endurskipu- lagning sérfræðiþjónustu í brennidepli SAMEINING stóru sjúkrahús anna í Reykjavík og endurskipulagn- ing sérfræðiþjónustu voru mál sem mikið komu við sögu á mál- þingi um hagræðingu í heilbrigðisþjónustunni sem var haldið að Borgartúni 6 á laugardaginn. Það var Hjúkrunarfélag íslands sem átti frumkvæðið að þessu málþingi, sem bar yfirskriftina „Er hægt að spara í heilbrigðisþjónustunni án þess að draga úr gæðum þjón- ustunnar". Einnig stóðu heilbrigðisráðuneytið og fjármálaráðuneyt- ið að málþingingu en vel á annan tug erinda voru flutt á því. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, nefndi sem dæmi um þætti í heilbrigðiskerf- inu, þar sem kostnaður hefði hækkað mjög mikið, m.a. sérfræð- ingakostnað og lyfjakostnað. Bar hann saman fjölgun sérfræðinga á árunum 1980-88 og hækkun á sérfræðilækniskostnaði á sama tímabili og sagði nánast fullkomið samræmi vera þar á milli. Fólk hefði hins vegar ekki orðið veik- ara á sama tíma. Hann sagði lyfjakostnað einnig hafa hækkað meira en menn ætl- uðu, þrátt fyrir aðgerðir sem grip- ið hefði verið til í byrjun ársins, m.a. sk. bestukaupa-lista og lækkun álagningar. Þetta hefði mistekist og stjórnvöld vildu nú gripa til frekari aðgerða. Sam- starfið við lyfjaverðlagsnefnd gengi hins vegar ekki upp og næði ráðherra ekki sínum vilja fram. Finnur vék einnig að sjúkrahús- unum í ræðu sinni og lýsti því skipulagi sem hann teldi að ætti að koma á. Hann sagði að af þeim 23,4 milljörðum sem færu til heil- brigðismála á þessu ári færu 54% til sjúkrahúsanna. Þarna væri því eftir miklu að slægjast í sparnaði og hagræðingu. Meiri verkaskipt- ingu yrði að koma á og mætti til dæmis gera Landakot að öldr- unarsjúkrahúsi. Þá bæri að hans mati að setja á laggimar nk. sjúkrahúsamálaráð sem væri yfir Borgarspítalanum og Ríkis- spítölunum. Myndi ráð þetta m.a. sjá um allar fjárfestingar spítal- anna og ráðningar sérfræðinga. Björn Matthíasson, hagfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu, sagði fjárlög næsta árs örugglega verða í jafn þröngum ramma og á yfir- standandiári. Þau yrðu mjög líklega afgreidd með halla og lítið rúm yrði til að taka inn nýja starf- semi á fjárlög. Framlög til stofn- kostnaðar yrðu í lágmarki og framlag til rekstrar sjúkrahúsa örugglega ekki örlátt. A sama tíma hefði breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga leitt tii þess að ríkið yfirtók mikilvæga þætti heilbrigðismála sem þýddi kostn- aðarauka en ekki aukna þjónustu að sama skapi. Þegar svona stæði á vaknaði sú spuming hvort ekki væri hægt að gera meiriháttar skipulags- breytingar í heilbrigðisþjón- ustunni sem losa myndu fjár- magn. Beindist athygling þá gjarnan að stóru sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík. Lokanir á þeim vegna spamaðar samsvör- uðu nú því sem næst að Landa- koti yrði lokað allt árið. Það gæti kostað um hálfan milljarð til við- bótar að reka Landsspítala og Borgarspítala á fullum afköstum en rekstur Landakots kostaði 1100-1200 milljónir króna. Hér munaði því áreiðanlega meira en hálfum milljarði. Yrði Landakoti breytt í hjúkrunarspítala fyrir langlegu og tilfærsla milli sjúkra- húsa gerð í samræmi við það myndi sérhæfmg sjúkrahúsa fá miklum sparnaði áorkað. Svona skipulagsbreytingar gætu hins vegar ekki talist sjálf- sagðar, m.a. væri næsta víst að starfsmenn og aðstandendur Landakots væru þeim mótfallnir. Taldi Bjöm útséð um að þetta skipulagsmál myndi leysast með samkomulagi milli þessara stofn- ana heldur yrði málið að fá pólitíska lausn. Björn vék einnig að verkaskipt- ingu milli hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa og spurði hvort ekki væri æskilegra að langlegusjúkl- ingar yrðu á hjúkrunarheimilum en sjúkrahús sérhæfðu sig