Morgunblaðið - 18.09.1990, Síða 36
I
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
Minninff:
Karl J. Eiríks
frá Torfastöðum
Fæddur 15. júlí 1920
Dáinn 9. september 1990
Hér og hvar í Árnessýslu má
greina foma fjörukamba, þar sem
finnast skeljaleifar. Svo mun vera
að Kiðjabergi við Hvítá. Þar uppfrá
rís ijall einstakt, sem Hestijall heit-
ir. Suður og vestur með íjailinu
' ''íennur straumþung Hvítá, uns hún
hefur ármót við Sog.
Austan Kiðjabergs er jörð, sem
Hestur heitir. Þar um slóðir hefur
nokkur hópur ættingja fengið spild-
ur skipulagðar og úthlutað til ætt-
menna. Við Karl bróðir minn feng-
um lönd okkar sunnan undir Hest-
fjalli, þar sem ísaldarbrúnahjallarn-
ir blasa við augum. Vonglaðir,
komnir nokkuð á efri ár, hófumst
við handa að gróðursetja tijáplöntur
og blóm og koma upp vistarverum.
Þau Helga og Karl gáfu sumarhúsi
sínu nafnið Gjósta. Þau hjón Helga
Guðmundsdóttir og Karl voru góðir
grannar okkar Sigríðar. Þau voru
.§a.mhent um að gróðursetja og lag-
færa hjá sér og gott var að koma
til þeirra í Gjóstu-bséinn. Við Sigríð-
ur dáðumst að trúmennsku þeirra
við landið og dugnað við ræktun.
„Grænir fingur“ þeirra hjóna unnu
saman að breyta ísaldarleirnum í
gróðurmold. Blöð tijánna þeirra
ungu teygðu sig mót birtu og sól
daganna.
Er Karl kom að þessu ósnortna
landi, urðum við ásáttir að leggja
vegspotta heim að sumarhúsum
(ikkar. Vildi Karl skipta kostnaði
*afnt, þótt lengri spölur væri til
mín. Hann valdi þeirri götu nafnið
Vonarstræti. Þetta tvennt segir sína
sögu.
Atvikin höguðu því svo að báðTr
sáum við fyrst ljós dagsins í Bisk-
upstungum. í þeim hreppi á sitt
hvorum bæ slitum við fyrstu skóm
okkar. Síðar fórum við hvor sína
leið um allmörg ár, eins og gengur.
Fundum okkar bar þó saman af og
til á lífsleiðinni.
Við Karl höfðum von um nokkur
góð ár er aldur færðist yfir til að
rækta reitina okkar í Grímsnesinu.
En nú er Karl farinn til þeirra föð-
urtúna, þar sem að sagt er að sorg-
in sé ekki lengur til. Hann bjóst við
<ið geta farið eina ferð enn og litið
sunnlenskar sveitir og ána með hið
sérkennilega hvíta traf.
En ferðin varð með öðrum hætti.
Fylgi honum blessun og fararheill
un vonarstræti á Guðs vegum.
Við systkini Karls kveðjum hann
með söknuði. Við Sigríður söknum
hans hlýlega viðmóts og glaðværð-
ar, sem aliir þekktu, sem á vegi
hans voru.
Helgu, sonum og öðrum vanda-
mönnum eru sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Halldór Ó. Jónsson
„Alltaf er einhver á förum.“ Þessi
orð Bjarna Ásgeirssonar, fyrrver-
andi alþingismanns og ráðherra,
hafa æ ofan í æ komið mér í hug
síðan ég frétti lát míns gamla og
góða skólafélaga, Karls Jónssonar
Eiríks. Vel vissi ég að hann hafði
verið veikur að undanförnu og að
til beggja vona gat brugðist, en þó
sló andlátsfregnin mig ærið fast.
Vill svo gjarnan verða þegar góðir
vinir hverfa úr hópnum, enda þótt
við vitum, að hér er aðeins um að
ræða iögmál, sem ekki verður um-
flúið.
Já, hún er farin að þynnast, fylk-
ing okkar, sem hófum nám við
Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum
í Ölfusi, fyrsta starfsárið hans. Hún
var raunar ekki fjölmenn, fylkingin
sú. Við munum hafa verið 22. Þessi
hópur var víða að kominn en reynd-
ist ákaflega samhentur. Enda þótt
óráðið væri í upphafi hversu mörg
okkar kæmu til með að vinna að
garðyrkjustörfum að námi loknu
vorum við öll staðráðin í því, að
hafa sem mest út úr skóladvölinni.