frekar í sjúklingum sem þyrftu þyngri læknishjálpar með. í dag væm sjúkrahús í raun að stórum hluta til hjúkmnarheimili og gætu oft á móti ekki sinnt skyldum sínum sem aðgerðastofnanir. Afnám tilvísanakerfisins sagði hann hafa orðið til þess að sér- fræðikostnaður sjúkratrygginga jókst mjög og virtist hann halda áfram að vaxa þrátt fyrir aðhalds- aðgerðir. Yrðu menn að velta því fyrir sér hvort ekki bæri að taka aftur upp tilvísanakerfi með lög- um. Um lyfjakostnað ságði Bjöm m.a. að spyija mætti hvort álagn- ing væri ekki óhófleg. Nýjustu upplýsingar ráðuneytisins um lyfjakostnað á árinu 1989 sýndu að innkaupsverð allra lyfja hefði numið 1.815 m.kr. en útsöluverð án söluskatts 3.325 m.kr. Mis- munurinn væri um 1.500 m.kr. eða sem næst 24.000 krónur á hveija íjögurra manna íjölskyldu í landinu. Önnur spurning væri hvort ekki væri rétt að stytta þann tíma sem læknar mættu ávísa lyfjaskammti. í dag væri sá tími þrír mánuðir og hámarks- skammti oft ávísað þótt ekkert útlit væri fyrir að sjúklingurinn myndi þjást af sjúkdóminum næstu þijá mánuði. Eina dæmið um spillingu í heil- brigðiskerfinu sem hann vissi um sagði Björn vera það að algengt væri að lyfjafyrirtæki byðu lækn- um í dýrar ferðir til útlanda til að þeir ávísuðu frekar einhveiju sérstöku lyfi. Nefndi hann sem dæmi tegund af úðabrúsum fyrir astmasjúklinga sem væri allsráð- andi á markaðinum þrátt fyrir að Morgunblaðið/KGA Frá málþinginu um hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. í ræðustól er Matthías Halldórsson, settur aðstoðarlandlæknir. Hann ræddi almennt um hvort hægt væri að spara án þess að draga úr þjón- ustunni og fjallaði um ýmis hugtök í því sambandi. önnur jafn góð og mun ódýrari tegund væri á bestukaupa-listan- um. Svala Jónsdóttir, hjúkrunar- stjóri, sagði það, að margar sér- greinar væru til staðar á öllum stóru sjúkrahúsunum, m.a. leiða til óeðlilegs kostnaðar vegna tækjakaupa. Engin stefna væri til um hvar sérgreinar ættu að vera. Það réðist af ráðningum sérfræð- inga en ekki öfugt. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði hag- kvæmni vera mikla í heilbrigðis- þjónustunni. Hefðu afköst aukist gífurlega í einfaldari lækningum og mesti kostnaðurinn færi nú í erfiðu tilvikin. Það væri rándýrt að bjarga fárveiku fólki og kost- uðu sumir sjúklingar milljónatugi enda allt lagt í sölumar fyrir þá. Það væri fyrst og fremst þetta sem hefði valdið „útgjaldaspreng- ingunni". Einkavæðingu þeirra þátta al- menna heilbrigðiskerfisins þar sem eftirspurn væri mjög mikil sagðist Davíð telja vera mjög holla. Hann sagðist telja það vera ranga stefnu að reka alla heilsu- gæslu undir einum hatti. Það ætti að hvetja til lítilla eininga, einkareksturs og samkeppni. Margar skýringar væru á því að lyf hækkuðu meira en áætlað, sagði Davíð. Taldi hann að heppi- legast væri að gefa lyfjaverslun fijálsa og hætta síðan að velta fyrir sér álagningunni. „Þá skul- um við sjá til þess að keypt verði ódýrar inn.“ Yarðandi rekstur sjúkrahús- anna sagði forstjóri Ríkisspítal- anna að einn sameiginlegur spítali undir einni stjórn væri eina lausn- in. Það væri ekki skynsamlegt að dreifa kröftunum of mikið. Þetta ætti að hans mati ekki að gera með valdboði heldur hægt og ró- lega og vegna þess að menn sæju að þetta væri skynsamlegast. Annars sætum við uppi með tvo eða þijá „hálfspítala". Launamál væru einnig mikil- væg. Laun í heilbrigðisgeiranum mættu ekki verða lægri en alls staðar annars staðar í kringúm okkur. En þá yrði fólk í heilbrigð- isstéttum líka að hjálpa til við að taka á hagræðingarmálunum. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði of mikla orku fara í að reyna að spara fyrir eitt fjárhagsár en ekki væri hugað að langtímaspamaði. Þannig værum við að spara aur- ana en henda krónunum. Mjög brýnt væri að endurskipu- leggja dreifingu sérgreina á sjúkrahúsin en hún hefði hingað til verið handahófskennd. Þetta yrði að gera sama hvort sjúkra- húsin yrðu sameinuð eða ekki. Hún ræddi einnig lauslega hug- myndir um umbunarkerfí og sagði ástand mála í dag vera þannig að meðalmennskan væri tryggð um ókomna tíð. Hulda S. Ólafsdóttir, sjúkraliði, sagði að í menntun og allri leið- sögn starfsmanna yrði að ítreka að þeim væri trúað fýrir eigum samfélagsins og að vel þyrfti að fara með þær. Hún taldi ljóst að þó einhveijar leiðir mætti finna til sparnaðar þá yrðum við að sætta okkur við að svipað hlutfall þjóðartekna og nú myndi áfram fara til heilbrigðisþjónustu. Einar Stefánsson, prófessor, sagði kostnað af heilbrigðisþjón- ustunni vera skaplegan og ekki óhóflegan. Gagnrýndi hann lokan- ir á sjúkradeildum og sagði sparn- að af lokun einnar deildar vera 30 m.kr. á ári. Alþingi hefði hins vegar á síðasta þingið ákveðið að veita 60 m.kr. aukalega til að kaupa dagblöð inn á stofnanir ríkisins. Sagði Einar það vera móðgun þegar þessum blöðum væri síðan dreift inn á deildir sjúkrahúsa. Afköst heilbrigðisþjónustunnar sagði hann að yrðu að aukast og minnti á biðlista. Það væri óraun- hæft að ætla að minnka kostnað frá því sem nú væri. Gæði og afköst sagði hann fyrst og fremst fara eftir hæfni og áhuga starfs- manna. Heilbrigðiskerfið sjálft hefði aldrei læknað neinn og myndi aldrei gera það. Hús og tæki skiptu ekki máli ef starfsfólk væri áhugalaust. Þarna sagði hann miðstýringuna - sósíalism- ann - bregðast. Einu leiðina til hagræðingar sagði Einar vera að virkja beinlín- is starfsfólk. Það yrði að veita því völd til rekstrarákvarðana og hvetja til hagræðingar. Taka ætti upp bónusgreiðslur í ríkisrekstrin- um og hafa einkarekstur þess utan. Hina einkareknu þætti heil- brigðisþjónustunnar sagði hann skila góðri og ódýrri þjónustu. Einkarekstur væri þó ekki allra meina bót og væri lyijaverslunin dæmi um það. Þar væru sam- keppnishömlur sem ættu ekki að vera til. Þær væri hægt að afnema með einu pennastriki. Nauteyrarhreppur: Hreppsne fndarkosning- amar úrskurðaðar ógildar FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að kosningar til hreppsnefndar Nauteyrar- hrepps, sem fram fóru 9. júní síðastliðinn, séu ógildar, og því skulu kosningar þar fara fram að nýju svo fljótt sem auðið er. Kosningarnar voru kærðar til sýslumannsins í Norður-Isa- Qarðarsýslu 11. júní, en kjör- nefnd sem hann skipaði í því sambandi kvað síðan upp þann úrskurð að kosningarnar væru gildar. Úrskurði kjörnefndar- innar var síðan skotið til félags- málaráðuneytisins 18. júlí. Kærandi kosninganna byggði kröfu sína meðal annars á því að í kjörklefa á kjörstað hafi legið frammi yfírlýsing frá fyrrverandi hreppsnefndarmanni um að hann gæfi ekki kost á sér sem aðalmað- ur í hreppsnefnd. Telur kærandi að þar hafi verið um að ræða ólög- mætan áróður á kjörstað, þar sem nafn viðkomandi hafi með þessu móti verið auglýst inni í kjörklef- anum. í úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins segir að svo verði að líta á, að sá háttur að koma fyrir auglýs- ingu í kjörklefa þess efnis að mað- ur gefi ekki kost á sér til endur- kjörs sem aðalmaður, bijóti í bága við -4. tölulið 125. greinar kosn- ingalaga. Því líti ráðuneytið svo á að slíkir ágallar hafi verið á fram- kvæmd hreppsnefndarkosning- anna í Nauteyrarhreppi, að ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úr- slit kosningahna, og því beri að ógilda úrslit þeirra af þeim sökum. Kærandi byggði kröfu sína á tveimur öðrum efnisatriðum, en að mati ráðuneytisins voru þau ekki þess eðlis að þau valdi ógild- ingu kosninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.