Og ekki lágu skóiastjóri og kennar-
ar á liði sínu til þess að svo mætti
verða, enda þótt aðstaða til verk-
legrar kennslu væri ærið ófullkom-
in. En þótt við værum vítt að kom-
in og ekki fleiri en þetta þá vildi
svo til, að sum okkar þekktumst
áður. Þrír okkar höfðum verið
samtímis við nám í Bændaskólanum
á Hólum í Hjaltadal, Og fimm okk-
ar, hartnær fjórðungur, voru skóla-
systkini frá Laugarvatni. Mátti
þetta kaliast einkennileg tilviljun
og sannaðist hér enn að „víða liggja
vegamót.“
Ja, „alltaf er einhver á förum“.
Nú eru sjö af þessum tuttugu og
tveimur horfnir úr hópnum. Og nú
síðast Karl Jónsson Eiríks, eða
Kalli Eiríks, eins og við vorum vön
að nefna hann.
Hann var fæddur að Skálholti í
Biskupstungum þann 15. júlí 1920.
Foreldrar hans voru Jón Ólafur
Gunnlaugsson, kennari og bóndi í
Skálholti og síðar stjórnarráðsfull-
trúi í Reykjavík og Ragnhildur
Magnúsdóttir bóndi á Þurá í Öif-
usi. Karl var ungur tekinn í fóstur
af þeim séra Eiríki Þ. Stefánssyni
á Torfastöðum og konu hans, frú
Sigurlaugu Erlendsdóttur og ólst
hann upp hjá þ^im merkishjónum.
Leit hann jafnan á þau sem sína
aðra foreidra. Hann stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugarvatni
veturna 1936 til 1938. Síðan við
Garðyrkjuskólann á Reykjum 1939
til 1941. Þótt ekki skorti jarðhitann
í Biskupstungunum snéri Karl sér
ekki að garðyrkjustörfum er hann
hafði lokið náminu á Reykjum.
Hann vildi afla sér meiri menntunar
og hélt nú á önnur mið. Því innritað-
ist hann í Kennaraskólann og lauk
kennaraprófi 1944. Gerðist skrif-
stofumaður hjá Kaupfélagi Árnes-
inga á Selfossi sama ár og gegndi
því starfi til ársloka 1981. Skrif-
stofumaður í brunadeild Samvinnu-
trygginga í Reykjavík frá því í árs-
byijun 1982 og til starfsloka.
Karl kvæntist 25. júní 1944
Helgu Guðmundsdóttur, bónda í
Súluholti í Flóa og konu hans, Vil-
borgar Jónsdóttur'. Börn þeirra eru
tvö: Eiríkur, stýrimaður í Hafnar-
firði og Guðmundur Viðar, kennari
og leiðsögumaður.
Þannig er hún þá, í sem allra
stystu máli, hin ytri saga Karls
Jónssonar Eiríks. Hún einkenndist
ekki af neinum umbrotum. Hann
sinnti störfum sínum af mikilli kost-
gæfni, samviskusemi og réttsýni, í
senn bæði mikilvirkur og vélvirkur,
enda naut hann óskoraðs trausts
yfirboðara sinna. Þeir vissu vel, að
hvert það starf, sem hann tók að
sér, var í góðum höndum. Hann
dvaldist lengst af ævi sinnar á
æskuslóðum að kalla og hefði áreið-
anlega ekki unað sér betur annars
staðar, enda taldi hann það mikla
hamingju, svo mjög sem honum var
átthagatryggðin í blóð borin. Og
„í átthagana andinn leitar“. Þótt
hann, vegna starfs síns síðustu ár-
in, þyrfti að dveijast í Reykjavík
þá hygg ég að hann hafi talið sum-
arbústaðinn í Grímsnesinu sem sitt
raunverulega heimili.
Karl var búinn ijöiþættum hæfi-
leikum. Því kynntist ég strax þegar
við vorum samtímis á Laugarvatni
og ennþá betur í hinu litla en góða
samfélagi á Reykjum. Mun þó
minna á þeim borið en efni stóðu
til, vegna meðfæddrar hlédrægni.
Hann kaus fremur að styðja aðra
en hafa sig sjálfur svo mjög í
frammi. Hann var t.d. ágætur söng-
maður og hafði mikia leikhæfileika,
Þakrennur
úr stáli og plasfi
Er komið að því að sef/a þakrennur
á húsið eða endurnÝja þær gömlu?
M>) Lindab
Þakrennur eru sænsk gæðavara
og annálaðar fyrir:
• endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í
uppsetningu • fallegt útlit og fjðlbreytt litaval
• ótrúlega hagstætt verö • sameina kosti stál- og
plastrenna en sneiða hjá göllum beggja.
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFÐA 9 • 1 12 REYKJAVÍK • PÓSTHÓLF 4066 • SÍMI 685699
þótt það kunni einkum að hafa ver-
ið á vitorði þeirra, sem þekktu hann
best.
Karl Jónsson Eiríks var maður
fríður sýnum og sviphreinn, vel lim-
aður, hlýtt hýru- og glettnisblik í
augum, gleðimaður í góðra vina
hópi, tryggur og vinfastur, á allan
hátt vel á sig kominn tii sálar og
líkama.
Hann hefur nú kvatt og lagt í
þá ferð, sem öllu lífi er búið. Ég
kveð hann með orðum Friðriks
Hansens: „Ég kalla til þín kæri:
Góða ferð í könnun annars heims
og nýrra landa.“
Magnús H. Gíslason
Fáein kveðjuorð
Mínir vinir fara ijöld,
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bolu-Hjálmar)
Góðvinur minn og samstarfsmað-
ur um nokkra tugi ára, Karl J.
Eiríks, er látinn. Hann var fæddur
í Skálholti, en ólst upp á Torfastöð-
um í Biskupstungum hjá prests-
hjónunum þar, séra Eiríki Þ. Stef-
ánssyni og konu hans frú Sigur-
laugu Erlendsdóttur. Hann var í
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1936-38, Garðyrkjuskólanum á
Reykjum 1939-41 og síðan í Kenn-
araskóla íslands og lauk þaðan
kennaraprófi 1944. Þó að við Karl
hefðum alist upp á tveimur ná-
grannabæjum og mikill og góður
samgangur milli þeirra, kynntumst
við lítið. Því olli vitanlega mikill
aldursmunur. En 1944 ræðst Karl
sem skrifstofumaður til Kaupfélags
Árnesinga og þá strax mynduðust
mikil og góð samskipti milli okkar.
Fljótlega eftir komu Karls til KÁ
varð hann nánasti samstarfsmaður
minn og hjálparhella í fjölda ára,
uns hann tók að sér afgpeiðslu Sam-
vinnutrygginga hjá KÁ. Hann var
þó aldrei langt undan og þótti mér
ætíð gott að leita til hans er vanda
bar að höndum.
Við Karl J. Eiríks áttum mjög
gott samstarf. Við sátum við sama
borðið svo að segja hlið við hiið og
oft og mörgum sinnum gekk hann
í mín störf og leysti þau af hendi
frábærlega vel. Állt stóð eins og
stafur á bók í öllum hans störfum.
Mér finnst svona í endurminning-
unni að þá hafi ætíð verið yndisleg-
ir dagar, þrátt fyrir erilsamt starf
og þreytandi, maðurinn var svo frá-
bærlega skemmtilegur, glaðsinna
og glettinn, óáleitinn við aðra menn,
og í glettni sinni og glaðværð aldr-
ei meinyrtur eða særandi.
Eftir að Karl J. Eiríks iét af störf-
um hjá Kaupfélagi Árnesinga 1981,
fluttust þau hjón til Reykjavíkur
og ,þar vann hann hjá Samvinnu-
tryggingum í nokkur ár.
Ég sakna svo sannarlega vinar
í stað. Mér finnst ég fátækari en
áður þegar ég veit að ég hitti hann
aldrei framar þessa heims, en
kannske hittumst við á „feiginsdegi
fira“ og þá verður áreiðanlega gam-
an eins og svo oft áður.
Kolskeggur sagði forðum:
„Hvorki mun ég á þessu níðast eða
neinu því, sem mér er til trúað.“
Ég hygg að Karl J. Eiríks hafi
einmitt haft þessa lífsskoðun. Þann-
ig reyndist mér hann í öllum hlut-
um.
Valdimar Pálsson
Minning
Birna Þórðardóttir
Og gefðu vini þínum það sem þú átt best.
Ef hann verður að þekkja fátækt þína,
lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni.
Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að
drepa tímann?
Leitaðu hans með áhugamál þín.
Því það er hans að uppfylla þörf þína,
en ekki tómleika þinn.
Og vertu með vini þínum og njóttu með
honum lífsins.
Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin
morgun sinn og endurnærist.
(Kahlil Gibran)
Elskuleg vinkona mín Birna
Þórðardóttir er gengin til hinstu
hvílu langt fyrir aldur fram.
Minningarnar koma í hugann,
liðnir dagar. Geymdar en ekki
gleymdar stundir rifjast upp og
lifna.
Birna, hlý, glöð, hress og úrræða-
góð, geislandi af lífskrafti og styrk.
Það var ekki að lífið léki alltaf við
hana mýkri höndum en aðra, en
jákvæð lífsviðhorf, bjartsýni og ein-
læg umhyggja fyrir náunganum
léðu henni persónutöfra sem gerðu
hana að eftirsóknarverðum vini og
fallegri sterkri manneskju.
Hún var sannur vinur, jafnt í
gleði og sorg, nokkuð sem ekki öll-
um er gefið.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana að.
Elsku Helgi, börn, barnabörn og
aðrir aðstandendur og vinir, ég bið
góðan Guð um að styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Minningin um yndislega mann-
eskju lifir.
Kristín S. Magnúsdóttir
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.